Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.2011, Qupperneq 34

Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.2011, Qupperneq 34
Íslendingar búa úti um allan heim. Í kringum þjóðhátíðardaginn leitar hugurinn oft á heim á leið. DV lék forvitni á að vita hvers Íslendingar í útlöndum sakna helst, hvað sé að þeirra mati best við Ísland, hvort þeir fagni þjóðhátíðardeg- inum erlendis og hvað sé besti íslenski maturinn. Íslendingar í útlö dum Fagnar 17. júní með SS-pylsum Ágúst Ólafur Ágústsson fyrrver- andi þingmaður býr með eigin- konu sinni og tveimur dætrum í New York. Hvers saknar þú mest frá Íslandi? „Auðvitað saknar maður fjölskyldu og vina sinna mest. Dætur okkar tvær sakna þess líka mjög að komast ekki í íslenskar sundlaugar. Ég sakna einnig íslenska sumarsins að kvöldlagi í Rauðagerði.“ Hvað er best við Ísland? „Fjallasýnin og fjaran. Við að flytja út og glíma við bandarískar stofnanir uppgötvar maður líka að Íslendingar búa yfir kostum sem Bandaríkjamenn hafa ekki en það eru liðlegheit og sveigjanleiki, að geta hugsað út fyrir kassann. Öfugt við það sem margir halda geta Bandaríkjamenn verið óskaplega ferkantaðir og verulega hrifnir af óþarfa bjúrókrasíu.“ Hver er uppáhalds íslenski maturinn þinn? „Íslenskt lambalæri. Löngunin í það verður aldrei eins mikil og þegar mað- ur kemst ekki í það. Og um helgina var ég einmitt staddur í hópi Íslendinga þar sem hið klassíska meðlæti lambalærisins var dásamað, rauðkálið, sultan og baunirnar. Að auki hefur maður uppgötvað eftir að hafa verið erlendis að Ísland hefur mikla yfirburði í snúðum og sælgæti.“ Fagnar þú 17. júní þó þú sért ekki á landinu? „Íslenski hópurinn sem býr hér í hverfinu er duglegur að hittast, hvort sem það er á þorranum, í barnaafmælum, um áramót og einmitt á 17. júní. Í ár eigum við von á íslenskum vinum hingað í bakgarðinn þar sem ætlunin er að grilla íslenskar pylsur með SS-sinnepi, remúlaði og steiktum lauk sem Bandaríkjamenn hafa ekki enn uppgötvað að ráði.“ Íslenska vatnið best Pattra Sriyanonge 23 ára búsett í Gautaborg. Hvers saknar þú helst frá Ís- landi? „Mest sakna ég auðvitað vina og vandamanna. En ég verð líka að nefna íslensku sundlaug- arnar, fáránlegt kannski því að ég er voða lítil sundmanneskja. Svona er þetta þegar maður hefur ekki eitthvað til taks þá saknar maður þess, þetta vantar alveg hérna í Svíþjóð.“ Hvað er best við Ísland? „Ís- lenska vatnið. Svona í alvörunni, við búum í miðbæ Gautaborgar og það er stundum ómögulegt að fá kalt og gott kranavatn. Svo elska ég líka hvað allt gengur hratt fyrir sig á Íslandi. Þú getur reddað nánast öllu með einu símtali. Það er bara ekki séns á því hérna, þetta fer sérstaklega mikið í taugarnar á karlinum mínum.“ Hver er uppáhalds íslenski maturinn þinn? „Kjötsúpan er alltaf góð, hamborgarhryggur, svo dreymir mig um pylsu með kartöflusalati á N1. Nánast alltaf það fyrsta sem ég læt ofan í mig þegar ég kem til Íslands.“ Fagnar þú 17. júní þó þú sért ekki á landinu? „Ég get ekki sagt það að ég fagni 17. júní hérna úti en ég hugsa klárlega alltaf til Íslands á þeim degi.“ „Þetta reddast“- hugsunin best Ívar Örn Sverrisson 34 ára leikari býr í Osló með konu sinni og tveimur börnum. Hvers saknar þú mest frá Íslandi? „Snæfellsnessins og að ferðast um landið á sumrin, „sumó“ hjá ömmu í Hvalfirði, fjölskyldunnar, sundlaug- anna og góðvina sem ég hitti vonandi sem fyrst aftur.“ Hvað er best við Ísland? „Afslapp- aða og „kreatíva“ fólkið sem býr þar. „Þetta reddast“-hugsunin.“ Hver er uppáhalds íslenski maturinn þinn? „Íslenska lambið hvernig sem það er eldað. Harðfiskur með smjeri, Bæjarins bestu-pylsur og skyr með fullt af rjóma og púðursykri.“ Fagnar þú 17. júní þó þú sért ekki á landinu? „Að sjálfsögðu. Þarf bara að útvega mér slatta af fánum svo ég eigi eitthvað í norsku hefðina. Þá eru hér fánar í milljónatali út um allt og allir í „Bunad“. Hvet alla á Íslandi til að vera í þjóðbúningi og klína fánanum úti um allt. Það er mjög töff.“ Elskar íslenska kjötsúpu Nína Björk Gunnarsdóttir 34 ára ljós- myndari. Býr í Lúxemborg ásamt unn- usta sínum og tveimur börnum. Hvers saknar þú helst frá Íslandi? „Fjöl- skyldu og vina.“ Hvað er best við Ísland? „Hreina tæra loftið og vatnið sem er besti drykkur í heimi.“ Hver er uppáhalds íslenski maturinn þinn? „Íslensk kjötsúpa. Love it!“ Fagnar þú 17. júní þó þú sért ekki á landinu? „Nei, hef reyndar ekki gert það en aldrei að vita nema ég fari að gera það núna og þá sérstaklega vegna barnanna minna.“ „Íslenskar kýr afar fallegar“ Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir leikkona býr ásamt eiginmanni og fjórum börnum í Los Angeles. Hvers saknar þú mest frá Íslandi? „Pabba.“ Hvað er best við Ísland? „Vatnið, fjöllin, hálendið og svo eru íslenskar kýr afar fallegar.“ Hver er uppáhalds íslenski maturinn þinn? „Soðin ný ýsa, íslenskur humar, rjóminn, smjörið, reyktur Mývatnssilungur og appelsín og malt. Fagnar þú 17. júní þó þú sért ekki á landinu? „Nei, það geri ég ekki. Stundum förum við í 17. júní-partí og hittum aðra Ís- lendinga sem búa á þessum slóðum en þau eru nú vanalega alls ekki haldin 17. júní.“ 34 17. júní
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.