Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.2011, Page 51

Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.2011, Page 51
Ernestine Shepherd er elsti vaxtarræktarkeppandi heims: 74 ára í ótrúlegu formi „Mér finnst ég vera yngri nú en ég var fyrir tuttugu árum,“ segir vaxtar- ræktardrottningin Ernestine Shep- herd. Ef þú horfir vel á myndina hér til hliðar og giskar á aldur Ernestine kemur talan 74 væntanlega ekki fyrst upp í kollinn. En staðreyndin er hins vegar sú að Ernestine er 74 ára amma sem fékk á dögunum viðurkenn- ingu frá heimsmetabók Guinness fyrir að vera elsti vaxtarræktarkepp- andi heims. Hún keppir reglulega í vaxtarrækt gegn konum sem eru um helmingi yngri en hún. Og miðað við vöðvamassa hennar ættu fjölmargir karlar ekki roð í hana í lyftingarsaln- um – hún tekur 80 kíló í bekkpressu. Þar sem Ernestine er orðin jafn gömul og raun ber vitni þarf hún að leggja mikið á sig til að halda sér í formi. Hún tekur daginn snemma, vaknar klukkan þrjú á næturnar og byrjar á því að hlaupa um fimmtán kílómetra. Eftir það eyðir hún góðri stund í lyftingasalnum þar sem hún lyftir lóðum. Hún borðar mikið af eggjum, kjúklingi og brúnum hrís- grjónum og neitar því ekki að mikil skuldbinding sé helsti lykillinn að árangrinum. Þótt ótrúlegt megi virðast eru einungis tuttugu ár síðan Ernestine, sem þá var komin á sextugsaldur, byrjaði að æfa af fullum krafti. Hún byrjaði hægt og jók álagið smám saman. Þegar hún fór að sjá árang- urinn af æfingunum ákvað hún að verða elsta manneskja heims til að keppa í vaxtarrækt – og draumurinn er nú orðinn að veruleika. Helgarblað 15.–19. júní 2011 Skrýtið 51 Leynd yfir fjölda leyniskjala er tengj- ast Svæði 51, eða Area 51, hefur verið aflétt. Í skjölunum kemur margt fróð- legt fram um svæðið sem hefur verið grunnurinn að fjölda samsæriskenn- inga sem flestar snúa að því að leyni- þjónusta Bandaríkjanna hafi geymt geimskip þar. Sannleikurinn er þó nokkuð athyglis- verður en á Svæði 51 geymdi bandaríski herinn tilraunaútgáfur af hernaðar- tólum sínum. Bandaríska leyniþjónustan CIA bjó til Svæði 51 árið 1955 til að prófa og þróa háleynileg vopn í Nevada- eyðimörkinni. Rúmum 50 árum síð- ar er stöðin enn ekki til í neinum gögnum eða skjölum bandarískra stjórnvalda. Í leyniskjölunum kemur þó fram að svæðið hafi verið þar sem OXCART-verkefni fór fram en þar reyndu vísindamenn að hanna nýja gerð njósnaflauga. Sovétmenn fylgdust með svæðinu Þrátt fyrir að Svæði 51 væri leynilegt og enginn utanaðkomandi fengi að- gang að því þótti starfsmönnum CIA ástæða til að leggja ýmislegt á sig til að fela njósnaflaugina fyrir Sovét- mönnum sem reyndu hvað þeir gátu til að fá upplýsingar um verkefni Bandaríkjahers. Í ljós kom að sovésk- um njósnagervihnetti var reglulega beint að Svæði 51. Bandarísku leyni- þjónustunni tókst þó að halda OXC- ART að mestu leyndu. T.D. Barnes, fyrrverandi starfs- maður á Svæði 51, sagði í samtali við National Geog- raphic að leyniþjónustunni hafi tekist vel að fela svæðið fyrir Sovét- mönnum. Barnes er ekki lengur bundinn trúnaði um störf sín á svæð- inu og gat því sagt frá upplifun sinni. „Á morgunfundum okkar þar sem við ræddum öryggismálin fengum við lista yfir gervihnetti sem Sovét- menn höfðu á lofti og við vissum ná- kvæmlega hvenær þeim yrði beint að okkur.“ Voru ávallt tilbúnir með flugskýli Njósnavélin sem OXCART snérist um var meðal annars prófuð úti við. Það skapaði stórt vandamál þar sem flugvélin mátti aldrei sjást á gervin- hattamyndum Sovétmanna. Barnes segir að sérstök flugskýli hafi verið sett upp sem auðvelt var að smeygja flugvélinni undir svo að hún sæist ekki á gervihnattamyndunum. „Ef flugvél þurfti að vera úti við á með- an gervihnöttur skannaði svæðið var flugvélinni skutlað undir skýlið,“ út- skýrði hann. Annar fyrrverandi starfsmaður á Svæði 51, Freedman, tók undir með Barnes og sagði í samtali við Natio- nal Geographic að þetta hefði gert alla vinnu í kringum njósnavélina mjög flókna. „Að byrja á því að vinna við flugvélina og þurfa síðan að hlaupa með hana inn í skýl- ið og síðan draga hana aftur út og síðan hlaupa bara aftur með hana inn og út – það verður erfitt til lengd- ar,“ sagði Freedman. Gerðu gerviflaugar Þrátt fyrir að leggja mikið á sig við að halda OXCART-verkefninu algjör- lega leyndu komust njósnarar CIA að því að Sovétmenn hefðu teikning- ar af njósnavélinni í fórum sínum. Töldu njósnararnir að teikningarnar væru unnar út frá gervihnattamynd- um sem teknar voru með innrauð- um geislum. Þar sem sólin hitaði jörðina í Nevada-eyðimörkinni á Svæði 51 sást alltaf kald- ur skuggi þar sem flug- vélin hafði verið staðsett, sama þótt hún væri undir flugskýlinu. „Þetta var eins og á bílastæði,“ útskýrði Barnes. „Eftir að allir bílarnir hafa verið færðir er enn hægt að sjá hversu margir bílar voru á stæðinu vegna mismunandi hitastigs í jörðinni.“ Eftir að þetta varð ljóst fóru starfs- menn Svæðis 51 að smíða gerviflug- vélar út frá eigin ímyndunarafli til að koma í veg fyrir að Sovétmennirn- ir gætu lesið eitthvað raunverulegt í teikningarnar sínar. Þessar gervi- flugvélar voru smíðaðar úr alls konar hlutum, til að mynda pappakössum. Allt var þetta gert til að aðrir skuggar sæjust á myndum Sovétmanna en af OXCART-njósnavélinni sjálfri. Aðalsteinn Kjartansson blaðamaður skrifar adalsteinn@dv.is n Leyniskjöl um Svæði 51 hafa verið gerð opinber n Fyrrverandi starfsmenn af svæðinu í viðtali við National Geographic n Gerðu allt til að blekkja Sovétmenn Prófuð úti við Tilraunir voru gerð- ar á njósnaflauginni undir berum himni. Það skapaði ýmis vandamál fyrir bandarísku leyniþjónustuna. Engin geimskip Starfsmennirnir af Svæði 51 sem National Geographic ræddi við segja njósnaflaugar hafi verið þróaðar á svæðinu og að þar hafi engin geimskip verið. Grjóthörð amma Ernestine kallar ekki allt ömmu sína þegar kemur að líkamsrækt. Hundurinn átti 230 milljónir: Ríkasti hundur heims dauður Ríkasti hundur heims, Trouble, er dauður. Hundurinn átti jafn- virði um 230 milljóna íslenskra króna en hann var þó arfleiddur að tæplega 1,4 milljarða króna auði húsbónda síns þegar hús- bóndinn lést árið 2007. Það var hóteleigandinn Leona Helms- ley sem var húsbóndi þessa ríka hunds en hún hafði auðgast vel á hótelkeðjunni sinni. Enginn veit hvað á að gera við fjárhæðirnar sem Trouble átti því eðli máls- ins samkvæmt hafði hann enga erfðaskrá gert. Dómari úrskurðaði, eftir að Helmsley lést, að Trouble hefði ekkert við hátt í 1,4 milljarða að gera og lækkaði fjárhæðina í jafn- virði um 230 milljóna króna. Pen- ingarnir áttu að tryggja velferð hundsins sem hafði verið besti vinur Helmsley áður en hún dó. Trouble var frá dauða Helmsley í umsjá hótelstjórans á Helms- ley Sandcastle Hotel í Sarasota í Flórída í Bandaríkjunum. Þó að nú fyrst berist fréttir af dauða Trouble drapst hundur- inn 13. desember síðastliðinn að því er fram kemur í máli Eileen Sullivan, talsmanns Helmsley- góðgerðasjóðsins. „Hún var brennd,“ sagði Sullivan í samtali við erlenda fjölmiðla um málið. Fjármunirnir sem voru í eigu hundsins hafa verið færðir, í það minnsta tímabundið, inn í góð- gerðasjóðinn þar sem enginn veit hvað á að gera við þá. Helmsley vakti mikla athygli þegar hún arfleiddi Trouble að auðæfunum. Bandaríska fjár- málatímaritið Forbes setti ákvörðunina í þriðja sæti á lista sínum yfir „101 heimskustu augnablikin í viðskiptum“. Pen- ingarnir áttu eins og áður segir að nýtast í þann kostnað sem fylgdi hundinum. Voru þá hótelstjóran- um sem sá um Trouble greiddar tæpar 1,2 milljónir króna á ári fyrir að fylgjast með hundinum. Bróðir Helmsley fékk jafnvirði um 1,7 milljarða króna í arf en hún valdi tvö af fjórum barna- börnum sínum sem erfingja. Þau tvö sem fengu arf eftir ömmu sína fengu jafnvirði 1,2 millj- arða króna í arð sem var talsvert minna en hundurinn átti að fá. Dómarinn sem ákvað að hundur- inn fengi einungis 230 milljónir ákvað að veita hinum barnabörn- unum tveimur hluta þeirrar fjár- hæðar sem hann svipti hundinn. Þrátt fyrir að í erfðaskrá Helmsley hafi skýrt komið fram að hún vildi að hundurinn yrði jarðaður við hlið sér var Trouble brenndur. Ekki fékkst leyfi fyrir því að jarða hundinn í kirkjugarði sem ætlaður er mönnum. adalsteinn@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.