Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.2011, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.2011, Blaðsíða 40
40 | Minning Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson kjartan@dv.is 29. apríl–1. maí 2011 Helgarblað Yngvi Rafn Baldvinsson Íþróttafulltrúi f. 9.8. 1926 – d. 21.4. 2011 Ástríður Andersen Sendiherrafrú f. 4.12. 1918 – d. 14.4. 2011 Yngvi fæddist á Hjalteyri og ólst þar upp. Hann stundaði nám við Héraðsskólann á Laugum í Reykjadal og við Íþróttakennara- skóla Íslands á Laugarvatni og lauk þar íþróttakennaraprófi 1948. Þá stundaði hann nám við Handíða- og myndlistarskólann í Reykjavík 1950– 51. Yngvi var farkennari hjá ÍSÍ og UMFÍ 1947–48. Hann réð sig til Hafnarfjarðarbæjar sem forstöðu- maður Sundhallar Hafnarfjarðar 1948 en því starfi sinnti hann sam- hliða sundkennslu. Hann tók við nýstofnuðu starfi íþróttafulltrúa bæjarins 1971 og gegndi því starfi til 1988. Eftir það starfaði hann við sundkennslu til starfsloka 1996, þá sjötugur að aldri. Yngvi sat lengi í stjórn Sundfélags Hafnarfjarðar og var formaður þess 1950–55, sat í stjórn Sundsambands Íslands 1951–60, sat í stjórn Íþrótta- bandalags Hafnarfjarðar 1952–53 og 1959–68 og var formaður þess 1960– 64 og 1965–68, sat í Sambandsráði ÍSÍ 1964–68 og var formaður STH 1970–81. Hann var heiðursfélagi Sundfélags Hafnarfjarðar og hlaut æðstu heiðursmerki ÍBH og ÍSÍ fyrir störf sín að íþróttamálum. Yngvi gekk ungur til liðs við Al- þýðuflokkinn í Hafnarfirði og gegndi fyrir hann ýmsum trúnaðarstörfum, m.a. í bæjarstjórn og fulltrúaráði flokksins og var fulltrúi í kjörstjórn. Hann var áhugasamur um útivist og tók þátt í undirbúningi að stofn- un Reykjanesfólkvangs. Þá var hann virkur félagi í Oddfellowreglunni Bjarna riddara í Hafnarfirði. Fjölskylda Yngvi kvæntist 17.6. 1949 Þórunni Elíasdóttur, f. 11.1. 1931, d. 14.10. 2007, bókaverði og húsmóður, frá Dalvík. Foreldrar hennar voru Gunn- laugur Elías Halldórsson, f. 30.4. 1886, d. 29.1. 1964, trésmíðameistari á Dalvík og k.h., Friðrika Jónsdóttir, f. 23.6. 1898, d. 14.9.1993, húsmóðir. Yngvi og Þórunn fluttu til Hafnar- fjarðar og stofnuðu heimili á Garða- vegi 3 en síðar byggðu þau hús í Lækjarkinn 14 þar sem þau bjuggu nær allan sinn búskap. Síðustu tvö æviár Þórunnar bjuggu þau á Herj- ólfsgötu 36 en Yngvi flutti á Sólvangs- veg 1 eftir andlát hennar. Yngvi og Þórunn eignuðust fjóra syni. Þeir eru Friðrik Elvar, f. 3.1. 1949, lyf- og lungnalæknir á Land- spítala, kvæntur Theodóru Gunnars- dóttur hjúkrunarfræðingi en þeirra börn eru Högni markaðsstjóri og Ragnheiður Hulda hjúkrunarfræð- ingur. Björgvin, f. 28.8. 1950, fram- kvæmdastjóri en kona hans var Birna G. Hermannsdóttir fram- kvæmdastjóri en þau skildu og eru börn þeirra Trausti rafmagnsverk- fræðingur, Ingunn Eir nemi og Olga Ýr nemi en börn Birnu og fósturbörn Björgvins eru Hákon Már Örvars- son matreiðslumeistari og Guðrún Harpa Örvarsdóttir myndlistarkona, og sonur Björgvins og Dagmarar Jó- hannsdóttur er Börkur Þór nemi. Stefán, f. 10.4. 1954, endurhæf- ingarlæknir á Landspítala, kvæntur Nínu Leósdóttur, guðfræðingi og kennara, en þeirra börn eru Anna Lea fiðluleikari, Þórunn viðskipta- fræðingur, Kristrún læknanemi og Leó myndlistarmaður. Yngvi Rafn, f. 18.4. 1965, tölv- unarfræðingur hjá Flugmálastjórn, kvæntur Alísi Ingu Freygarðsdóttur iðjuþjálfa en þeirra börn eru Eydís Rut, Mikael Björn og Þórunn Eva. Langafabörnin eru nú sextán talsins. Yngvi var næstelstur fimm systk- ina. Systkini hans: Sigurður Kristján Baldvinsson, f. 6.6. 1924, d. 7.7. 2003, loftskeytamaður; Margrét Baldvins- dóttir, f. 17.8 1927, d. 25.12. 2008, húsmóðir; Óli Þór Baldvinsson, f. 24.5. 1930, byggingameistari; Ari Sig- urbjörn Baldvinsson, 19.11. 1935, byggingafræðingur. Foreldrar Yngva Rafns voru Bald- vin Sigurðsson, f. 9.8. 1899, d. 13.8. 1980, sjómaður, og k.h. Sigurbjörg, Kristjánsdóttir, f. 6.10. 1896, d. 8.6. 1993, húsmóðir. Þau voru lengst af búsett á Hjalteyri við Eyjafjörð. Yngvi verður jarðsunginn frá Víði- staðakirkju í Hafnarfirði föstudaginn 29.4. og hefst athöfnin klukkan 13.00. Ástríður fæddist í Reykjavík og ólst þar upp. Hún lauk stúd-entsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1938, stundaði nám í mál- aralist hjá norska málaranum Jörleif Uthaug, lærði á píanó í bernsku og lék á píanó langt fram eftir ævi. Hún hélt margar málverkasýningar, hér á landi og erlendis. Að loknu stúdentsprófi hélt Ástríður til New York í Bandaríkjun- um og starfaði þar á skrifstofu aðal- ræðismanns Íslands. Eftir að Ástríð- ur giftist eiginmanni sínum varð það veigamikið hlutverk hennar að standa við hlið hans í hans anna- sömu og veigamiklu starfi fyrir utan- ríkisþjónustuna sem sendiherra og sem formaður sendinefndar Íslands á Hafréttarráðstefnum Samein- uðu þjóðanna. Vegna þessara starfa bjuggu þau hjónin erlendis í Evrópu í sextán ár og í fjórtán ár í Bandaríkj- unum auk þess sem þessum störf- um fylgdu stöðug ferðalög til fjölda landa. Ástríður var sæmd riddarakross- inum árið 1968 fyrir störf í opinbera þágu. Fjölskylda Ástríður giftist 6.10. 1945 Hans G. Andersen, f. 12.5. 1919, d. 23.4. 1994, þjóðréttarfræðingi, sendi- herra og formanni sendinefndar Ís- lands á Hafréttarráðstefnum Sam- einuðu þjóðanna. Hann var sonur Franz Alberts Andersen, f. 29.10. 1895, d. 31.10. 1966, endurskoðanda í Reykjavík, og k.h., Þóru Guðmunds- dóttur, f. 6.5. 1897, d. 22.1. 1958, hús- móður. Börn Ástríðar og Hans eru Gunn- ar Þ. Andersen, f. 9.8. 1948, forstjóri Fjármálaeftirlitsins en sambýliskona hans er Margrét Kr. Gunnarsdóttir sérfræðingur og er sonur þeirra Rich- ard Vilhelm Andersen, f. 17.5. 1996, en kona Gunnars var Monica Clasen og eru börn þeirra Victoria Ástríður, f. 1976, Tiffany Louise, f. 1982, og Eric Ian, f. 1987 en synir Victoriu Ástríðar eru Christopher Frimann og Alex- ander Scott Farrington; Þóra, f. 29.7. 1951, alþjóðatúlkur, búsett í Genf í Sviss, gift Roger Schneider verkfræð- ingi og á hann þrjú börn. Eftir andlát Hans, átti Ástríður náið vináttusamband við fyrrver- andi bekkjarbróður sinn frá námsár- unum í Menntaskólanum í Reykja- vík, Hjalta Gestsson ráðunaut, þar til hann lést, 2009. Bræður Ástríðar voru dr. phil. Hallgrímur Helgason, f. 3.11. 1914, d. 18.9. 1994, tónskáld í Reykjavík; Sigurður Ólafur Helgason, f. 20.7. 1921, d. 8.2. 2009, forstjóri og síðar stjórnarformaður Flugleiða; Gunnar Helgason, f. 20.8. 1923, d. 4.6. 2010, lögfræðingur í Reykjavík; Jón Hall- dór Helgason, f. 23.5. 1925, nú látinn, matvælaverkfræðingur. Foreldrar Ástríðar voru Helgi Hallgrímsson, f. 14.4. 1891, d. 23.5. 1979, kennari og fulltrúi í Reykjavík, og k.h., Ólöf Sigurjónsdóttir, f. 29.3. 1890, d. 22.2. 1970, kennari. Ætt Helgi var sonur Hallgríms, hrepp- stjóra á Grímsstöðum, bróður Har- aldar, guðfræðiprófessors og rekt- ors Háskóla Íslands, föður Jónasar Haralz, fyrrv. bankastjóra, og Soff- íu, móður Sveins, forstjóra Völund- ar, Haraldar, framkvæmdastjóra Ár- vakurs og Leifs lögfræðings. Systir Hallgríms var Marta, móðir Sturlu Friðrikssonar erfðafræðings. Önnur systir Hallgríms var Sesselja, móðir Sveins Valfells forstjóra. Þriðja systir Hallgríms var Þuríður, móðir Níels- ar Dungals prófessors. Hallgrímur var sonur Níelsar, b. á Grímsstöð- um á Mýrum Eyjólfssonar, og Sigríð- ar, hálfsystur Hallgríms, biskups og alþm., og Elísabetar, móður Sveins forseta og langömmu Sveins sendi- herra, Ólafs B. Thors forstjóra og Ólafs Mixa læknis. Sigríður var dóttir Sveins Níelssonar, prófasts á Staða- stað, og f.k.h., Guðnýjar skáldkonu, systur Margrétar, ömmu Ólafs Frið- rikssonar verkalýðsleiðtoga. Guðný var einnig systir Magnúsar, langafa Halldórs Sigfússonar, skattstjóra í Reykjavík, og Björns Sigfússonar há- skólabókavarðar, föður Sveinbjörns háskólarektors. Guðný var dóttir Jóns Jónssonar, pr. á Grenjaðarstað, og Þorgerðar Runólfsdóttur, systur Guðrúnar, ömmu Björns Olsen há- skólarektors. Móðir Helga var Sigríður, systir Ragnheiðar, móður Bjarna Ásgeirs- sonar, alþm. og ráðherra, afa Ástu Ragnheiðar Jóhannesdóttur, forseta Alþingis. Sigríður var dóttir Helga, b. á Vogi í Hraunhreppi, bróður Ingi- bjargar, langömmu Kristjáns Eld- járns forseta, föður Þórarins, skálds og rithöfundar. Helgi var sonur Helga Helgasonar, b. og alþm. í Vogi, og Ingibjargar Jónsdóttur, pr. í Hítar- nesi Sigurðssonar, bróður Markúsar, langafa Þorláks Ó. Johnson kaup- manns. Móðir Sigríðar var Soffía, systir Guðbjargar, langömmu Önnu, móður Eiríks frá Dagverðareyri, bókavarðar Alþingis. Soffía var dótt- ir Vernharðs, pr. í Reykholti Þorkels- sonar. Móðir Vernharðs var Guð- björg Vernharðsdóttir, pr. í Otradal Guðmundssonar, bróður Þorláks, föður Jóns, pr. og skálds á Bægisá. Móðir Soffíu var Ragnheiður Einars- dóttir, systir Eyjólfs Eyjajarls alþm. Ólöf var dóttir Sigurjóns, kenn- ara Jónssonar, b. í Nefsholti í Holtum Sigurðssonar, b. í Kálfholtshjáleigu í Holtum Ólafssonar. Móðir Sigurjóns var Guðlaug Jónsdóttir, b. í Árbæjar- helli Hallssonar. Móðir Ólafar var Sesselja, syst- ir Ólafar, móður Nils, fyrrv. fram- kvæmdastjóra Síldarútvegsnefnd- ar, föður Gústafs, framleiðslustjóra Kísiliðjunnar, Ólafs, fyrrv. skattrann- sóknarstjóra og Boga rannsóknar- lögreglustjóra. Ólöf var einnig móðir Óla Magnúsar, fyrrv. forstjóra Heklu. Þá var Ólöf móðir Ólafar, móð- ur Ólafs G. Einarssonar, fyrrv. ráð- herra og forseta Alþings. Loks var Ólöf móðir Ingibjargar, móður Sig- urðar Briem deildarstjóra. Bróðir Sesselju var Bergsteinn, faðir Gizur- ar hæstaréttardómara, föður Berg- steins brunamálastjóra og Sigurðar bæjarfógeta. Sesselja var dóttir Ólafs Arnbjörnssonar, b. á Árgilsstöðum, af Kvoslækjarætt, og Þuríðar Berg- steinsdóttur, systur Jóhannesar, afa Gunnars Bergsteinssonar, fyrrv. for- stjóra Landhelgisgæslunnar. Útför Ástríðar var gerð frá Dóm- kirkjunni sl. þriðjudag. Andlát Andlát Steingrímur St.Th. Sigurðsson Listmálari og rithöfundur f. 29.4. 1925 – d. 21.4. 2000 Steingrímur fæddist á Akur-eyri, sonur hjónanna Sigurðar Guðmundssonar, skóla- meistara Menntaskólans á Akureyri, og Halldóru Ólafsdóttur húsmóður. Steingrímur varð stúdent frá Menntaskól- anum á Akureyri 1943, þá átján ára. Eftir stríð lá leið hans til Englands þar sem hann stundaði enskunám í University College í Nottingham á árunum 1946–47 og nám í enskum bókmenntum í Leeds University á árunum 1947–48. Hann lauk cand. phil.- prófi frá Háskóla Íslands árið 1949 og stundaði nám í St. Peter‘s Hall í Ox- ford árið 1956 og í Edinborg árið 1959. Steingrímur kenndi við MA 1944– 46 og 1954–60 og kenndi við Gagn- fræðaskólann við Lindargötu 1949– 50. Hann var blaðamaður á Tímanum 1948, gaf út og ritstýrði tímaritinu Líf og list 1950–52 og stundaði blaða- mennsku og ritstörf á árunum 1961– 66 en hafði myndlist að aðalstarfi eftir það. Hann hélt yfir hundrað mál- verkasýningar, bæði heima og erlend- is. Bækur sem Steingrím- ur lét eftir sig eru Skamm- degi á Keflavíkurflugvelli, 1954; Fórur, ritsafn 1954; Sjö sögur, smásagna- safn, 1958; Spegill samtíðar, 1967; Ellefu líf, saga um lífshlaup Brynhildar Georgíu Björnsson-Borger, 1983. Hann þýddi Dagur í lífi Ivans Denisovitchs, eftir A. Solzhenitsyn, útg. 1983. Einnig þýddi hann fjölda greina í blöð og tímarit, flutti efni í útvarp, var ritstjóri Heim- ilispóstsins 1961 og formaður Stúd- entafélagsins á Akureyri 1954–1955. Börn Steingríms og Margrétar Ásgeirsdóttur eru Steingrímur Lár- ents Thomas, f. 1962; Jón Thomas, f. 1964, og Halldóra María Margrét, f. 1966. Bróðir Steingríms var Örlygur Sigurðsson, listmálari og rithöfund- ur, faðir Sigurðar myndlistarmanns. Merkir Íslendingar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.