Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.2011, Síða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.2011, Síða 13
Fréttir | 13Helgarblað 15.–19. júní 2011 „Ég hef sagt það áður að ég hef hugs- að mér að snúa til þings um leið og það er búið að eyða þessari óvissu sem að myndaðist. Það hefur ekk- ert breyst í því. Ég vona að það verði sem fyrst,“ segir Illugi Gunnars- son, þingmaður Sjálfstæðisflokks- ins, sem bíður eftir niðurstöðum úr rannsókn sérstaks saksóknara á peningamarkaðssjóðum. Illugi tók sér launalaust leyfi frá störfum í apríl í fyrra á meðan rann- sókn embætti sérstaks saksóknara rannsakar málefni peningamark- aðssjóða. Illugi sat í stjórn Sjóðs 9, peningamarkaðssjóðs Glitnis. Rannsóknarnefnd Alþingis áleit sem svo að áhættudreifing skuld- aráhættu hans hefði verið verulega ábótavant. Lánveitingar Sjóðs 9 til Glitnis og tengdra félaga voru einnig verulega umsvifamiklar. Þær vöktu að mati nefndarinnar upp alvarleg- ar spurningar um sjálfstæði félags- ins gagnvart eigendum þess. Ekki verið yfirheyrður Illugi segist ekki hafa verið yfir- heyrður vegna rannsóknar málsins og segist ekki vita hvernig framhald þessara mála verður hjá embætti sérstaks saksóknara. „Málinu var vísað til þeirra. Aftur á móti hefur nú þegar verið látið reyna á þetta með því að það var höfðað skaðabótamál sem var vísað frá héraðsdómi fyr- ir nokkru. Þeir sem höfðuðu málið drógu líka til baka megnið af sínum kröfum þegar þeir fengu í hendurn- ar málsvörn rekstrarfélagsins. Að vissu leyti er komið þarna ákveðinn mælikvarði á þetta allt saman,“ segir Illugi sem segist bíða eftir að þess- ari óvissu verði eytt með nægjanleg- um hætti. „Þá mun ég snúa aftur til starfa.“ Illugi hefur þó ekki setið auðum höndum þó svo að hann sé í launa- lausu fríi frá alþingisstörfum. Illugi tók að sér ráðgjafar- og kynningar- störf fyrir KOM almannatengsl fyrr í vetur. Illugi var þar í 25 prósenta hlutastarfi og var sjálfstætt starf- andi. „Ég var að vinna fyrir þá í nokkrum verkefnum í nokkra mán- uði. Það er nokkuð síðan ég var þar,“ segir Illugi. Verkefni hér og þar Illugi segist hafa tekið að sér nokk- ur verkefni hér og þar upp á síð- kastið. „Ég er ekki svo heppinn að hafa fengið einhvern arf, eða eitt- hvað þess háttar, frá einhverri ríkri frænku í Ameríku. Þannig að ég þarf bara eins og aðrir að vinna fyr- ir mér og er engin vorkunn að því. Ég hef bara verið að taka að mér verkefni hér og þar. Verkefnin eru svo sem ekki stór því ég hef ekki getað bundið mig til lengri tíma neins staðar af því að ég bíð bara eftir að það komi einhvers konar niðurstaða í þessi mál sem dugir til þess að ég geti snúið aftur til minna starfa,“ segir Illugi. Birgir Olgeirsson blaðamaður skrifar birgir@dv.is n Illugi bíður eftir niðurstöðu embættis sér- staks saksóknara n Óvíst hvenær hann snýr aftur á þing n Sinnir verkefnum í launalausu fríi „Ekki svo hEpp- inn að hafa fEngið arf“ Sinnir verkefnum Illugi segist hafa sinnt nokkrum verkefnum í launalausu fríi sínu frá Alþingi. Þegar heilsan er annars vegar þá skipta gæði tækisins mestu máli. Omron blóðþrýstingsmælar fá hæstu einkunn í klínískum rannsóknum og eru viðkenndir af ESH, BHS og WHO. Omron blóðþrýstingismælar fást í estum apótekum. Þjónustuaðili Omron á Íslandi s:512 2800 Blóðþrýstingsmælar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.