Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.2012, Blaðsíða 6
Vill að Davíð verði ávíttur
n Guðni íhugar málsókn vegna greinar um forsetann
É
g hef aldrei séð jafn mikið orð-
bragð og viðbjóð um forseta
landsins sem ekki sæma manni
úr þessari stétt,“ segir Guðni
Ágústsson, fyrrverandi ráðherra, sem
hefur tilkynnt guðfræðinginn Davíð
Þór Jónsson til Biskupsstofu. Ástæð-
an er grein hans um Ólaf Ragnar
Grímsson, forseta Íslands, sem birt-
ist á bloggsíðu Davíðs daginn fyr-
ir forsetakosningarnar 30. júní síð-
astliðinn. „Maður sem gengið hefur
í gegnum guðfræðideild og lært sið-
fræði, og er falið það vandasama verk
að vera í þjónustu fyrir börn og ung-
linga. Þetta ber vott um að hann geti
varla verið fær um það starf, nema
hann hafi verið í einhverju annarlegu
ástandi,“ segir Guðni.
Greinin nefnist Að kjósa lygara
og rógtungu, en í henni sagði Davíð
Þór forseta Íslands hafa byggt kosn-
ingabaráttu sína á ósannindum og
níðrógi. Davíð starfar sem fræðslu-
fulltrúi Austurlandsprófastsdæm-
is en Guðni segir hann hafa ráðist
að sér og vænt sig um að hafa verið í
nasistaflokki. „Ég hef áður orðið fyr-
ir þessari árás og vann það mál fyr-
ir dómstóli, enda er enginn maður
jafn fjarri nasistanum og ég og Ís-
lendingar yfir höfuð,“ segir Guðni
sem ræddi þetta við biskup Íslands.
„Ég sagði biskupi að það væri
erfitt á þessum tímum þegar kirkjan
væri að endurskipuleggja sig að sitja
uppi með svona þjón. Ég gerði kröfu
til þess, sem kristinn maður og þjóð-
kirkjumaður, að þessi maður myndi
gjalda fyrir svona skrif um forseta Ís-
lands og ráðast svona að æru minni.
Auðvitað íhuga ég að fara með þetta
mál fyrir dómstóla,“ segir Guðni.
„Ég tel hárrétt að ávíta þennan
mann og að biskup og kirkja skoði
gang sinn að vera með svona þjón
sem kemur svona fram við almenna
borgara og forseta landsins.“
6 Fréttir 6.–8. júlí 2012 Helgarblað
Klagar Davíð Guðni Ágústsson, fyrr
verandi ráðherra, hefur tilkynnt Davíð Þór
Jónsson til Biskupsstofu.
Þ
að hefur margsinnis kom-
ið fram og stendur skýrum
stöfum í samstarfsyfirlýsingu
stjórnarflokkanna að endan-
lega ákvörðun um aðild Ís-
lands að ESB mun íslenska þjóðin taka
í sérstakri þjóðaratkvæðagreiðslu,“
segir Jóhanna Sigurðardóttir, forsætis-
ráðherra og formaður Samfylkingar-
innar, í samtali við DV. Ólafur Ragnar
Grímsson, forseti Íslands, sagði í við-
tali sem birtist í mánudagsblaði DV að
samkvæmt „plani stjórnvalda“ stæði
til að hafa þjóðaratkvæðagreiðsluna
um aðild Íslands að ESB ráðgefandi
en ekki bindandi.
Algerlega rangt
Jóhanna segir hins vegar að þessi full-
yrðing Ólafs Ragnars sé alröng. DV
leitaði viðbragða hjá Jóhönnu vegna
þessara ummæla Ólafs og sendi Jó-
hanna DV svar í tölvupósti. Þar seg-
ir meðal annars: „Þegar endanlegur
samningur liggur fyrir verður hann
lagður fyrir þjóðina til samþykkt-
ar eða synjunar og mun niðurstaða
þeirrar atkvæðagreiðslu verða bind-
andi um framhaldið. Hvort sem Al-
þingi mun formlega ganga frá mál-
inu eins og núverandi stjórnarskrá
gerir ráð fyrir eða hvort hægt verð-
ur að hafa þjóðaratkvæðagreiðsl-
una formlega bindandi til dæmis í
samræmi við fyrirliggjandi tillögur
stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá,
breytir engu um það að farið verður
að vilja þjóðarinnar. Annað kemur
einfaldlega ekki til greina.“
Í samræmi við samstarfsyfirlýsingu
Þessi yfirlýsing er í samræmi við
texta samstarfsyfirlýsingar stjórn-
arflokkanna, Samfylkingarinnar og
Vinstri grænna, en þar segir meðal
annars: „Ákvörðun um aðild Íslands
að Evrópusambandinu verði í hönd-
um íslensku þjóðarinnar sem mun
greiða atkvæði um samning í þjóðar-
atkvæðagreiðslu að loknum aðildar-
viðræðum. Utanríkisráðherra mun
leggja fram á Alþingi tillögu um að-
ildarumsókn að Evrópusambandinu
á vorþingi.“
Óþörf aðkoma
Ólafur Ragnar Grímsson lýsti því ít-
rekað yfir í kosningabaráttunni að
hann myndi tryggja að þjóðin fengi í
sínar hendur úrslitavald um inngöngu
Íslands í ESB. Samkvæmt þessari yf-
irlýsingu Jóhönnu er aðkoma hans
óþörf. Þóra Arnórsdóttir, helsti keppi-
nautur Ólafs Ragnars um forseta-
stólinn, hafði einnig lýst þeirri skoðun
sinni að forsetinn þyrfti ekki að beita
sér með þessum hætti í málinu.
Beitir áhrifavaldinu
Ólafur Ragnar Grímsson, sem er yfir-
lýstur andstæðingur ESB-aðildar, tók
einnig fram í viðtali við DV að hann
hygðist miðla rökum gegn inngöngu
í ESB til þjóðarinnar. Hann lýsti með-
al annars fyrir blaðamanni hversu
illa helstu ráðamenn Norðurland-
anna hefðu talað um evruna. Slíkum
sögum og fleirum væri hægt að koma
til vitundar þjóðarinnar í krafti þeirr-
ar athygli sem forsetinn fær.
Aðkoma Ólafs
Ragnars óþörf
n Jóhanna segir fullyrðingu Ólafs um ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu ranga
Baldur Eiríksson
blaðamaður skrifar baldure@dv.is
Ráðgefandi Ólafur sagði í viðtali við DV
að „plan stjórnvalda“ væri að hafa þjóðar at
kvæðagreiðsluna ráðgefandi – ekki bindandi.
Alltaf legið fyrir
Jóhanna segir að aldrei
hafi annað staðið til en
að endanleg ákvörðun
um aðild Íslands að ESB
yrði í höndum íslensku
þjóðarinnar. MynD ReuteRs
slys við skattstofu suðurlands:
Rann í hálku
og fær bætur
Íslenska ríkið er skaðabótaskylt
vegna slyss sem kona lenti í fyr-
ir utan Skattstofu Suðurlands í
janúar 2009. Konan féll í hálku í
tröppum við starfsmannainngang
skattstofunnar og lenti illa. Í slys-
inu hlaut konan samfallsbrot á
hrygg og lá á sjúkrahúsi í þrettán
daga af þeim sökum. Læknir mat
örorku konunnar átján prósent
eftir slysið.
Þar sem fasteignin sem Skatt-
stofa Suðurlands er staðsett í er
eign Ríkissjóðs Íslands fór kon-
an í mál við íslenska ríkið til að fá
bótakröfu viðurkennda. Rök kon-
unnar voru meðal annars þau að
umræddar tröppur, þar sem hún
rann, væru varasamar og ekkert
handrið væri við þær. Þá væri ekki
á það bætandi að engin hitalögn
væri undir þeim. Lögmaður ís-
lenska ríkisins krafðist sýknunar á
þeim forsendum að um „óhappa-
tilviljun“ hefði verið að ræða. Hér-
aðsdómur Reykjavíkur féllst hins
vegar ekki á þau rök og viður-
kenndi skaðabótaskyldu íslenska
ríkisins. Ákvörðun um bótafjár-
hæð var ekki tekin í málinu.
Skemmdar
vargar á
Akranesi
Leikvöllur á Akranesi er nánast
ónýtur eftir skemmdarvarga sem
hafa brotið niður rólur og brennt
net í fótboltamörkum. „Það er öm-
urlegt að horfa upp á þetta,“ segir
íbúi á svæðinu í samtali við hér-
aðsfréttamiðilinn Skessuhorn sem
hefur einnig greint frá skemmdar-
verkum við Byggðasafnið í Görð-
um. Þá hafa salernishús og gamli
vitinn á Suðurflös orðið fyrir
barðinu á skemmdarvörgum.
Hafa þessi skemmdarverk verið
kærð til lögreglu að sögn Tómasar
Guðmundssonar, verkefnastjóra
hjá Akranesstofu, en hann biður
íbúa um að vera á varðbergi.