Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.2012, Qupperneq 14

Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.2012, Qupperneq 14
M eð honum fór ekki að­ eins ein manneskja held­ ur fallegt líf og framtíð ungs drengs. Vegna þess að önnur manneskja tek­ ur þá ákvörðun að hegða sér með ábyrgðarlausum og ófyrirleitnum hætti og að aka á þessum ógeðfellda hraða. Og fyrir það er hann dæmd­ ur í sex mánaða fangelsi sem er skilorðsbundið til tveggja ára, segir Róbert Ólafsson, faðir Eyþórs Darra Róbertssonar sem lést eftir bílslys á gatnamótum Geirsgötu og Tryggva­ götu í Reykjavík í ágúst í fyrra. Eyþór lést, 14. ágúst, degi fyrir 18 ára af­ mælið sitt. Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi Ökumaður bílsins var á fimmtudag dæmdur í Héraðsdómi Reykjavíkur í sex mánaða fangelsi fyrir mann­ dráp af gáleysi en fresta skal fulln­ ustu þeirrar refsingar haldi hann skilorð í tvö ár frá birtingu dómsins. Þá var pilturinn sviptur ökuréttind­ um í þrjú ár og gert að greiða for­ eldrum Eyþórs Darra sex milljónir í miskabætur. Þrír voru í bílnum þegar árekstur­ inn átti sér stað, Eyþór Darri sem sat í aftursæti bílsins, ökumaður bíls­ ins og vinur þeirra. Tveir þeir síðar­ nefndu sluppu með skrámur. Sér­ fræðingar segja bílinn hafa verið á 119 kílómetra hraða þar sem há­ markshraði er 50 en öku maðurinn segist hafa verið á 70 kílómetra hraða. Hann játaði fyrir dómi að bera ábyrgð á dauða vinar síns en ágreiningur var um hraðann. Fyrir dómi lýstu ökumaðurinn og eftirlif­ andi farþegi tildrögum þannig að þeir hefðu stöðvað við hlið annars bíls á umferðarljósum við Hörpu. Í næsta bíl voru þrjár stelpur á svip­ uðum aldri og þeir hafi verið að fífl­ ast í þeim. Á grænu ljósi hefðu þeir gefið aðeins í en ekki hefði verið ætlun þeirra að fara í spyrnu. Stúlk­ urnar hægðu fljótlega á sér en þeir hafi farið fram fyrir bíl stelpnanna og sveigt á milli bíla og skyndilega misst stjórn á bílnum með fyrr­ greindum afleiðingum. „Reynir að fegra sinn hlut“ Róbert er ósáttur við ökumanninn sem hann segir hafa reynt að fegra sinn hlut. Ökumaðurinn var einn af bestu vinum Eyþórs Darra en Róbert segir hann ekki hafa verið í neinu sambandi við fjölskylduna eftir slysið. „Hann reynir að fegra sinn hlut með því að segjast hafa ekið á sjötíu þegar sérfræðingar hafa sagt að hann hafi verið á um 119 kílómetra hraða. Þannig er hann að neita ábyrgð og gera lítið úr verknaði sínum. Þetta er graf­ alvarlegt mál og vegna hans gjörða dó Eyþór,“ segir faðir Eyþórs en öku­ maðurinn hafði ekki ökuréttindi. „Eyþór Darri og vinur hans sem var í bílnum bera ábyrgð á því að hafa setið í bíl með honum, vitandi að hann væri bílprófslaus en á hrað­ anum ber ökumaður einn, það er ekki slys að aka á ofsahraða – það er ákvörðun tekin af frjálsum vilja.“ Stundaði ekki hraðakstur Róbert segir Eyþór Darra ekki hafa stundað hraðakstur. „Það voru tve­ ir bílar á heimilinu og ég hafði keypt ökurita í þá báða. Þannig fylgdist ég með því hvernig þeir bræður keyrðu og þeir voru ekki að stunda hraðakstur, það get ég stað­ fest. Eyþór myndi aldrei hafa keyrt svona,“ segir hann. Kvöldið sem Eyþór dó voru for­ eldrar hans og eldri bróðir í óða önn að undirbúa 18 ára afmælis­ veisluna hans sem halda átti daginn eftir. „Við höfðum verið að undir­ búa afmælið hans um daginn, ætl­ uðum að halda duglega upp á það. Hann átti afmæli á mánudeginum. Svo horfði maður á drenginn sinn á spítalanum og hugsaði með sér að hann yrði ábyggilega orðinn hress á morgun.“ Það var ekki raunin. Eyþór hafði slasast lífhættulega. Ofboðslegur tómleiki „Svo segir læknirinn okkur að það sé ekkert eftir, hann sé kominn í heiladá og næsta skref sé bara að taka hann úr öndunarvélinni,“ segir hann. Róbert segir ekkert erfiðara en að horfa upp á sitt eigið barn yfir­ gefa þennan heim. „Það er martröð og nokkuð sem ég held að ekkert foreldri jafni sig nokkurn tímann á. Það er búið að rista upp á manni hjartað og partur af manni er farinn og verður aldrei endurheimtur. Því fylgir ofboðslegur tómleiki og þung­ bær tilfinning. Sú tilfinning að vera búinn að jarðsetja son sinn og vit­ andi að með honum fór framtíðin.“ Engin áfallahjálp Róbert segir það hafa komið sér á óvart að engin hjálp hafi verið í boði eftir áfallið. „Viðmótið uppi á spítala var ofsalega hlýtt og gott. En eftir að þetta var búið að gerast þá var ekk­ ert meira fyrir okkur að gera en að fara bara heim. Okkur var ekki boð­ in nein hjálp eða neitt þannig. Ekk­ ert áfallateymi eða neitt. Þannig kom maður bara heim og þar var allt dótið og maður vissi ekkert hvað tæki við. Eftir jarðskjálfta er fólki boðið áfallahjálp og um daginn var starfsmaður í einhverju fyrirtæki rændur og allir fengu áfallahjálp en í svona þá er manni engin hjálp boðin.“ Róbert segist hugsa til Eyþórs Darra hvern einasta dag en hann hafi verið einstaklega gamansamur og hlýr drengur. „Hann var svo skemmtilegur og skapandi. Það var svo mikil gleði í honum og gam­ an að vera í kringum hann. Hann gat líka verið ofboðslega alvörugef­ inn og margir leituðu til hans. Hann var með gríðarlega sterka réttlætis­ kennd og var fyrsti maðurinn til að mæta á staðinn ef eitthvað bjátaði á hjá fólki. Hann var alveg ofboðslega vandaður strákur.“ Vill þyngja dómana Róbert vill að dómar í svona málum verði þyngdir. „Það á að senda skýr skilaboð í samfélagið um að glæfra­ akstur verði aldrei liðinn. Svona glæfraakstur er ávísun á örkuml og dauða, eins og hefur sannað sig í þessu tilviki. Það á að þyngja dóma í svona málum. Þeir eru með öllu úr takt við alvarleikann. Ef maður horfir til annarra landa þá eru mikið þyngri dómar þar.“ 14 Fréttir 6.–8. júlí 2012 Helgarblað „Var ofboðslega Vandaður drengur“ n Faðir Eyþórs Darra segir ökumann bílsins reyna að fegra sinn hlut n Lýsir Eyþóri sem hlýjum dreng Jarðarförin Mynd frá jarðarför Eyþórs Darra. Dó daginn fyrir 18 ára afmælisdaginn Eyþór Darri dó daginn fyrir 18 ára afmælið sitt. Myndin er tekin skömmu áður en hann dó. Fegðarnir Róbert og Eyþór Darri þegar Eyþór var ungur. „Það er búið að rista upp á manni hjartað og partur af manni er farinn og verður aldrei endurheimtur Viktoría Hermannsdóttir blaðamaður skrifar viktoria@dv.is Bíllinn Hér sést bíllinn á slysstað. Hann var mjög illa farinn eftir áreksturinn en Eyþór Darri var farþegi í aftursæti.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.