Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.2011, Qupperneq 38
Íslendingar eru engum líkir og eiga alls kyns
neyslutengd heimsmet. DV tók til gamans
saman nokkur af þeim ótal heimsmetum
sem Íslendingar hafa státað af. Sum
þeirra bera vott um ágæti landsmanna
en önnur og fleiri eru hálf vafasöm og
ekki beinlínis til þess að monta sig af.
Háir vextir
og þjón-
ustugjöld
Jóhannes Gunnarsson,
formaður neytenda-
samtakanna, sagði í
ræðu árið 2002 að ís-
lensk fjármálafyrirtæki
ættu heimsmet í háum
raunvöxtum og þjón-
ustugjöldum. „Fyrirtæki
geta leitað til erlendra
banka og fengið mun
betri kjör en hérlendis,“
sagði hann. Ekki skal
fullyrt að heimsmetið
standi enn.
Kaup á
Bang &
Olufsen-raf-
tækjum
Á árunum 2005 til 2008
voru það einungis Rúss-
ar sem keyptu meira af
slíkum tækjum. Þetta
kom fram í máli Sigur-
gísla Bjarnasonar, eins
aðstandenda verslunar-
innar, í viðtali við Við-
skiptablaðið síðla árs í
fyrra. Miðað við höfða-
tölu voru Íslendingar
hins vegar langefstir
á heimslistanum yfir
kaup á þessari lúxus-
vöru.
Stuðningur
við land-
búnað
Stuðningur ríkisstjórna
í OECD-ríkjunum við
landbúnað nam alls um
27 prósentum af heild-
artekjum landbúnaðar
í heiminum á árunum
2004–2006. Á Íslandi og
í Noregi er stuðningur-
inn 66,2 prósent, eða sá
mesti í heimi.
Virðisauka-
skattur
Sigurður Kári Krist-
jánsson, fyrrverandi
þingmaður Sjálfstæðis-
flokksins, benti á að Ís-
land hefði sett heims-
met í virðisaukaskatti
þegar hann var hækk-
aður úr 24,5 prósentum
í 25 prósent árið 2009.
Cocoa Puffs
Fram kom árið 2001 að
Íslendingar ættu heims-
met í Cocoa Puffs-
áti. Hver íbúi lands-
ins neytir að meðaltali
tveggja pakka á ári sem
samsvarar um 1.160
grömmum.
Nokkur
met til
viðbótar
Heimsmet
Íslendinga
Notkun Facebook
Íslendingar eiga heimsmetið í notkun á Facebook.
Hlutfallsleg notkun er hvergi meiri en á Íslandi en um
47 prósent landsmanna eru skráðir notendur, eða hátt
í 155.000 manns. Danir koma næstir á eftir okkur með
um 40 prósent hlutfall. Þetta kom fram árið 2009.
Subway-át
Við borðum flesta Subway-báta á mann á ári,
samkvæmt upplýsingum frá fyrirtækjum. Ís-
lendingar borða tvær milljónir báta á ári.
Börn utan
hjóna-
bands
Ísland á heimsmet-
ið í hlutfalli þeirra
barna sem fæðast utan
hjónabands. Hér á
landi fæðast 66 pró-
sent barna utan hjóna-
bands en næst okkur í
röðinni koma Svíþjóð,
þar sem 55 prósent
barna fæðast utan
hjónabands. Í Noregi
er hlutfallið 54 prósent
en annars staðar mun
lægra. Í Japan er sama
hlutfall aðeins 2 pró-
sent.
Veiðum mest af fiski
Íslendingar eiga heimsmet í magni sjávarafla á hvern íbúa,
samkvæmt upplýsingum af heimasíðu Orkustofnunar.
Engan skyldi undra að eftir efnahags-
hrunið haustið 2008 voru Íslendingar
skuldugasta þjóð í heiminum, miðað
við höfðatölu. Ef skuldum þjóðar-
búsins yrði dreift á alla lands-
menn skuldaði hver og einn
þeirra 30 milljónir króna.
Gylfi Magnússon sagði
þetta, áður en hann varð
ráðherra.
Flestar holur
Margeir Vilhjálmsson, framkvæmdastjóri GR,
reiknaði árið 2005 út að á Íslandi sé 231 golf-
hola fyrir hverja 100 þúsund íbúa landsins.
Það er heimsmet. Næst á eftir kemur svæði
í Kanada með um 63 holur fyrir hverja 100
þúsund íbúa – samkvæmt úttekt hans.
Notkun ADHD-lyfja
Umræða um athyglisbrest og ofvirkni var
mikil í mars á þessu ári. Í þeirri umræðu
kom meðal annars fram að Íslendingar
ættu heimsmet í
notkun ADHD-
lyfja og hafa Sam-
einuðu þjóðirnar
lýst yfir áhyggjum
sínum af þessu
við heilbrigðisyf-
irvöld.
Orkunotkun
á mann
Orkunotkun á hvern íbúa
á Íslandi er með því mesta
sem gerist í heiminum. Um
80 prósent orkunnar er inn-
lend, endurnýjanleg orka.
Hlutfall innlendrar orku
mun aukast enn frekar á
næstu árum með nýjum
vatnsafls- og jarðhitavirkj-
unum sem eru í byggingu að
því er segir á Orkusetrinu.
Heimsmet
Heimsmet
Heimsmet
Heimsmet
Heimsmet
Skuldum manna mest
Heimsmet
Heimsmet
38 17. júní