Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.2011, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.2011, Blaðsíða 20
„Það er algjör óþarfi að öll þjóðin viti af manni. Það er alveg nóg af öðru fólki sem er hægt að benda á. Ég er bara flokkaður í hóp stórglæpamanna og ógæfumanna,“ segir húsráðandi í íbúð sem lögreglan réðst inn í ásamt tökuliði þáttanna Löggur, sem nýlega hófu göngu sína í Mbl Sjónvarpi. „Það er alveg komið nóg af ógæfu í mínu lífi og akkúrat þegar ég er að reyna að gera eitthvað í því þá fara þeir að rústa lífi manns,“ bætir húsráðandinn við, en hann vill ekki koma fram undir nafni. Fjórir handteknir við leitina Umræddur þáttur hefur vakið tölu­ verða athygli en þar er lögreglu­ mönnum að störfum fylgt eftir þar sem þeir ráðast inn á heimili á höf­ uðborgarsvæðinu vegna gruns um fíkniefnasölu. Í upphafi þáttarins fullyrðir lögreglumaður nánast að sala fíkniefna fari fram í íbúðinni. Andlit húsráðanda, sem segist vera á skilorði, og þeirra sem voru gest­ komandi eru gerð óskýr en ýmislegt í umhverfi þeirra og útliti gefur vís­ bendingar um hverja er um að ræða. Fjórir voru handteknir við húsleitina en húsráðandi var sá eini sem var færður til yfirheyrslu. Farið með rangt mál í þáttunum Í þáttunum kemur fram að á vettvangi hafi fundist fimmtíu grömm af kanna­ bisefnum, lítið af amfetamíni, landi og töluvert magn blöndunarefna sem notað er til að drýgja amfetamín. Þá er einnig tekið fram að auk efnanna hafi fundist vopn í íbúðinni og að hald hefði verið lagt á ætlað þýfi. Húsleitin var gerð þann 16. desember síðastlið­ inn. Húsráðandi er ósáttastur við að farið hafi verið með rangt mál í þættin­ um en samkvæmt ákæru, sem honum barst þann 8. mars, er hann ákærður fyrir að hafa haft 18,23 grömm af marí­ júana í vörslu sinni en ekki 50 grömm. Hann er einnig kærður fyrir vörslu á 0,22 grömmum af amfetamíni og fyr­ ir vopnalagabrot, en á heimili hans fannst svokallað samúræjasverð með 63 sentímetra löngu blaði. Hald lagt á fjölskyldugrip Greinileg ummerki um fíkniefna­ neyslu í íbúðinni sjást í þættinum. Þá eru birtar myndir af stórum fötum sem fullar eru af hvítu dufti, umræddu samúræjasverði og lögreglumönnum bera út meint þýfi, þar á meðal stóran flatskjá. „Allir þessir hlutir sem voru teknir, ég fékk þá aftur til baka næsta dag. Það var ekkert þýfi þarna inni. Þeir láta líta út fyrir að þetta hafi allt verið þýfi þarna inni,“ segir hann og leggur mikla áherslu á að þetta hafi allt verið tæki sem hann eignaðist á heiðarlegan hátt. Samúræja sverðið segir hann vera ættargrip frá föður sínum, sem fylgt hafi fjölskyldunni í langan tíma. Það sé bitlaust og að­ eins til skrauts. „Mér er bara annt um þennan grip. Ég er ekkert heilagur, en ég er ekki með nein ofbeldisbrot á sakaskránni.“ Stundar vöruskipti Hvíta duftið í stóru fötunum kallar hann fæðubótarefni. Aðspurður hvaða efni þetta sé segir hann það vera mjólk­ ursykur eða laktósa sem meðal ann­ ars sé notað til að drýgja amfetamín. Fæðubótarefnin fær hann mjög ódýrt frá aðilum sem flytja það inn, en hann skiptir þeim út fyrir aðra vöru. „Ég fékk í rauninni þetta græna í skiptum fyr­ ir fæðubótarefnin.“ Með því „græna“ á hann við maríjúna. „Ég var samt að búa mér til pening þannig, en þetta var samt bara til einkaneyslu. Þetta voru vöruskipti, ég var ekkert að selja þetta beint út.“ Hann er einnig ósáttur við að ekki hafi komið fram í þáttunum hvaða efni hafi verið í fötunum. „Ég er látinn líta út fyrir að vera einhver stórsali en ég er í rauninni bara að skipta fæðu­ bótarefnum,“ segir hann. „En að sjálf­ sögðu fylgja því smá hlunnindi. Ríkið er nú ekki búið að fara vel með mann. Ég er búinn að vera vinnandi síðan ég var fjórtán ára,“ bætir hann við. „Ég tók það fram að þetta væru fæðubótarefni. Ég væri sáttari ef klippan væri sýnd eins og hún er. Ég myndi frekar vilja að þeir sýndu meira af sannleikanum svo ég líti ekki út eins og eitthvert fífl.“ Þá segir hann að hluti af því sem flokk­ að hafi verið sem maríjúana sé í raun páfagaukafóður, en hann vill meina að í fóðrinu sé töluvert magn kannabis­ fræja. Gripinn við ólöglega iðju Í þáttunum kemur fram að hann hafi komið við sögu hjá lögreglu áður og hann viðurkennir það fúslega fyr­ ir blaðamanni. Hann hefur verið gripinn við ólöglega iðju sem hann vill þó ekki fara nánar út í. Hann seg­ ist meðal annars hafa verið neyddur til að sinna ákveðnum „verkefnum“ til að frelsa sjálfan sig undan fíkniefna­ skuldum. Hann var með handrukk­ ara á hælunum sem hann segir að hafi meðal annars ógnað fjölskyldu hans. Hann segist þó aldrei hafa selt fíkni­ efni en viðurkennir að hafa reddað fé­ lögum sínum í gamla daga. Það hafi þó bara komið honum í klandur. „Ég er hættur þessari vitleysu. Ég fæ mér stundum að reykja í dag og mér finnst bara ekkert að því.“ Kallaður stjarna Hann segist gera sér fyllilega grein fyr­ ir því að hann hafi brotið af sér með því að hafa fíkniefni í vörslu sinni en vill meina að mannorð hans hafi ver­ ið svert að óþörfu fyrir tiltölulega lít­ ið brot. Hann segist hafa orðið fyrir töluverðu ónæði eftir að þátturinn var sýndur og að ýmsir aðilar séu farnir að kalla hann stjörnu, sem honum finnst óþægilegt. Þá hringdi faðir hans strax í hann og fjölskyldan er mjög ósátt. Hann veit því að þrátt fyrir að and­ lit hans hafi verð gert óskýrt þekktist hann vel, á göngulagi, fatnaði og öðru og hann íhugar að kæra málið til Per­ sónuverndar. Gæti reynt á lagaleg sjónarmið Þórður Sveinsson, lögfræðingur hjá Persónuvernd, bendir á að það gæti reynt á ýmis lagaleg sjónarmið í þáttunum, meðal annars grund­ vallarreglu um friðhelgi einkalífs­ ins í stjórnarskránni og sjónarmið um hvernig lögreglan eigi að gæta meðalhófs í störfum sínum. „Við höf­ um ekki fengið þetta til umfjöllunar og því liggur ekki fyrir formlegt álit á þessu en ég get alla vega sagt það að þessi framkvæmd vekur auðvitað upp álitaefni í þessu sambandi,“ sagði Þórður í samtali við DV fyr­ ir páska. Stefán Eiríksson, lögreglu­ stjóri á höfuðborgarsvæðinu, telur það ekki andstætt lögum að bjóða fjölmiðlamönnum að fylgjast með störfum lögreglu. Hann bendir, í samtali við DV, á að fordæmi séu fyr­ ir því að lögreglan taki fjölmiðla með sér í útköll og á vaktir, líka þegar farið er í húsleit á heimili fólks. Nú er þó mál líkt þessu rekið fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur sem sam­ býlisfólk höfðaði á hendur íslenska ríkinu vegna þess sem það telur ólögmæta húsleit. Þá var töku lið frá Kastljósi með í för og myndaði leit­ ina. Fólkið vill meina að lögreglan hafi brotið bæði gegn þagnarskyldu­ ákvæðum og meðalhófsreglu. 20 | Fréttir 29. apríl–1. maí 2011 Helgarblað Ósáttur við að birtast í Löggum Sólrún Lilja Ragnarsdóttir blaðamaður skrifar solrun@dv.is „Ég var samt að búa mér til pen- ing þannig, en þetta var samt bara til einkaneyslu. Skjáskot úr Löggum á Mbl – Sjónvarpi Handtekinn Fjórir voru handteknir við húsleitina en húsráðandi var sá eini sem var færður til yfirheyrslu. Merki um fíkniefnaneyslu 18,23 grömm af marijúana fundust við húsleitina og 0,22 grömm af amfetamíni. Þá voru greinileg merki um fíkniefnaneyslu í íbúðinni. Hvítt duft Lögreglan fann fötur með hvítu dufti í íbúðinni. Húsráðandi segir efnið vera mjólkursykur eða laktósa. Hann var ekki ákærður fyrir að hafa það efni í sinni vörslu. Samúræjasverð Húsráðandi var kærður fyrir vopnalagabrot vegna samúræja­ sverðs með 63 sentimetra löngu blaði. Sjálfur segir hann sverðið bitlaust skraut. n Fíkniefnaneytandi íhugar að kæra leit lögreglunnar á heimili hans n Segir mannorð sitt hafa verið svert að óþörfu, þar sem hann birtist í þættinum Löggur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.