Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.2011, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.2011, Blaðsíða 11
Fréttir | 11Helgarblað 29. apríl–1. maí 2011 Stjórn og starfsfólk Eflingar-stéttarfélags styður þá kröfu Félags heyrnarlausra sem hefur barist fyrir því í þrjá áratugi að táknmálið hljóti opinbera viðurkenningu. Þetta eru grundvallar mannréttindi sem heyrnarlausir hafa farið fram á. Við hvetjum Alþingi Íslendinga til að viðurkenna táknmálið sem er grunnur að öðrum réttindum þessa hóps svo sem til túlkunar, aukinna tækifæra í menntun og tryggara umhverfi fyrir nýfædd heyrnarlaus börn. Stjórn Eflingar-stéttarfélags Við styðjum Félag heyrnarlausra í baráttu fyrir viðurkenningu táknmálsins Stendur með þér! Efling-stéttarfélag sendir félagsmönnum sínum og öllu launafólki baráttukveðjur 1. maí Fjölmennum í 1. maí gönguna og kaffið í Valsheimilinu á eftir Tryggvi Þór Herbertsson kallaði bloggara „rugludall“ og „brunnmíg“: „Hefð fyrir svona skítkasti“ „Ég held að málið sé það að menn geta ekki ætlast til þess að þeir geti sagt hvað sem er og þeim sé ekki svarað. Teitur Atlason er sóðabloggari,“ seg- ir Tryggvi Þór Herbertsson, þingmað- ur Sjálfstæðisflokksins, í samtali við DV. Tryggvi Þór jós svívirðingum yfir bloggarann Teit Atlason á bloggsíðu Teits á DV.is á fimmtudag. „Hvernig nennirðu að elta ólar við þennan rugludall Hannes? Hetjan mígur í öll vatnsból sem hann rekst á – sannkallaður brunnmígur,“ sagði Tryggvi Þór í athugasemd við athuga- semd Hannesar Hólmsteins Gissur- arsonar stjórnmálafræðiprófessors við  blogg  Teits. Hannes hafði þá ný- verið sett sjálfur inn athugasemd við bloggið þar sem hann varði Sigurð Kára Kristjánsson. Teitur hafði sagt styrkjamál Sigurðar Kára vera óupp- gerð. Teitur hafði einnig kallað Tryggva Þór hrunkvöðul og skaðræðismann. Aðspurður hvort það hæfði þing- mönnum að tjá sig með þessum hætti sagði Tryggvi Þór þingmenn hafa al- veg sama rétt og almennir borgarar til að tjá sig. Ólafur Þ. Harðarson stjórnmála- fræðingur segir fullt af dæmum um að menn tjái sig með slíkum hætti: „Hriflu-Jónas var sagður geðveikur og Gylfi Þ. Gíslason var kallaður kvíga. Það er löng hefð fyrir svona skítkasti í íslenskri pólitík en hvort það sé til fyrir- myndar er allt annað mál. Ómálefna- legt skítkast hefur verið mjög algengt í íslenskri umræðu meira og minna alla tuttugustu öldina. Það hafði held- ur skánað seinni hluta aldarinnar en mér sýnist það núna vera í mjög slæmu fari.“ gudni@dv.is Ósáttur Tryggvi segir Teit Atlason vera sóðabloggara. MYND RÓBERT REYNISSON vísar hann í bréfið frá lögfræðingi sínum sem sent var á Björn. Björn Valur veit ekki hver möguleg skaðabótakrafa mun verða, en segir dómara væntanlega taka afstöðu til þess. Hann segist hafa hitt Guðlaug svo gott sem á hverjum einasta degi í vetur, án þess þó að sá fyrrnefndi hafi minnst á þetta tiltekna mál. „Ég átti nú ekki von á því að fá þetta bréf núna í aprílmánuði. Ég hafði ekki heyrt frá honum um nokkurn hlut. Þetta var nú skrifað í desember, ef ég man rétt,“ segir hann í samtali við DV. Þá segir hann að eðlilegra hefði ver- ið ef Guðlaugur hefði rætt málið við hann áður en ákveðið var að senda honum bréf frá lögfræðistofu. Björn Valur telur líklegt að fleiri geti átt von á slíkum bréfum frá lögfræðingi Guðlaugs, en fjölmargir hafa skrifað um styrkjamál Guðlaugs undanfarin misseri. „Já, það hlýtur að vera, ekki nema þetta sé eitthvað pólitískt. Það hlýtur að þurfa að hrekja þessi ósköp á öllum vígstöðvum.“ Hefði getað notað „gæsa- lappir“ Má ekki túlka orð þín þannig að þú ætlir að standa við orð þín og taka slaginn því að annars værir þú að brjóta gegn sannfæringu þinni? „Nei, það þarf nú ekkert að vera þannig,“ segir Björn Valur og bætir við: „Ég get auðvitað staðið á því að þetta er mín skoðun en svo er auðvitað ekk- ert víst að ég nenni að fara í dóms- mál með það.“ Hann segist ekki túlka það svo að falli dómur í þessu máli gegn honum, og geri þannig þessa skoðun hans ólöglega, sé það merki um skerðingu á tjáningarfrelsi. „Nei, ekkert endilega, maður hefði sjálf- sagt getað sett gæsalappir utan um þetta ljóta orð.“ Björn telur þó að dómsmál gæti verið um margt áhugavert þar sem styrkjamál og vafaatriði tengd þeim hafa hangið yfir þjóðinni í lengri tíma. „Þá yrði kannski spurt hvers vegna þessum þingmanni hafi ver- ið veittir svo háir styrkir en ekki ein- hverjum öðrum. Hvort menn hafi ætlast til einhvers af honum. Hvernig ákvörðun hafi verið tekin innan fyrir- tækisins.“ STYRKJAKÓNGUR KÆRIR KOLLEGA Styrkjakóngur Guðlaugur Þór Þórðarson þáði um 25 milljónir króna í styrki fyrir hrun, mest allra frambjóðenda. Nú hótar hann þingmanni VG málsókn vegna ummæla um mútur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.