Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.2011, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.2011, Blaðsíða 30
30 | Umræða 29. apríl–1. maí 2011 Helgarblað Í fyrra var ég með námskeið hjá Endurmenntunarstofnun Há- skóla Íslands sem fjallaði um sögu bresku konungsættarinnar. Ég byrjaði á Vilhjálmi I, öðru nafni Vil- hjálmi sigurvegara, öðru nafni Vil- hjálmi bastarði, en hann var eins og allir vita hertogi í Normandí á Frakk- landi og gerði innrás á England árið 1066. Eftir að hafa sigrað og drepið Harald Guðvinsson, síðasta engilsax- neska konung Englands, þá hlamm- aði Vilhjálmur sér í hásætið og ætt hans hefur setið þar óslitið síðan. Drulluháleistar Og í bráðum þúsund ára sögu, þá segir sig sjálft að það er misjafn sauður í því marga fé sem tyllt hef- ur ensku krúnunni á höfuð sér allan þennan tíma. Sumir kóngarnir og sumar drottn- ingarnar voru merkisfólk, aðrir ein- skærir skíthælar og drulluháleistar, en í spegli sögunnar verður þetta allt saman dálítið skemmtilegra en það hefur sjálfsagt verið í alvörunni. Hinrik II, eiginmaður Elínóru af Akvitaníu og faðir Ríkarðs ljónshjarta og Jóhanns landlausa, hann er til dæmis í sögulegum heimildum stór- skorinn og athyglisverður kóngur, alltaf fjör í kringum hann, en í hold- inu hefur hann sjálfsagt verið fyrst og fremst fyrirferðarmikill og frekur göslari. Og þannig mætti nefna fleiri dæmi um kónga sem er gaman að kynnast í sögubókum, en hefðu ef- laust valdið manni djúpum von- brigðum ef maður hefði hitt þá í lif- anda lífi. Kroppinbakurinn Ríkarður III Til að mynda er Ríkarður III – kropp- inbakurinn valdasjúki úr leikriti William Shakespeares – stórmerkileg persóna í bókum og öðrum heimild- um, en hefur vafalaust verið þreyt- andi og leiðinlegur í lífinu. Og ekki hót spennandi. Þetta segi ég af því nú í dag, föstu- dag, þá stendur fyrir dyrum brúð- kaup í þessari fjölskyldu – þegar væntanlegur ríkisarfi festir sér konu. Og ég var spurður að því um dag- inn hvort ég hefði ekki gífurlegan áhuga á þessu brúðkaupi, fyrst ég hefði greinilega svona mikinn áhuga á bresku kóngafólki. Fjarar undan kóngafólkinu En ég verð að segja að á engu, já, á alls engu fyrirbæri í heimi hér gæti ég haft minni áhuga en á þessu hjónabandi Vilhjálms prins og Kate Middleton. Enda er þetta alveg stórkostlega óintressant fólk. Hafi ætt Vilhjálms sigurvegara einhvern tíma verið samansafn af at- hyglisverðu og spennandi fólki, þá er það að minnsta kosti löngu liðin tíð. Alla tuttugustu öldina, og já, mestalla nítjándu öldina líka, þá hef- ur verið að fjara undan þessu fólki, bæði andlega og veraldlega, og ég verð að segja að enga fjölskyldu veit ég um í samanlögðum öllum heim- inum, sem er jafn ómerkileg og lítið spennandi, en konungsættin á Bret- landi núna. Kannski hefur hún alltaf verið það. Aðeins ein sæmilega viti borin manneskja? Að minnsta kosti sé ég það fljótlega, þegar ég fer að skoða þetta kónga- fólk þeirra Breta, þá er aðeins ein persóna í hásæti Bretlands síðustu 400 árin eða svo, sem virðist hafa haft rúmlega meðal hæfileika meðal manneskju. En það var Elísabet hin fyrri, dóttir Hinriks VIII, meydrottningin fræga. Ekki verður betur séð en að Elísabet þessi hafi haft dágóða hæfi- leika, bæði til að halda saman ríki sínu og líka stýra því til aukins vegs í veröldinni. Hún var að minnsta kosti ekki tröllheimsk, eins og þeir hafa ver- ið margir síðan, meðlimir þessarar konungsættar. Og einkum núna upp á síðkastið. Löngu dauðir kóngar Það er undarlegt að hafa gaman af mannkynssögu. Fyllast til dæmis áhuga á og sanka að sér upplýsingum um löngu dauða kónga og drottningar, eins og það sé allt saman hið dásamlegasta fólk, stórkostlega merkilegt, á sama tíma og maður gerir sér grein fyrir því að auðvitað var það alls ekki svo. Þetta fólk hafi verið – í stórum dráttum – nákvæmlega jafn ómerki- legt og kóngafólk nútímans. Nema það er náttúrlega svo að kóngafólk nútímans er líklega orð- ið enn vitlausara en kóngafólk hef- ur nokkru sinni verið, einfaldlega af því að svoleiðis fólk, sem alltaf giftist innbyrðis, verður sífellt útvatnaðra og þynnra í roðinu. Minni sæva, minni sanda. Meðvituð ákvörðun um nýtt blóð? Kannski það sé meðvituð eða ómeð- vituð ákvörðun hjá Vilhjálmi prins eða forráðamönnum hans að reyna að sporna gegn þessu með því að hann fái sér konu „af almúgaættum“ eins og kallað er. Nýtt blóð, á ég við. En það er held ég löngu orðið of seint. Konungsættum verður ekki bjargað, jafnvel ekki með erfðafræði- legum aðferðum. Því fyrirbærið konungsstjórn er svo skrýtið og óeðlilegt í nútíman- um að mig rekur eiginlega alltaf í rogastans yfir því að þetta sé ennþá til – þegar það rifjast upp fyrir mér. Geggjuð tilhugsun Það er svo geggjuð tilhugsun að ein- hverjir einstaklingar skuli fædd- ir til þeirra forréttinda, sem kónga- fólk nýtur enn, að mann bókstaflega sundlar yfir heimskunni, og já, órétt- lætinu sem þetta veldur. Þetta get ég fullyrt með góðri samvisku, þó ég sé enn uppfullur af áhuga á kóngum og drottningum fyrri tíma. Því það var, þátt fyrir allt, töluvert mikið merkilegra fólk en það fólk sem nú stendur fyrir brúðkaupi í London, og okkur „almúganum“ er ætlað að hafa áhuga á. Hið ótrúlega kóngafólk Trésmiðjan Illugi Jökulsson„En ég verð að segja að á engu, já, á alls engu fyrirbæri í heimi hér gæti ég haft minni áhuga en á þessu hjónabandi Vilhjálms prins og Kate Middleton. Djöfull er þetta erfitt. Pabbi, hvers vegna hjálparðu mér ekki að standa upp? Sérðu ekki að ég er að rembast hérna við að koma mér á fætur? Og þú spilar bara tölvuleik?“ vildi sonur minn sagt hafa í vikunni, þegar hann náði sínum stærsta áfanga hing- að til. Hann er ómálga barn og kann því ekki að koma hugsunum sínum og meiningum í orð nema með mjög frumstæðum hætti; að rymja, stynja eða orga, sem í sjálfu sér er einfalt og skilvirkt sam- skiptaform. Sonur minn er tíu mánaða og er auðvitað heimsins besta barn, eins og ég hef margoft og ítrekað greint frá, bæði opinberlega og í samtölum við hina og þessa. Eins og allir pabbar er ég að springa úr stolti enda eiga allir pabbar heimsins bestu börn. Auðvitað er ég sá eini sem hef rétt fyrir mér – hvað annað? Eins og allir foreldrar vita og án þess að gera þennan pistil að vasaklútaefni þá eru örar framfarir barna á þessum aldri kraftaverki líkar. Fyrir rúmum mánuði sat snáðinn á rassinum, með púða fyrir aftan, og gat leikið sér jafnvel tímunum saman, bara ef hann fékk reglulegar matar- eða drykkjarpásur. Því næst tók hann upp á því að þramma eins og her- foringi á fjórum fótum um alla íbúð og er farinn að munda sig við stigann. Hæst hefur hann kom- ist í þriðju tröppu, þar sem hon- um fannst tilvalið að setjast niður og virða fyrir sér útsýnið áður en hann steypti sér afturábak niður aftur. Sem betur fer var þar pabbi til að taka af honum fallið. Í þessari viku gerðust þau und-ur og stórmerki að honum tókst sjálfum að standa upp. Ég sat í sófanum og spilaði í makindum tölvuleik þegar viðburðurinn átti sér stað. Hljóðin sem heyrðust voru þess eðlis að ég gerði ráð fyrir því að þurfa að hafa til bleyju og ann- að tilheyrandi. En hann var ekki að rembast heldur einbeita sér. Þegar ég leit af skjánum stóð hann sigri hrósandi við fætur mér, brosti út að eyrum og gaf mér augnarráð sem sagði: „Jæja pabbi minn, nú er frið- urinn endanlega úti.“ Og hann er sannarlega úti. Núna reynir sonurinn að standa upp við möguleg og ómöguleg tækifæri. Hvort sem hann er í rúminu sínu, við eldhús- borðið, stigann eða jafnvel dót- ið sitt. Allt sem hann getur stutt sig við reynir hann að nota til að standa upp. Þetta hefur óhjá- kvæmilega í för með sér föll – já eða áföll. Í gær stóð hann á milli stofuborðsins og sófans og studdi sig við bæði. Þegar hann sá svo dót á gólfinu innan seilingar vand- aðist málið. Eftir stutta stund bar löngunin í dótið skynsemina ofur- liði og hann sleppti báðum hönd- um. Tveimur sekúndum seinna skall hann með andlitið á borð- ið og lenti því næst flatur á gólf- inu. Ég tók hann í fangið og hann grét þangað til ég rétti honum dótið eftirsótta – sem hann hefur þó leikið sér með hundrað sinn- um áður. Þá varð allt gott aftur. Í annað sinn náði hann ekki taki á stofuborðsfætinum með svipuð- um afleiðingum og í þriðja sinnið rann hann í bleytu eftir skúringar. Að geta barn er kraftaverk. Að fylgjast með því fæðast er stórkostlegt. Að taka þátt í uppvexti þess eru forréttindi. Það er í raun ótrúlegt hvað lífið tekur miklum breytingum þegar mað- ur eignast barn. Rólegur tími fyrir mann sjálfan heyrir sögunni til og tíu til tólf tíma svefn um helgar er eitthvað sem tilheyrir fortíðinni. Fjarlægur tími sem var og kemur aldrei aftur. Þó barnið sé vært er líf afslöppunar og kæruleysis á bak og burt. Allt snýst um barnið og að púsla saman umönnun þess við vinnu og skóla. Tíminn er svo fljótur að líða að maður verður undrandi. Svo ég endi þetta á heimspeki-legum nótum þá hefur hugs-unarháttur minn líka breyst við það að eignast barn. Áður en barnið varð til snerist flest um að bíða eftir tækifæri til að njóta lífs- ins. Ég beið eftir helgarfríi, sum- arfríi eða jólafríi – þá yrði lífið sko gott. Ég beið eftir því að eignast bíl eða komast til útlanda. Ég beið eftir því að ljúka framhaldsnámi og svo háskólanámi. Alltaf hélt ég að þegar helgin væri komin, þeg- ar ég væri búinn að eignast bílinn eða þegar náminu væri lokið þá myndi hið ljúfa líf byrja. Þá gæti ég slappað af og sannarlega not- ið lífsins. Fyrir vikið fylltist ég óþreyju og jafnvel eirðarleysi á köflum – þó líf mitt væri afar viðburðarríkt. Ég missti einhvern veginn af öllu. Það að eignast barn hefur kennt mér ótalmargt – ekki síst um sjálf- an mig. En umfram allt hefur það kennt mér að njóta lífsins í dag, annars missir maður af öllu. Líf- ið er núna því börn eru lífið. Mæli með barneignum. Helgarpistill Baldur Guðmundsson Kraftaverka- barnið okkar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.