Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.2011, Blaðsíða 42

Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.2011, Blaðsíða 42
Hæðamorðin í L.A. K enneth Alessio Bianchi fæddist 22. maí 1951 í Rochester í New York. Móðir hans, þá 17 ára, var vændiskona og gaf hann frá sér til ættleiðingar til Bianchi- hjónanna. Kenneth varð lyga- mörður strax á unga aldri, hafði dálæti á söguhetjunni prins Valíant, átti við svefn- vandamál að stríða og piss- aði undir. Einnig átti hann það til að detta inn í dagdrauma. Hann var skapstyggt barn og grunnt var á frekjuköstunum og fékk hann við sex ára aldur- inn meðferð vegna sálrænna vandamála. Ósjálfráð þvaglát ollu því að móðir hans lét hann ganga með bleiur og undir- gekkst hann meðferð vegna þess vandamáls þegar hann var átta ára. Kenneth var færður tvisvar á milli skóla þegar hann var ell- efu ára vegna samskiptaörð- ugleika við kennara og hann fékk slæma umsögn; var sagð- ur latur, áhugalaus og grunnt á reiðinni hjá honum. Reynd- ar var líka haft á orði að hann gæti gert mun betur en hann gerði. Skólaganga hans var hvorki fugl né fiskur, en hon- um tókst þó að útskrifast úr menntaskóla árið 1971 og skömmu síðar kvæntist hann æskuástinni. Öryggisvarsla í skartgripaverslun Hjónabandið entist í heila átta mánuði og segir sagan að eig- inkonan hafi gengið á dyr fyrir- varalaust og án skýringa. Há- skólaferill Kenneths var ein önn og við tók röð veigalítilla starfa þar til hann var ráðinn sem ör- yggisvörður í skartgripaverslun. Það var álíka gáfulegt og að láta mink gæta hænsna því ófá- ir skartgripir enduðu í vasa Ken- neths og notaði hann þá síðar til að tryggja sér tryggð vinkvenna eða vændiskvenna sem hann lagði lag sitt við. Reyndar var það svo með Ken- neth að hann þurfti oft að færa sig um set vegna þeirrar áráttu sinnar að stela öllu sem hönd á festi. Ekki er loku fyrir það skotið að sú hafi einmitt verið ástæða þess að hann fór til Los Angeles og lenti í félags- skap frænda síns Angelos Buono. Angelo hafði sterk áhrif á Kenneth sem hreifst af flottum klæðaburði frænda síns, skartgripunum sem hann bar og síðast en ekki síst hve laginn Angelo var við að komast yfir þær konur sem hann girntist og „láta þær vita hver sess þeirra væri“. Dólgar og dráparar En fram undan var tími morða, nauðgana og misþyrminga af hálfu frændanna. Innan skamms voru þeir orðnir melludólgar og árið 1977 færðu þeir sig upp á annað stig, öllu ógeðfelldara. Kenneth og Angelo rúntuðu um götur Los Angeles og flögguðu fölsuðum lögreglumerkjum til að sannfæra stúlkur og ungar konur um að þeir væru óeinkennisklædd- ir lögreglumenn. Fyrsta fórnarlamb kumpán- anna, sem síðar fengu nafngiftina Hæðamorðingjarnir, var Yolanda Washington, 19 ára vændiskona, en lík hennar fannst nærri Forest Lawn-kirkjugarðinum 18. október 1977. Lík hennar hafði verið þrifið og dauf för eftir reipi voru sjáanleg á hálsi hennar, úlnliðum og ökkl- um. Henni hafði verið nauðgað. Tæpum hálfum mánuði síðar var lögreglan kölluð til La Cres- centa en þar hafði fundist lík tán- ingsstúlku. Af ummerkjum að dæma hafði stúlkan, Judith Lynn Miller 15 ára strokustúlka, verið kyrkt, en hún hafði verið myrt ann- ars staðar og líkinu fleygt þar sem það fannst. Fimm dögum síðar, 6. nóvem- ber, fannst enn eitt kvenmannslík- ið og ljóst að um kyrkingu var að ræða. Um var að ræða Lissu Kastin, 21 árs þjónustustúlku, en hún hafði síðast sést á lífi kvöldið áður. Ólík fórnarlömb Lissa Kastin var ólík hinum fórnar- lömbunum að því leyti að hún var „góð stúlka“ og hafði meðfram þjónustustörfum unnið hjá fast- eigna- og byggingafyrirtæki föður síns. Einnig hafði hún lagt stund á ballett. Það var deginum ljósara þegar næstu tvö fórnarlömb fundust að morðingjarnir einbeittu sér ekki að konum sem tilheyrðu jaðarsam- félaginu. Tvær stúlkur, Dolores Ce- pada, 12 ára, og Sonja Johnson, 14 ára, sáust síðast á lífi þegar þær stigu úr skólarútunni á leið heim þann 13. nóvember 1977 og gengu að kyrrstæðri fólksbifreið. Í bílnum voru, að sögn vitna, tveir karlmenn. Sex dögum síðar fann ungur drengur lík tveggja stúlkna við Dod- ger-leikvanginn. Báðum stúlkunum hafði verið nauðgað og þær kyrkt- ar – líkin voru af Dolores og Sonju. Síðar sama dag, 20. nóvember 1977, gekk göngufólk fram á klæðalaust lík Kristinu Weckler, 20 ára, í hlíð nærri Glendale. Ólíkt fyrri fórnar- lömbum bar lík hennar merki mis- þyrminga. Síðar kom í ljós að rúðu- úða hafði verið sprautað upp í hana. Deild sett til höfuðs Hæðamorðingjunum Þegar hér var komið sögu var engu líkara en æði væri runnið á Ken- neth og Angelo. Þann 23. nóvem- ber fannst illa farið lík leikkonu að nafni Jane King. Hennar hafði ver- ið leitað síðan 9. nóvember og þar sem líkin hrönnuðust upp sá lög- reglan sér ekki annað fært en að setja á laggirnar sérstaka deild til að hafa hendur í hári Hæðamorðingj- ans, en á þeim tíma var allt eins tal- ið líklegt að um einn ódæðismann væri að ræða. Sex dögum síðar, 29. nóvember, fann lögreglan lík Lauren Wagner. Lauren hafði verið kyrkt og bruna- sár á líkinu bentu til þess að hún hefði sætt pyntingum. Þá fór lög- regluna að gruna að um væri að ræða fleiri en einn ódæðismann, en fjölmiðlar héldu þó áfram að skír- skota til hans í eintölu. Þrettánda desember fannst lík 17 ára vændiskonu, Kimberley Martin, og síðasta fórnarlambið í Los Ange- les fannst 16. febrúar 1978, þegar þyrluáhöfn rak augun í rauðgula Datsun-bifreið á Crest-svæðinu. Í skotti bifreiðarinnar fann lögreglan lík eigandans, Cindy Hudspeth. Ein slapp með skrekkinn Vitað er um eina konu sem slapp með skrekkinn eftir að hafa lent í klónum á Kenneth og Angelo. Einhvern tímann árið 1977 gáfu þeir Catharine Lorre far með það í huga að fyrirkoma henni. Það varð Catha rine til lífs að Kenneth og Angelo komust að því að hún var dóttir ungverska leikarans Peters Lorre, sem var frægur fyrir hlutverk sitt sem barnamorðingi í mynd Fritz Lang, M. Þegar þeir komust að þessu slepptu þeir henni en hún gerði sér ekki grein fyrir því hve lánið hafði leikið við hana fyrr en eftir að kumpánarnir voru hand- teknir. Viðamikil rannsókn lögreglunn- ar hafði loks beint sjónum hennar að Kenneth og Angelo og gefin var út ákæra á hendur þeim. Kenneth hafði þá flúið til Washington en var fljótlega handtekinn þar eftir að hafa nauðgað og myrt tvær konur. Kenneth reyndi að gera sér upp geðveiki við réttarhöldin en hafði ekki erindi sem erfiði. Hann gafst þó ekki upp og samdi um vægari dóm gegn því að hann vitnaði gegn Angelo. Ódámarnir fengu báðir lífstíðar- dóma og Kenneth Bianchi er í ríkis- fangelsi Washington í Walla Walla. Angelo Buono dó úr hjartaslagi 21. september 2002 í Calipatria-fang- elsinu í Kaliforníu. n Kenneth Bianchi var lygamörður og þjófur n Líf hans tók afdrifaríka stefnu eftir að hann kynntist frænda sínum Angelo Buono n Saman báru þeir ábyrgð á fjölda morða í Los Angeles á áttunda áratug síðustu aldar n Þeir nauðguðu, misþyrmdu og myrtu„Sex dögum síðar, 29. nóvember, fann lögreglan lík Lauren Wag- ner. Lauren hafði verið kyrkt og brunasár á lík- inu bentu til þess að hún hefði sætt pyntingum. Angelo Buono og Kenneth Bianchi Í gervi lögreglumanna myrtu þeir fjölda ungra kvenna í Los Angeles. 42 | Sakamál Umsjón: Kolbeinn Þorsteinsson kolbeinn@dv.is 29. apríl–1. maí 2011 Helgarblað Notuðu chili-pipar til að særa út illa anda: Móðir og klerkur dæMd Þann 18. apríl lýsti sjö ára kongósk-danskur drengur í Varde í Danmörku því hvern- ig kongósk móðir hans hafði nuddað chili-pipar í augu hans og hvernig honum var gert að liggja á gólfinu á meðan. Með móðurinni í ráðum var karl- maður, samlandi hennar, sem gaf sig út fyrir að vera andlegur leiðbeinandi hennar, og fengu börn hennar tvö bæði um- rædda chili-meðferð. Börnin sættu þessari með- ferð um eins árs skeið, frá sept- ember 2008 til október 2009, auk þess sem þau sættu bar- smíðum, voru bundin á hönd- um og fótum og var meinað að skola chili-piparinn úr aug- unum. Það voru börnin sjálf sem upplýstu utanaðkom- andi um meðferðina sem þau sættu. Í vikunni féll dómur í mál- inu í Esbjerg og fékk móðir drengsins, sem er þrítug, 10 mánaða dóm, þar af sex skil- orðsbundna, og „klerkurinn“, sem er 41 árs, sex mánaða dóm en verður ekki vísað úr landi að afplánun lokinni eins og farið var fram á. Karlmað- urinn dvaldi um tíu ára skeið í flóttamannabúðum í Sam- bíu en varð þeirrar auðnu að- njótandi að vera valinn í 128 manna hóp sem fékk tækifæri til nýs lífs í Danmörku árið 2008. Skötuhjúin bjuggu sam- an um skeið í Danmörku en hann er ekki faðir barnanna. Þau hafa ekki tekið ákvörðun um hvort dómn- um verði áfrýjað. Parið hefur eflaust álitið að tilgangurinn helgaði með- alið en með chili-notkuninni hugðist það reka út illa anda en reyndar fullyrtu skötuhjúin að frásögn barnanna byggði á hugarórum þeirra. Móðirin viðurkenndi þó að börn henn- ar hefðu „verið andsetin“ og að vinur hennar hefði veitt henni aðstoð með bænum. Særingar af þessu tagi eru þekktar í löndum Mið-Afríku og er ekki nýnæmi á Vestur- löndum að fólk þaðan beiti harðneskjulegum aðferðum til að reka út illa anda. Bresk skýrsla frá árinu 2006 sýndi fram á að minnsta kosti 38 til- vik þar sem börn voru sökuð um að vera haldin illum önd- um og voru þau beitt ofbeldi í því skyni að reka þá á brott. Konan og klerkurinn voru einnig sakfelld fyrir að hafa bundið börnin á höndum og fótum með nælonsokkum. Karlmaðurinn var einnig ákærður fyrir að hafa lagt hendur á konuna og haft í hót- unum við hana, meðal annars, samkvæmt ákæruatriðum, að hafa hótað henni lífláti. Hann var einnig sakfelldur fyrir þær sakargiftir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.