Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.2011, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.2011, Blaðsíða 29
Lagarde líklegust til að leiða AGS Erlent | 29Helgarblað 27.–29. maí 2011 Cafe Catalina n Hamraborg 11 n 200 Kópavogur n Sími: 554 2166 n www.catalina.is Um helgina Dansleikir með Hljómsveitinni SÍN dv e h f. Flateyrarbíó gjörir kunnugt: Siggi Björns mun sýna kvikmynd sína - "Flateyri 1985 - fyrri hluti" í Flateyrarbíó á Cafe Catalina í Kópavogi sunnudaginn 29. maí 2011 kl. 21:00. Nýtt og betra sýningartjald verður tekið í notkun í Flateyrarbíói á Cafe Catalina á sýningunni hinn 29. maí. Er tjaldið þannig upp sett að hægt er að horfa á myndir báðum megin frá eins og var forðum í Flateyrarbíó vestra - sælla minninga. siggi björns steini jó boltinn er alltaf í beinni flateyri 1985 Fyrri hluti, í Flateyrarbíó á Cafe Catalina 29. maí kl. 21:00 Flateyrarbíó Sólbakka Flateyri við Önundarfjörð Flateyrarbíó Cafe Catalina Hamraborg Kópavogi allir velkomnir og enginn aðgangseyrirFlateyrarmyndin verður til sölu á mynddiski. n Christine Lagarde hefur lýst yfir áhuga á framkvæmdastjórastöðu AGS n Gæti orðið fyrsta konan til að gegna starfinu n Kann að verða ákærð fyrir embættisafglöp „Verði ég kosin til starfsins, mun ég nýta mér alla mína sérþekk- ingu sem lögfræðingur, sem ráð- herra, sem framkvæmdastjóri og sem kona,“ segir Christine Lagarde, efnahagsmálaráðherra Frakklands, en hún lýsti því yfir á miðvikudag að hún myndi sækjast eftir starfi fram- kvæmdastjóra Alþjóðagjaldeyris- sjóðsins. Fari svo að Lagarde hljóti brautargengi til starfsins, mun hún verða fyrsta konan sem hlýtur þann heiður – en framkvæmdastjórastað- an hjá AGS er eitt valdamesta emb- ættið sem hægt er að gegna í hinu alþjóðlega efnahagskerfi. Hún gæti einnig orðið annar framkvæmda- stjórinn í röð sem kemur úr röðum Frakka, en eins og kunnugt er þá sagði Dominique Strauss-Kahn af sér á dögunum eftir að hafa verið ákærður fyrir tilraun til nauðgunar, kynferðislega árás og frelsissvipt- ingu. Glæsilegur ferill Christine Lagarde er 56 ára lögfræð- ingur sem á að baki glæsilegan fer- il. Eftir að hafa lokið stúdentsprófi frá menntaskóla í sjávarbænum Le Havre stundaði hún skiptinám á veg- um AFS í Bandaríkjunum, sem átti eftir að leggja grunninn að ensku- kunnáttu hennar – sem hefur kom- ið að góðum notum í störfum henn- ar síðar meir. Eftir ár í bandarískum menntaskóla vann hún í eitt sumar hjá þingmanni í fulltrúadeild Maine- fylkis í Bandaríkjunum, William S. Cohen, en hann átti síðar eftir að verða varnarmálaráðherra í ríkis- stjórn Bills Clinton. Lagarde lauk meistaraprófi í bæði lögfræði og ensku frá Parísarháskóla árið 1981 og hóf störf sem lögfræð- ingur hjá alþjóðlegu lögfræðiskrif- stofunni Baker & McKenzie, sem er ein sú stærsta sinnar tegundar í heiminum. Þar var hún brautryðj- andi, og var fyrsta konan til að verða kosin forseti framkvæmdastjórnar fyrirtækisins árið 1999. Það var einn- ig vegna áhuga hennar á Evrópu- rétti, sem Baker & McKenzie opnuðu útibú í Brüssel – sem er eingöngu helguð Evrópurétti. Virtur ráðherra en með svartan blett Árið 2005 tók Lagarde að sér ráð- herrastöðu í ríkisstjórn François Fil- lon og gegndi hún stöðu iðnaðar- ráðherra um tveggja ára skeið. Fékk hún mikið lof fyrir að opna fyrir nýja markaði fyrir franskan iðnað, sér í lagi í hátæknigeiranum. Árið 2007 var hún skipuð í embætti landbún- aðarráðherra en skömmu síðar tók hún að sér stöðu efnahagsmálaráð- herra, og varð þar með fyrsta kon- an sem stýrir efnahagsstefnu Frakk- lands. Svartur blettur liggur þó yfir ann- ars glæsilegum ferli Lagarde. Svo gæti nefnilega farið, að hún gæti verið ákærð fyrir embættisafglöp. Árið 2008 fór franski viðskiptajöfur- inn Bernard Tapie, sem er vægast sagt umdeildur í Frakklandi, fram á skaðabætur – vegna þess að brögð hefðu verið í tafli þegar hann seldi hlut sinn í íþróttavörufyrirtækinu Adidas. Talið var víst að Tapie myndi tapa málinu en þá skakkaði Lagarde leikinn og ákvað, sem efnahagsmála- ráðherra, að gerðardómur, skipaður af henni, skyldi úrskurða í málinu. Tapie fékk loks 285 milljónir evra í skaðabætur. Kemur í ljós í júní Næsti mánuður verður í öllu falli ör- lagaríkur fyrir Lagarde. Þann 10. júní mun koma í ljós hvort hún verður ákærð fyrir embættisafglöp og ná- kvæmlega sama dag rennur út frest- urinn til að sækja um starf fram- kvæmdastjóra AGS. Það kemur svo í hlut 24 manna stjórnar AGS að kjósa um hæfustu manneskjuna í starfið og ætti sú ákvörðun að liggja fyrir í lok júní. Ljóst er að bæði Bretar og Þjóðverjar eiga eftir að styðja Lag- arde, og einnig Bandaríkjamenn – vegna góðra tengsla Lagarde vest- anhafs. Sá stuðningur gæti vegið þungt. Björn Teitsson blaðamaður skrifar bjorn@dv.is „Verði ég kosin til starfsins, mun ég nýta mér alla mína sérþekkingu. Brosir til blaðamanna Lagarde á blaðamannafundi á miðvikudag þar sem hún lýsti yfir áhuga sínum á framkvæmdastjórastöðu AGS.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.