Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.2011, Blaðsíða 19
Fréttir | 19Helgarblað 29. apríl–1. maí 2011
Rau›arárstígur 14, sími 551 0400 · www.myndlist.is Opið virka daga 10–18, laugardaga kl. 11–16 og sunnudaga kl. 13–16
Jökull Snær Þórðarson
Verðmatsdagur í Galleríi Fold
myndlist – antík
30. apríl – 15. maí
Opnun kl. 15 • allir velkomnir
Tíð
Vefuppboð nr. 3
Öll verkin eru til
sýnis í Gallerí Fold
30. apríl – 9. maí
Sérfræðingar frá Antikbúðinni munu meta
antik, hönnun, silfur, postulín og skartgripi
Af því tilefni bjóðum við þér uppá ókeypis
verðmat sunnudaginn 1. maí, kl. 13–16
Næsta uppboð verður 16. maí
„Almennt séð er staða barna á Ís-
landi góð þegar við horfum á stóra
mælikvarða eins og barnadauða,
menntunarstig og læsi. Þessir grunn-
þættir eru mjög góðir í alþjóðlegum
samanburði,“ segir Stefán Ingi Stef-
ánsson, framkvæmdastjóri UNICEF
á Íslandi. Fyrr í mánuðinum kom út
skuggaskýrsla sem UNICEF á Íslandi,
Mannréttindaskrifstofa Íslands og
Barnaheill – Save the Children á Ís-
landi tóku saman um stöðu barna á
Íslandi með tilliti til ákvæða Barna-
sáttmála Sameinuðu þjóðanna. Stef-
án Ingi segir að þó sé ákveðinn hópur
sem búi ekki við rétt sinn. Stjórnvöld
og þeir sem vinna að þessum málum
þurfi alltaf að vera vakandi fyrir því
og fylgjast með stöðu mála. Skýrslan
verður send nefnd Sameinuðu þjóð-
anna um réttindi barnsins.
Stöðugt verið að breyta og
bæta
„Það sem stendur upp úr hjá mér
í þessari yfirferð eru þeir jákvæðu
hlutir sem hafa gerst. Þar má nefna
tiltölulega nýleg lög sem kveða á um
bann við líkamlegum refsingum,
sem er fagnaðarefni. Svo er stöðugt
verið að breyta og bæta barnavernd-
arlögin og önnur lög og reglur sem
snúa að börnum. Einnig eru komin
metnaðarfull grunnskólalög svo það
er margt sem er gert vel,“ segir Stefán
Ingi en bætir við að þó séu fjölmörg
atriði sem þarf að bæta í sambandi
við réttindi barna.
Góðir punktar ekki komnir í
framkvæmd
Á heimasíðu UNICEF segir að meðal
helstu niðurstaðna skýrslunnar sé að
þrátt fyrir að ýmsar aðgerðaráætlanir
í málefnum barna hafi verið sam-
þykktar hafi einungis lítill hluti þeirra
komið til framkvæmda. Samtökin
hvetji því stjórnvöld til að nýta sér
markvisst þær fjölmörgu upplýsingar
sem fyrirliggjandi eru til að bregðast
við og bæta aðbúnað og stöðu barna
hér á landi. „Stjórnvöld hafa gert
áætlanir og það er mikilvægt að þau
fylgi þeim. Árið 2007 var til dæmis
gerð áætlun um stöðu barna og ung-
menna sem var samþykkt á Alþingi. Í
henni voru lagðir fram margir metn-
aðarfullir og góðir punktar sem hafa
ekki enn komið í framkvæmd. Það
vantar stundum eftirfylgnina,“ segir
Stefán Ingi.
Suma hópa þarf að styðja
sérstaklega
Stefán segir að stjórnvöld verði að
vera með sérstakar varnaraðgerðir
í tengslum við niðurskurð og efna-
hagsþrengingar, sér í lagi í sambandi
við hópa sem séu í erfiðri stöðu. „Það
þarf að huga að þeim hópum sem
standa höllum fæti en meðal þeirra
eru börn af erlendum uppruna, lang-
veik börn, börn sem lifa við fötlun og
þau sem koma frá tekjuminni heim-
ilum. Þetta eru hóparnir sem þarf að
styðja sérstaklega við og þetta verð-
um við að hafa í huga.“ Hann segir að
einnig sé mikilvægt atriði að hags-
munir barnsins séu hafðir að leiðar-
ljósi og sérstaklega eigi þetta við í for-
ræðisdeilum og fyrir dómstólum. Í
Barnasáttmálanum sé kveðið skýrt á
um að bera eigi hagsmuni þeirra fyrir
brjósti í slíkum málum.
Virkar ekki sem skyldi
Ísland hefur ekki lögbundið Barna-
sáttmála Sameinuðu þjóðanna en
Noregur er eina þjóðin sem hefur
gert það. Samningurinn hefur ver-
ið fullgiltur og er hluti af íslenskum
alþjóðasamningum en hefur ekki
verið lagður fyrir Alþingi sem þing-
skjal. Það sem stendur í vegi fyr-
ir því er 37. grein Barnasáttmálans
þar sem kemur fram að ungmenni
sem brjóta af sér og þurfa að sæta
fangelsisrefsingu beri að vera að-
skilin frá fullorðnum föngum. Seg-
ir á heimasíðunni að þó samning-
ur sé á milli fangelsismálastofnunar
og Barnarverndarstofu um vistun
ungra afbrotamanna virki hann ekki
sem skyldi. Það sé því brýnt fyrir
hagsmuni ungmenna í slíkum að-
stæðum að úr verði bætt hið fyrsta.
Aukin þátttaka í samfélaginu
Stefán Ingi segir að þrátt fyrir þau
atriði sem þurfi að bæta hafi margt
jákvætt gerst í málefnum barna
og unglinga á síðustu árum, svo
sem aukin þátttaka þeirra í samfé-
laginu. „Í grunnskólalögum er kveð-
ið á um að börnin taki meiri þátt í
skólastarfinu. Eins hefur eitthvað
verið um það að börn séu farin að
taka aukinn þátt á sveitarstjórnar-
stigi með ýmsum ungmennaráðum.
Þetta er að potast í rétta átt og það
er jákvætt.“
Bæta þarf réttindi
barna á Íslandi
n Stjórnvöld hvött til að fylgja áætlunum í
nýútkominni skýrslu um réttindi barna og
unglinga n Ýmislegt sem betur mætti fara á
Íslandi að mati framkvæmdastjóra UNICEF
n Ísland hefur ekki lögbundið Barnasátt-
mála Sameinuðu þjóðanna„Samtökin hvetji
því stjórnvöld til
að nýta sér markvisst
þær fjölmörgu upplýs-
ingar sem fyrirliggjandi
eru til að bregðast við og
bæta aðbúnað og stöðu
barna hér á landi.
Gunnhildur Steinarsdóttir
blaðamaður skrifar gunnhildur@dv.is
„ ...mikilvægt
atriði að hags-
munir barnsins séu
hafðir að leiðarljósi.
Réttindi barna og unglinga Stjórnvöld
eru hvött til að gera kynningu og fræðslu um
Barnasáttmálann markvissari og öflugri.
MyNd: UNICEF á ÍSlANdI
Stefán Ingi Stefánsson
Framkvæmdastjóri UNICEF á
Íslandi segir að ákveðnir hópar
búi ekki við rétt sinn.
MyNd: BRAGI ÞóR JóSEFSSoN
Úr skýrslunni:
n Birting Barnasáttmálans og
þjálfun
Stjórnvöld eru hvött til að gera kynn-
ingu og fræðslu um Barnasáttmálann
markvissari og öflugri. Móta þarf stefnu
í þjálfun þeirra sem vinna með börnum
þannig að þeir þekki Barnasáttmálann
og þau réttindi sem hann tryggir. (Má þar
nefna kennara, lögreglu, barnaverndar-
starfsmenn, o.s.frv.)
n Bann gegn mismunun
Samkvæmt skýrslu Ríkisendurskoð-
unar frá því í ágúst 2010 fær þjónusta
sem fötluðum stendur til boða af hálfu
sveitarfélaga falleinkunn. Það er afar
mikilvægt að stjórnvöld myndi sér heild-
arstefnu sem tryggja jafnan rétt fatlaðra
til allrar almennrar þjónustu ríkis og
sveitarfélaga og að eftirlit verði eflt og
aukið. Þá er afar brýnt að fylgja eftir í
framkvæmd þeirri stefnu sem mótuð
hefur verið í málefnum innflytjenda og
einnig eru stjórnvöld hvött til að vinna að
forvörnum gegn kynþáttahatri.
n Hagsmunir barnsins
Ástæða er til að óttast að hags-
munir barna í forsjárdeilum séu fyrir borð
bornir. Svo virðist sem réttur barnsins
til umgengni við foreldra sé á stundum
færður frá barninu yfir til foreldris en
það fer gegn hagsmunum barnsins. Það
er ákaflega mikilvægt að hlusta eftir
skoðunum barnsins, sérstaklega eftir því
sem það eldist og þroskast.
n Menntun og tómstundastarf
Brýnt er að kanna ástæður fyrir brottfalli
ungmenna úr framhaldsskóla og hvaða
hópar það eru helst sem hætta. Finna
verður leiðir til að sporna við brottfalli
barna af erlendum uppruna úr skólum
og bæta þjónustu við þann hóp. Tryggja
þarf að fatlaðir hafi sömu tækifæri til
náms, hvar sem þeir búa á landinu.
n Sérstakar varnaraðgerðir
Stjórnvöld verða að tryggja fjármagn til
þeirra úrræða sem ætluð eru til aðstoðar
eða verndar börnum. Vinnuálag starfs-
manna er oft og tíðum óviðunandi.
Þá er ástæða til að hafa áhyggjur af
börnum sem hvergi eru til í kerfinu og fá
þar af leiðandi ekki þá grunnþjónustu
sem Barnasáttmálinn tryggir þeim. Þá
verður að vinna sérstaka mansalsáætlun
fyrir börn eða endurvinna núgildandi
mansalsáætlun með börn í huga.