Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.2011, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.2011, Blaðsíða 24
„Þetta varð mér ofviða“ Hún flúði í fang konu sem stóð henni nærri og þekkti vel til alkóhólisma og lausna við honum. Þær ræddu sam- an af mikilli hreinskilni og í fyrsta skipti rann það upp fyrir Guðrúnu Baldvinu að hún glímdi að öllum lík- indum við matarfíkn. „Á Reykjalundi fann ég fyrir miklum vilja fólks til þess að hjálpa mér og ég hef ekkert á móti hjáveituaðgerðum á maga. En ég held að það sé ekki rétta svarið þegar fólk er að kljást við matarfíkn, ekki frekar en það væri reynt að tengja fram hjá lif- ur vegna alkóhólisma. Enginn mann- legur máttur gat hjálpað mér. Þetta var mér ofviða og öllum öðrum að því er virtist.“ Nokkrum hræðilegum klukkutím- um síðar var hún komin í samband við konu sem hafði náð tökum á matar- fíkn í gegnum samtök fólks sem glímdi við sama vanda. Guðrún Baldvina fór með henni á fund og hlustaði á fólk deila reynslu sinni. „Reynsla þeirra var mjög svipuð reynslu minni. Hugar- farið var keimlíkt. Þegar ég heyrði tal- að um skömm og stjórnleysi gagnvart mat áttaði ég mig á því að ég var mögu- lega í kringum annað fólk sem var eins og ég. Því fylgdi mikill léttir.“ Fann fyrir fíkninni Viku seinna tók Guðrún Baldvina ákvörðun um að byrja í fráhaldi en gaf sér þó viku til þess að kveðja fíkniefnið sitt og gerði það duglega. „Ég sé ekk- ert eftir því en mér leið mjög illa alla þessa viku. Ég fann svo vel fyrir fíkn- inni og því hvað mér leið illa af þessu, hvað ég var allt annað en frjáls. Þegar ég ákvað að fara í fráhald var tilhugsunin skelfileg. Myrkur fyllti huga minn þegar ég áttaði mig á því að kolvetnin yrðu tekin frá mér. Ég hélt að ég væri á leiðinni í fangelsi og taldi að það væri eina mögulega lausnin á þessum vanda, þetta væri endastöðin og ég myndi aldrei líta glaðan dag framar en ég yrði vonandi mjó. Ég var hrædd um að verða svöng og hafa engin úrræði til þess að takast á við vanlíðanina. Þegar fráhaldið hófst var upplifun- in aftur á móti sú að ég væri að stíga út úr fangelsi frekar en að ég væri að stíga inn í það.“ Léttist um 67 kíló Eftir fyrsta daginn í fráhaldi lagðist Guðrún Baldvina upp í rúm stein- hissa á því að vera hvorki svöng né í vanlíðan. Henni leið vel og hafði ver- ið svo upptekin við að gera allt rétt að hún hafði ekki einu sinni haft tíma til að hugsa um mat. „Fyrstu dag- ana þurfti ég nefnilega að hafa svo- lítið fyrir því að halda mig við plan- ið. Hluti af bataferlinu fólst svo í andlegri vinnu og ég fékk hjálp með hana. Ég segi oft að þessi 67 kíló sem ég missti séu ótrúleg breyting en komist ekki í hálfkvisti við þyngslin sem ég hef misst úr huga mínum. Andlegur bati er ekki eins augljós en hann er mun meiri þótt það sé ekki hægt að mæla hann í kílóum. Ég borða í friði og upplifi frelsi í matarvenjum mín- um. Ég veit líka að ég er nákvæmlega eins og ég á að vera og að ég geri það besta fyrir líkama minn á hverjum degi þannig að ég upplifi æðruleysi gagnvart því. Sjálfsmynd mín er líka mun betri. Ég er hvorki best né verst heldur alveg í lagi og í jafnvægi. Mér líður vel með sjálfa mig og það er eitthvað sem ég hélt að myndi aldrei gerast. Ég hélt að ég yrði aldrei frjáls.“ Fráhaldinu fylgir frelsi Fráhaldið fólst í því að vigta hverja máltíð og taka út fæðuflokka sem valda fíkn, kolvetnisríka fæðu, hveiti, sykur, sterkju og þess háttar. „Auð- vitað koma álagstímar, eins og á jólunum, þar sem þetta krefst undir- búnings og fyrirhafnar. En það er ekk- ert í líkingu við fyrirhöfnina sem fylgdi neyslunni og orkuna sem fór í niður- rifshugsanir og vangaveltur á borð við það hvað ég gæti borðað mikið án þess að einhver tæki eftir því að ég borðaði meira en aðrir og annað slíkt. Eins mótsagnakennt og það hljóm- ar þá felst stór hluti af frelsinu í því að fylgja þessum þrönga ramma. En af því að ég get það ekki ein fæ ég mikla hjálp við það. Bæði frá félögum mínum og fjölskyldu og eins frá æðri mætti, sem ég bauð inn á þetta svið í lífi mínu. Í raun hef ég fengið ótrúlega mikinn stuðning því það virðist ekki hvarfla að neinum að ég geti borðað mér að meinalausu. Öll þurfum við að borða nokkrum sinnum á dag til að næra líkamann og þegar mataræðið er ekki í lagi er svo mikið að. Það er til svo mikils að vinna að þetta sé í lagi. Eftir að hafa upplif- að mig óeðlilega í svo langan tíma, að ég ætti ekki heima neins staðar eða tilheyra umhverfi mínu og uppgötva svo að enginn myndi líta á mig sem skrýtna í dag, fatta að ég er bara venju- leg, er mikið frelsi. Samt er ég ekki venjuleg því ég er frábrugðin öðrum þegar það kemur að mat en ég fúnkera samt með vigt og prógrammi.“ Fitan er bara eitt einkenni Heilsufarslega stendur hún líka vel. Þar sem hún léttist um 61 kíló strax á fyrsta árinu fór hún í blóðprufur til þess að tékka á prótínstöðu og stein- efnum. Allt hefur þetta verið í besta lagi. Líkamleg líðan hefur líka ver- ið góð. „Í matarfíkninni upplifði ég líkamlega vanlíðan. Ég var alltaf með brjóstsviða, meltingarvandamál, fékk bakverki, verki í hnén og kvíðatengd einkenni, andþyngsl og hélt að ég væri að fá hjartaáfall. Þetta er allt farið.“ Oft horfir fólk á þyngdina og talar um breytingu en mesta breytingin er andleg. Fitan er bara eitt einkenni á sjúkdómnum. Mesta breytingin felst í hugarfarinu gagnvart henni sjálfri. Lífsstíllinn breyttist líka, hún fór frá því að vera b-týpa yfir í það að vakna snemma á morgnana og borða nær- ingarríkan morgunverð. „Ég borða hollan og næringarríkan mat og ég nýt þess. Ég höndla lífið betur, er sterk- ari á öllum sviðum og hef öðlast áður óþekkt æðruleysi. Ég er metnaðarfyllri gagnvart sjálfri mér á góðan og upp- byggilegri hátt, bjartsýn og jákvæð.“ Heilbrigð samskipti Það er af sem áður var, hún er ekki lengur í stöðugu niðurrifi gagnvart líkama sínum en lítur svo á að hún sé í lagi og ber virðingu fyrir sjálfri sér með öllum sínum kostum og göllum. Um leið urðu samskiptin við aðra heil- brigðari, ekki síst samskiptin við hitt kynið. „Áður einkenndust þessi sam- skipti af slæmri sjálfsmynd og því hvað ég bar litla virðingu fyrir sjálfri mér. Ég hugsa að þetta sé það svið sem ég braut hvað mest á mér á. Og þótt það sé klisja held ég að það sé rétt að það sé ekki hægt að elska aðra manneskju nema maður elski sjálfan sig. Líf mitt er ekki fullkomið en ég hef úrræði til þess að takast á við alls kyns aðstæður á heilbrigðan hátt.“ „Þetta er ég“ Hún fékk að heyra að hún væri hvorki agalaus né löt. Hún væri hins vegar með sjúkdóm sem er í senn andlegur og líkamlegur. Líkami hennar bregst við á annan hátt við ákveðnum fæðu- tegundum. Hugur hennar reynir samt sem áður að nota þessi efni til þess að deyfa sig. Bati hennar verður því ekki mældur í kílóum. „Þegar ég horfi á myndir af mér frá þessum tíma ber ég virðingu fyrir þessari manneskju, mér þykir vænt um hana því þetta er ég. Ég lít ekki á þessar myndir og hugsa um mig sem feitt svín. Um leið og ég byrj- aði í fráhaldinu losnaði ég við þessa tilfinningu að ég væri í raun og veru ógeðsleg. Aftur á móti tókst mér að sjá líkama minn sem fórnarlamb sem lifði þennan sjúkdóm af og það ber að virða.“ Líkaminn er stríðshetja Líkaminn er hennar stríðshetja og hún ber virðingu fyrir honum. „Hann lifði þetta allt af. Ég er með ör eftir þetta stríð og það ber að virða. Húð- in er nokkrum númerið of stór og ég er með húðslit. Sumt er ekki hægt að laga. En á fyrsta degi í fráhaldi fann ég þessa góðu tilfinningu fyrir líkama mínum. Hamingjan tengist hugarfarinu. Hún kemur alltaf innan frá og er í samhengi við sjálfsmynd mína sem hefur breyst til hins betra. Ekki af því að ég hef lést svo mikið, líkami minn er langt frá því að vera fullkominn, heldur af því hegðun mín einkennist af virðingu gagnvart sjálfri mér. Þetta snýst ekki um það að verða mjó heldur að geta verið frjáls.“ 24 | Úttekt 29. apríl–1. maí 2011 Helgarblað n „Á Reykjalundi gerði ég lista sem átti að hvetja mig áfram. Þar listaði ég upp það sem mig langaði að gera en gat ekki gert á meðan ég var allt of þung. Þetta voru 25 atriði. Sumt var mjög týpískt, eins og að fara í klettaklifur, á stefnumót og að eignast kærasta. Annað var mjög tragískt, eins og geta farið á nýja staði án þess að vita hvernig stólarnir væru. Ég óttaðist að ég kæmist ekki í stólana eða að þeir myndu ekki valda mér. Oft stóð ég í veislum því ég þorði ekki að setjast í stólana. Eins var ég hrædd við að hitta fólk á kaffihúsum sem ég hafði ekki farið á áður því ég óttaðist að stólarnir væru kannski of þröngir til þess að ég gæti sest í þá. Þetta var mjög sorglegt og ekki síður heftandi.“ Óttinn við stólana n „Eitt af því sem ég gerði stundum var að lesa á þyngdartakmörkin þegar ég fór í lyftur. Ég held að það sé ekki hægt að vera of þung fyrir lyftur. En þetta lýsir því vel hvað ég var aftengd líkams- ástandi mínu, einn daginn þá fannst mér ég bara fín og tveimur tímum seinna var ég á leiðinni í Oprah Winfrey sem feitasta kona Evrópu. Ég var ekki í neinum tengslum við líkama minn og vigtaði mig ekki árum saman. Það var áfall að komast að því að ég var orðin rúm 130 kíló en um leið var það léttir að ég væri ekki orðin 230 kíló. Mín sýn á sjálfa mig var mjög undarleg, enda held ég að það sé ekki hægt að lifa í svona mikilli afneitun án þess að hafa einhverja tilfinningu fyrir lyginni. Fyrir vikið verður raunveruleikinn eitthvað sem ég get ekki treyst.“ Afneitunin Átt þú við matarfíkn að stríða? Spurningar til að bera kennsl á einkenni matarfíknar Einkenni fyrri stiga matarfíknar: Já Nei 1. Notar þú stundum „mat, skyndibita, sælgæti” til að „fylla upp í tómarúm” þegar þér leiðist eða þú ert einmana? 2. Borðar þú stundum meira en þú ætlaðir þér? 3. Hefur neysla þín á „mat, skyndibita eða sælgæti” aukist á einhvern hátt frá því fyrir einhverjum mánuðum eða árum? 4. Eyðir þú stundum meiri fjármunum í „mat, skyndibita eða sælgæti” en þú ættir að gera? 5. Hafa fjölskylda, vinir eða atvinnurekandi verið áhyggjufull vegna áthegðunar þinnar eða útlits? 6. Gerir þú lítið úr áti þínu með því að segja öðrum að þú sért annaðhvort í átaki eða á leiðinni í það? 7. Hefur þú beitt þig hörðu og fastað eða fara í stranga megrun til að sýna að þú hafir stjórn á vandanum? 8. Hefur þú byrjað í eða ætlað að byrja í átaki þrisvar eða oftar á síðast liðnum 6 mánuðum? 9. Heldur þú áfram að borða ákveðna fæðuflokka vegna þeirrar fróunar sem þeir veita þér, jafnvel þó þú vitir að þeir séu skaðlegir fyrir þig? 10. Hefur þú tilhneigingu til að borða áberandi meira þegar þú ert undir miklu álagi? 11. Finnst þér að ástæðurnar fyrir ofáti þínu séu vegna þeirra vandamála sem þú átt við að etja í lífi þínu? Einkenni seinni stiga matarfíknar: Já Nei 1. Ert þú smeyk/ur við að breyta um starfsvettvang, vegna þyngdaraukningar, þyngdartaps eða útlits? 2. Þegar þú takmarkar át þitt, finnur þú þá fyrir einhverju af eftirfarandi; þunglyndi, höfuðverkjum, skapstyggð, viðkvæmni og/eða svefntruflunum? 3. Átt þú vanda til að halda áfram áti fram eftir kvöldi og stundum snemma morguns? 4. Álítur þú að ofát og lotuát geti eyðilagt heilsu þína? 5. Er ofnotkun þín á mat og afleiðingar hennar að brjóta niður sjálfsvirðingu þína? 6. Hefur „maki” þinn hótað að yfirgefa þig vegna þess hvernig þú umgengst mat og hvernig áhrif matur hefur á þig? 7. Ert þú farin/n að skipuleggja lotuát og/eða að fela mat til að borða seinna? 8. Hefur þú löngun í sykraðan, sterkjuríkan (hveiti, kartöflu- maísmjöl, pasta o.fl.) eða feitan mat oftar en aðrir? 9. Hefur læknirinn þinn tilkynnt þér að „hann geti ekki gert meira fyrir þig”? 10. Eyðir þú svo miklum fjárhæðum í „skyndimat” að það er orðið að vandamáli í lífi þínu? Niðurstöður: n Ef þú hefur svarað 3 spurningum játandi, þá gætir þú átt við matarfíkn að stríða, en ert sennilega á byrjunarstigi í sjúkdómnum. n Ef þú hefur svarað 6 eða fleiri spurningum játandi, þá bendir allt til að matarfíkn sé vandi í þínu lífi og við mælum með að þú leitir þér hjálpar. Það er til lausn OA - oa.is Kerfi OA til bata er byggt á sams konar kerfi og kerfi AA-samtakanna. Við notum tólf reynsluspor þeirra og tólf erfðavenjur. Við erum ekki klúbbur megrunaraðferða eða hitaeiningatalninga. Við temjum okkur fráhald frá ofátinu og með tímanum minnkar mataráhuginn að mun og yfirgefur okkur alveg í sumum tilfellum. GSA - gsa.is GSA er félagsskapur fólks sem hefur fengið lausn á vandamálum sínum tengdum mat. GSA-samtökin byggja á Gráu síðunni og 12 spora kerfi AA-samtakanna til að ná og við- halda svokölluðu fráhaldi frá vanda sínum. MFM, Matarfíknimiðstöðin - matarfíkn.is Einstaklingsmiðuð meðferð hjá MFM matarfíknarmiðstöðinni innifelur fræðslu um offitu, matar- og eða sykurfíkn og átraskanir; orsakir og afleiðingar, ráðgjöf og kynningu á leiðum til lausna, meðal annars 12 spora bataleiðinni, meðferð og stuðning í með- ferðarhópum og einstaklingsviðtölum, leiðbeiningu um breytt mataræði og stuðning við fráhald og matreiðslunámskeið þar sem fólk lærir að elda fyrir nýjan lífsstíl. M y N d S iG tr y G G u r A r i „Ef ég átti erf- iðan dag þá átti ég þetta skilið, ef ég átti góðan dag gat ég hald- ið upp á það og meira að segja þegar dagurinn var bara venjulegur og óspennandi kryddaði ég tilveruna með þessu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.