Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.2012, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.2012, Blaðsíða 18
Brasilíufanginn sem fékk 10 í Bókfærslu 18 Fréttir 6.–8. júlí 2012 Helgarblað S verrir Þór Gunnarsson, einnig þekktur sem Sveddi tönn, var handtekinn síðastliðinn mánudag af brasilísku lögreglunni í Rio de Janeiro. Sverrir er grun- aður um að hafa skipulagt smygl á 46 þúsund e-töflum til Bras- ilíu frá Lissabon í Portúgal. Sverr- ir var einn af höfuðpaurunum í stóra fíkniefnamálinu svokall- aða sem upp kom árið 1999 en þá hlaut hann sjö og hálfs árs fang- elsisdóm. Hann er sagður hafa verið afar umsvifamikill í glæpa- heiminum síðan hann losnaði af Litla-Hrauni og hefur búið bæði í Brasilíu og á Spáni auk þess sem spurst hefur til hans í Amsterdam. Íslenska lögreglan hefur ítrekað reynt að hafa uppi á Sverri án ár- angurs í tengslum við ýmis mál hérlendis auk þess sem hans hefur verið leitað af lögreglunni á Spáni og Interpol. Handtekinn á kaffihúsi Sverrir var handtekinn á kaffihús- inu Ipanema í Rio de Janeiro þegar fíkniefnin höfðu verið gerð upptæk seinnipart mánudags en þau voru í farangri Renötu Araujo Neves, 26 ára konu frá Brasilíu. Renata flaug til Rio de Janeiro frá Lissa- bon í Portúgal og fundust efnin við hefðbundið tollaeftirlit. Í far- angri hennar voru um 46 þúsund e-töflur og benti hún lögreglu á tvo vitorðsmenn, Sverri og kærasta sinn, Marco Dias Bittencourt e Silva. Sagði hún að þeir ætluðu að hjálpa henni við að selja eit- urlyfin og hugðist hún hitta menn- ina tvo á áðurnefndu kaffihúsi. Að svo komnu máli framkvæmdi lögreglan húsleit í íbúð Marcos og fann þar nokkuð magn af sýru ásamt marijúana. Sverrir hafði komið með sama flugi og Renata en lögreglan beitti sérstakri grein- ingaraðferð sem sýnir hversu oft hver farþegi flýgur og hvert. Þetta er gert til þess að koma auga á grunsamlegt ferðamynstur sem getur gefið til kynna smygl. Sverrir Þór gaf upp falskt nafn við komuna til Rio de Janeiro og þóttist vera 43 ára Breiðhyltingur sem ekki verður nafngreindur hér. Sá sagði í sam- tali við blaðamann DV að hann hefði ekki þekkt Sverri síðan í gamla daga. Þegar nafnið var sent íslenskum yfirvöldum komust þau fljótlega að því að sá maður var alls ekki í haldi lögreglu þar ytra. Það var ekki fyrr en brasilískir fjölmiðl- ar birtu myndir af hinum grunuðu að borin voru kennsl á Sverri. Burðardýr í Brasilíu Íslendingar hafa áður verið teknir höndum fyrir eiturlyfjasmygl í Brasilíu. Árið 2006 var Hlynur Smári Sigurðarson, þá 23 ára gam- all, gripinn í Brasilíu með kókaín í farteskinu og það sama var uppi á teningnum árið 2007 þegar Karl M. Grönvold var dæmdur til tæp- lega fjögurra ára fangelsisvistar í Sao Paulo. Karl hafði nokkrum sinnum farið sams konar leiðangra en þessi för til Brasilíu átti að vera sú síðasta í hlutverki burðardýrs. Svipað mál kom upp árið 2009 þegar Ragnar Erling Hermanns- son, sem þá var 25 ára, var hand- tekinn á flugvelli í borginni Reci- fe í Brasilíu með tæplega sex kíló af hreinu kókaíni. Athygli vekur að á þeim tíma var Sverrir Þór bú- settur í Recife. Árið 2010 kom upp stórt smyglmál hérlendis þar sem einn sakborninga viðurkenndi að hafa verið í samskiptum við Sverri Þór, sem þá var búsettur á Spáni, og millifært á hann þrjár milljón- ir króna. Þyngsta dóminn í málinu hlaut Davíð Garðarsson, dæmdur nauðgari, sem hafði verið á flótta undan réttvísinni um nokkurt skeið og meðal annars dvalist hjá Sverri Þór í Brasilíu. Stóra fíkniefnamálið Árið 2000 féll dómur í stóra fíkni- efnamálinu og markaði hann ákveðin tímamót í íslenskri réttar- n Sverrir Þór grunaður um aðild að fíkniefnasmygli í Brasilíu n Leiddist snemma út af beinu brautinni Jóhann Páll Jóhannsson blaðamaður skrifar johannp@dv.is Ólafur Kjaran Árnason blaðamaður skrifar olafurk@dv.is Nærmynd Nokkrir Íslendingar hafa afplánað fangelsisdóm í Brasilíu vegna fíkniefnasmygls og eru frásagnir þeirra allar á sama veg: Aðstæður í brasilísk- um fangelsum eru vægast sagt ömurlegar og samkvæmt úttekt Amnesty International eru mannréttindi þverbrotin í brasilískum fangelsum. Hlynur Smári Sigurðarson var árið 2006 dæmdur til þriggja ára fangelsisvistar í Brasilíu er kókaín fannst í fórum hans. Það var lán í óláni fyrir Hlyn að reynt hafði verið að svindla á honum og var það virt til refsilækkunar að efnið reyndist að mestu vera barnapúður. Á þeim tíma greindi Hlynur Fréttablað- inu frá ómannúðlegum aðstæðum í fangelsinu. Þá lýsti hann því hvernig samfangi hans hefði reynt að drepa hann fyrir sígarettu og sagðist ganga með tálgaðan tannbursta á sér ef ske kynni að einhver réðist á hann á ný. Hlynur deildi þar tveggja manna klefa með tíu öðrum föngum og fékk ekkert nema myglað brauð og ormafullt vatn sér til næringar. Jafnframt var Hlynur þess fullviss að lyfjum sem halda niðri kynhvötinni væri blandað út í kaffi og mat fanganna svo þeir nauðguðu ekki hver öðrum. Karl M. Grönvold var staðinn að tilraun til fíkniefnasmygls er sex kíló af kókaíni fundust í fórum hans á flugvelli í Sao Paulo í Brasilíu og hlaut hann tæplega fjögurra ára fangelsisdóm. Karl er sagður hafa verið fyrirmyndarunglingur og stundaði íþróttir af kappi. Skömmu áður en Karl var handtekinn í Brasilíu varð hann annar í kjöri um leikmann ársins í 1. deild karla í handbolta. Saga hans er sögð í bók Jóhannesar Kr. Kristjáns- sonar, Brasilíufanganum. Í bókinni koma fram ótrúlegar lýsingar á lífinu innan fangelsismúranna í Sao Paulo. Þar er nær ekkert hugað að hreinlæti, læknis hjálp er lítil sem engin og ósjaldan sýður upp úr á milli fanganna sem troðið er inn í fangelsin. Einnig lýsir Karl þeim umfangsmiklu fíkniefna- viðskiptum sem fram fara í fangelsunum, harðri neyslu fanganna og ofbeldi. Enginn framsalssamn- ingur er á milli Íslands og Brasilíu. Því verður að öllum líkindum réttað yfir Sverri þar í landi. Ljóst er að verði Sverrir fundinn sekur mun hann taka út refsingu sína við einhvern ömurlegasta aðbúnað sem fyrirfinnst í fangelsum heimsins. Skelfilegar aðstæður í fangelsum Brasilíu n Enginn framsalssamningur milli Íslands og Brasilíu sögu. Aldrei hafði verið dæmt í svo viðamiklu og þaulskipulögðu fíkniefnamáli hérlendis og aldrei höfðu fallið jafnþungir dómar. Sverrir Þór hlaut næstþyngsta dóminn í málinu eða sjö og hálfs árs óskilorðsbundið fangelsi. Auk þess voru rúmlega 20 milljónir króna gerðar upptækar hjá Sverri. Honum var gefið að sök að hafa móttekið 105 kíló af kannabisefn- um yfir nokkurra mánaða tímabil. Stóra fíkniefnamálið teygði anga sína til Danmerkur, Hollands og Bandaríkjanna og varðaði inn- flutning á gífurlegu magni kanna- bisefna, amfetamíns, kókaíns og e-taflna. Að auki voru gerðar upp- tækar haglabyssur, handjárn, loft- rifflar og raflostbyssur. Í kjölfar málsins var einnig dæmt í fyrsta skipti fyrir peningaþvætti fyrir ís- lenskum dómstólum en Sverr- ir skipulagði það í gegnum kjöt- vinnslufyrirtækið Rimax. Í þætti Sannra íslenskra sakamála um stóra fíkniefnamálið kemur fram að Sverrir Þór hafi lifað mjög hátt. Þar er hann sagður hafa átt miklar eignir, góða bíla og ganga í mjög dýrum fatnaði. Kynlífsþrælar í Ármúlanum Þó Sverrir hafi verið búsettur er- lendis frá því hann lauk afplánun vegna dóms í stóra fíkniefnamál- inu hefur hann haldið tengslum við Ísland og ætíð haft mörg járn í eldinum. Hann hefur til að mynda átt fasteignir víða, meðal annars hús í Ármúlanum í Reykjavík en lögreglan gómaði hóp af vændis- konum sem höfðust þar við árið 2006. Vændiskonurnar reyndust allar frá Brasilíu. Brasilísku stúlk- urnar voru kynlífsþrælar og var þeim ekið milli manna sem til- búnir voru að greiða fyrir afnot af líkama þeirra að því er fram kom í umfjöllun DV frá 2006. Aldrei var þó ákært í vændismáli tengdu húsnæðinu. Einnig fundust fíkni- efni á staðnum og íslenskt par sem hélt þar til var sakfellt fyrir fíkni- efnainnflutning frá Spáni. Karl- maðurinn var vinur Sverris og hafði leyfi hans til að nota hús- ið. Félagar Sverris úr stóra fíkni- efnamálinu héldu sumir upptekn- um hætti eftir að fangelsisvistinni lauk. Nokkrir þeirra voru hand- teknir aftur og dæmdir fyrir kóka- ínsmygl. Í einu smyglmáli kom fram að smyglarinn hefði millifært tugi milljóna króna til félags í eigu Sverris Þórs í Panama. Smyglarinn sagði í héraðsdómi að greiðslan hefði verið vegna byggingafram- kvæmda í Brasilíu. Snemma beygist krókurinn Sverrir Þór Gunnarsson er fæddur árið 1972 og leiddist snemma út af beinu brautinni. Hann var að- eins 16 ára þegar hann var fyrst „Þessi gaur er vingjarnlegur og góður í að tala fólk til
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.