Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.2011, Blaðsíða 18
Bankahrun, fall krónunnar, verðbólga,
auknar skuldir og rýrnun kaupmáttar
undir oki fjármála-, gjaldmiðils- og
skuldakreppu hefur valdið launafólki
ómældum búsifjum undanfarin tvö
og hálft ár. Nýir kjarasamningar gætu
lagfært stöðu launafólks. Hnúturinn
á almenna vinnumarkaðnum er þó
þéttari en nokkru sinni og verkföll
yfirvofandi þegar upp rennur 1. maí,
baráttudagur verkafólks.
Elín Björg Jónsdóttir, formaður
BSRB, Bandalags starfsmanna ríkis og
bæja, telur að þær aðstæður sem upp
eru komnar eigi að verða opinberum
starfsmönnum, ríkinu og sveitarfélög-
unum hvatning til að gera kjarasamn-
inga án þess að láta pólitísk deilumál
trufla slíka samningagerð. BSRB skori
því á ríkisstjórnina að taka frumkvæði
tafarlaust með opinberum starfs-
mönnum um gerð nýrra kjarasamn-
inga enda sé lag til þess.
Engum sæmandi
Elín gagnrýnir afstöðu atvinnurek-
enda sem hún telur að hafi ekki sýnt
heilindi í samskiptum við launa-
menn á almenna vinnumarkaðnum
með því að blanda óskyldum mál-
um inn í gerð kjarasamningana. Þar
á hún við kröfur atvinnurekenda um
að ríkisstjórnin leggi á hilluna áform
um grundvallarbreytingar á fiskveiði-
stjórnarkerfinu.
„Þessi staða er auðvitað engum
sæmandi. Það verður að segjast eins
og er. Við vöruðum við því strax á
haustdögum, þegar viðræður hóf-
ust um kaup og kjör, að láta það ekki
verða sem nú virðist því miður vera að
gerast. Þar á ég við að sérhagsmuna-
hópar eru að taka gerð kjarasamninga
í gíslingu. Við tilkynntum viðsemj-
endum okkar, ríki og sveitarfélögum,
að við myndum ekki taka þátt í neinu
slíku. Síðan þá höfum við átt viðræður
við samninganefndir ríkisins, sveitar-
félaganna og Reykjavíkurborgar um
raunar alla aðra þætti en launin sjálf.
Viðsemjendur okkar vildu hinkra
með launaliðinn vegna þess að þeir
höfðu trú á því að eitthvað væri að
gerast og vildu verða samferða al-
menna vinnumarkaðnum. Við vorum
til í að ræða samninga til lengri eða
skemmri tíma. Það var að vísu meiri
stemning fyrir því hér á bæ að gera
samninga til skemmri tíma en það var
og er sjálfsagt af okkar hálfu að skoða
vel kjarasamning til lengri tíma. Það
fer eftir innihaldi og tryggingum.“
Allt nema launahækkun á
góðum rekspöl
Elín og samninganefndir starfsmanna
ríkis og bæja hafa af framangreindum
ástæðum ekki rætt launahækkanir en
önnur atriði hafa verið rædd.
„Ekkert er frágengið fyrr en búið
er að skrifa undir kjarasamninga.
Einstök aðildarfélög innan okkar
vébanda hafa verið að ræða önn-
ur mál. Auk þess hafa BSRB verið
falin ákveðin verkefni í þessu sam-
bandi og þau eru komin vel á veg. Ég
get nefnt lífeyrisskuldbindingar líf-
eyrissjóðs LSR, persónuafsláttinn,
almannatryggingar og leigumarkað-
inn. Það er komið í skýrsluformi til
velferðarráðherra um framtíðarskip-
an húsnæðismála. Loks má nefna
viðræður um 36 klukkustunda vinnu-
viku, en það mál er komið styttra á veg
en við vonuðumst til. Það er stórt mál
sem ekki verður unnið á einum degi.“
Hamla gegn ólaunuðum
störfum
Velferðarkerfið hefur gengið í gegn-
um miklar þrengingar í kjölfar banka-
hrunsins og versnandi stöðu ríkis-
sjóðs og sveitarfélaga. Búast má við
einu niðurskurðarári enn sem gæti
leitt til frekari fækkunar starfa hjá ríki
og sveitarfélögum. Spyrja má hvort
BSRB hafi dregið einhverja varnarlínu
í þessum efnum.
„Við hittum ráðherra nokkuð oft og
ræðum alltaf almannaþjónustuna og
velferðarkerfið,“ segir Elín. „Félagar
í BSRB eru 70 prósent konur og mik-
ill hluti þeirra vinnur umönnunar-
störf. Niðurskurður í almannaþjón-
ustunni er af þeim sökum ávísun á
fækkun kvennastarfa. Við höfum var-
að við afleiðingum þessa. Hætt er við
að umönnunin færist inn á heimilin
og verði á ný að ólaunuðu starfi. Það
er ekki svoleiðis samfélag sem við vilj-
um byggja. Við viljum ekki að konur í
þessum störfum fari unnvörpum aft-
ur inn á heimilin og sinni umönnun
launalaust. Við sjáum alveg hvað er
að gerast í dagvistuninni og öldrun-
arþjónustunni. Fólk hættir ekkert að
veikjast eða eldast. Öðru nær.“
Skora á ríki og sveitarfélög
Formenn aðildarfélaga BSRB og
samninganefndir ríkis og bæja hafa
fundað í vikunni og metið stöðuna,
meðal annars í ljósi þeirra harkalegu
átaka sem við blasa á almenna vinnu-
markaðnum og yfirvofandi verkföll-
um. Ástandið á íslenskum vinnu-
markaði er því ótryggt í meira lagi
þegar upp rennur 1. maí, baráttudag-
ur verkafólks.
„Við ætlum nú fyrir helgina að
skora á fjármálaráðherra að ganga
nú tafarlaust til samninga við aðild-
arfélög BSRB. Við vekjum í því sam-
bandi athygli hans á að ríkissjóður
er stærsti launagreiðandi landsins og
ábyrgð hans mikil á því að kjarasamn-
ingar hafa nú verið lausir í 5 mánuði.
Við skorum með öðrum orðum á ríki
og sveitarfélög að taka nú frumkvæði
og semja við sitt starfsfólk því það
getur vitanlega ekki gengið að hags-
munahópar á vinnumarkaði geti tek-
ið kjarasamningaviðræður í gíslingu
með þeim hætti sem gert hefur verið.“
Hvað er skynsamlegt og fært?
Í viðtali við nýtt tölublað BSRB-tíð-
inda segir Steingrímur J. Sigfússon
fjármálaráðherra að það sé fjárfest-
ing í sjálfu sér að ná kjarasamning-
um jafnvel þótt það geri glímuna við
ríkisfjármálin tímabundið erfiðari en
ella. „Þá myndi nást stöðugleiki og
friður á vinnumarkaði og betri for-
sendur fyrir hagstæðari þróun. Rík-
isstjórnin er tilbúin til að teygja sig
innan þeirra viðráðanlegu mark-
miða sem sýnast skynsamleg og fær,“
segir Steingrímur.
„Við sjáum það sem bæði skyn-
samlegt og fært að verja velferðar-
kerfið,“ segir Elín Björg. „Almenn-
ingur á áfram að geta nýtt sér
velferðarkerfið án tillits til tekna. Það
er okkar sýn á hvað telja beri skyn-
samlegt að gera.“
Samstaðan er málið
Elín Björk ritar hvatningarorð til
félagsmanna í nýju tölublaði BSRB
og minnir á gildi samstöðunnar.
„Samstaðan heldur gildi sínu. Eina
leiðin til að byggja betra samfélag
er að launafólk taki höndum saman.
Við viljum sjá bætt og betra samfélag
og áfangasigrarnir í þeirri viðleitni
byggjast á samstöðunni.“
Elín segir að viðræðuslit og verk-
föll á almenna vinnumarkaðnum
sýni að ekki sé unnt að ganga til
samninga með þeim kröfum sem
atvinnurekendur geri. „Kröfur varð-
andi kvótakerfið tengjast allt öðr-
um hagsmunum. Þetta er pólitískt
deilumál og kjarasamningum óvið-
komandi. Slík mál verður að leysa
við annað samningaborð, segir Elín
Björg að endingu.“
n Skora á fjármálaráðherra og sveitarfélög að taka frumkvæði um gerð kjarasamninga n Kvóta-
deilur á að leysa við annað samningaborð n Formaður BSRB segir ótækt að þröngir hagsmunir
setji vinnumarkaðinn í herkví n Afturhvarf ef umönnunarstörf verða aftur ólaunuð á heimilum
Lag að setjast strax
að samningaborði
„Kröfur varðandi
kvótakerfið tengj-
ast allt öðrum hags-
munum. Þetta er pólitískt
deilumál og kjarasamn-
ingum óviðkomandi.
Jóhann Hauksson
blaðamaður skrifar johannh@dv.is
Lag að semja Elín Björg Jónsdóttir,
formaður BSRB, skorar á stjórnvöld að
taka frumkvæðið og ganga að samn-
ingaborði um kaup og kjör opinberra
starfsmanna. mynd SigtRygguR ARi
18 | Fréttir 29. apríl–1. maí 2011 Helgarblað