Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.2011, Side 10

Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.2011, Side 10
Aðstandendur fjárfestingarfélags­ ins Arðvis höfðu safnað 130 millj­ ónum króna í hlutafé í lok árs 2010 samkvæmt ársreikningi félagsins, Arðvis hf., fyrir síðasta ár. Hlutaféð kemur frá að mestu frá íslenskum fjárfestum, meðal annars Ólafi Stef­ ánssyni handboltamanni sem hafði lagt nærri 9,5 milljónir króna til fjár­ festingarfélagsins og átti rúmlega 3 prósenta hlut í því samkvæmt hlut­ hafalista Arðvis frá 13. október síð­ astliðinn. 141 Íslendingur, að lang­ mestu leyti venjulegt launafólk, hafði þá lofað að leggja Arðvis til samtals rúmlega 363 milljónir króna í hlutafé. 130 milljónir af hlutafénu höfðu skil­ að sér til félagsins í árslok 2010. Í stuttu máli snýst starfsemi Arð­ vis um að þróa forrit á internetinu, Corpus Vitalis, sem á að gera fólki kleift að fjárfesta í vörum og þjón­ ustu á netinu og án þess að versla beint við aðra en Arðvis. Hugmyndin er þá sú að Arðvis hafi komið sér upp samningum við birgja sem geri not­ endum forritsins kleift að fá vörurn­ ar á hagstæðu verði. Mikill arður á að verða til í þessum viðskiptum sem á að renna til hluthafa í Arðvis sem og fátækra í heiminum. Ætluðu að standa sig Sérfræðingur á fjármálamarkaði var­ aði við því í DV á seinni hluta síðasta árs að Arðvis hefði mörg einkenni píra mídasvindls en ekki liggur fylli­ lega ljóst fyrir hvort svo sé eða hvort aðstandendur Arðvis einfaldlega trúi á að fjárfestingaverkefnið muni ganga upp. Í viðtali við DV í lok árs í fyrra sagði framkvæmdastjóri og aðalhug­ myndafræðingur Arðvis, Bjarni Þór Júlíusson: „Þetta gengur mest út að hjálpa fólki. Þetta er sett upp þann­ ig að það eru ríkir sem eiga eitthvert lausafé sem fjármagna þetta, af því að við fengum ekki fyrirgreiðslu í banka­ kerfinu. Fjárfestarnir geta sjálfir haft eitthvað upp úr þessu en þeir eru fyrst og fremst að fjármagna hjálparstarf, deila peningum til fólksins sem þarf aðstoð [...] Þetta er áhættufjárfesting en við teljum þetta vera það mikil­ vægt að við erum reiðubúnir að leggja þetta á okkur.“ Hann sagði jafnframt að peningarnir sem lagðir hefðu verið inn í félagið sem hlutafé væru notaðir til að koma Corpus Vitalis á koppinn. „Við ætlum að standa okkur gagnvart þessu fólki,“ sagði Bjarni og átti þá við fólkið sem hafði lagt fjármuni inn í fé­ lagið. 53 milljóna rekstrarkostnaður Í ársreikningi rekstrarfélags Arðvis, sem heitir Costa ehf., þar sem gerð er grein fyrir því í hvað hlutaféð sem safnast hefur inn í Arðvis hf. hefur farið kemur fram að rekstrarkostn­ aður Arðvis hafi verið rúmar 53 millj­ ónir króna á síðasta ári. Þar af námu laun og launatengd gjöld nærri 54 milljónum króna. Skuldir félagsins eru skráðar sem rúmlega 65 milljón­ ir króna, en þar er um að ræða skuld­ ir við hluthafa Arðvis sem lagt hafa fé inn í starfsemi Arðvis, og eiginfjár­ staða félagsins er neikvæð um rúm­ lega 56 milljónir. 30 milljóna króna tap varð á rekstri félagsins í fyrra. Þannig virðist um helmingur af því hlutafé sem safnaðist inn í Arðvis hf. hafa runnið inn í rekstrarfélagið Costa. Þessi upphæð er svo bókfærð sem skuld við Arðvis. Starfsemi Arð­ vis þarf því að ganga upp ef hluthaf­ arnir eiga ekki að tapa þeim fjármun­ um sem þeir lögðu inn í félagið. Nú þegar hefur helmingurinn af hlutafé Arðvis verið notaður til að koma rekstrinum á koppinn. Hnattrænt markaðstorg Markmið Arðvis og nákvæmlega hvernig félagið á að starfa er ekki fyllilega ljóst út frá heimasíðu félags­ ins eða þeim gögnum sem DV hefur undir höndum. Meginhugmyndin virðist hins vegar vera sú að þegar fólk hefur ákveðið að fjárfesta í Arð­ vis muni hluthafarnir fá aðgang að því sem aðstandendur fjárfestingar­ félagsins kalla „hnattrænt markaðs­ torg“ á netinu og kalla þeir það Corp­ us Vitalis. Á þessu hnattræna markaðstorgi geta hluthafarnir keypt vörur og þjónustu og mun hagnaðurinn af söl­ unni á þessum vörum síðan renna að 90 prósent leyti aftur til hluthafanna í formi arðgreiðslna, samkvæmt gögn­ unum sem DV hefur undir höndum. Hugmyndin er þá sú að Corpus Vit­ alis verði milliliður á milli þeirra sem framleiða vörur og selja þjónustu og hluthafa Arðvis. Hluti af hagnaðin­ um af þessum viðskiptum í gegnum Corpus Vitalis mun svo renna aftur í vasa hluthafanna sjálfra. 10 prósent af hagnaði Corpus Vit­ alis mun hins vegar renna til góð­ gerðamála og munu hluthafarnir geta valið til hvaða góðgerðasamtaka þeir vilja gefa hluta af sínum arði. Hluthafarnir geta sömuleiðis ákveð­ ið að taka sjálfir þátt í góðgerðastarfi og munu þá fá stig fyrir það sem munu auka arðgreiðslurnar til þeirra út úr Corpus Vitalis. Lofa gríðarlegum arði 90 prósent af hagnaðinum fer því til hluthafanna sjálfra og 10 pró­ sent til fátækra enda er tilgang­ ur Arðvis öðrum þræði að verða „best heppnaða góðgerðaverk­ efni í heimi“. Þessi hugsun kemur glögglega fram á heimasíðu Arðvis þar sem segir: „Fjárfesting þín í Arðvis í dag er einfaldlega fjárfest­ ing í betri morgundegi“ og hyggj­ ast forvarsmenn Arðvis ætla að útrýma fátækt í heiminum með verkefninu. Í gögnunum sem DV hefur undir höndum, þar sem Arðvis og Corpus Vitalis eru kynnt til sögunnar, kem­ ur fram að hluthafar félagsins geti búist við nánast ævintýralegum arði af fjárfestingu sinni. Þar segir með­ al annars að þeir sem eigi 1 pró­ sent í félaginu fyrsta árið sem Cor­ pus Vitalis starfar geti búist við arði upp á 185 milljónir dollara, um 20 milljörðum króna, á mánuði. Fjórða árið sem Corpus Vitalis mun starfa á þessi upphæð að vera komin upp í nærri 740 milljónir króna, rúma 80 milljarða króna í arð á mánuði. Stefnan er að notendur í 132 löndum muni nota Corpus Vitalis og að til verði störf fyrir 10 milljón­ ir manna. Áætlanir aðstandenda Arðvis gera ráð fyrir því að á end­ anum muni nærri hálfur milljarð­ ur manna nota vefinn, samkvæmt gögnunum. 10 | Fréttir 15.–19. júní 2011 Helgarblað n Arðvis var búið að safna 130 milljónum í hlutafé n Venjulegt fólk hefur lagt milljónir til verkefnisins n 65 milljónir fóru í rekstrarkostnað n Fólki lofað gríðarlegum arði n Átti að útrýma fátækt í heiminum Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar ingi@dv.is HlutHafar tapa fé í dularfullum rekstri Heimsótti Arðvis Ólafur Stefánsson, þekktasti hluthafi Arðvis, heimsótti höfuðstöðvar félagsins í fyrra. Aðstandendur Arðvis notuðu heimsókn Ólafs í kynningarmyndbandi um verk- efnið. Þar sagði meðal annars: „Ólafur Stefánsson handboltamaður er einn af hugmyndafræðingunum í verkefninu okkar.“ „Við ætlum að standa okkur gagnvart þessu fólki. Dúnmjúkar brúðargjafir Lín Design Laugavegi 176, gamla sjónvarpshúsið Sími 533 2220 vefverslun www.lindesign.is (sendum frítt á næsta pósthús)

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.