Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.2011, Síða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.2011, Síða 29
Lagarde líklegust til að leiða AGS Erlent | 29Helgarblað 27.–29. maí 2011 Cafe Catalina n Hamraborg 11 n 200 Kópavogur n Sími: 554 2166 n www.catalina.is Um helgina Dansleikir með Hljómsveitinni SÍN dv e h f. Flateyrarbíó gjörir kunnugt: Siggi Björns mun sýna kvikmynd sína - "Flateyri 1985 - fyrri hluti" í Flateyrarbíó á Cafe Catalina í Kópavogi sunnudaginn 29. maí 2011 kl. 21:00. Nýtt og betra sýningartjald verður tekið í notkun í Flateyrarbíói á Cafe Catalina á sýningunni hinn 29. maí. Er tjaldið þannig upp sett að hægt er að horfa á myndir báðum megin frá eins og var forðum í Flateyrarbíó vestra - sælla minninga. siggi björns steini jó boltinn er alltaf í beinni flateyri 1985 Fyrri hluti, í Flateyrarbíó á Cafe Catalina 29. maí kl. 21:00 Flateyrarbíó Sólbakka Flateyri við Önundarfjörð Flateyrarbíó Cafe Catalina Hamraborg Kópavogi allir velkomnir og enginn aðgangseyrirFlateyrarmyndin verður til sölu á mynddiski. n Christine Lagarde hefur lýst yfir áhuga á framkvæmdastjórastöðu AGS n Gæti orðið fyrsta konan til að gegna starfinu n Kann að verða ákærð fyrir embættisafglöp „Verði ég kosin til starfsins, mun ég nýta mér alla mína sérþekk- ingu sem lögfræðingur, sem ráð- herra, sem framkvæmdastjóri og sem kona,“ segir Christine Lagarde, efnahagsmálaráðherra Frakklands, en hún lýsti því yfir á miðvikudag að hún myndi sækjast eftir starfi fram- kvæmdastjóra Alþjóðagjaldeyris- sjóðsins. Fari svo að Lagarde hljóti brautargengi til starfsins, mun hún verða fyrsta konan sem hlýtur þann heiður – en framkvæmdastjórastað- an hjá AGS er eitt valdamesta emb- ættið sem hægt er að gegna í hinu alþjóðlega efnahagskerfi. Hún gæti einnig orðið annar framkvæmda- stjórinn í röð sem kemur úr röðum Frakka, en eins og kunnugt er þá sagði Dominique Strauss-Kahn af sér á dögunum eftir að hafa verið ákærður fyrir tilraun til nauðgunar, kynferðislega árás og frelsissvipt- ingu. Glæsilegur ferill Christine Lagarde er 56 ára lögfræð- ingur sem á að baki glæsilegan fer- il. Eftir að hafa lokið stúdentsprófi frá menntaskóla í sjávarbænum Le Havre stundaði hún skiptinám á veg- um AFS í Bandaríkjunum, sem átti eftir að leggja grunninn að ensku- kunnáttu hennar – sem hefur kom- ið að góðum notum í störfum henn- ar síðar meir. Eftir ár í bandarískum menntaskóla vann hún í eitt sumar hjá þingmanni í fulltrúadeild Maine- fylkis í Bandaríkjunum, William S. Cohen, en hann átti síðar eftir að verða varnarmálaráðherra í ríkis- stjórn Bills Clinton. Lagarde lauk meistaraprófi í bæði lögfræði og ensku frá Parísarháskóla árið 1981 og hóf störf sem lögfræð- ingur hjá alþjóðlegu lögfræðiskrif- stofunni Baker & McKenzie, sem er ein sú stærsta sinnar tegundar í heiminum. Þar var hún brautryðj- andi, og var fyrsta konan til að verða kosin forseti framkvæmdastjórnar fyrirtækisins árið 1999. Það var einn- ig vegna áhuga hennar á Evrópu- rétti, sem Baker & McKenzie opnuðu útibú í Brüssel – sem er eingöngu helguð Evrópurétti. Virtur ráðherra en með svartan blett Árið 2005 tók Lagarde að sér ráð- herrastöðu í ríkisstjórn François Fil- lon og gegndi hún stöðu iðnaðar- ráðherra um tveggja ára skeið. Fékk hún mikið lof fyrir að opna fyrir nýja markaði fyrir franskan iðnað, sér í lagi í hátæknigeiranum. Árið 2007 var hún skipuð í embætti landbún- aðarráðherra en skömmu síðar tók hún að sér stöðu efnahagsmálaráð- herra, og varð þar með fyrsta kon- an sem stýrir efnahagsstefnu Frakk- lands. Svartur blettur liggur þó yfir ann- ars glæsilegum ferli Lagarde. Svo gæti nefnilega farið, að hún gæti verið ákærð fyrir embættisafglöp. Árið 2008 fór franski viðskiptajöfur- inn Bernard Tapie, sem er vægast sagt umdeildur í Frakklandi, fram á skaðabætur – vegna þess að brögð hefðu verið í tafli þegar hann seldi hlut sinn í íþróttavörufyrirtækinu Adidas. Talið var víst að Tapie myndi tapa málinu en þá skakkaði Lagarde leikinn og ákvað, sem efnahagsmála- ráðherra, að gerðardómur, skipaður af henni, skyldi úrskurða í málinu. Tapie fékk loks 285 milljónir evra í skaðabætur. Kemur í ljós í júní Næsti mánuður verður í öllu falli ör- lagaríkur fyrir Lagarde. Þann 10. júní mun koma í ljós hvort hún verður ákærð fyrir embættisafglöp og ná- kvæmlega sama dag rennur út frest- urinn til að sækja um starf fram- kvæmdastjóra AGS. Það kemur svo í hlut 24 manna stjórnar AGS að kjósa um hæfustu manneskjuna í starfið og ætti sú ákvörðun að liggja fyrir í lok júní. Ljóst er að bæði Bretar og Þjóðverjar eiga eftir að styðja Lag- arde, og einnig Bandaríkjamenn – vegna góðra tengsla Lagarde vest- anhafs. Sá stuðningur gæti vegið þungt. Björn Teitsson blaðamaður skrifar bjorn@dv.is „Verði ég kosin til starfsins, mun ég nýta mér alla mína sérþekkingu. Brosir til blaðamanna Lagarde á blaðamannafundi á miðvikudag þar sem hún lýsti yfir áhuga sínum á framkvæmdastjórastöðu AGS.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.