Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.2011, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.2011, Blaðsíða 36
36 | Viðtal 29. apríl–1. maí 2011 Helgarblað B ænaköll frá moskum, skran- salar og menn sem ýttu á und- an sér hjólbörum fullum af gaskútum sem þeir voru að selja og vöktu athygli á sér með því að berja reglulega með skiptilykli í kút- ana. Mótorhjól sem þutu fram hjá og margslungin lykt, söluborð með rús- ínum, kryddi og öðrum varningi og fólk í framandi fatnaði var það sem mætti Sveini H. Guðmarssyni frétta- manni þegar hann kom fyrst til Jemen. Úr öskufalli til Jemen Þar dvaldi hann í átta mánuði og starf- aði sem upplýsingafulltrúi UNICEF með áherslu á neyðarstarf. Kallið kom óvænt fyrir ári, hann hafði verið á kafi í fréttaflutningi frá gosinu í Eyjafjalla- jökli. „Ég lenti eiginlega óvart í því þar sem ég var í Morgunútvarpinu á Rás 2 á þessum tíma en ekki í fréttum. Fyrir tilviljun lenti ég austanmegin Markar- fljótsins þegar gosið hófst og var annar af tveimur fréttamönnum sem voru á gossvæðinu fyrstu tvo dagana. Ég var síðan að keyra út úr öskufallsskýinu ásamt tökumanni þegar ég fékk símtal frá utanríkisráðuneytinu og var beð- inn um að fara til Jemen.“ Það stóð ekki á svarinu. Sveinn sagði strax já, en með ákveðnum fyr- irvörum þó. „Ég þurfti náttúrulega að fá leyfi frá vinnuveitanda mínum og ræða við fjölskyldu og vini. Allt svona þarf að gera með skömmum fyrirvara en ég vildi ekki kasta öllu frá mér án þess að eiga möguleika á endurkomu. Annars var ég tilbúinn til þess að stökkva af stað þar sem ég hafði hugs- að um þetta í mörg ár og var andlega tilbúinn. Kringumstæðurnar verða bara að vera réttar og þær voru það.“ Spennandi tækifæri Sveinn hefur lengi starfað í erlendum fréttum, stúderað alþjóðastjórnmál og hefur þar að auki verið á Veraldarvakt- inni hjá Rauða krossinum sem sam- anstendur af sendifulltrúum sem geta farið á hamfara- og átakasvæði þegar á þarf að halda. Það kom honum þó á óvart þegar UNICEF hafði samband við hann og bauð honum á námskeið úti í Danmörku sumarið 2009. „Það er víst algengt að blaðamönnum sé boðið að taka þátt í svona starfi. Ég var mjög sáttur við það og fór á nám- skeið fyrir fólk sem gæti sinnt upplýs- inga- og kynningarmálum undir mjög erfiðum kringumstæðum, þar sem allt væri farið í bál og brand. Í kjölfarið fékk ég þetta símtal og sagði já.“ Styrkur al-Kaída Móður hans leist þó ekki á blikuna, hún ól ugg í brjósti sér en var þó glöð fyrir hans hönd, segir Sveinn og hlær um leið og hann bætir því við að pabbi hans hafi verið mjög áhugasamur. Ástandið í Jemen var þó ekki svo slæmt á þessum tíma. Norðar í land- inu höfðu verið átök allt árið á und- an og höfðu verið með hléum allt frá árinu 2004. „Það má eiginlega kalla átökin borgarastyrjöld. 300.000 manns höfðu hrakist frá heimilum sínum, eitthvað mannfall varð og gríð- arlegt tjón. En þegar ég kom á svæðið voru tveir mánuðir frá því að vopna- hléið var undirritað.“ Helst höfðu menn áhyggjur vegna al-Kaída. „Þeir höfðu fært sig upp á skaftið og voru orðnir býsna öflugir á þessu svæði. Ég held að, að svo miklu leyti sem það er hægt að tala um al- Kaída sem samtök, þá séu þau senni- lega öflugust í heiminum í Jemen. Hins vegar hófst þessi ólga, sem núna skekur Jemen og er búin að fara um öll Miðausturlönd, ekki fyrr en á mínum síðustu dögum í Jemen. Þegar ég yfirgaf svæðið var allt brjálað í Eg- yptalandi, stöðug mótmæli og upp- lausn. Einhver mótmæli voru hafin í höfuðborg Jemen, Sana, en aldrei hvarflaði það að mér að þau myndu vinda svona upp á sig. En sem betur fer hafa mótmælendur náð sínu fram.“ Mikið áreiti Fyrstu dagana bjó Sveinn á hóteli, var mikið einn og gekk um borgina. Rauð- hausinn vakti forvitni vegfarenda sem vildu vita á honum frekari deili. „Þetta var mjög skemmtilegt. Áreit- ið var samt svo mikið að öll skynfæri voru þanin til hins ýtrasta fyrstu dag- ana. Eftir nokkrar vikur áttaði ég mig svo á því að umhverfið var orðið eðli- legt fyrir mér. Ég var hættur að kippa mér upp við það að mæta tveimur mönnum með bjúgsverð í beltinu sem höfðu verið ógnandi áður. Þá vissi ég að ég var hættur að vera túristi þarna og farinn að aðlagast lífinu, eins langt og það nú nær.“ Átakanlegar aðstæður Starf Sveins var í senn fjölbreytt og krefjandi. UNICEF er í senn með neyð- arstarf og þróunarstarf þar sem verið er að byggja upp skóla, sjá um bólu- setningar, að það séu klósett og sápur í flóttamannabúðum, veita börnum sálfræðilegan stuðning, áfallahjálp og þess háttar. Sveinn var í því að skrifa skýrslur um ástandið, hvað búið var að gera, meta horfurnar og hvað þyrfti að gera. „Þar að auki var ég að segja sögur af fólki. Ég hitti stelpu frá borg- inni þar sem átökin voru hvað mest. Hún hvarf inn í eigin heim eftir áfall- ið sem hún varð fyrir þegar húsið við hlið hennar var sprengt upp. Hún fór frá því að vera eðlileg lítil stelpa yfir í það að vera nánast einhverf og það var mjög átakanlegt. Það var mjög erfitt að hitta þessi börn en ég fann yfirleitt meira fyrir því eftir á. Í fyrsta lagi búa þau við alveg hörmulegar aðstæð- ur og þó að hjálparsamtök reyni að styðja þau eftir fremsta megni breyt- ir það því ekki að þau búa oft í tjöld- um með moldarbotni ásamt sjö, átta manna fjölskyldu. Inni og úti er fjöru- tíu stiga hiti.“ Sofnaði þungt fyrir hjarta Honum er alltaf minnisstætt þegar hann tók viðtal við lítinn átta ára strák sem missti auga og stórslasaðist þeg- ar hann lenti í jarðsprengjuslysi. „Það er alveg hræðilegt að hitta börn sem eru svona slösuð eða fötluð. Eftir að ég hitti þennan litla strák fór ég heim í íbúðina mína í höfuðborginni og opn- aði tölvuna. Litli frændi minn kom inn á MSN-ið hjá mér til þess að segja mér að hann væri kominn upp í sumar- bústað með foreldrum sínum. Hann sat þarna með fartölvuna í fang- inu og borðaði snakk. Andstæðurnar á milli þessara tveggja drengja slógu mig svo. Ham- ingju og gæfu þessar- ar veraldar er svo mis- skipt og ég fékk það beint í æð. Mér leið mjög einkennilega og sofnaði með þyngra fyrir hjartanu en önn- ur kvöld,“ segir hann einlægur. Í september kom hann heim í frí og eins og gefur að skilja voru vinir og vandamenn nokkuð forvitnir um lífið í Jemen. „Það var mjög erfitt að lýsa því, því daglegt líf er nógu framandi, svo ég tali nú ekki um mjög óvenjulegar aðstæður eins og að fara inn í flóttamannabúðir í fyrsta sinn. Það er ekki hægt að lýsa því þannig að fólk skilji það. Jafnvel ég, sem fór þangað reglulega, finn að ég mun aldrei getað skilið hvernig það er að lifa við þessar aðstæður. Ég kom þangað, staldraði við í tvo eða þrjá tíma og var síðan keyrður burt í loft- kældum Land Crusier-jeppa að þotu sem flaug með mig til höfuðborgar- innar þar sem ég hafði það huggulegt heima í íbúð með öllum þægindum.“ Aðstæður betri í flóttamanna- búðum en heima Hann gerir þó tilraun til að lýsa því sem blasti við í flóttamannabúðunum. „Það fyrsta sem vakti at- hygli mína var ofboðsleg- ur fjöldi af fólki, ég nánast hrökk í kút við að sjá allt þetta fólk. Þarna er ekkert nema tjöld, vatnspóstar með reglulegu millibili og tyrknesk klósett með holu ofan í jörðinni. Ég á mjög erfitt með að færa upplifun mína í orð. Öðrum þræði var ég bara augu og eyru en á hinn bóginn vildi ég varla horfa upp á þetta því þetta var svo ömurlegt.“ Fólkið sem þarna bjó var flóttafólk í eigin landi. Það hafði flúið stríðsátök á heimaslóðunum og flestir bjuggust við því að snúa aftur heim þegar frið- ur kæmist á. En það varð ekki. Kannski vegna þess að fólkið óttaðist stríð- ið enn, það trúði því ekki að því væri lokið, óttaðist jarðsprengjur á svæð- inu eða annað sem því stafaði bein hætta af. „Svo var það líka þannig að þrátt fyrir að mér þættu aðstæðurnar Sveinn H. Guðmarsson bjó í Jemen í átta mánuði þar sem hann starfaði fyrir UNICEF. Einn daginn mætti hann hermönnum í bakgarðinum eftir sprengjutilræði al-Kaída. Um leið og hann sá veröldina í nýju ljósi kynntist hann sjálfum sér upp á nýtt. Þórhildur Ólafsdóttir, kærasta hans, fór svo út og vann gegn barna- þrælkun. Þau deila reynslu sinni með Ingibjörgu Dögg Kjartansdóttur. Það var sprengja í húsinu „Veruleikinn var svo óraunverulegur að ég náði ekki utan um það og varð hvorki kvíð- inn né stressaður yfir því. Eitt sinn setti al-Kaída sprengju undir bíl CIA- manna fyrir utan uppá- haldspítsustaðinn minn. Í flóttamannabúðunum Þótt aðstæðurnar í flóttamannabúðunum væru slæmar voru þær samt sem áður skárri en það sem fjöldi fólks bjó við heima hjá sér. Því dvaldi fólk gjarna áfram í búðunum eftir að friður komst á. Þar fengu það mat og vatn auk þess sem börnin gátu gengið í skóla.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.