Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.2011, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.2011, Blaðsíða 4
4 | Fréttir 29. apríl–1. maí 2011 Helgarblað Útvarpsstjóri með 6,6 milljónir króna í laun Páll Magnússon útvarpsstjóri var með 6,6 milljónir í laun á tíma- bilinu frá 1. september í fyrra til 28. febrúar á þessu ári. Ef útvarpsstjóri er með sömu laun yfir árið má áætla að hann hafi 13,2 milljónir í laun og þóknanir á ári sem gerir 1,1 milljón á mánuði. Þetta kemur fram í til- kynningu frá RÚV. Þar kemur einnig fram að hagn- aður af rekstri RÚV var 257 milljónir á tímabilinu frá byrjun september til loka febrúar. Afkoman er 52 millj- ónum betri en áætlun rekstrarársins gerði ráð fyrir. Í árshlutareikningnum kemur fram að heildarlaun og þóknanir til tíu helstu stjórnenda félagsins hafi numið 46,5 milljónum króna. Tekjulágum boðnar ókeypis tannlækningar Tryggingastofnun hefur opnað fyrir umsóknir um ókeypis tann- lækningar fyrir börn frá tekjulág- um heimilum. Boðið verður upp á þjónustuna frá 1. maí til 26. ágúst. Það eru tannlæknar í tann- læknadeild Háskóla Íslands sem meta hvað teljast nauðsynlegar tannlækningar og þar er þjónust- an veitt. Umsóknarfrestur er til 1. júní og er þjónustan fyrir börn á öllu landinu. Réttur til þjónustunnar mið- ast almennt við að barnið búi og hafi lögheimili hjá því foreldri/for- ráðamanni sem sækir um og að allar skattskyldar tekjur umsækj- anda á árinu 2010 séu sem hér segir: n Einstæðir foreldrar/forráða- menn með tekjur undir 2.900.000 kr. n Hjón eða sambúðarfólk með tekjur undir 4.600.000 kr. n Tekjuviðmiðið hækkar um 350.000 kr. fyrir hvert barn um- fram eitt. n Heimilt er að víkja frá tekjuvið- miði ársins 2010 ef um verulega lækkun tekna á árinu 2011 er að ræða svo sem vegna atvinnuleysis. Karlkyns hænuungar eru aflífaðir eins dags gamlir: Ungar drepnir með gasi „Við höfum ekki gert athugasemdir hvað varðar aflífun á karlkyns ungum hér á landi,“ segir Brigitte Brugger, sérgreinadýralæknir hjá Matvæla- stofnun. Sjá má erlend myndbönd á netinu þar sem dagsgamlir ungar eru settir í tætara eða hent í tunnu þar sem þeir kremjast og kafna til dauða. Karlkyns ungar í varphænsnarækt eru aflífaðir eins dags gamlir þar sem yfirleitt er ekki hægt að nota þá og segir Brigitte að á Íslandi séu ung- arnir gasaðir með koltvísýringi. Sif Traustadóttir, dýralæknir og meðlimur í Velbúi, tekur í sama streng og segist ekki vita til annars en að ungar séu aflífaðir með gasi hér á landi. „Tætarar eru ekki leyfðir á Íslandi en það eru þó skiptar skoð- anir á því hvort það sé ómannúð- legra. Þó það sé mjög óhuggulegt þá er það samt sem áður skjótur dauð- dagi,“ segir hún. Varðandi fréttir að undanförnu um tilfelli af dritbruna og beinbrotum hjá fuglunum segir Sif að mikilvægt sé að hafa strangt eftir- lit með þessum málum. „Ef fyrirtæk- in eru staðin að verki eiga að vera við- urlög við því. Það ætti að vera eins og með umferðarlagabrot þar sem þú ert sektaður um leið og málið þarf ekki að vera kært til lögreglu eða að fara fyr- ir dóm,“ segir hún en bendir á að slys geti orðið vegna mannlegra mistaka. Ef slík tilfelli komi endurtekið upp þurfi að skoða málið. Eins sé það hag- ur bænda að halda fuglunum óbrotn- um þar sem að við beinbrot blæði inn í kjötið og það verður óhæft til sölu. Jón Bjarnason landbúnaðarráð- herra greindi frá því á málþingi í vik- unni að ný lög um dýravernd yrðu lögð fram í lok maímánaðar. Sif von- ast til að með þeim verði eftirlitsað- ilum veittur réttur til að sekta um leið og brot verða uppvís. Sektirnar þurfi einnig að vera nægilega háar til að það borgi sig fyrir bændur að fylgja reglunum. gunnhildur@dv.is Dagsgamall ungi Karlkyns ungar í varphænsnaframleiðslu eru aflífaðir því þeir eru ekki nothæfir. MYND REUTERS n Hjördís Aðalheiðardóttir er farin með dætur sínar til Danmerkur n Segir galla í kæru Sveins Andra hafa orðið til þess að málið var ekki tekið upp aftur n Mistök lögfræðings sögð á hennar ábyrgð n Faðir stúlknanna vill fá fullt forræði yfir þeim Segir Svein Andra hafa klúðrað málinu „Og núna í fyrramálið þarf ég að fara með systur minni og dætrum hennar út til Danmerkur,“ skrifaði Ragnheið- ur Rafnsdóttir, systir Hjördísar Svan Aðalheiðardóttur, á bloggsíðu sína á miðvikudag. „En við erum löghlýðn- ar systur og hlýtum því þeim dómi sem við höfum fengið,“ bætir hún við. Hjördís kom hingað til lands frá Danmörku með þrjár dætur sínar á aldrinum þriggja til sjö ára í október í fyrra, en hún bjó úti ásamt dönsk- um eiginmanni sínum sem er faðir stúlknanna. Hún hefur sakað hann um að beita bæði sig og börnin and- legu og líkamlegu ofbeldi og segist ekki hafa átt annarra kosta völ en að flýja. Faðirinn vill varanlegt forræði Hjördís hefur ekki fullt forræði yfir börnunum og braut því bæði á for- sjár- og umgengnisrétti föðurins með því að fara með stúlkurnar úr landi án hans leyfis. Hann hefur gengið hart eftir því að fá börnin til Dan- merkur aftur og Hæstiréttur Íslands staðfesti dóm Héraðsdóms Austur- lands í mars síðastliðnum þess efn- is að Hjördís skyldi skila dætrunum til föðurins. Samkvæmt bloggsíðu Ragnheiðar hefur Hjördís nú fylgt úrskurðinum eftir og er farin með stúlkurnar til Danmerkur þar sem faðirinn mun hafa óskað eftir varan- legu forræði yfir þeim. Mistök lögfræðings á hennar ábyrgð Hjördís segist í samtali við DV vera mjög ósátt við þá meðferð sem málið fékk fyrir dómstólum á Íslandi. Hún segir Svein Andra Sveinsson lög- mann, sem rak málið fyrir hana, hafa orðað kæru málsins til Hæstaréttar vitlaust og því hafi henni verið neit- að um endurupptöku málsins þeg- ar hún óskaði eftir því á grundvelli nýrra gagna ásamt nýjum lögmanni sínum, Hreini Loftssyni. Hjördís seg- ir öll gögn í málinu benda til þess að hag barnanna sé betur borgið á Ís- landi, en hún er búin að koma sér fyr- ir á Höfn í Hornafirði ásamt dætrum sínum og 13 ára syni af fyrra hjóna- bandi. „Það er bara verið að þvinga þær til að fara grátandi. Þetta er mjög undarlegt. Það kom ný sálfræði- skýrsla um að það væri mjög hættu- legt að senda þær til baka út af því hvernig maðurinn væri. En samt, út af þessum galla í kæru Sveins Andra, vildu þeir ekki taka málið aftur upp. Þeir segja að mistök lögfræðings séu á mína ábyrgð.“ Hjördís segist þó aldrei hafa fengið að sjá kæruna sjálf því Sveinn Andri hafi aldrei sent henni hana. Hún segir það þó varla hafa breytt miklu því hún sjálf hafi ekki þekkingu á því hvernig orða eigi kæru rétt. „Hef ekki heyrt neinar athugasemdir“ „Ég kærði úrskurð héraðsdóms til Hæstaréttar og eitt af því sem ég fór fram á þar var að það yrði kvaddur til nýr sálfræðingur en Hæstiréttur taldi ekki skilyrði fyrir því,“ segir Sveinn Andri aðspurður hvað kæran til Hæstaréttar vegna úrskurðar héraðs- dóms hafi falið í sér. „Eftir að Hæsti- réttur kvað upp sinn úrskurð veit ég ekki hvað hefur gerst. Það eina sem ég veit er að hún ætlaði að reyna end- urupptöku, en ég taldi ekki skilyrði fyrir því. Lögin eru bara eins og þau eru.“ Hann segir málið hörmulegt og skilur Hjördísi vel, að sætta sig ekki við úrskurðinn, en að aðkomu hans að málinu, sem lögmanns, hafi lokið þegar Hæstiréttur staðfesti dóm hér- aðsdóms. „Ég hef ekki heyrt neinar athugasemdir af hálfu míns umbjóð- anda við okkar málatilbúnað,“ segir Sveinn Andri að lokum. Sólrún Lilja Ragnarsdóttir blaðamaður skrifar solrun@dv.is Farin til Danmerkur Hjördís segir galla í kæru Sveins Andra til Hæstaréttar hafa orðið til þess að henni var synjað um endur- upptöku málsins. „Þeir segja að mis- tök lögfræðings séu á mína ábyrgð. Engar athuga- semdir Sveinn Andri segist engar athugasemdir hafa fengið frá Hjördísi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.