Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.2011, Blaðsíða 44
44 | Fókus 29. apríl–1. maí 2011 Helgarblað
Áttunda hátíð Listar án landamæra:
Fjallabræður ásamt táknmálskór
Á föstudaginn hefst hátíðin List án
landamæra í áttunda skiptið en það
er samstarfsverkefni Fjölmenntar –
fullorðinsfræðslu fatlaðra, Átaks – fé-
lags fólks með þroskahömlun, Hins
hússins, Landssamtakanna Þroska-
hjálpar og Öryrkjabandalags Íslands.
Nýr aðili að stjórninni í ár er Banda-
lag íslenskra listamanna.
„Listahátíðin List án landamæra
er listahátíð fjölbreytileikans. Kröftug
rödd sem brýtur niður múra. Á hátíð-
inni vinna ólíkir aðilar saman að alls-
konar list með frábærri útkomu. Það
hefur leitt til auðugara samfélags og
aukins skilnings manna á milli,“ segir
í fréttatilkynningu.
Þátttakendur á hátíðinni er fólk
með skrýtin áhugamál, fólk með geð-
ræna sjúkdóma, fólk frá Finnlandi,
fólk með stóra fætur og litla fætur,
kvenfélög, hæfingarstöðvar, fólk með
mikla hreyfihömlun, listasöfn, dreif-
býlingar og þéttbýlingar, sjálfstæðir
leikhópar, fólk með þroskahömlun,
leikarar, fólk sem er börn, fólk sem er
fullorðið.
Hátíðin verður sett á föstudag-
inn klukkan 17 í Ráðhúsi Reykja-
víkur en þar mun fjöldinn allur af
glæsilegum listamönnum stíga á
svið. Meðal annars mun vestfirski
karlakórinn Fjallabræður koma fram
ásamt táknmálskórnum sem „syng-
ur“ á táknmáli. Diddú kemur fram
ásamt Aileen Svensdóttur og Fjöl-
listamennirnir Helgi Magnússon og
Lárus Sveinbjarnarson láta gamm-
inn geisa í rímnaflæði ásamt Birki
Halldórssyni [Byrki B] meðlimi rapp-
sveitarinnar Forgotten Lores.
Meðal viðburða á hátíðinni í
ár eru sýningar og uppákomur úti
og inni í Norræna húsinu í sam-
starfi við Vatnsmýrarhátíð. Á flöt
Norræna hússins mun rísa risa-
vaxin blómabreiða en einnig verða
þar íslensk eldfjöll, séð með augum
finnskra listamanna. Í Þjóðminja-
safninu verður sýning og málþing
og í Iðnó verður boðið upp á leik-
sýningu og tónlistaratriði. Þá mun
risastór trjávörður taka sér bólfestu
í Kjarnaskógi, frábær dagskrá verð-
ur á Egilsstöðum og fleira til. Nánari
upplýsingar má finna á listanlanda-
maera.blog.is.
tomas@dv.is
Hvað ertu að gera?
mælir með...
kvikmynd
Source Code
„Það er ekki á hverjum
degi sem góðar sci-fi
kvikmyndir rata á
hvíta tjaldið og er
Source Code klárlega
í þeim hópi.“ – Jón Ingi
Stefánsson
tölvuleikur
Killzone 3
PS3 / Xbox 360
„Killzone 3 gerir
nákvæmlega það sem
hann þarf að gera, án
þess þó að verða einhver flugeldasýning.“
– Einar Þór Sigurðsson
kvikmynd
Arthur
„Arthur er ekkert
hundleiðinleg og getur
alveg sloppið fyrir
einhvern. Hins vegar
veldur hún vonbrigðum vegna einhvers sem
virkar eins og fljótfærni.“ – Erpur Eyvindarson
Þórunn Antonía magnúsdóttir Leik- og
söngkona.
Hvaða bók ertu að lesa?
„Ég er á milli bóka í augnablikinu en fer að
byrja á Heiðarbýlinu eftir Jón Trausta sem
ég fékk í gjöf frá ömmu Bettý.“
Hvaða tónlist er í uppáhaldi þessa
dagana?
„Uppáhaldslagið mitt í augnablikinu Swim
Good með Frank Ocean úr Odd Future og
Wounded Rhymes, ný plata indiepopp-
prinsessunnar Lykke Li, er mjög skemmtileg.
Annars hlusta ég rosamikið á gamla tónlist
og kveiki oftar en ekki á Gullbylgjunni
heima.“
Hvert ferðu út að borða ef þú mátt
ráða?
„Tapas-barinn og Fiskmarkaðinn. Sushi-ið
þar er guðdómlegt.“
Hvaða bíómynd sástu síðast og
hvernig líkaði þér hún?
„A Bronx Tale og mér fannst hún geðveik af
því að ég er með nett mafíublæti.“
Hvað ætlarðu að gera um helgina?
„Semja texta fyrir plötuna mína og syngja á
útskriftartónleikunum hjá Völu Gestsdóttir
í Þjóðmenningarhúsinu klukkan 17.00 á
laugardaginn.“
Semur texta
um helgina
Guðrún Bergsdóttir Er listamaður Listar án landamæra 2011. Verk hennar prýða allt
kynningarefni hátíðarinnar. Hún sýnir í Hafnarborg ásamt J.B.K. Ransu.
mælir ekki með...
kvikmynd
Sucker Punch
„Fyrir mér er málið
einfalt. Myndin er
mannskemmandi.
Ekki fara á hana
nema að þú viljir
ögra þér á einhvern
undarlegan máta.
Og ekki fara með unglingana ykkar á
þessa mynd. Þeir bíða þess varla bætur.“
– Kristjana Guðbrandsdóttir
kvikmynd
Limitless
„Ég held að byrjunarsenan sé
minnisstæðasti parturinn af ræmunni.
Og svo var poppið ágætt líka.“ – Erpur
Eyvindarson
Á
rið 1994 var Snorri hand-
tekinn og settur í tveggja
vikna gæsluvarðhald vegna
gruns um fíkniefnamis-
ferli. Snorri hafði verið í sukki árum
saman og nokkrum sinnum reynt að
snúa á rétta braut en ekki tekist það.
Í gæsluvarðhaldinu, breyttist hins
vegar lífið hjá Snorra til frambúð-
ar. Hann sá ljósið og skynjaði æðri
mátt innra með sér sem veitti honum
stuðning til að feta réttan veg.
„Ég hugsaði í fyrsta skipti um
það af alvöru hvort ég ætlaði mér að
verða glæpamaður eða listamaður,“
segir Snorri um þessa stund. „Ég var
á botninum, ef svo má segja. Þegar
maður er á botninum þá sér maður
allt mjög skýrt og ég gat tekið yfirveg-
aða ákvörðun um líf mitt. Ég ákvað
að verða listamaður og hef fylgt þess-
ari ákvörðun um líf mitt síðan.“
Orkumikill óþekktarangi
Snorri er alinn upp á Akureyri og
segist hafa verið hvattur óspart til
þess að verða listamaður og telur for-
eldra sína varla hafa séð aðra mögu-
leika en þann.
Foreldrar Snorra eru Ólöf Snorra-
dóttir hjúkrunarfræðingur og Ás-
mundur heitinn Jónsson, lögfræð-
ingur. „Foreldrar mínir voru mjög
hvetjandi, sérstaklega faðir minn,“
segir Snorri. „Hann hvatti okkur
systkinin til að skoða ýmsar leiðir í
lífinu. Eiginlega allar aðrar en lög-
fræði. Lögfræðingar eru skúrkar
og glæpamenn, var hann vanur að
segja. Sjálfan dreymdi hann alla tíð
um að verða sjómaður en lét aldrei
verða af því. Það ætluðust allir til
þess að ég yrði listamaður frá því ég
var lítið barn. Ég var einhvern veginn
þannig innréttaður að það lá beinast
Sá ljósið
í gæsluvarðhaldi
Gjörn i n gar listama n n si n s Snorra Ásmundssonar hafa ávallt vakið mikla eftir-
tekt og komið róti á samfélagið. Hann vill snúa á hvolf, toga og teygja og stríða.
Markmið með verkum hans er að hafa bein áhrif á samfélagið en Snorri hefur
ekki alltaf verið sá fyrirmyndarborgari og listamaður sem hann er í dag. Eitt sinn
var hann glæpamaður og það var enginn gjörningur. Snorri settist niður með
kristjönu Guðbrandsdóttur og ræddi við hana um lífið fyrir og eftir listina.
„Það gladdi mig
því ákaflega mikið
þegar ég fékk símtal frá
móður minni fyrir nokkru
og hún sagði mér að hún
væri stolt af mér.
Hefur fengið mikið út úr lífinu Listamað-
urinn Snorri Ásmundsson segist heppinn að vera
alkóhólisti. Meðferðin við sjúkdómnum innihaldi
bestu lífsreglur sem kostur er á.