Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.2011, Side 54

Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.2011, Side 54
54 | Sport 29. apríl–1. maí 2011 Helgarblað Þó sumarið sé ekki gengið í garð verður Pepsi-deild karla í knatt- spyrnu flautuð í gang á sunnu- dagskvöldið þegar Íslandsmeist- arar Breiðabliks taka á móti KR í opnunarleik Íslandsmótsins. Mót- ið hefur aldrei í 100 ára sögu þess hafist jafnsnemma. Upphafi móts- ins er flýtt vegna þriggja vikna hlés sem gert verður í júní þegar U21 árs landslið Íslands keppir á loka- keppni Evrópumótsins. Mátti þessi veðrátta og endalausi vetur því koma nánast upp á öllum öðrum árum en einmitt í ár. DV leitaði til fimm spekinga fyr- ir sumarið og spurði þá sex spurn- inga, meðal annars hvaða lið myndi standa uppi sem Íslandsmeistari. Spekingarnir fimm eru þeir Hörð- ur Magnússon, íþróttafréttamað- ur á Stöð 2, Hjörvar Hafliðason, sparksérfæðingur Stöðvar 2 Sports, Magnús Már Einarsson, ritstjóri fotbolti.net, Gunnlaugur Jónsson, þjálfari KA, og Ásmundur Arnar- son, þjálfari Fjölnis. Allir fimm eru sammála um, eins og svo margir, að FH verði Íslandsmeistari í sjötta skiptið á átta árum. Er það heldur engin furða, FH er með ótrúlega vel mannað lið sem hefur leikið vel á undirbúningstímabilinu. Speking- arnir voru allir frekar sammála um hvaða lið yrðu í basli í sumar en þar voru fjögur lið oftast nefnd. Öll vötn falla til Hafnarfjarðar Nánast sama hver er spurður, allir segja það sama: FH verður Íslands- meistari. Kemur það heldur ekk- ert á óvart sé litið til árangurs liðs- ins undanfarin ár, árangursins á undirbúningstímabilinu og mann- skapsins sem liðið hefur upp á að bjóða. Hægt er að fullyrða að all- ir leikmenn sem þurfa að verma tréverkið hjá fullmönnuðu liði FH gætu gengið inn í hin liðin í deild- inni. Fyrir tímabilið styrkti liðið sig með þeim Hólmari Erni Rúnars- syni og Alen Sutej sem komu frá Keflavík, Gunnar Kristjánsson gekk alfarið í lið FH og þá datt Hannes Þ. Sigurðsson inn á lokametrunum. Auk þeirra tók Sverrir Garðarsson skóna af hillunni aftur en hann meiddist illa og verður lengi frá. Til viðbótar komu svo tveir ungir pilt- ar utan af landi sem gætu vel hjálp- að liðinu. Byrjunarlið FH er ógnvænlega sterkt og þekkja þar allir hlutverk sitt. Fótboltinn sem liðið hefur spilað á undirbúningstímabilinu hefur verið um margt frábær. Margir vilja setja spurningarmerki við varnarleik liðsins. FH fékk að- eins á sig þrjú mörk í sjö leikjum í riðlakeppni deildarbikarsins en aftur á móti hringdu mörkin sem liðið fékk á sig gegn Val í undanúr- slitum sömu keppni nokkrum var- úðarbjöllum. Við litlu búist af Blikum Breiðablik varð Íslandsmeistari í fyrra í fyrsta skipti í sögu félags- ins. Undirbúningstímabilið hef- ur þó gengið brösulega og er ekki reiknað með þeim í harða baráttu um Íslandsmeistaratitlinn aftur. Brotthvarf Alfreðs Finnbogasonar heggur stórt skarð í liðið en sjaldan hefur nokkur leikmaður verið jafn- mikilvægur Íslandsmeistaraliði og einmitt hann í fyrra. Koma Markos Pavlovs, Vikt- ors Unnars Illugasonar og Arn- ars Más Björgvinssonar gera lítið til að fylla það stóra skarð. Einnig sárvantar Blika framherja og hefur Guðmundur Kristjánsson, miðju- buff, verið að leysa þá stöðu. Það er einnig spurning hvort Blikar verði ofarlega í ár en þeir þurfa fram- herja ætli þeir sér í alvöru baráttu um titilinn í ár. Spennandi Valsmenn Valur gerði enn eina hreinsunina á Hlíðarenda fyrir þetta tímabil. Átta leikmenn fóru út og átta komu í staðinn. Munurinn á þessari hreinsun og öðrum hjá Valsmönn- um er að nú var hugsun á bak við hana. Kristján Guðmundsson er mættur með látum og hefur verið að taka til hjá meistaraflokknum, bæði innan vallar sem utan. Vals- liðið hefur spilað frábærlega á und- irbúningstímabilinu og vann þar bæði Reykjavíkurmeistaratitilinn og Lengjubikarinn. Varnarleikur Valsara hefur verið frábær og U21 árs markvörðurinn Haraldur Björnsson virkar í sínu besta formi í langan tíma. Það er mikið á herðar Harðar Sveinssonar lagt í framlínu Valsmanna en hann þarf að skora einhver mörk í sum- ar. Miðjan er þó mjög sterk og lið- ið hefur verið ólseigt í að ná úrslit- um og um það snýst leikurinn. Góð byrjun er þó mikilvæg á Hlíðar- enda þannig að ekki fari allt í háa- loft eins og hefur svo oft gerst. Einnig í baráttunni Sé eitthvað lið sem kann að veita FH-ingum harða baráttu er það KR. Rúnar Kristinsson hefur verið að gera frábæra hluti í Vesturbæn- um en KR fór, eins og FH, taplaust í gegnum riðlakeppnina í Lengju- bikarnum en strandaði í undanúr- slitum á Fylkismönnum. KR hefur fengið Guðjón Baldvinsson til sín á fast og er búist við að hann raði inn mörkum. Einhver meiðslavand- ræði eru í vörninni en Hannes Þór Halldórsson er kominn í ramm- ann. Lykilmaðurinn í Vesturbæn- um verður þó Bjarni Guðjónsson sem hefur sjaldan, ef nokkurn tím- ann, verið í betra formi. Eyjamenn voru hársbreidd frá því að landa Íslandsmeistaratitl- inum í fyrra og er búist við þeim ofarlega í ár, titilbarátta þó spurn- ingarmerki. Gunnar Heiðar Þor- valdsson kom og fór en út í Eyjar vantar toppframherja. Liðið er þó samheldið með sterka vörn og mun án efa sanka að sér mörgum stigum í ár. Geta komið á óvart Tvö lið, sem spáð er miðjumoði, Fram og Fylki, geta komið á óvart og verið mun ofar, segir Ásmund- ur Arnarson, einn af spekingum DV. Hjörvar Hafliðason tekur undir það og bendir á að Fylkismenn séu með mjög sterkt byrjunarlið. Þang- að er Gylfi Einarsson aftur kominn en hann hefur verið að sýna mjög flotta takta á undirbúningstíma- bilinu. Í Árbænum er Ólafur Þórð- arson í mun betri stöðu en margir halda og skal enginn vanmeta Fylki í sumar. Sömu sögu má segja um Fram- ara sem fóru svolítið flatt í fyrra þegar þeir voru á toppi deildar- innar á þjóðhátíðardaginn og fögnuðu kannski of snemma. Þeir munu læra af því og ekki komast upp með slíkt hjá Þorvaldi Örlygs- TiTillinn afTur í Hafnarfjörðinn n Pepsi-deildin hefst á sunnudaginn n Meistarar Blika mæta KR í opnunarleik Íslandsmótsins n Allir spá FH-ingum sjötta titlinum á átta árum n Bjarni Jóhannsson og Andri Marteinsson í heitustu sætunum Tómas Þór Þórðarson blaðamaður skrifar tomas@dv.is Gæti komið á óvart Ólafur Þórðarson er með betra lið í höndunum í Árbænum en margir gera sér grein fyrir. Enginn Ondo Grindvíkingum er spáð basli í sumar en þeir hafa misst markahæsta leik- mann Íslandsmótsins í fyrra, Gilles Mbang Ondo.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.