Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.2011, Blaðsíða 39

Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.2011, Blaðsíða 39
Ástríður fæddist á Suðureyri við Súgandafjörð og ólst þar upp. Hún sinnti þjónustustörfum á Hótel Borg, var skipsþerna og starfaði á heimili í Kaupmannahöfn um skeið. Ástríður bjó fyrstu hjúskaparár sín í Reykjavík en flutti síðan að Efra–Seli í Hrunamannahreppi, 1945, og stund- aði þar búskap með manni sínum til 1967. Þá tóku dóttir þeirra og tengda- sonur við búinu auk þess sem sonur þeirra stundaði þar búskap um skeið. Ástríður og maður hennar áttu þó áfram heima í Efra-Seli í nokkur ár en hún er nú til heimilis á Dvalarheim- ilinu á Blesastöðum. Ástríður er nú elsti núlifandi Hrunamaðurinn. Fjölskylda Ástríður giftist 24.10. 1936 Daníel Friðriki Guðmundssyni, f. 23.12. 1909, d. 29.5. 1993, sjómanni og síðar bónda og oddvita að Efra-Seli í Hrunamannahreppi. Hann var sonur Guðmundar Bjarnasonar og Guðnýjar Arngrímsdóttur, bænda að Hesti í Önundarfirði. Börn Ástríðar og Daníels Friðriks eru Helgi Erling Daníelsson, f. 4.7. 1938, starfsmaður Sláturfélags Suð- urlands, búsettur að Efra-Seli. Ásdís Daníelsdóttir, f. 27.2. 1940, húsmóðir í Reykjavík en sambýlis- maður hennar er Guðni J. Guðna- son, f. 25.5. 1939, og eru börn henn- ar og Sigurjóns Guðröðarsonar Barði, f. 31.7. 1971 en börn Barða og Sigrúnar Dóru Jónsdóttur eru Guð- rún Dís, f. 1.2. 2003, og Patrekur Jón, f. 8.8. 2005; Ásta, f. 11.4. 1976. Ástríður Guðný Daníelsdóttir, f. 30.1. 1948, búsett í Efra-Seli, gift Halldóri Elísi Guðnasyni, f. 21.11. 1945 en þau eiga og starfrækja golf- skálann að Efra-Seli og eru börn þeirra Daníel, f. 30.4. 1970 en kona hans er Gunn Marit Hals Apeland, f. 13.9. 1973, og eru dætur þeirra Ísold Hekla, f. 15.2. 2001, og Ið- unn Elísa, f. 21.11. 2002, en sonur Daníels og Brynju Bergsveinsdótt- ur er Hákon Egill, f. 1.4. 1995; Hall- dóra, f. 2.11. 1974, en maður henn- ar er Unnsteinn Logi Eggertsson, f. 22.7. 1973 og eru börn þeirra Áslaug Guðný, f. 28.6. 1997, Halldór Friðrik, f. 23.3. 2000, og Gísli Gunnar, f. 16.4. 2005. Jóhanna Sigríður Daníelsdótt- ir, f. 30.1. 1948, búsett að Efra-Seli en maður hennar var Jón Hreiðar Kristófers son f. 15.7. 1941, d. 13.9. 1991, og eru börn þeirra Birgir Þór, f. 20.9. 1970, en kona hans er Sólveig Hallgrímsdóttir, f. 28.3. 1960 og er sonur hennar Unnar Þór Sæmunds- son; Kristín Ásta, f. 20.11. 1980, en maður hennar er Axel Rafn Bene- diktsson, f. 13.12. 1979 og eru börn þeirra Bylgja Rós, f. 11.11. 2003, og Jón Hreiðar, f. 18.10. 2005. Ástríður átti fjögur hálfsystkini, sammæðra, og ellefu alsystkini en systkini hennar eru öll látin. Hálfsystkini hennar, sammæðra, voru Jóhannes Gísli Maríasson; Helgi Maríasson; Þórður Maríasson, og Maríasína Maríasdóttir. Alsystkini Ástríðar voru Sigríður Helga Guðmundsdóttir; Páll Janus Guðmundsson; Kristín Þórlaug Guðmundsdóttir; Guðmundur Her- mann Guðmundsson; Ástráður Guð- mundsson; Gissur Guðmundsson; Gunnar Guðmundsson; Kristján Guðmundsson; Salberg Guðmunds- son, Jóhanna Guðmundsdóttir og Þórður Finnbogi Guðmundsson. Foreldrar Ástríðar voru Guð- mundur Júlíus Pálsson, f. 31.7. 1859, d. 13.6. 1935, bóndi við Suðureyri í Súgandafirði, og Herdís Þórðardótt- ir, f. 23.12. 1872, d. 30.8. 1942, hús- freyja. Ættfræði | 39Helgarblað 29. apríl–1. maí 2011 Til hamingju! Afmæli 29. apríl–1. maí Föstudagur 30 ára „„ Clhoe Duchet Fjallakór 4, Kópavogi „„ Pawel Kedzierski Sandgerðisvegi 7, Garði „„ Guðrún Björk Guðmundsdóttir Þórufelli 4, RVK „„ Guðrún Guðgeirsdóttir Glaðheimum 22, Reykjavík „„ Angelika Teresa Herold Brekkutanga 34, Mos- fellsbæ „„ Viðar Guðmundsson Laufrima 14b, Reykjavík „„ Sjöfn Lena Jóhannesdóttir Heiðarhvammi 6e, Reykjanesbæ „„ Helgi Friðmar Halldórsson Skálagerði 17, RVK „„ Rós Pétursdóttir Hamrahlíð 21, Reykjavík „„ Erla Guðrún Hafsteinsdóttir Fannafold 213, RVK „„ Davíð Elí Halldórsson Sunnubraut 31, Kópavogi „„ Björgvin Gíslason Núpum 3 „„ Svavar Páll Pálsson Bogahlíð 10, Reykjavík 40 ára „„ Tak Bahadur Gurung Írabakka 24, Reykjavík „„ Markus Kislich Þórustöðum, Vogum „„ Lixin Yi Hverfisgötu 49, Reykjavík „„ Monserrat Arlette Moreno Marban Öxl, Vopnafirði „„ Sigurbjörg Andrea Henrysdóttir Silfurgötu 24, Stykkishólmi „„ Þórunn Ólöf Gunnlaugsdóttir Fellstúni 19, Sauðárkróki „„ Björg Sighvatsdóttir Rofabæ 29, Reykjavík „„ Magnús Helgi Kristjánsson Kjarrmóa 4, Reykja- nesbæ „„ Þorgeir Helgi Sigurðsson Langholtsvegi 108d, Reykjavík „„ Birna Jenna Jónsdóttir Huldulandi 4, Reykjavík „„ Hlín Ósk Þorsteinsdóttir Þrúðsölum 17, Kópavogi „„ Lilja Harðardóttir Bakkastöðum 79b, Reykjavík „„ Hlöðver Magnús Baldursson Baugakór 18, Kópavogi 50 ára „„ Bjarni Árnason Krossalind 39, Kópavogi „„ Þröstur Már Sigurðsson Eiðismýri 11, Seltjarnarn. „„ Óskar Kristinn Bragason Nesvegi 74, Reykjavík „„ Alexander Bridde Næfurási 15, Reykjavík „„ Ragnheiður Sveinsdóttir Kórsölum 1, Kópavogi „„ Gísli Jón Bjarnason Hrafnshöfða 15, Mosfellsbæ „„ Þröstur Arnarson Miðvangi 133, Hafnarfirði „„ Flosi Einarsson Jörundarholti 232, Akranesi „„ Lilja Jónsdóttir Tindaflöt 3, Akranesi „„ Halldóra Katrín Ólafsdóttir Kirkjuvegi 28, Reykjanesbæ 60 ára „„ Ólöf Zophoníasdóttir Ártröð 11, Egilsstöðum „„ Edda Björnsdóttir Miðhúsum, Egilsstöðum „„ Magnús Ketilsson Hæðargarði 4, Reykjavík „„ Kristinn Guðni Hrólfsson Laxakvísl 1, Reykjavík „„ Helga Berglind Atladóttir Bergstaðastræti 31a, Reykjavík „„ Steinunn Hjálmarsdóttir Kleifarseli 43, Reykjavík 70 ára „„ Kristín Inga Kristjánsdóttir Sunnubraut 23, Búðardal „„ Gígja Sigríður Tómasdóttir Sólgötu 5, Ísafirði „„ Geirlaugur Sigfússon Grundargerði 5a, Akureyri 75 ára „„ Guðlaug Jóhannsdóttir Hrauni, Sauðárkróki „„ Marín Marelsdóttir Víkurbraut 15, Reykjanesbæ „„ Hólmfríður Geirdal Jónsdóttir Efstahjalla 25, Kópavogi 80 ára „„ Unnur Jónsdóttir Hvanneyrarbraut 42, Siglufirði „„ Karl Þorgrímsson Gegnishólaparti 2, Selfossi „„ Hilma Magnúsdóttir Garðatorgi 7, Garðabæ „„ Kristín Erla Valdimarsdóttir Hraunbæ 166, Reykjavík „„ Hjalti Sigurjónsson Raftholti 2, Hellu 90 ára „„ Guðbjörg Einarsdóttir Norðurbrún 1, Reykjavík „„ Stefanía Magnúsdóttir Háeyrarvöllum 38, Eyrarbakka 100 ára „„ Ólöf Kristjánsdóttir Gautsstöðum, Akureyri Laugardagur 30 ára „„ Candace Alison Loque Suðurhólum 18, Reykjavík „„ Piotr Wiacek Vesturgötu 24, Akranesi „„ Guðlaug Birna Björnsdóttir Burknavöllum 23, Hafnarfirði „„ Árný Sigtryggsdóttir Fléttuvöllum 19, Hafnarfirði „„ Sveinn Ólafur Lárusson Vesturgötu 21a, RVK „„ Margrét Árnadóttir Geitlandi 3, Reykjavík „„ Logi Karlsson Arnarhrauni 5, Hafnarfirði „„ Kristinn Þór Guðlaugsson Hólabraut 9, Höfn „„ Steinunn Steinþórsdóttir Tröllakór 1, Kópavogi „„ Lovísa Björk Ólafsdóttir Seilugranda 1, Reykjavík „„ Ólafur Árni Hafþórsson Blikaási 27, Hafnarfirði „„ Einar Örn Másson Smárahlíð 18g, Akureyri „„ Kristín Birna B Fossdal Funafold 30, Reykjavík „„ Sigurbjörn Gestur Sævarsson Trönuhjalla 5, Kópavogi 40 ára „„ Halldór Árni Bjarnason Skálaheiði 3, Kópavogi „„ Halldór Birgir Jóhannsson Hólmgarði 37, RVK „„ Árni Þór Arnórsson Laufrima 12a, Reykjavík „„ Sverrir Gestsson Ljómatúni 10, Akureyri „„ Hannes Guðmundsson Laufengi 15, Reykjavík „„ Kristjana Dögg Gunnarsdóttir Bræðratungu 34, Kópavogi „„ Gunnar Már Magnússon Breiðvangi 16, Hafnar- firði „„ Erling Örn Magnússon Dvergabakka 26, Reykjavík „„ Eyþór Benediktsson Sendiráði Brussel, Reykjavík „„ Guðný Kristín Hauksdóttir Fífumýri 10, Garðabæ „„ Viðar Þór Hauksson Unnarbraut 7, Seltjarnarnesi 50 ára „„ Kristín Elínborg Sigurðardóttir Akraseli 18, RVK „„ Guðmundur Gunnarsson Austurtúni 4, Álftanesi „„ Halldóra Magnúsdóttir Nesvegi 104, Seltjarnarn. „„ Anna Björg Siggeirsdóttir Mjóstræti 4, Reykjavík „„ Erla Kolbrún Svavarsdóttir Hagamel 12, RVK „„ Guðrún Sigurðardóttir Ásholti 32, Reykjavík „„ Óli Jóhann Færseth Starmóa 18, Reykjanesbæ „„ Sesselja Laufey Allansdóttir Jörundarholti 13, Akranesi „„ Guðni Grétarsson Reykjanesvegi 12, Reykjanesbæ „„ Sigurbjörg Alfonsdóttir Lambastekk 5, Reykjavík „„ Davíð Ómar Þorsteinsson Grenivöllum 12, Akur- eyri „„ Unndís Ólafsdóttir Garðaflöt 27, Garðabæ 60 ára „„ Axel Halldór Sölvason Hólahjalla 6, Kópavogi „„ Jórunn Finnbogadóttir Garðhúsum 47, Reykjavík „„ Kjartan Kjartansson Kjarrmóum 40, Garðabæ „„ Arnar Jósefsson Kristnibraut 21, Reykjavík „„ Halldór Jónsson Álfatúni 18, Kópavogi „„ Jón Baldursson Smiðjuvegi 4c, Kópavogi „„ Guðbjörg Þórðardóttir Hjallahlíð 25, Mosfellsbæ „„ Guðlaugur Smári Nielsen Kirkjubraut 19, Reykja- nesbæ „„ Emil Björnsson Brávöllum 10, Egilsstöðum „„ Guðrún Magnea Pálsdóttir Mosarima 14, RVK „„ Anna Karen Kristjánsdóttir Vesturvangi 42, Hafnarfirði „„ Guðni Guðlaugsson Lágseylu 15, Reykjanesbæ „„ Guðbjörn Jónsson Vættagili 13, Akureyri „„ Hrefna Óskarsdóttir Lautasmára 31, Kópavogi 70 ára „„ Edda Magnúsdóttir Skjólbraut 16, Kópavogi „„ Bergþóra Ögmundsdóttir Blesugróf 15, Reykjavík „„ Bjarnheiður Gísladóttir Furugrund 58, Kópavogi „„ Arnar Axelsson Básenda 4, Reykjavík 75 ára „„ Bjarni Pétursson Holtsbúð 83, Garðabæ „„ Sigurbjörg Þengilsdóttir Túngötu 11, Ólafsfirði „„ Magnús Frímann Hjelm Suðurgötu 15, Reykja- nesbæ 80 ára „„ Guðrún Hjörleifsdóttir Súluholti, Selfossi „„ Ragnheiður Guðmundsdóttir Dalbæ, Dalvík „„ Helga Ósk Margeirsdóttir Lindargötu 61, RVK 85 ára „„ Hannes Hjartarson Goðheimum 20, Reykjavík „„ Jakob Björnsson Kúrlandi 12, Reykjavík „„ Einar Ingimundarson Brekkubraut 13, Reykja- nesbæ „„ Auður Kristinsdóttir Háaleitisbraut 49, Reykjavík 90 ára „„ Rósa Guðmundsdóttir Geirshlíð, Reykholt í Borgarfirði „„ Guðrún Pétursdóttir Hraunvangi 7, Hafnarfirði Sunnudagur 30 ára „„ Eva Bacsi Háteigsvegi 8, Reykjavík „„ Marta Urszula Majda Eiðsvallagötu 3, Akureyri „„ Ewa Golubiewska Brekkutanga 1, Mosfellsbæ „„ Jón Hafliði Sigurjónsson Svínaskálahlíð 23, Eskif. 40 ára „„ Roger Kwakye Hamragörðum 1, Borgarnesi „„ Miloud Hourri Njálsgötu 65, Reykjavík „„ Snorri Geir Steingrímsson Hraunbæ 98, RVK „„ Guðrún Ósk Gísladóttir Egilsbraut 14, Þorláksh. „„ Hafdís Hafberg Hörgsholti 35, Hafnarfirði „„ Björg Helga Geirsdóttir Hamrabyggð 16, Hafnarf. „„ Einar Sigurjónsson Krosshömrum 8, Reykjavík „„ Jóna Björk Sigurjónsdóttir Silfurteigi 3, RVK „„ Ragnhildur Hjördís Lövdahl Víðimel 47, RVK „„ Þórarinn Sighvatsson Tjarnarási 5, Stykkishólmi 50 ára „„ Marta Eiríksdóttir Hjallagötu 12, Sandgerði „„ Stefán Már Stefánsson Lönguhlíð 22, Akureyri „„ Brynja Benediktsdóttir Fífurima 30, Reykjavík „„ Ari Bragason Möðrufelli 9, Reykjavík „„ Margrét Ólafsdóttir Kotárgerði 12, Akureyri „„ Guðbergur Sigurbjörnsson Hæðagarði 17, Höfn „„ Margrét Árdís Sigvaldadóttir Kambas. 85, RVK „„ Guðrún Ólafsdóttir Hraunbæ 196, Reykjavík 60 ára „„ Sólrún Guðbjörnsdóttir Úthlíð 9, Reykjavík „„ Einar Ásbjörnsson Sóleyjarima 49, Reykjavík „„ Sigríður Ingibj. Ísleifsdóttir Hófgerði 14, Kóp. „„ Sigrún Steindórsdóttir Sunnubraut 7, Höfn „„ Kristinn Sigurðsson Eyjabakka 8, Reykjavík „„ Álfheiður Ingadóttir Fjólugötu 7, Reykjavík „„ Guðbjörg Pétursdóttir Frostafold 87, Reykjavík 70 ára „„ Sigríður Sigurjónsdóttir Sunnuhlíð 21a, Akureyri „„ Halla Sigurðardóttir Mávahlíð 22, Reykjavík „„ Sigurleif Sigurðardóttir Hólabraut 17, Hafnarfirði „„ Björgólfur Einarsson Grenigrund 14, Akranesi „„ Gerður Unndórsdóttir Útgarði 2, Egilsstöðum „„ Maja Þuríður Guðmundsdóttir Fjarðarási 19, Reykjavík „„ Ella G. Steingrímsson Helluvaði 19, Reykjavík 75 ára „„ Magnús Sigurðsson Skólastíg 14a, Stykkishólmi „„ Eiður Sigurðsson Suðurgötu 39, Hafnarfirði „„ Ásta Jónsdóttir Gullsmára 8, Kópavogi „„ Sigurður H. Brynjólfsson Sælundi 3, Bíldudal „„ Guðmundur Karlsson Fífuvöllum 12, Hafnarfirði „„ Valborg Svavarsdóttir Ásvegi 19, Akureyri „„ Þór Guðmundsson Aflagranda 40, Reykjavík „„ Lotte Gestsson Álagranda 12, Reykjavík 80 ára „„ Sigríður Guðmundsdóttir Langholtsvegi 78, Reykjavík „„ Inga Dóra Gústafsdóttir Flyðrugranda 2, Reykjavík „„ Sigríður Einarsdóttir Skarphéðinsgötu 6, Reykjavík 85 ára „„ Haukur Ísleifsson Hvassaleiti 19, Reykjavík „„ Hildur Andrésdóttir Sunnubraut 7, Vík „„ Sigríður Skúladóttir Hvassaleiti 58, Reykjavík 90 ára „„ Jens Jóhannes Jónsson Dalseli 33, Reykjavík Jafet Sigurður fæddist í Reykjavík og ólst þar upp. Hann lauk stúd-entsprófi frá Verslunarskóla Ís- lands 1973 og prófi í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands 1977. Jafet var viðskiptafræðingur við iðnaðarráðuneytið frá 1977 og deild- arstjóri þar 1979–84, forstöðumaður Fatadeildar Sambands íslenskra sam- vinnufélaga 1984–86, starfaði hjá Þróunarfélagi Íslands 1986–88, var útibússtjóri Iðnaðarbankans hf. og síðar Íslandsbanka hf. í Lækjargötu 1988–94, framkvæmdastjóri og út- varpsstjóri Íslenska útvarpsfélags- ins, Stöðvar 2, 1994–96 og var fram- kvæmdastjóri Verðbréfastofunnar frá stofnun 1996. Verðbréfastofan varð að VBS fjárfestingarbanka hf. 2005 en Jafet lét af störfum sem framkvæmda- stjóri VBS í nóvember 2006 og seldi þá mest af sínum hlut í fyrirtækinu. Frá 2006 hefur hann starfað sem sjálf- stæður ráðgjafi. Hann hefur sinnt fjár- festingarverkefnum fyrir ýmsa aðila bæði hér heima og erlendis. Hann er aðaleigandi og stjórnarformaður Að- alskoðunar hf. og frá 2007 hefur hann kennt Alþjóðleg viðskipti á vorönn við Háskólann á Bifröst. Jafet sat í stjórn Félags viðskipta- fræðinema 1974–75, í framkvæmda- stjórn BHM 1977–80, hefur setið í stjórn ýmissa fyrirtækja, s.s. Stein- ullarverksmiðjunnar, Þörungavinnsl- unnar, VBS fjárfestingarbanka og Kauphallar Íslands. Hann var vara- formaður Vals um skeið, sat í stjórn badmintondeildar Vals, hefur setið í stjórn Valsmanna hf. frá 2001 og var formaður Bandmintonsambands Ís- lands 1996–2000. Þá er Jafet forseti Bridgesambands Íslands frá 2010, for- maður sænsk–íslenska viðskiptaráðs- ins, situr í stjórn Nýherja hf. og er ræð- ismaður Rúmeníu á Íslandi frá 2007. Fjölskylda Jafet kvæntist 15.6. 1975 Hildi Her- móðsdóttur, f. 25.7. 1950, eiganda og framkvæmdastjóra Bókaútgáfunnar Sölku ehf. Hún er dóttir Hermóðs Guðmundssonar, bónda í Árnesi í Aðaldal, og Jóhönnu Álfheiðar Stein- grímsdóttur, húsfreyju og rithöfundar þar. Börn Jafets og Hildar eru Jóhanna Sigurborg, f. 12.3. 1975, bankastarfs- maður við Nordea-bankann í Luxem- borg, gift Jóni Björgvini Stefánssyni tölvufræðingi og eiga þau eina dótt- ur, Matthildi Maríu, f. 2004; Ari Her- móður, f. 16.4. 1982, sem er að ljúka viðskiptafræðiprófi frá Háskólanum á Bifröst en sambýliskona hans er Sonja Wiium viðskiptalögfræðingur; Sigríð- ur Þóra, f. 22.1. 1991, verðandi stúd- ent frá Versló í vor. Bróðir Jafets er Magnús Ólafsson, f. 1944, fyrrv. forstjóri Emmess-ís- gerðarinnar og Mjólkursamsölunnar, kvæntur Eddu Árnadóttur hjúkrunar- fræðingi og eiga þau tvö börn, Huld og Ólaf. Foreldrar Jafets voru Ólafur Magn- ús Magnússon, f. 22.9. 1920, d. 18.6. 1991, húsgagnasmíðameistari og bankastarfsmaður í Reykjavík, og k.h., Sigríður Jafetsdóttir, f. 5.11. 1916, d. 27.12. 1980, húsmóðir. Ætt Ólafur Magnús var bróðir Jóns, föð- ur Bjarna listmálara. Ólafur var son- ur Magnúsar, b. í Ási í Stykkishólmi Jónssonar, hreppstjóra í Stykkis- hólmi, bróður Kristínar, móður Magnúsar Jónssonar, sparisjóðs- stjóra í Borgarnesi, föður Hjartar lög- skráningarstjóra, föður Jóhanns stór- meistara, en systir Hjartar er Sesselja, móðir Magnúsar Hreggviðssonar en sonur hans er Hreggviður Magn- ússon, körfuboltakappi í KR og ný- bakaður Íslandsmeistari. Jón var sonur Magnúsar, b. á Arnarbæli á Fellsströnd Magnússonar, og Guð- rúnar Jónsdóttur, frá Ásgarði, systur Sigurðar, langafa Björns Hermanns- sonar tollstjóra. Móðir Ólafs var Valgerður, hús- freyja og veðurathugunarmaður í Stykkishólmi, dóttir Kristjáns, b. í Grunnasundsnesi í Stykkishólmi, og Sigurborgar, systur Valgerðar, móð- ur Láru, kaupmanns á Akureyri, sem Þórbergur skrifaði bréfin, sbr. „Bréf til Láru“, en bróðir Láru var Ragnar kon- súll, afi Gunnars Ragnars hjá Slippn- um á Akureyri og langafi Andrésar Magnússonar blaðamanns og Kjart- ans Magnússonar borgarfulltrúa. Val- gerður var einnig móðir Péturs, for- stjóra Síldareinkasölu ríkisins. Bróðir Sigurborgar var Valentínus, langafi Erlu, móður Þórunnar Valdimars- dóttur, rithöfundar og sagnfræðings. Sigurborg var dóttir Narfa, hrepp- stjóra á Kóngsbakka Þorleifssonar, og Valgerðar Einarsdóttur. Sigríður var dóttir Jafets, skipstjóra í Reykjavík, bróður Nikkólínu Hildar, móður Guðna, rektors MR, Gunnars, fyrrv. framkvæmdastjóra Sinfóníu- hljómsveitarinnar, og Bjarna blaða- fulltrúa en bróðir Jafets var Sigurður í Þorsteinsbúð, faðir Sigurðar, fyrrv. íþróttafréttamanns. Jafet var sonur Sigurðar, útvegsb. í Seli Einarssonar, b. í Bollagörðum, bróður Guðmund- ar í Nesi, af Bollagarðaætt. Móð- ir Jafets var Sigríður Jafetsdóttir, b. í Pálsbæ á Seltjarnarnesi, bróður Ingi- bjargar, konu Jóns forseta. Jafet var sonur Einars, kaupmanns í Reykja- vík Jónssonar, bróður Sigurðar, pr. á Rafnseyri, föður Jóns forseta. Móðir Sigríðar var Guðrún Kristinsdóttir. Jafet S. Ólafsson Ráðgjafi og stjórnarformaður Aðalskoðunar hf 60 ára á föstudag Ástríður Guðmundsdóttir Fyrrv. húsfreyja að Efra-Seli í Hrunamannahreppi 100 ára sl. fimmtudag
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.