Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.2011, Qupperneq 32

Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.2011, Qupperneq 32
Þ að er þessi forna matarhefð sem fólk þekkir aðallega í gegnum þorramatinn, þetta súrsaða, reykta og þurrkaða. Svo er aftur á móti skyrgerðin og þess háttar. Þetta mjög íslenskt allt saman,“ segir Nanna Rögnvalds- dóttir matgæðingur aðspurð hvort það sé hægt að tala um séríslenska matargerð. Það er líklega fátt sem minnir á hina dæmigerðu íslensku matargerð nú til dags. Matarmenn- ingin hefur breyst gífurlega á síð- ustu áratugum og skyndibitamat- ur og alþjóðlegur matur er orðinn hluti af daglegri neyslu okkar. Fyrsta bókin hafði lítil áhrif Nanna segir að fyrir 200 árum hafi Íslendingar aðallega borðað þetta gamla íslenska og lítið annað. Fyrsta íslenska matreiðslubókin hafi svo komið út árið 1800 en hafi þó haft lítil áhrif. „Fólk hélt áfram að gera þetta eins og það hafði lengi gert. Það verður samt alltaf einhver þróun og aldrei hægt að tala um al- gjöra stöðnun í þessu. Fólk sér fyr- ir sér að íslenskur matur hafi verið óbreyttur frá landnámi fram á nítj- ándu öld en það er náttúrulega ekki alveg rétt.“ Höfundurinn var karlmaður Matreiðslubókin sem um ræðir heitir Einfalt matreiðslukver fyrir heldri manna húsfreyjur og Nanna segir að það sé heilmikil saga á bak við hana. „Á titilblaðinu stendur að Marta María Stephensen hafði verið höfundur hennar en það er talið nær öruggt að Magnús Steph- ensen mágur hennar sé raunveru- legur höfundur bókarinnar. Vænt- anlega hefur Marta María eitthvað komið að gerð bókarinnar en það hefur ekki verið talið við hæfi að karlmaður skrifaði matreiðslubók og hún því skráð sem höfundur,“ segir Nanna og bætir við að Magn- ús hafi verið einn helsti embættis- maður landsins á þessum tíma. Íslensk matargerð blandast danskri Það var svo í lok 19. aldar og í upp- hafi þeirrar 20. sem íslensk matar- gerð fór að blandast danskri þeg- ar íslenskar konur byrjuðu að fara til Danmerkur í húsmæðranám. Nanna segir að þær hafi komið heim með danskar matarhefðir og það sé í raun þessi blanda sem fólk þekkir sem ömmumat. „Sú ís- lenska matreiðslubók sem náði virkilegri útbreiðslu og hafði mikil áhrif á þeim tíma var Kvennafræð- ari Elínar Briem sem kom út árið 1889. Þar er dönsk-íslensk matar- gerð að koma inn vegna þessa að Elín var menntuð í húsmæðraskóla í Danmörku.“ Matur og drykkur Helgu Sigurðardóttur Tímamótarit í íslenskum mat- reiðslubókum var þó Matur og drykkur Helgu Sigurðardóttur. Nanna segir að bókin, sem kom út um 1945, hafi haft gífurleg áhrif. „Helga var skólastjóri Hús- mæðrakennaraskóla Íslands og hafði áður gefið út fjölda af litlum matreiðslubókum. Hún tók þær svo saman í Mat og drykk sem var svona fyrsta stóra biblían en þar var hægt að finna allt um húsmæð- ur og matreiðslu. Þetta þótti mjög aðgengileg bók og varð afskaplega vinsæl,“ segir hún. Bókin hafi ver- ið til á mjög mörgum, ef ekki flest- um heimilum, og var endurprentuð fyrir nokkrum árum. Eldhús Í lok 19. aldar fóru danskar matarvenjur að læðast inn í þær íslensku. Mynd: ÁSgEir M. EinarSSon Hangið og þurrkað kjöt Margir tengja íslenska matarmenningu við þær geymsluaðferðir matvæla sem tíðkuðust fyrr á öldum. n Fyrsta íslenska matreiðslubókin kom út árið 1800 n Matarhefðin breyttist þó ekki að ráði fyrr en í lok 19. aldar n nanna rögnvaldsdóttir fræðir lesendur um íslenska matargerð Matarmenning í stöðugri þróun „Fólk sér fyrir sér að íslenskur matur hafi verið óbreyttur frá landnámi fram á nítjándu öld en það er náttúrulega ekki alveg rétt. Elsta matreiðslubók eða uppskriftahandrit er frá 15. öld. nanna segir að hún hafi að vísu verið þýdd og bendir á að það þýði að fólk hafi haft áhuga á matargerð á þessum tíma, nægilega mikinn til að láta þýða hana. Uppskriftir sem nanna tók saman sem er að finna í matreiðslubók- um fyrri tíma Kjötsúpa úr Einföldu matreiðslu- vasakveri fyrir heldri manna hús- freyjur (1800) Slétt og óvönduð ný kjötsúpa er tilbúin af því lakasta kjöti, svo sem hálsinum og bóg- unum, sem höggvast í smástykki og leggj- ast í kalt vatn hálfa stund; svo er það hengt yfir eld, í katli með vatni í, saltblönduðu, og vel affleytt froðan, þegar sýður; þegar kjötið er hálfsoðið, er látið í súpuna lítið eitt af hafra- eður öðrum grjónum; loksins eru hér í látnar nokkrar gular rætur og næpur vel uppskafnar og skornar í teninga, með litlu af söxuðu kjörveli eður blóðbjörg, og er þá súpan búin þegar kjötið er meyrsoðið. Fiskgratín úr Kvennafræðaranum (1889): 1 djúpur diskur skafinn fiskur 7 kv. (35 g) kartöflumjöl ½ msk. salt ¼ tsk. múskat 1 peli mjólk 1 peli rjómi 5 egg 20 kv. (100 g) makaróní Fiskur, helst ýsa, er verkaður og skafinn úr roðinu og beinunum, hrærður vel með sleif í skál ásamt kartöflumjölinu, saltinu og múskatinu í hér um bil 15 mín. Eggjarauðun- um, mjólkinni og rjómanum er smáhrært út í, því næst soðnu, köldu makaróní og síðast þeyttum eggjahvítum. Látið í smurðan form og bakað ¾ tíma í heitum ofni. Kjötbollur (húsmæðraskólaupp- skrift frá um 1950) 600 g kjöthakk 1 laukur, saxaður smátt 1 egg 1½ tsk. salt ½ tsk. pipar 2 msk. hveiti 1 msk. kartöflumjöl (eða meira hveiti) 100 ml mjólk, eða eftir þörfum 60 g smjör eða smjörlíki til steikingar Sósa: 300 ml vatn 1 ½ tsk. hveiti pipar og salt Sósulitur Blandaðu hakkinu saman við laukinn, eggið og kryddið. Hrærðu svo hveiti og kartöflumjöli saman við og bættu við mjólk eftir þörfum, þar til komið er fremur þykkt fars sem auðvelt er að móta í bollur. Bræddu smjörið á stórri pönnu. Mótaðu ílangar bollur úr farsinu með tveimur mat- skeiðum og settu þær á pönnuna. Brúnaðu þær við meðalhita í 2–3 mínútur á hverri hlið (þær eru oftast þrístrendar). Hristu 100 ml af vatni með hveitinu í hristiglasi þar til blandan er kekkjalaus. Helltu afganginum af vatninu (200 ml) yfir bollurnar á pönn- unni og hrærðu síðan hveitijafningnum saman við. Bragðbættu sósuna með pipar og salti, bættu við nokkrum dropum af sósulit og láttu malla í 6–8 mínútur, eða þar til bollurnar eru soðnar í gegn. Berðu þær fram með soðnum kartöflum eða kartöflustöppu, súrsuðum rauðrófum og grænum baunum. 32 17. júní
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.