Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.2011, Blaðsíða 62
62 | Fólk 29. apríl–1. maí 2011 Helgarblað
„Ég er ekki farinn að sjá til lands ennþá, ég
er kannski hálfnaður,“ segir blaðamaðurinn
og rithöfundurinn Óskar Hrafn Þorvaldsson
um aðra skáldsögu sína sem nú er í smíð-
um. Óskar Hrafn gaf úr glæpasöguna Mar-
tröð millanna fyrir síðustu jól sem fékk ágætis
dóma, þar á meðal þrjár stjörnur í bókablaði
DV. Fékk Óskar einnig útgáfusamning við
þýskt forlag.
Martröð millanna fjallaði að miklu leyti
um ruglið sem hér var í gangi í kringum hrun-
ið og heldur Óskar áfram í spennunni. „Þetta
er svipuð saga og síðast, glæpasaga. Nokkrir
af karakterunum úr síðustu bók eru komnir
aftur. Söguþráðurinn er kominn og svona.
Svo reyni ég að notfæra mér það sem ég lærði
af fyrstu bókinni,“ segir Óskar Hrafn.
Í viðtali við DV í kringum útgáfu fyrstu
bókar sinnar var Óskar svartsýnn á að ná að
skrifa aðra bók þar sem hann var kominn
aftur í fullt starf sem fréttastjóri á Fréttatíman-
um. Hina bókina skrifaði hann eftir að hann
hætti sem fréttastjóri Stöðvar 2. „Ég byrjaði
aðeins á annarri bókinni og svo var ég bara
kominn á þann stað að annaðhvort myndi ég
sleppa þessu alfarið eða halda áfram og klára
hugmyndina. Ég ákvað að klára þetta. Það
væri auðvitað ákjósanlegra að hafa meiri tíma
í að skrifa en það er einhvern veginn með
þetta allt saman að maður finnur sér alltaf
tíma,“ segir Óskar sem ætlar að reyna að gefa
bókina út í ár.
Fréttastjórinn er heldur betur hlaðinn
verkefnum því auk þess að vera í krefjandi
starfi og að skrifa skáldsögu og vera með
stóra fjölskyldu hefur hann tekið að sér enn
eitt verkefnið. Óskar verður annar sérfræð-
inga Ríkissjónvarpsins í þættinum Íslenski
boltinn í sumar sem fjallar um Pepsi-deildina
í fótbolta. Sjálfur spilaði Óskar fótbolta með
KR og sem atvinnumaður áður en meiðslin
neyddu hann til að hætta ungum að aldri.
Eftir það gerðist hann íþróttablaðamaður,
þannig að hann þekkir leikinn vel.
„Ég veit ekki hvað þetta er, kannski á ég
bara svona erfitt með að segja nei. Þetta
er alla vega eitthvað sem mér bauðst. Ég
hef aldrei verið í sjónvarpi áður og hef ekki
nokkra hugmynd um hvernig mér tekst til en
það er alltaf gaman að prófa eitthvað nýtt. Ég
verð alla vega að vinna með toppmönnum,“
segir Óskar Hrafn Þorvaldsson. tomas@dv.is
BÓK OG BOLTI HJÁ ÓSKARI
Nóg að gera Óskar Hrafn er fréttastjóri Frétta-
tímans, rithöfundur, sérfræðingur Ríkissjónvarps-
ins í íslenska boltanum og með stóra fjölskyldu.
MYND SIGTRYGGUR ARI
Ný spennusaga á leiðinni frá fréttastjóranum:
„Ég vel aðeins
það besta“
n Á 200 þúsund króna
gleraugu n Á þó nokkur til
skiptanna n Safnar hött-
um, gleraugum og gítörum
Björgvin Halldórsson stórsöngvari:
É
g hef einfaldan smekk og vel aðeins það besta, eins og
segir í kvæðinu,“ segir stórsöngvarinn Björgvin Halldórs-
son sem sportar rándýrum og vönduðum gleraugum og á
nokkur til skiptanna. „Ég er farinn að þurfa að nota gler-
augu við lestur og ýmislegt. Mér var nú bara ráðlagt að fá mér
góð gleraugu svo ég gerði það og skammast mín ekkert fyrir.
Ég nota svolítið af gleraugum og á nokkur til skiptanna, það er
ekkert leyndarmál. Ég fékk þessi umtöluðu hjá honum Kjartani í
Optical og er viss um að ég get notað þau lengi og vel.“
Björgvin segist hrifinn af fallegum hlutum. Hann safnar ekki ein-
göngu vönduðum gleraugum heldur líka ýmiss konar fatnaði, veiði-
græjum, höttum og sólgleraugum. Hann á einnig gott safn gítara sem
bættist í þegar hann fagnaði sextugsafmæli sínu eftir afmælistónleika í Há-
skólabíói þar sem gjöfunum rigndi yfir hann.
Fékk afmælismódelið af Fender Telecaster
„Þarna var mikið af góðum gestum, bæði gömlum vinum og samstarfsfélög-
um,“ segir Björgvin sem var myndaður ásamt sonardóttur sinni, Þórunni Leu,
en hún er dóttir Sigurðar Þórs, elsta sonar Björgvins. Ég fékk nokkra gítara í
safnið mitt. Útgefandinn minn, Sena, gaf mér 60 ára módelið af Fender Tele-
caster sem er gítar sem kom út einmitt árið 1951. Það er búið að smíða afmæl-
isútgáfuna. Svo fékk ég annan dobro-gítar frá hljómsveitinni.
„Ég fékk mikið af veiðigræjum enda
er ég alveg forfallinn stangveiðimað-
ur. Við Óttar veiðum mikið saman og
erum í veiðiklúbbi. Ég reyni að fara
svona þrjá til fjóra túra á ári,“ segir
Björgvin.
Plata með Björgvini
og Hjartagosunum
Björgvin er fyrir löngu orðinn einn
ástsælasti söngvari þjóðarinnar enda
ekki margir sem fylla Laugardals-
höll margsinnis um hver jól og svo
Háskólabíó þrisvar sinnum sömu
helgina nokkrum mánuðum síðar.
Nú er hann á leiðinni í hljóðver. „Ég
fer í stúdíó í sumar og vonandi verð-
ur eitthvað orðið til seinna í sumar
eða um jólin. Ég er að fylgja eftir síð-
ustu plötu með mér og Hjartagosun-
um. Þess utan ætla ég að njóta vors
og sumars og halda nokkra tónleika
á landsbyggðinni.“
„Ekki
orðinn
31 árs“
Vinirnir Auðunn Blöndal og Egill
„Gillz“ Einarsson eru að vanda
alveg óhræddir við að segja hvor
öðrum til syndanna. Báðir eru þeir
með mjög virkar Twitter-síður þar
sem þeir fara í hár saman nánast
á hverjum degi. Egill þarf þessa
dagana að fara mikið í ljós vegna
hlutverks síns í kvikmyndinni
Svartur á leik. Birti Auðunn mynd af
Gillz með VIP-kort á ljósastofu og
skrifaði: „31 árs og með VIP-kort á
ljósastofu. Eðlilegt?“ Egill svaraði
um hæl og var kjarnyrtur að vanda:
„Er ekki orðinn 31 árs, rassandlit!“
Útvarpsmaðurinn Andri
Freyr Viðarsson gekkst á
dögunum undir aðgerð
vegna brjóskloss en
þetta kemur fram
á vefsíðunni
menn.is.
Brjósklosið hefur
verið að plaga
hann í nokkur ár,
að hans sögn, en
honum þótti þó
yndislegt að vera
svæfður. „Það er
yndislegt að vera
svæfður, alveg
dásamleg víma og
gaman að vakna
upp skemmtilega
ruglaður.“ Andri
Freyr hvílist nú
heima á sterkjum
verkjalyfjum en von
er á honum aftur í
morgunþáttinn
Virkir morgnar
sem hann stýrir
ásamt Gunnu
Dís en þátturinn
hefur heldur
betur slegið í
gegn á Rás 2.
ANDRIí uppskurði
Flottur Björgvin með
200 þúsund króna gler-
augun. MYND BJÖRN BLÖNDAL