Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.2011, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.2011, Blaðsíða 12
12 | Fréttir 29. apríl–1. maí 2011 Helgarblað Samkvæmt heimildum DV þykir ólík- legt að Dögg Pálsdóttir lögmaður og Sigurður Örn Leósson, forsvarsmaður Finanzas Forex, fái samþykkta beiðni sína um greiðsluaðlögun hjá umboðs- manni skuldara. Þau hafa bæði verið til umfjöllunar í fjölmiðlum undan- farið. Bæði eru í þeirri stöðu að þurfa ekki að standa skil á milljóna króna skuld- um sem dómstólar hafa dæmt þau til að greiða þar sem beiðni þeirra um greiðsluaðlögun er til meðferðar hjá umboðsmanni skuldara. Svanborg Sigmarsdóttir, sviðs- stjóri kynningarsviðs hjá umboðs- manni skuldara, segir í samtali við DV að embættið veiti ekki upplýsingar er snúa að einstaklingum sem þang- að leita. Hún segist því ekki geta gefið upplýsingar um hvort beiðni frá Dögg Pálsdóttur og Sigurði Erni Leóssyni um greiðsluaðlögun verði hafnað. Stórskuldugur lögmaður Lögmaðurinn Dögg Pálsdóttir hef- ur verið mikið til umfjöllunar í fjöl- miðlum eftir bankahrunið vegna mála sem snúa að fjármálum hennar. Í lok apríl árið 2010 dæmdi Hæstiréttur félagið Insolidum, sem er þrotabú í eigu Daggar og sonar hennar, til þess að greiða Saga Capital um 300 millj- ónir króna vegna láns sem bankinn veitti félaginu í júlí árið 2007 til kaupa á stofnfjárbréfum í SPRON. Stuttu síðar dæmdi Hæstirétt- ur Dögg til þess að greiða Sögu Verk- tökum 31 milljón króna vegna fram- kvæmda við tvær íbúðir í eigu Daggar og sonar hennar. Saga Verktakar gat hins vegar ekki innheimt skuldina eftir að Dögg hafði sótt um greiðsluaðlög- un hjá umboðsmanni skuldara sem tók við beiðni hennar þann 10. des- ember árið 2010. Ekki er vitað hvenær umboðs- maður skuldara upplýsir hvort beiðni Daggar um greiðsluaðlögun verð- ur samþykkt eða synjað. Samkvæmt heimildum DV er talið ólíklegt að beiðni hennar verði samþykkt. Skuldir hennar séu þess eðlis. Hins vegar geta Saga Verktakar ekki innheimt skuld sína fyrr en umboðsmaður skuldara hefur úrskurðað í máli Daggar. Dæmdur eftir beiðni um greiðslu- aðlögun Umboðsmaður skuldara tilkynnti 1.apríl síðastliðinn að Sigurður Örn Leósson hefði lagt inn beiðni um greiðsluaðlögun. Hann hefur starfað sem grunnskólakennari en er þekkt- astur fyrir að vera forsvarsmaður Fin- anzas Forex hér á landi sem um eitt þúsund Íslendingar lögðu um einn milljarð króna í. Lofaði fyrirtækið fólki ofsagróða eða um tíu prósenta ávöxt- un á mánuði. Tveimur vikum eftir að umboðs- maður skuldara tók á móti beiðni frá honum um greiðsluaðlögun dæmdi Héraðsdómur Reykjaness hann og Kristján Ingólfsson til að greiða Frið- riki Þorbergssyni málarameistara 14,1 milljón króna. Málsatvik voru þau að í lok ágúst árið 2009 tóku þeir Sigurð- ur Örn og Kristján við tíu milljónum króna frá Friðriki og lofuðu honum tíu prósent ávöxtun á mánuði og tryggð- an höfuðstól. Þrátt fyrir að hafa þeg- ar greitt honum tilbaka 7,7 milljónir króna dæmdi héraðsdómur þá til þess að greiða Friðriki 14,1 milljón króna. Byggðist það meðal annars á því að þeir höfðu lofað Friðriki tíu prósent ávöxtun á mánuði. Umboðsmaður skuldara skipaði umsjónarmann með greiðsluaðlögun Sigurðar Arnar. Geta þeir sem telja sig eiga kröfur á hendur honum lýst þeim fyrir 13. maí næstkomandi. Það kemur því ekki í ljós fyrr en þá hvort einhverj- ir þeirra þúsund Íslendinga sem lögðu peninga í Finanzas Forex leggi fram kröfur á hendur Sigurði Erni. Sam- kvæmt heimildum DV er talið ólíklegt að beiðni Sigurðar Arnar um greiðslu- aðlögun verði samþykkt. Byggist það meðal annars á því að hann hafi ver- ið dæmdur til greiðslu 14,1 milljónar króna tveim vikum eftir að umboðs- maður skuldara tók við beiðni hans um greiðsluaðlögun. Auk þess sé ólík- legt að hann geti sýnt fram á að hafa stofnað til skuldbindinga sinna í sam- ræmi við greiðslugetu. Óhóflega skuldsettum einstaklingum hafnað DV hefur heimildir fyrir því að nokk- uð sé um að einstaklingar sem hafi stofnað til óhóflega mikilla skuldbind- inga hafi sótt um greiðsluaðlögun hjá umboðsmanni skuldara. Á það sér- staklega við um einstaklinga sem telj- ast hafa tekið þátt í eins konar braski með bíla, fasteignir og jafnvel verið í verðbréfaviðskiptum. Samkvæmt lög- um um greiðsluaðlögun einstaklinga er hægt að hafna slíkum umsóknum teljist einstaklingar hafa skuldsett sig óhóflega mikið og í litlu samræmi við greiðslugetu sína. Svanborg Sigmars- dóttir segir erfitt að svara fyrir þessa fullyrðingu. „Ekki er fyrirliggjandi greining á ástæðum synjana, en af 617 afgreiddum umsóknum hefur 50 um- sóknum um greiðsluaðlögun verið synjað,“ segir hún. Því hefur embætt- ið hafnað um átta prósentum af þeim umsóknum sem hafa komið frá ein- staklingum, hjónum eða sambýlis- fólki. Viðurlög við undanskoti eigna Svanborg segir ekki vitað um tilfelli þar sem einstaklingar hafi reynt að koma eignum undan á ólögmætan hátt á meðan þeir hafa verið í greiðsluaðlög- un hjá embættinu. „Samvæmt lögum um greiðsluaðlögun getur umsjón- armaður óskað eftir því við umboðs- mann skuldara að greiðsluaðlögun- arumleitanir verði felldar niður,“ segir hún aðspurð um til hvaða úrræða um- boðsmaður skuldara geti gripið ef einstaklingar reyni að koma eignum undan. Þetta eigi þó ekki við eftir að samningur um greiðsluaðlögun kemst á. Ef skuldari hefur hins vegar vanrækt verulega skyldur sínar gangnvart lán- ardrottnum sínum getur lánardrottinn krafist þess að samningi verði rift eða hann gerður ógildur. n Talið að Dögg Pálsdóttir og Sigurður Örn Leósson fái ekki greiðslu aðlögun n 50 af 617 umsóknum hafnað n Óhóflega skuldsettir fá ekki greiðsluaðlögun Annas Sigmundsson blaðamaður skrifar as@dv.is Þau tvö fá enga greiðsluaðlögun 8 prósentum hafnað Svanborg segir að um 50 af 617 beiðnum hafi verið hafnað. SUMARHÚSIÐ & GARÐURINN NÝTT BLAÐ KOMIÐ Í VERSLANIR Tryggðu þér eintak! Áskrift í síma 578 4800 og á www.rit.is H N O T S K Ó G U R g ra fí s k h ö n n u n Tveir dómar Félag Daggar hefur verið dæmt til að greiða samtals 331 milljón króna. Lofaði miklum gróða Sigurður Örn Leósson lagði inn beiðni um greiðsluaðlögun hjá umboðsmanni skuldara þann 1. apríl. Tryggvi ósáttur og vill fund Tryggvi Þór Herbertsson, þing- maður Sjálfstæðisflokks og fulltrúi í efnahags- og skattanefnd Alþingis, hefur óskað eftir fundi í nefndinni. „Mér hefur borist til eyrna að á fundi þingmannanefndar Evrópusam- bandsins og Alþingis þann 27. apríl síðastliðinn hafi átt að ræða bókun þar sem fram kemur viðurkenning á að efnahagsleg aðlögun Íslands að Evrópusambandinu, sem samþykkt var í janúar síðastliðnum, með for- gagnsröðun verkefna til ársins 2013, sé komin af stað,“ segir Tryggvi í til- kynningu sem hann sendi frá sér. Tryggvi segir að þessi forgangsröðun hafi hvorki verið rædd í efnahags- og skattanefnd né á þinginu. „Ég fer því fram á að nefndinni verði hið fyrsta gerð grein fyrir hvaða efnahagsleg áætlun var samþykkt í janúar, hvaða markmið hún inni- heldur og hvað sé yfirleitt í gangi hjá framkvæmdavaldinu varðandi þessi mál,“ segir Tryggvi í tilkynningunni sem hann sendi frá sér á fimmtudag. Verðbólga mælist nú 2,8 prósent Vísitala neysluverðs miðuð við verð- lag í apríl hækkaði um 0,78 prósent frá fyrra mánuði, samkvæmt nýjum tölum Hagstofunnar. Vísitala neyslu- verðs án húsnæðis er hækkaði um 0,65 prósent frá mars.  Verð á bensíni og olíum hækk- aði um 3,2 prósent og flugfargjöld til útlanda hækkuðu um 16 prósent. Þessir þættir vega þyngst til hækkun- ar verðbólgu. Kostnaður vegna eigin húsnæðis jókst um 1,4 prósent og er það aðallega vegna hærra markaðs- verðs. Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 2,8 prósent og vísitalan án húsnæðis um 2,7 prósent. Undanfarna þrjá mán- uði hefur vísitala neysluverðs hækk- að um 2,9 prósent sem jafngildir 12,3 prósenta verðbólgu á ári.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.