Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.2011, Blaðsíða 54

Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.2011, Blaðsíða 54
54 | Sport 29. apríl–1. maí 2011 Helgarblað Þó sumarið sé ekki gengið í garð verður Pepsi-deild karla í knatt- spyrnu flautuð í gang á sunnu- dagskvöldið þegar Íslandsmeist- arar Breiðabliks taka á móti KR í opnunarleik Íslandsmótsins. Mót- ið hefur aldrei í 100 ára sögu þess hafist jafnsnemma. Upphafi móts- ins er flýtt vegna þriggja vikna hlés sem gert verður í júní þegar U21 árs landslið Íslands keppir á loka- keppni Evrópumótsins. Mátti þessi veðrátta og endalausi vetur því koma nánast upp á öllum öðrum árum en einmitt í ár. DV leitaði til fimm spekinga fyr- ir sumarið og spurði þá sex spurn- inga, meðal annars hvaða lið myndi standa uppi sem Íslandsmeistari. Spekingarnir fimm eru þeir Hörð- ur Magnússon, íþróttafréttamað- ur á Stöð 2, Hjörvar Hafliðason, sparksérfæðingur Stöðvar 2 Sports, Magnús Már Einarsson, ritstjóri fotbolti.net, Gunnlaugur Jónsson, þjálfari KA, og Ásmundur Arnar- son, þjálfari Fjölnis. Allir fimm eru sammála um, eins og svo margir, að FH verði Íslandsmeistari í sjötta skiptið á átta árum. Er það heldur engin furða, FH er með ótrúlega vel mannað lið sem hefur leikið vel á undirbúningstímabilinu. Speking- arnir voru allir frekar sammála um hvaða lið yrðu í basli í sumar en þar voru fjögur lið oftast nefnd. Öll vötn falla til Hafnarfjarðar Nánast sama hver er spurður, allir segja það sama: FH verður Íslands- meistari. Kemur það heldur ekk- ert á óvart sé litið til árangurs liðs- ins undanfarin ár, árangursins á undirbúningstímabilinu og mann- skapsins sem liðið hefur upp á að bjóða. Hægt er að fullyrða að all- ir leikmenn sem þurfa að verma tréverkið hjá fullmönnuðu liði FH gætu gengið inn í hin liðin í deild- inni. Fyrir tímabilið styrkti liðið sig með þeim Hólmari Erni Rúnars- syni og Alen Sutej sem komu frá Keflavík, Gunnar Kristjánsson gekk alfarið í lið FH og þá datt Hannes Þ. Sigurðsson inn á lokametrunum. Auk þeirra tók Sverrir Garðarsson skóna af hillunni aftur en hann meiddist illa og verður lengi frá. Til viðbótar komu svo tveir ungir pilt- ar utan af landi sem gætu vel hjálp- að liðinu. Byrjunarlið FH er ógnvænlega sterkt og þekkja þar allir hlutverk sitt. Fótboltinn sem liðið hefur spilað á undirbúningstímabilinu hefur verið um margt frábær. Margir vilja setja spurningarmerki við varnarleik liðsins. FH fékk að- eins á sig þrjú mörk í sjö leikjum í riðlakeppni deildarbikarsins en aftur á móti hringdu mörkin sem liðið fékk á sig gegn Val í undanúr- slitum sömu keppni nokkrum var- úðarbjöllum. Við litlu búist af Blikum Breiðablik varð Íslandsmeistari í fyrra í fyrsta skipti í sögu félags- ins. Undirbúningstímabilið hef- ur þó gengið brösulega og er ekki reiknað með þeim í harða baráttu um Íslandsmeistaratitlinn aftur. Brotthvarf Alfreðs Finnbogasonar heggur stórt skarð í liðið en sjaldan hefur nokkur leikmaður verið jafn- mikilvægur Íslandsmeistaraliði og einmitt hann í fyrra. Koma Markos Pavlovs, Vikt- ors Unnars Illugasonar og Arn- ars Más Björgvinssonar gera lítið til að fylla það stóra skarð. Einnig sárvantar Blika framherja og hefur Guðmundur Kristjánsson, miðju- buff, verið að leysa þá stöðu. Það er einnig spurning hvort Blikar verði ofarlega í ár en þeir þurfa fram- herja ætli þeir sér í alvöru baráttu um titilinn í ár. Spennandi Valsmenn Valur gerði enn eina hreinsunina á Hlíðarenda fyrir þetta tímabil. Átta leikmenn fóru út og átta komu í staðinn. Munurinn á þessari hreinsun og öðrum hjá Valsmönn- um er að nú var hugsun á bak við hana. Kristján Guðmundsson er mættur með látum og hefur verið að taka til hjá meistaraflokknum, bæði innan vallar sem utan. Vals- liðið hefur spilað frábærlega á und- irbúningstímabilinu og vann þar bæði Reykjavíkurmeistaratitilinn og Lengjubikarinn. Varnarleikur Valsara hefur verið frábær og U21 árs markvörðurinn Haraldur Björnsson virkar í sínu besta formi í langan tíma. Það er mikið á herðar Harðar Sveinssonar lagt í framlínu Valsmanna en hann þarf að skora einhver mörk í sum- ar. Miðjan er þó mjög sterk og lið- ið hefur verið ólseigt í að ná úrslit- um og um það snýst leikurinn. Góð byrjun er þó mikilvæg á Hlíðar- enda þannig að ekki fari allt í háa- loft eins og hefur svo oft gerst. Einnig í baráttunni Sé eitthvað lið sem kann að veita FH-ingum harða baráttu er það KR. Rúnar Kristinsson hefur verið að gera frábæra hluti í Vesturbæn- um en KR fór, eins og FH, taplaust í gegnum riðlakeppnina í Lengju- bikarnum en strandaði í undanúr- slitum á Fylkismönnum. KR hefur fengið Guðjón Baldvinsson til sín á fast og er búist við að hann raði inn mörkum. Einhver meiðslavand- ræði eru í vörninni en Hannes Þór Halldórsson er kominn í ramm- ann. Lykilmaðurinn í Vesturbæn- um verður þó Bjarni Guðjónsson sem hefur sjaldan, ef nokkurn tím- ann, verið í betra formi. Eyjamenn voru hársbreidd frá því að landa Íslandsmeistaratitl- inum í fyrra og er búist við þeim ofarlega í ár, titilbarátta þó spurn- ingarmerki. Gunnar Heiðar Þor- valdsson kom og fór en út í Eyjar vantar toppframherja. Liðið er þó samheldið með sterka vörn og mun án efa sanka að sér mörgum stigum í ár. Geta komið á óvart Tvö lið, sem spáð er miðjumoði, Fram og Fylki, geta komið á óvart og verið mun ofar, segir Ásmund- ur Arnarson, einn af spekingum DV. Hjörvar Hafliðason tekur undir það og bendir á að Fylkismenn séu með mjög sterkt byrjunarlið. Þang- að er Gylfi Einarsson aftur kominn en hann hefur verið að sýna mjög flotta takta á undirbúningstíma- bilinu. Í Árbænum er Ólafur Þórð- arson í mun betri stöðu en margir halda og skal enginn vanmeta Fylki í sumar. Sömu sögu má segja um Fram- ara sem fóru svolítið flatt í fyrra þegar þeir voru á toppi deildar- innar á þjóðhátíðardaginn og fögnuðu kannski of snemma. Þeir munu læra af því og ekki komast upp með slíkt hjá Þorvaldi Örlygs- TiTillinn afTur í Hafnarfjörðinn n Pepsi-deildin hefst á sunnudaginn n Meistarar Blika mæta KR í opnunarleik Íslandsmótsins n Allir spá FH-ingum sjötta titlinum á átta árum n Bjarni Jóhannsson og Andri Marteinsson í heitustu sætunum Tómas Þór Þórðarson blaðamaður skrifar tomas@dv.is Gæti komið á óvart Ólafur Þórðarson er með betra lið í höndunum í Árbænum en margir gera sér grein fyrir. Enginn Ondo Grindvíkingum er spáð basli í sumar en þeir hafa misst markahæsta leik- mann Íslandsmótsins í fyrra, Gilles Mbang Ondo.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.