Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.2011, Side 14

Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.2011, Side 14
14 | Fréttir 15.–19. júní 2011 Helgarblað Meðlimir Rauða kross Íslands, Mannréttindaskrifstofu Íslands og samtakanna No Borders í Reykja- vík funduðu með Jóni Gnarr borg- arstjóra um málefni flóttamanna síðastliðinn miðvikudag og færðu honum formlega viljayfirlýsingu. Í yfirlýsingunni sem DV hefur afrit af er lögð áhersla á það sjónarmið að í Reykjavík sé flóttafólk í meiri nálægð við stjórnsýslu, lögmenn, og aðra þá aðila sem kunna að koma að mál- um þeirra, og því beri að stefna að því að færa heimili fyrir flóttafólk frá Reykjanesi til höfuðborgarinnar. Jón Gnarr, borgarstjóri Reykja- víkur, segir mannréttindamálin lengi hafa brunnið á honum og segist ætla að beita sér fyrir því að gistiheimili fyrir flóttamenn verði fært til höfuð- borgarinnar. Með því yrði hægt að koma í veg fyrir þá félagslegu ein- angrun sem flóttafólk á Íslandi hafi mátt búa við undanfarin ár. Steinunn Björk Pieper, verkefnisstjóri Mann- réttindaskrifstofu Íslands, var ánægð með fundinn og segir að jákvæð við- brögð borgarstjóra hafi styrkt málefni sem snýr að aðbúnaði einstaklinga sem óska hælis á Íslandi. Talsmenn No Borders í Reykjavík telja að með þessu gæti Reykjavíkurborg unn- ið einhvern sinn stærsta mannrétt- indasigur seinni ára. Flóttamaður frá Eþíópíu, Kassahun að nafni, sótti einnig fundinn, en hann segir að á gistiheimilinu Fit lifi fólk lífi einangr- unar. Fórnarlömb aðstæðna Á fundinum var rætt um þá hug- mynd að gistiheimili og aðstaða fyrir flóttamenn, sem fram að þessu hefur að mestu verið staðsett í Fit í Reykja- nesbæ, verði færð til Reykjavíkur. Borgarstjóri tók vel í hugmyndina og segist í samtali við DV hafa rætt málin við innanríkisráðherra. Mál- efni flóttafólks hafa verið nokkuð til umfjöllunar undanfarið en í maí reyndi íranski flóttamaðurinn Mehdi Kavyan Poor sjálfsíkveikju í hús- næði Rauða krossins. Mehdi  hefur í  sjö ár  barist fyrir pólitísku hæli og dvalarleyfi á Íslandi en mikill drátt- ur hefur verið á máli  hans. Síðar í mánuðinum reyndi ungur Palestínu- maður að nafni Mousa Sharif Al Jara- dat að fyrirfara sér á gistiheimilinu Fit. Tvær sjálfsvígstilraunir á einum mánuði hafa vakið upp spurningar um aðbúnað flóttafólks hér á landi og félagslega stöðu þess í samfé- laginu. „Að mínu mati ætti að líta á mál- efni flóttafólks í víðu samhengi út frá mannréttindasjónarmiðum. Það er einfaldlega þannig að flóttamenn eru fórnarlömb aðstæðna, þeir fæddust ekki til þess að lifa lífinu á flótta. Þannig að hvert sem flóttafólk fer og hvar sem það endar ætti alltaf að koma fram við það af ást, heilind- um, væntumþykju og virðingu,“ segir Kassahun frá Eþíópíu en hann býr nú á gistiheimilinu Fit í Reykjanesbæ. DV ræddi við Kassahun eftir fundinn með borgarstjóra í Ráðhúsi Reykja- víkur. Kassahun sagðist ánægður með fundinn og að ljóst væri að Jón Gnarr hefði mikinn skilning á mann- réttindamálum. Skiptir borgarstjóra miklu máli „Mín upplifun af Fit er sú að þar lifi fólk lífi einangrunarinnar. Það ríkir oft mikil óvissa um hvert framhaldið verður hjá fólki, hvort það fái að vera hér eða hvort það verði sent úr landi. Því líður oft illa og verður langþreytt á biðinni. Með því að flytja aðstöðu fyrir flóttamenn til Reykjavíkur væri verið að koma í veg fyrir einangrun flóttafólks,“ segir hann og bendir á að Reykjavík sé höfuðstaður menningar og mannlífs. Þar geti flóttafólk frek- ar kynnst fjölbreytileika landsins og tengst íslensku samfélagi. Í borgarstjórnartíð Jóns Gnarr hefur sífellt meiri áhersla verið lögð á mannréttindamálin, að minnsta kosti í orði. Nýlega tilkynnti borgarstjórinn til að mynda að Laugavegur skyldi heita Mannréttindavegur í þrjá daga til þess að fagna 50 ára baráttu Am- nesty International fyrir mannrétt- indum. Þá fer verkefnið Skjólborg af stað í sumar, en þá mun Reykjavíkur- borg taka á móti ofsóttum og land- flótta rithöfundum og veita þeim ákveðna þjónustu. DV ræddi við Jón eftir fundinn á miðvikudag en þá sagði hann að flutningur á aðstöðu flóttamanna til höfuðborgarinnar tilheyrði mannréttindamálum sem hafi lengi verið honum hugleikin. „Mér persónulega finnst þetta skipta mjög miklu máli,“ sagði hann. Rætt við ráðherra „Margir telja að það sé ekki gott fyr- ir flóttamenn að vera á Fit í Reykja- nesbæ. Talað er um að fólk verði óþarflega félagslega einangrað á þessum stað og að betra væri ef að- staðan væri hér í Reykjavík,“ segir Jón og bætir við: „Mér finnst þetta bara einfaldlega ekki rétti staðurinn til þess að vera með þessa þjónustu.“ Hann tekur fram að málið snúist ekki um aðbúnaðinn sem slíkan, heldur að flóttafólk geti sótt í það mannlíf og þá þjónustu sem þurfi að sækja í höfuðborgina að staðaldri. „Ég hef lýst yfir áhuga á því að leggja mín lóð á vogar skálarnar til þess að breyta þessu fyrir hönd borgarinnar.“ Jón segist hafa tekið málið upp við Ög- mund Jónasson innanríkisráðherra. Hann segir enga endanlega niður- stöðu hafa komið fram á fundinum, málið sé ennþá á umræðustigi en ljóst sé að allir á fundinum hafi verið sammála um hver markmiðin væru. „Það er gleðiefni hve mikinn áhuga borgarstjóri sýnir þessum málaflokki, og við erum reiðubúin að veita aðstoð og annað slíkt ef úr verður,“ segir Steinunn Björk Pieper, verkefnisstjóri Mannréttindaskrif- stofu Íslands. Steinunn tekur und- ir með Jóni og Kassahun, að flótta- fólk sé of einangrað á gistiheimilinu Fit og úr því þurfi að bæta. „Stjórn- völdum er skylt að tryggja mannúð- legar aðstæður hælisleitenda og það vilja þau. Við gagnrýnum ekki þjón- ustuna sem þeir fá nú í Reykjanesbæ – það sem við erum að mælast til er að hælisleitendur séu nær stjórn- sýslunni og þeim aðilum sem koma að málum þeirra, og um leið að sú samfélagslega einangrun sem þeir n Borgarstjóri tekur undir viljayfirlýsingu Rauða krossins og fleiri samtaka n Hafa áhuga á því að flytja flóttafólk til Reykjavíkur n Flóttamaður sem sótti fundinn segir flóttafólk lifa lífi einangrunarinnar n Gæti orðið einn stærsti mannréttindasigur Reykjavíkurborgar Borgarstjóri vill rjúfa einangrun flóttafólks „Ég hef lýst yfir áhuga á því að leggja mín lóð á vogar- skálarnar til þess að breyta þessu fyrir hönd borgarinnar. Mannréttindamál Rauði kross Íslands, Mann- réttindaskrifstofa Íslands, No Borders í Reykjavík og borgarstjóri eru sammála um að réttast væri ef aðstaða flóttafólks væri í Reykjavík. Jón Bjarki Magnússon blaðamaður skrifar jonbjarki@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.