Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.2011, Síða 60
60 | Tækni Umsjón: Aðalsteinn Kjartansson adalsteinn@dv.is 15.–19. júní 2011 Helgarblað
M
iklar sviptingar hafa verið
hjá stórfyrirtækjum innan
tæknigeirans. Facebook
hefur sogað til sín starfs
menn frá öllum helstu tæknifyrir
tækjum heims á meðan Microsoft,
eitt stærsta hugbúnaðarfyrirtæki
í heimi, virðist aðeins tapa starfs
mönnum til samkeppnisaðilanna.
Til að skoða nánar hvernig þró
un síðustu ára hefur verið inn
an tæknigeirans hefur bandaríska
vefsíðan TopProspect tekið sam
an lista yfir hvernig þróunin hefur
verið.
Twitter og Facebook hafa
stækkað mest
Til að fá sem nákvæmasta niður
stöðu um hvaða fyrirtæki hefur
stækkað mest með tilliti til þeirra
starfsmanna sem þeir hafa náð frá
samkeppnisaðilum sínum ákváðu
starfsmenn TopProspect að reikna út
hversu marga starfsmenn hvert fyrir
tæki fékk á móti hverjum töpuðum.
Samkvæmt þeim niðurstöðum kom
í ljós að Twitter hefur náð til sín ríf
lega 10 starfsmönnum á móti hverj
um starfsmanni sem þeir hafa misst.
Face book kemur næst í röðinni en
fyrirtækið hefur ráðið rúmlega 8
starfsmenn á móti hverjum starfs
manni sem þeir hafa misst.
Facebook stækkar langmest
Tæknifyrirtækin bjóða bestu og verð
mætustu starfsmönnum sínum upp
á margs konar samninga. Facebook
virðist þó hafa eitt fram yfir hin fyrir
tækin – að bjóða upp á eitthvað nýtt.
Hraður vöxtur Facebook hefur verið
ótrúlegur og hefur fyrirtækið náð fót
festu á stórum mörkuðum á skömm
um tíma. Þetta hefur heillað starfs
menn tæknifyrirtækja sem sumir
hverjir hafa fórnað betri launum og
starfskjörum hjá Google og Micro
soft til þess eins að taka þátt í Face
bookverkefninu.
Microsoft tapar flestum
starfsmönnum
Microsoft hefur að undanförnu misst
rúmlega 30 starfsmenn á móti hverj
um einum starfsmanni sem þeir
hafa fengið frá Facebook. Að sama
skapi hefur einn helsti keppinautur
Face book á auglýsingamarkaðnum,
Google, misst ríflega 15 starfsmenn
á móti hverjum einum starfsmanni
sem fyrirtækið hefur náð af Face
book. Fyrirtækið er líka næstneðst
þegar tölur um hversu marga starfs
menn fyrirtækið hefur misst í heild
á móti þeim starfsmönnum sem það
hefur ráðið til sín. Sá samanburður
leiðir í ljós að fyrirtækið hefur ein
ungis náð til sín 0,3 starfsmönnum á
móti hverjum einum sem það hefur
misst.
Yahoo og Microsoft
Athyglisvert er að sjá í tölunum að
bandaríska netfyrirtækið Yahoo er
eina stóra tæknifyrirtækið sem miss
ir fleiri starfsmenn yfir til Microsoft
en það fær frá fyrirtækinu. Fyrirtækið
hefur tapað tæplega 4 starfsmönnum
fyrir hvern einn sem þeir hafa náð frá
Microsoft. Bæði Microsoft og Yahoo
eru þá einnig þau fyrirtæki sem misst
hafa hvað flesta starfsmenn til sam
keppnisfyrirtækja. Á þann lista kom
ast einnig fyrirtækin eBay og Ama
zon auk Google sem líkt og Microsoft
er einnig á þeim lista sem náð hefur
hvað flestum starfsmönnum af sam
keppnisaðilum sínum.
Kaupa
birtingarhús
fyrir tugmilljarða
Google hefur keypt birtingarhúsið AdMeld
fyrir 400 milljónir dala, sem er jafnvirði
rúmlega 42 milljarða króna. AdMeld hefur
sérhæft sig í auglýsingum á vefnum en það er
helsta tekjulind Google, sem er eitt arðvæn-
legasta tæknifyrirtæki heims. Fyrirtækið
hefur verið starfandi frá árinu 2007 en það
hefur safnað um 30 milljónum dala, jafnvirði
um 3,5 milljarða króna, frá ýmsum fjárfestum
í hlutafé. Forstjóri fyrirtækisins hefur góða
reynslu úr auglýsingabransanum en hann sá
um vefauglýsingar á MySpace allt þangað til
Rupert Murdoch, eigandi MySpace, rak hann
fyrir að ná ekki settu tekjumarki.
Forstjóri
Nintendo
orðlaus
Satoru Iwata, forstjóri Nintendo, segist
hissa á viðbrögðum markaðarins við útkomu
nýjustu leikjatölvu fyrirtækisins. Hlutabréf í
Nintendo lækkuðu um nærri 10 prósentustig
á fyrstu tveimur dögunum eftir að tilkynnt
var um útgáfu tölvunnar sem á að vera
næsta skref í Wii-línu fyrirtækisins. Í stað
hefðbundins stýripinna eða fjarstýringar
er tölvan búin eins konar spjaldtölvu. Sala
á tölvunum hefst ekki fyrr en á næsta ári
en miðað við viðbrögð fjárfesta er hún ekki
líkleg til vinsælda.
Facebook
bætir útlitið
Samfélagsvefurinn Facebook hefur
fest kaup á hugbúnaðarhönnunarfyrir-
tækinu Sofa. Fyrirtækið, sem staðsett er í
Amsterdam í Hollandi, hefur verið starfrækt
frá árinu 2006. Hefur fyrirtækið tekið þátt í
að hanna merki og viðmót fyrir fjölda stórra
hugbúnaðarfyrirtækja á borð við Mozilla
og Tom Tom. Það kemur því ekki á óvart að
allir starfsmenn Sofa munu ganga til liðs við
hönnunardeild Facebook. Það má því búast
við því að Facebook fari að lappa upp á útlit
síðu sinnar en viðmótsbreytingar á Facebook
hafa lagst misvel í notendur síðunnar.
BlackBerry
PlayBook
til Evrópu
Stjórnendur BlackBerry PlayBook-spjaldtölv-
unnar tilkynntu á föstudag að fyrirtækið ætli
sér að hefja sölu á tölvunum í 16 löndum utan
Norður-Ameríku á næstu mánuðum. Tölvan
er talin vera líklegasta tölvan til að veita
iPad-spjaldtölvunum frá Apple einhverja
raunverulega samkeppni. Tækið hefur þó
fengið misjafna dóma en það kom á markað
í Bandaríkjunum og Kanada í apríl. PlayBook
verður meðal annars seld í Frakklandi, Bret-
landi og Þýskalandi á næstu mánuðum.
Skype stefnt í Evrópu og Bandaríkjunum:
Skype verst í tveimur heimsálfum
Internetsímafyrirtækinu Skype hefur
verið stefnt í Bandaríkjunum fyrir að
meinta notkun á einkaleyfisbundinni
hugbúnaðarlausn. Það er Via Vadis
LLC, hugbúnaðarfyrirtæki í Lúxem
borg, sem stefnt hefur Skype. Stefnan
kemur fram aðeins einum mánuði eft
ir að Microsoft lét í ljósi áhuga á því að
fjárfesta í Skype fyrir 8,5 milljarða dala,
sem er jafnvirði 981,6 milljarða króna.
Fyrirtækið hefur einnig stefnt Skype í
Evrópu, bæði í Þýskalandi og Lúxem
borg, vegna sama máls.
Dómstóll í Lúxemborg gaf út leitar
heimild svo hægt væri að sækja gögn
í höfuðstöðvar Skype í Lúxemborg.
Skype hefur ekki viljað sýna neinum
umrædda kóða, sem Via Vadis telur
að séu hluti af einkaleyfisvarinni hug
búnaðarlausn frá fyrirtækinu, og hefur
áfrýjað úrskurðinum um leitarheim
ildina. Stjórnendur Via Vadis vilja
meina að Skype noti tvær mismun
andi lausnir frá fyrirtækinu án leyfis.
Stjórnendur Skype hafa ekkert viljað
tjá sig um málið.
Skype var brautryðjandi á sviði
símaþjónustu í gegnum veraldar
vefinn og högnuðust stofnendur
og fyrstu fjárfestar í fyrirtækinu vel
á fjárfestingunni. Fyrirtækið hefur
vaxið mikið síðan það var stofnað
en á sama tíma hafa samkeppnisað
ilar skotið niður rótum. Fyrirtækið
glímir því við sífellt fleiri samkeppn
isaðila en Skype hefur að mestu náð
að halda tryggri stöðu á markaðnum.
Er áhugi Microsoft á fyrirtækinu gott
dæmi um það.
Via Vadis hefur farið fram á að
Skype hætti undir eins að nota lausnir
fyrirtækisins og hefur einnig farið fram
á skaðabætur. Microsoft vill Skype Steve Ballmer, forstjóri Microsoft, og forstjóri Skype, Tony Bates,
mánuði áður en Skype var stefnt. MYNd ReuTeRS
Allir missa starfs-
fólk til Facebook
n Yahoo missir flest starfsfólk til
samkeppnisaðila n Twitter og Face-
book hafa stækkað mest n Allir
missa starfsmenn yfir til Facebook
Umferð starfsmannanna
FACEBOOK GOOGLE
YAHOO MICROSOFT
LINKEDIN APPLE
15,5 á móti einum
30,5 á móti einum
11 á m
óti einum
2 á m
óti einum10
,5
á
m
ót
i e
in
um
3,6 á móti einum
7,6 á móti einum
43 á m
óti einum
3,2
á m
óti e
inu
m
1 á móti 1 1 á móti 1
22
á m
óti
ein
um
4,
8
á m
ót
i e
in
um
5
á m
ót
i e
in
um
5,2 á m
óti einum
1,3 á m
óti einum
Þessi mynd sýnir í hvaða hlutföllum starfsmenn flytjast á milli fyrirtækja.
„ ...sumir hverjir
hafa fórnað betri
launum og starfskjörum
hjá Google og Microsoft
til þess eins að taka þátt
í Facebook-verkefninu.
Sogar til sín starfsfólk Mark
Zuckerberg virðist hafa einstakt
lag á að fá starfsfólk í vinnu til
sín. MYNd RobeRT GAlbRAiTH / ReuTeRS