Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.2011, Blaðsíða 70

Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.2011, Blaðsíða 70
70 | Fólk 15.–19. júní 2011 Helgarblað Davíð Guðbrandsson leikari er byrjaður á Séð og heyrt: „Mig vantaði bara sumardjobb og sótti um eftir að hafa séð auglýs- ingu,“ segir Davíð Guðbrandsson leikari. Hann er byrjaður að vinna sem blaðamaður á Séð og heyrt þar sem hann verður í sumar. Davíð segir að það sé stund- um þannig í leiklistinni að nokkur tími geti liðið á milli verkefna. „Það kemur stundum hálfgert örvænt- ingartímabil á milli verkefna, þar sem maður heldur að ferillinn sé búinn þegar eitt verkefni klárast. En svo kemur oftast eitthvað nýtt,“ seg- ir hann spurður hvort leiklistin fái nú að víkja. Davíð hefur allt eins áhuga á því að starfa í kringum fjölmiðla í náinni framtíð. Hann segist vel getað hugs- að sér að fást við dagskrárgerð í sjón- varpi eða annað slíkt. „Ég hef verið að pæla í að bæta við mig einhverri menntun og var farinn að skoða fjöl- miðlafræði og eitthvað þess háttar. Ég veit ekki hvað ég geri en þetta er alla vega ágætis leið til að prófa einn anga þessa geira,“ segir hann. Fyrsta verkefni Davíðs var að skrifa dálk sem heitir „Móment“ en þar skrifa blaðamenn hugleið- ingar um allt milli himins og jarðar. „Ég hafði alveg frjálsar hendur. Það var ekki gott að fá ekki skýrari leið- beiningar en þær við fyrsta verk- efnið, þannig að ég endaði á því að skrifa einhverja bölvaða vitleysu um mannanöfn,“ segir hann og hlær. Hann segist kunna ágætlega við starfið. „Við hérna í tímaritsdeild- inni á Birtíngi erum öll undir sama þaki og það er líf og fjör við skrif- borðið. Hér vinnur skemmtilegt fólk,“ segir hann. Aðspurður hvort það muni ekki hjálpa honum í starf- inu að þekkja marga leikara og ann- að frægt fólk segir hann í léttum dúr: „Það er fínt að hringja í félagana og bögga þá aðeins. Ég ætla að vona að ég eigi einhvers staðar einhverja vel- vild inni og að ég standi ekki vinalaus uppi eftir sumarið.“ baldur@dv.is S öngkonan Svala Björgvins- dóttir trúlofaðist kærasta sínum til margra ára, Ein- ari Egilssyni, um síðustu helgi. Þau búa saman í Los Angeles þar sem þau vinna hörðum höndum að því að koma hljóm- sveit sinni Steed Lord á framfæri. Lífið virðist leika við turtildúfurnar í englaborginni þessa dagana því á dögunum lönduðu þau samningi við Fox-sjónvarpsstöðina um að tónlist eftir Steed Lord yrði notuð í þáttunum So You Think You Can Dance. Einar og Svala hafa verið saman til fjölda ára. Fyrr á þessu ári sagði Svala frá ástinni í viðtali við DV. „Ég sá Einar fyrst á skemmtistaðnum Tunglinu í desember 1993. Það var ást við fyrstu sýn. Við byrjuðum síðan saman 4. mars 1994 á stað sem hét Ingólfscafe þar sem ég söng í fyrsta skipti lagið Was That All It Was með bandinu mínu Scope. Við Einar hættum reyndar saman nokkrum sinnum á menntaskóla- aldrinum en gátum aldrei slitið sambandinu alveg. Svo fórum við að búa saman í janúar 2002 og höfum búið saman síðan,“ sagði Svala, sem er enn jafnástfangin og hún var þeg- ar hún kynntist honum fyrst. „Við erum sálufélagar og við erum alltaf svo skotin hvort í öðru. Við erum saman í hljómsveit og við vinnum saman. Það er stund- um erfitt og við rökræðum og ríf- umst stundum um fáránlega hluti en við förum aldrei ósátt að sofa. Við ræktum sambandið með því að skemmta okkur og hlæja og hafa húmor fyrir lífinu. Ég er ekkert mikið fyrir svona klisjulega róman- tík þannig að mér finnast litlu hlut- irnir skipta máli. Við lentum í bíl- slysi saman og það að vita ekki hvort maki manns lifi það af lætur mann líta á lífið með öðrum augum. Mað- ur er bara þakklátur fyrir hvern dag sem við eigum saman,“ segir hún, en eins og flestir vita þá lentu þau í alvarlegu bílslysi á Reykjanesbraut- inni árið 2009. Svala sagði einmitt í þessu sama viðtali frá því hvernig Einar bjargaði lífi hennar. „Það eina sem bjargaði okkar lífi voru beltin. Ég var nýbúin að spenna á mig belt- ið þegar bíllinn kom á 100 km hraða beint framan á okkur. Það var Einari að þakka, hann suðaði í mér að fara í belti aftur í. Sem betur fer gerði ég það. Einar bjargaði lífi mínu,“ segir hún og er virkilega ánægð með sinn mann. „Það er svo dásamlegt að búa með sálufélaga sínum og geta unnið saman. Einar slasaðist lífshættulega þegar við lentum í slysinu og hann var í öndunarvél í fjóra daga. Við vissum ekkert hvort hann myndi lifa af aðgerðirnar. Þegar Einar vaknaði þá var ég svo þakklát en við tók fjög- urra mánaða spítalavist og aðgerðir. Hann stóð sig svo vel, var svo mikil hetja og alltaf svo jákvæður og sterk- ur andlega. Ég fattaði þá hvað ég væri heppin að eiga svo yndislegan mann. Hann er 50 prósent öryrki í dag en hann lætur ekkert stoppa sig og það gerir mig svo stolta af hon- um. Hann er algjör fyrirmynd.“ Að lokum var hún spurð út í barneignir og sagði að vissulega langaði þau til að fjölga í fjölskyld- unni sinni með því að eignast barn saman. „Við eigum kisubörn. Okkur langar alveg til að eignast eitt stykki alvörubarn. Það kemur bara þegar það á að gerast.“ viktoria@dv.is Sálufélagar trúlofa sig Svala og Einar í Steed Lord: Ást við fyrstu sýn Einar og Svala hafa verið saman í mörg ár og hafa nú sett upp hringa. mynD BraGi Þór Jósefsson María Sigrún og Travolta Fréttakonan skeleggja María Sigrún Hilmarsdóttir nýtur lífsins í Los Angeles um þessar mundir. Á dögunum skoðaði hún stjörnur fræga fólksins þar sem hún stillti sér meðal annars upp við stjörnu leikarans góðkunna Johns Travolta. Myndina lét hún svo inn á Facebook-síðu sína þar sem vinir fréttakonunnar veltu fyrir sér hvenær hún fengi sína eigin stjörnu í stjörnuborginni. DV1106104603 eða DV1106107625 Fínt að bögga Félagana Ánægður á séð og heyrt Davíð kann vel við sig hjá Birtíngi. Fyrsta greinin hans var „vitleysa um mannanöfn“ mynD rakel ósk Anna Svava bloggar um Tógó Anna Svava Knútsdóttir og kvikmynda- gerðarkonan Ásta Briem eru staddar í Tógó og dvelja þar í sumar við sjálfboðastarf. Þær halda úti bloggi þar sem þær lýsa reynslu sinni á annasvavaogastaitogo.wordpress. com. Anna Svava birti nýlega skemmti- legar staðreyndir um muninn á verðlaginu í Tógó og hér heima á Íslandi. Vatnið er til að mynda frekar dýrt en 1,5 lítrar af vatni kosta 87 krónur og Anna Svava tekur fram að þær stöllur drekki að minnsta kosti 2 lítra á dag. Bananabúnt kostar 25 krónur – þetta eru litlir bananar sem eru seldir út um allt. Að fylla bensíntankinn kostar 5.000 krónur. Laun kvennanna sem vinna á barnaheim- ilinu sem Anna Svava vinnur á eru12.500 krónur og laun bankamanna í Tógó eru um 25.000 kr. á mánuði. Skólamatur barnanna í hádeginu kostar aðeins 25 krónur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.