Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.2011, Blaðsíða 31
Umræða | 31Helgarblað 29. apríl–1. maí 2011
V
iðbrögð íslenskra púrítana
og teprulegra blævængja
frúa finnst mér satt að segja
margfalt fyndnari en teikning
Moggans.
Mér hefur alltaf þótt svolítið skrít
ið að sá stjórnmálaflokkur sem harð
ast hefur barist gegn vændi, semsé
VG, skuli stunda það mest allra flokka
á Alþingi. Til að komast í ráðherra
stóla seldu þeir sig Samfylkingunni
fyrir slikk. Stefnuskráin, kosningalof
orðin og „hugsjónirnar“ fylgdu með
í kaupbæti, enda var það dótarí fyrst
og fremst hugsað sem augnskuggi og
varalitur og því ekki mikils virði.
En það eru fleiri stjórnmálamellur
á Alþingi en bara Vinstri graðir. Hver
flokkur uppistendur af pólitískum
gleðikonum og gleðimönnum – semsé
vændiskörlum. Alþingi er ekki aðeins
stærsta gleðihús landsins heldur eina
gleðihúsið sem vitað er um sem veldur
ógleði. Þetta er því einskonar ógleði
hús sem gerir út á pólitískt vændi og
animalisma, þ.e. hrossakaup.
Notaðir þingmenn til sölu,
með engri ábyrgð
Í afar greindarlegum sænskum lög
um, sem samþykkt voru á Alþingi Ís
lendinga í fyrra, stendur að vændis
konum sé leyfilegt að bjóða sig til
kaups en það sé stranglega bannað að
kaupa þær.
Í pólitíska vændinu er hinsveg
ar allt leyfilegt. Vinstri graðir mega
selja sig Samfylkingunni og Samfylk
ingin má selja sig Baugi og banka
mafíum, og útrásarglæpamenn og
bankamafíur mega kaupa sér al
þingishórur úr öllum flokkum. Sjálf
stæðisflokkurinn má selja sig kvóta
greifamafíunni og útrásarþjófum og
Framsóknarflokkurinn má liggja út
glenntur undir bændamafíunni og
bankaræningjum og hverjum sem er,
enda galopinn í báða enda. Allir mega
selja sig hverjum sem er á hinu „háa“
Alþingi. Allt gengur þar kaupum og
sölum. Allt er falt á Alþingi fyrir rétt
verð.
Ekki nema von að þessar gjör
spilltu margkeyptu alþingismell
ur vilji láta loka á skjöl um eig
in óþverramál í heil 110 ár, hvorki
meira né minna. Svo alvarlegum
augum líta þær sjálfar óhæfuverk
sín og leynimakk. Það mega heita
býsna skuggaleg myrkraverk sem
þola ekki dagsljósið í rúma öld.
Þyrnirós sannleikans skal haldið sof
andi langt fram á næstu öld svo lyg
in geti haldið áfram að blómstra á
hinu „nýja Íslandi“. Þetta er víst í dag
kallað „gegnsæi“. Sem ég segi: Allt
gengur kaupum og sölum í sölum
Alþingis, sérílagi þingmenn sjálfir.
Það grátlegasta er að kjósendur skuli
jafnframt kaupa alla þeirra lygi og
blekkingar. Þeir kjósa yfir sig þessar
handónýtu yfirstéttarhórur aftur og
aftur. Væri kannski skiljanlegt ef þær
veittu góðu þjónustu en það er ekki
beint hægt að segja að þær gefi hann
góðan. Eina sem þær hafa uppá að
bjóða er fjárhagsleg eyðni.
„Ástandinu“ á Alþingi
lýst í skopmynd
Svo þegar drátthagur teiknari á
Mogganum dregur upp skopmynd
af þessu hóreríi þá tryllast alþingis
mellurnar líkt og frumstæðir villi
menn sem sjá sjálfa sig í spegli. Þær
tryllast ekki yfir vændisstarfsem
inni sem viðgengst á Alþingi heldur
yfir lítilli djókteiknimynd sem lýsir
„ástandinu“. Sendiboðinn skal skot
inn. Þær heimta afsökunarbeiðni
frá höfundinum og ritstjóranum í
stað þess að heimta að Alþingi biðji
þjóðina afsökunar á melluskapnum
undanfarin ár. Þær ríghalda í gagn
rýnilausan 2007hugsunarháttinn.
Þjóðin gerir það líka og nýtur hvers
höggs í masókískri meðvirkni með
þessum svipulemjandi sadómellum.
Nýlega settu hórumömmurnar
í ráðríkisstjórninni ritskoðunarlög
á fjölmiðla til að þrengja enn frek
ar að tjáningarfrelsinu í landinu
og kæfa niður alla óæskilega opna
hvassa umræðu. Allt á að vera á sett
legum siðprúðum svæfandi nótum
að hætti sannra pukurkommúnista.
Ritskoðunarráð ríkisins hefur sam
kvæmt þessum lögum fullt umboð til
að drepa hvaða fjölmiðil sem er, sem
hinu háæruverðuga leyndarhyggju
yfirvaldi er ekki þóknanlegur. Kynnið
ykkur málið á fjolmidlalog.is.
Skopmyndaeftirlit ríkisins
Það gleymdist af einhverjum
ástæðum að setja í ritskoðunarlögin
að skopmyndateiknurum væri
stranglega bannað að hafa ádeilu
myndir sínar þannig gerðar að í
þeim fælist broddur og kaldhæðni.
Þær mættu alls ekki særa neinn og
koma við kaunin á neinum. Þær
mættu ekki innihalda skot á veika
minnihlutahópa eins og t.d. öryrkja,
krypplinga, homma, múslima,
negra, femínista og alþingishórur
og alls ekki á konur yfir höfuð því
þær eru jú svo gasalega kúgaðar af
karlpungunum. Skopmyndir eigi
að vera pólitískt réttar og sléttar
og felldar og flatar og bitlausar og
máttlausar og háttprúðar og gagn
rýnilausar og geldar eins og Alþingi
og ríkisstjórnin. Semsé óendanlega
leiðinlegar. Úr þessu verður örugg
lega bætt í viðbótarlögum.
„Stóra teiknimyndarmálið“ er
líklega hámark móðursýkinnar
og húmorsleysisins eftir hrun og
sönnun þess að landinn er end
anlega farinn yfirum. Maður getur
reynt að skilja öfgamúslima sem
tryllast þegar teiknaðar eru skop
myndir af heilögum spámanni
þeirra, en að tryllast yfir ádeilu
mynd í anda Spaugstofunnar og
Sigmunds af framfylkingarkonu
með ESBbrókar sótt er ekkert ann
að en einn allsherjar brandari.
Félag íslenskra framsóknar-
lúða, sk.st: FÍFL
Vændismyndlíkingar í skopmynd
um eru augljóslega grafalvarlegt
mál þegar konur eiga í hlut. Það
virðist hinsvegar í lagi að spauga
með karlinn Sigmund Davíð Gunn
laugsson í teiknimynd í Gulu press
unni á DV og segja að hann vilji fá
það í afturendann, án þess að fram
kvæmdastjórn Landssambands
framsóknarfemínista geri nokkra
athugasemd við það. Okkur vantar
sárlega fleiri tilskipanir frá Félagi
íslenskra framsóknarlúða, skamm
stafað FÍFL, svo við fáum það alveg
á hreint hverju má gera grín að og
hverju ekki. Viðbrögð íslenskra pú
rítana og teprulegra blævængjaf
rúa finnst mér satt að segja marg
falt fyndnari en teikning Moggans.
Skopmyndateiknari á ekki að
biðjast afsökunar ef hann hittir í
mark. Ef skopmyndir og ádeilu
listaverk hreyfa við engum og reita
engan til reiði og vekja hvorki grát
né hlátur þá er það merki þess að
skotin hafi geigað.
Pólitískar sadóvændiskonur eru
að nauðga þjóðinni (ekki taka þetta
bókstaflega) en svo brjálast þjóðin
þegar skopast er að nauðgurunum.
Á máli geðlæknisfræðinnar kallast
þetta Stokkhólmssyndromið.
Það má vel vera að Ísland sé
stórasta land í heimi en Íslending
ar sjálfir hljóta að vera litlustu lít
ilmenni og smáborgarar í heimi.
Get ekki annað en tekið undir
með Hrafni Gunnlaugs: „Þeir sem
halda að Íslendingar séu leiðinleg
ir drukknir hafa ekki kynnst þeim
edrú.“
Gleðihúsið við
Austurvöllinn
„Alþingi er ekki að-
eins stærsta gleði-
hús landsins heldur eina
gleðihúsið sem vitað er
um sem veldur ógleði.
Aðsent
Sverrir
Stormsker
Lýður ÁrNASoN
Klerkar í æðavarpi
Á köflum hefur kirkjan sem
stofnun misst sjónar á fagnaðar
erindinu og gert sig seka um
veraldlega íhlutun. Svokallaðar kirkjujarðir
er gott dæmi um þetta en slúti þjóðarvilji
til aðskilnaðar ríkis og kirkju skulu slíkar
samkvæmt samningi falla undir kirkjuna.
Eða hvað? Hvernig eru þessi lönd tilkomin
og hafi kirkjan greitt fyrir jarðnæðið, þá
með hverju? Þjóð sem lifað hefur í guðsótta
gegnum aldirnar hlýtur að eiga veraldlegt
tilkall til þessara jarða fyrir ómakið. Í það
minnsta fremur en klerkastétt sem notið
hefur bæði ábúðar og æðavarps.
dv.is/blogg/lydur-arnason
JeNNý ANNA bALdurSdóttir
Fjárskortur
Alþingis
Vigdís Hauksdóttir er ekki
ein af mínum uppáhalds. Svo
er hún svo mikill flækju
fótur konan í eigin tilveru að það er með
ólíkindum. Vigdís, Vigdís, Vigdís. Í grein
sem hún skrifar í Moggann í dag segir
þingmaðurinn að Alþingi sé óstarfhæft
vegna fjárskorts. Ertu að djóka? Þvílík
tímasetning á þessu væli. Fyrr í vikunni
var viðtal við öryrkja sem hefur þrjátíu
þúsund krónur til að lifa af mánuðinn
þegar lán og annar fastakostnaður er
greiddur. Sumir eru enn ver staddir.
dv.is/blogg/jennyjarblogg
teitur AtLASoN
Tryllt stjórnar
andstaða
Ég hef fylgst með stjórnmálum
í bráðum 25 ár og man sitt hvað
þegar kemur að hæðum og
lægðum í stjórnmálum á Íslandi. En ég man
ekki eftir harðari andstöðu við neina stjórn
eins og þá stjórn sem tók við brunarúst
unum eftir 18 ára valdatíma Sjálfstæðis
flokksins. Mér er til efs að þótt lengra sé
seilst aftur í söguna að dæmi séu um
trylltari stjórnarandstöðu en þá sem nú er
starfandi. Það er alveg klárt að stefnan er
skýr hjá Sjálfstæðisflokki og Framsóknar
flokki. Stefnan er að hrekja vinstri stjórnina
frá völdum. Hvað sem það kostar.
dv.is/blogg/eimreidin
Bloggið á DV.is
pÁLL ÁSGeir ÁSGeirSSoN
Andlegt heróín
Svo ætla ég að hlusta á nokkra
valda brúðkaupsmarsa meðan
ég bíð eftir útsendingunni. Svo
skulum við fá okkur sérrí og hafa smá
kökur í morgunmat. Þú mátt alveg horfa
með mér því þetta er hátíðleg stund.
Þú þarft bara að komast í samband við
þína innri prinsessu og hætta að hugsa
um líðandi stund. Sjónvarpið er andlegt
heróín hinna þjáðu og við skulum
sprauta okkur saman í fyrramálið. Þá
getum við gleymt stóra sorptunnumál
inu og fimmtán metrunum og hætt að
kvíða fyrir bók Björns Bjarnasonar um
Baugsmálið. Bara svolitla stund.
— Kötturinn Jósúa við pál Ásgeir
dv.is/blogg/pall-asgeir-asgeirsson