Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.2011, Blaðsíða 45
Fókus | 45Helgarblað 29. apríl–1. maí 2011
Skálmöld og Sólstafir með tónleika á Nasa:
Nýtt lag klárt um Baldur
Tvær stærstu þungarokkssveit
ir landsins, Skálmöld og Sólstafir,
halda sameiginlega tónleika á Nasa á
föstudagskvöldið. Þó hljómsveitirnar
séu um margt ólíkar eru þær tengd
ar tryggðarböndum. „Sólstafir hafa
verið til í fimmtán ár en þó Skálm
öld sé ný hljómsveit hefur verið ein
hver samgangur á milli sveitanna. Svo
syngur söngvari Sólstafa á plötunni
okkar, Baldur, þannig þetta er ekk
ert út í loftið,“ segir Snæbjörn Ragn
arsson, bassaleikari og lagasmiður
Skálmaldar.
Tónleikagestir gætu dottið í lukku
pottinn á föstudaginn því Skálmöld
er búin að semja nýtt lag um víking
inn Baldur sem platan þeirra fjallar
um. „Það gæti dottið inn. Við erum
í stúdíói núna að klára Skálmaldar
plötuna sem við ætlum að gefa út á
heimsvísu. Það er sama platan og við
gáfum út um jólin en við bættum við
þessu aukalagi um Baldur. Við ákváð
um þetta á síðustu á æfingu fyrir tón
leikana,“ segir Snæbjörn.
Upprisa Skálmaldar hefur verið
mikil undanfarna mánuði en svo virð
ist sem hljómsveitin hafi fyllt ákveðið
tómarúm á íslensku tónlistarsenunni.
„Það sem okkur finnst skrítnast er að
það eru ekkert bara þungarokkarar
sem ná tengingu við okkur. Við ákváð
um samt upphaflega bara að berja
okkur á brjóst og gera almennilega
þungarokksplötu áður en við yrðum
allir of gamlir. Við ákváðum samt ekk
ert fyrir fram að enginn vildi hlusta
enda varð það ekki raunin. Fólk er
að tengja við okkur,“ segir Snæbjörn
en spennandi tímar eru á döfinni hjá
norðlensku rokkurunum. Þeir spila á
Nasa á föstudaginn og næstu helgi á
eftir í Færeyjum. Svo tekur við Eistna
flug og færeysk tónleikahátíð. Í sumar
spilar Skálmöld svo á Wacken í Þýska
landi sem má líkja við tónleikahátíðir
á borð við Hróarskeldu.
„Það er bara nákvæmlega þann
ig. Þarna voru 80–90 þúsund manns
í fyrra og allir mætir til að hlusta á
þungarokk. Í kringum þetta leyti verð
ur platan komin út á heimsvísu og eft
ir það, í haust, förum við á Evróputúr,“
segir Snæbjörn Ragnarsson.
tomas@dv.is
Hvað er að gerast?
n Styrktartónleikar með KK
Lionsklúbburinn Muninn ætlar að bjóða til
styrktartónleika í tilefni 40 ára afmælis
klúbbsins. Tónleikarnir verða á föstudags-
kvöldið klukkan 20.00 í Salnum í Kópavogi.
Sungið verður til styrktar Vímulausri æsku
og Foreldrahúss og eru allir hvattir til að
mæta. KK mun sjá um að spila á tón-
leikunum en miðaverð er 3.000 krónur og
rennur ágóðinn til góðs málefnis. Miða má
kaupa á midi.is
n Suðurlandsskjálfti
Það verður heldur betur tónlistarveisla á
800Bar á Selfossi á föstudagskvöldið. Þar
fer fram tónlistarhátíðin Suðurlandsskjálfti
sem skartar flottum listamönnum. Helgi
Valur mun taka lagið ásamt því að tvær af
heitustu hljómsveitum landsins, Jónas Sig og
Valdimar, stíga á svið. Einnig mun fyndnasti
maður Suðurlands, Sigurður Ingi, troða upp.
Eftir tónleikana verður svo standandi ball
með Ofl og Bjórbandinu langt fram á nótt.
n Nína tvítug
Í tilefni þess að hið magnaða lag Nína sem
hefur unnið hug og hjörtu Íslendinga allt frá
árinu 1991 er orðið 20 ára ætla þeir Stebbi og
Eyfi að vera með tónleika Nínu til heiðurs.
Þar munu faðir og frændi afmælisbarnsins,
ásamt fleiri hljóðfæraleikurum, flytja
blandaða dagskrá, með sérstakri áherslu á
Eurovision-lög. Tónleikarnir hefjast klukkan
20.30 en miðinn kostar 3.000 krónur á midi.
is.
n Bryndís tekur Janis
Söng- og leikkonan Bryndís Ásmundsdóttir
mun halda tónleika á laugardagskvöldið
þar sem hún mun túlka hina mögnuðu Janis
Joplin ásamt hljómsveit. Bryndís sló í gegn
sem Janis í sýningu um líf hennar sem sýnd
var lengi í Íslensku óperunni. Var Bryndís
tilnefnd til Grímunnar sem besta söng-
kona ársins fyrir þá sýningu. Tónleikarnir á
laugardagskvöldið hefjast klukkan 20.00,
miðinn kostar 2.900 krónur og er til sölu á
midi.is.
n Paparnir á Players
Það ætti enginn að fara með skeifu á
andlitinu út af Players á laugardagskvöldið
en þar mun troða upp stuðbandið Paparnir.
Paparnir hafa lengi verið ein allra vinsæl-
asta hljómsveit landsins. Hún er 25 ára um
þessar mundir og ætlar því að bjóða öllum
konum frítt inn á Players á laugardags-
kvöldið allt til klukkan 23.30. Það vill enginn
missa af Pöpunum, svo mikið er víst.
n Darri Lorenze í Listasafninu
Á laugardaginn klukkan 15.00 verður opnuð
sýningin General Factors, innsetning eftir
Darra Lorenzen, sem unnin er sérstaklega
fyrir sýninguna Hljóðheima í Listasafni
Íslands. Darri Lorenzen hefur á liðnum árum
virkjað rými með því að höfða til bæði sjón-
rænnar upplifunar og tóneyra áhorfandans,
með myndum, hreyfingu og hljóði sem
beina athyglinni að stað og stund.
n Stefan Briem í Listasafninu
Í tengslum við sýninguna Hljóðheima í
Listasafni Íslands mun Stefan Mayen Briem,
listfræðingur og aðstoðarsýningarstjóri,
vera með leiðsögn um sýninguna. Ferðin
hefst klukkan 14.00 en á sýningunni gefur
að líta verk sem eiga það sameiginlegt að
vera unnin út frá hljóði eða tónlist. Sýningin
samanstendur af innsetningum, fræðslu-
erindum, tónlistargjörningum og ýmsum
öðrum uppákomum og koma fjölmargir
listamenn við sögu á sýningartímanum.
29
apr
Föstudagur
30
apr
Laugardagur
01
maí
Sunnudagur
Grjóthart Víkingarokk Skálmöld hefur slegið í gegn hjá metalhausum og öðrum.
við. Ég var óþekkur og uppátækja
samur og með orku á við fimm. Mér
fannst gaman að teikna og ætli for
eldrar mínir hafi ekki séð í því mikla
von,“ segir hann og hlær.
Villimaður á Akureyri
Snorri segist hafa vorkennt foreldr
um sínum að hafa þurft að glíma við
endalaus uppátæki hans í æsku og
svo ólætin og óregluna á unglings
árunum.
„Það hefur verið mjög erfitt fyr
ir foreldra mína að ala mig upp.
Gríðar lega erfitt. Það gladdi mig því
ákaflega mikið þegar ég fékk símtal
frá móður minni fyrir nokkru og hún
sagði mér að hún væri stolt af mér.
Þetta hélt ég að ég myndi aldrei fá að
heyra.“
Snorri segist hafa sótt í slæman
félagsskap og sjálfsagt hafi hann
sjálfur talist slæmur félagsskapur við
aðra. Hann drakk illa og fljótt kom í
ljós að hann var haldinn áfengissýki.
„Ég á mér fortíð á Akureyri. Ég
var alger villingur, eiginlega var ég
villimaður,“ segir Snorri. „Verstur var
tíminn þegar ég var búinn með forn
ámið í listaskólanum á Akureyri en
vegna þess hvað ég var öfugsnúinn
þá var ég einhvern veginn upp á
móti öllu. Ég sneri því baki við lista
mannslífinu og fór á bólakaf í óreglu
og alls kyns smáglæpi. Mér tókst
mjög vel að koma lífi mínu á ákveðna
endastöð og þegar ég var kominn í
tveggja vikna gæsluvarðhald fékk ég
stærsta tækifæri lífs míns sem var að
sjá skýrt til allra átta frá botninum.“
Heppinn að vera alkóhólisti
Snorri telur það vera gæfu sína að
vera alkóhólisti. Með sjúkdómnum
fylgi meðferð sem reynist hinar bestu
lífsreglur.
„Ég er mjög þakklátur fyrir að
vera alkóhólisti og að fylgja 12 spora
kerfinu. Þetta eru góðar lífsreglur að
fylgja. Þú ert eiginlega með síma
númerið hjá Guði þegar þú hefur
þessa leið. Þegar ég sé börn og ung
linga sem bera það með sér að þau
verði alkóhólistar, hugsa ég bara með
mér: En hvað þau eru heppin.“
Löngu eftir að Snorra hafði tek
ist svo vel að snúa af óheillabraut
inni var hann beðinn um að halda
fyrirlestur í skóla á vegum jafningja
fræðslunnar. Hann hugsaði með sér
hvort hann væri nú heppilegur kost
ur þar sem hann sæi ekki eftir neinu
sem hann hefði gert.
„Ég fór nú samt og hélt fyrirlestur
inn og sagði krökkunum hreinskiln
islega frá því að allt sem ég hef tekið
mér fyrir hendur hafi haft einhverja
þýðingu og orðið til þess að ég hef
lært eitthvað nýtt og þroskast. Ég hef
fengið mikið út úr lífinu og ekki síst
vegna þess að ég er alkóhólisti.“
Íslendingar í kóma
Snorri segist trúa því að honum hafi
verið ætlað lífshlaupið nákvæmlega
eins og það hefur æxlast. „Við erum
öll svo ólík. Mér var ætlað að ganga
í gegnum þessa hluti og læra af þeim
meðan aðrir eru í hvíld í þessari jarð
vist. Hér á Íslandi á lítið eftir að breyt
ast vegna þess að fólk er ekki vakandi
og neysluumhverfið er sérhannað
fyrir fólk í hvíld. Þannig hefur það
enga þörf fyrir að vakna. Einhver
sagði, við erum bara 30 milljónir sem
erum vakandi og erum að vaxa og
þroskast. Restin er í einhverju kóma.“
Kjarval var líka grallari
Snorri er ómenntaður fyrir utan
listnámið sem hann stundaði í
fornáminu á Akureyri. Hann not
ast við innsæi sitt í listsköpun sinni
og leyfir því að leiða sig áfram.
Spurður hvort hann eigi sér ein
hverjar fyrirmyndir nefnir hann
Kjarval en Snorri hefur helgað eitt
verka sinna listamanninum.
„Ég er hrifinn af Kjarval, flestir
einblína á málverkin hans en ég og
margir aðrir dást að honum fyrir
svo margt annað.
Til dæmis hvernig honum var
lagið að stuða fólk. Það eru til svo
margar frægar sögur af Kjarval.
Einu sinni var hann á gangi og fór
að horfa af mikilli athygli upp í
himininn eins og hann sæi í raun
og veru eitthvað stórmerkilegt þar.
Athæfi hans varð til þess að fleiri
bættust í hópinn og horfðu eins
og hann upp í himininn og leit
uðu. Þetta er auðvitað skemmti
legur gjörningur. Önnur fræg saga
segir af því þegar Kjarval leiddi
hest upp brattar tröppur hjá presti
í borginni og gerði mikinn usla.
Það þurfti aðstoð lögregluliðs til
þess að koma hestinum frá heimili
prestsins. Þetta er fyrir mér hluti af
list Kjarvals. Þeir sem sjá þetta ekki
og hafa ekki áhuga á þessu, þeir sjá
ekki Kjarval.“
Skírður í höfuð látins bróður
Snorri hefur aldrei notast við lista
mannsnafn og blaðamaður forvitn
ast um hvað valdi því. Í ljós kemur
að ástæðuna má rekja til tilfinninga
en Snorri heitir í höfuð látins bróð
ur síns. „Bróðir minn dó þegar hann
var þriggja ára. Hann var með vatns
höfuð. Ég var skírður í höfuðið á
honum, rétt eins og Salvador Dali.
Það er einkennileg staðreynd en
hann var líka nefndur í höfuðið á
bróður sínum sem dó vegna vatns
höfuðs.
Í fjölskyldunni ríkti mikill harm
ur vegna þessa og það var lítið tal
að um þennan látna bróður minn.
Það var því ekki fyrr en ég var full
orðinn sem ég áttaði mig á þeim til
finningum sem þessu fylgja. Ég hef
til að mynda aldrei getað tekið mér
upp listamannsnafn. Kannski er það
vegna þess að ég fæ ekki af mér að
svara öðru nafni.“
Ég er bara stórt barn
Snorri hefur oftsinnis fengið að
heyra að hann sé geðveikur og for
eldrar hans og nánir aðstandendur
hafa oft þrábeðið hann um að út
skýra fyrir fólki að hann sé það nú
alls ekki. Snorri segir sögu af því
þegar barnsmóðir hans og fyrr
verandi sambýliskona fór til mið
ils. „Miðillinn spurði hana: „Ég átta
mig annars ekki á því hvað maður
inn þinn er að gera, er hann bara að
leika sér?“ Ég hló þegar ég fékk að
heyra þetta því þetta er rétt. Ég er
bara stórt barn að leika mér. Margir
myndlistarmenn eru þannig og
það er ekkert að því. Ég er grallari
og finn mér farveg til þess að halda
áfram ævilangt að vera með óknytti
í gegnum listina.
Langaði að spegla hégómann
Nú nýverið gerði Snorri usla á Ný
listasafninu. Við opnun sýningar
innar Koddu klæddi Snorri sig upp
eins og skinka og hafði með sér tvo
einstaklinga með downsheilkenni
sem voru í gervi hnakka.
Snorri var gagnrýndur fyrir að
nota þroskahamlað fólk í verk
ið, hann sé með því að gera lítið úr
því. Hann segir forsendurnar fyr
ir því að fá fólk með þroskahöml
un í verkið ekki vera aðrar en þær
að hann hafi hreinlega beðið eftir
góðu tækifæri til að vinna með slíku
fólki. „Mér hefur það oft dottið í hug
að vinna verk með þeim eftir að ég
vann á sambýli uppi í Þverholti fyrir
nokkrum árum. Ég hef verið skotin í
þeim vegna þess hversu eðlileg þau
eru, það er að segja laus við grím
ur. Grímur þær sem fólk notar í lífs
gæðakapphlaupinu. Þegar ég fór að
velta þessu verki fyrir mér kom ann
að hvort til greina að nota börn eða
þroskahamlað fólk í það. Mig lang
aði að spegla hégómann og kven
fyrirlitninguna sem þetta þjóðfélag
hefur verið að glíma við. En er ég að
gera lítið úr þeim með því að setja
þá í þessi hlutverk? Þeir voru fyrst
og fremst leikarar og stóðu sig með
prýði sem slíkir.“
Mega og eiga að sjást
Snorri segir það hafa verið afar
áhugavert að fylgjast með viðbrögð
um fólks við verkinu og spyr sig hvers
vegna það sé jafnviðkvæmt og raun
ber vitni að þroskahamlaðir einstak
lingar stígi í sýnilegt hlutverk. „Það er
mikilvægt að ólíkir einstaklingar séu
sýnilegir, í hverju heilbrigðu samfé
lagi og í allri þeirri umræðu sem á sér
stað innan samfélagsins, þar á með
al í listum. Sýnileiki hefur bein áhrif
á það jafnrétti sem á að ríkja á öllum
sviðum lífsins.“
Sá ljósið
í gæsluvarðhaldi
„Ég hef fengið mik-
ið út úr lífinu og
ekki síst vegna þess að ég
er alkóhólisti.
Skinkur og hnakkar Snorri var gagn-
rýndur fyrir að nota einstaklinga með
þroskahömlun í gjörningi sínum.