Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.2012, Síða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.2012, Síða 27
Erlent 27Helgarblað 6.–8. júlí 2012 Afrísk drAugAborg U m 30 kílómetrum fyrir utan borgina Lúanda, höfuð borg Angóla í Afríku, er íbúða­ hverfið Nova Cidade de Kilamba. Þar er að finna 750 íbúða blokkir, nokkrar skóla byggingar, þjónustu stofnanir og versl anir. Sá galli er hins vegar á gjöf Njarðar að nánast allar þessar byggingar standa tómar – örfáar hræður búa í þeim. Að­ eins eru tvö ár síðan framkvæmdum á svæðinu lauk en það var kínverskur fjárfestingarsjóður sem sá um að reisa hverfið og tók framkvæmdin einung­ is þrjú ár. Áætlanir gerðu ráð fyrir að allt að 500 þúsund manns gætu búið í hverfinu þegar framkvæmdum lyki. Louise Redvers, fréttamaður breska ríkisútvarpsins BBC, heimsótti drauga­ hverfið fyrir skemmstu. Ekki efni á að kaupa „Ég kann mjög vel við þennan stað – hér eru bílastæði og hér getum við spil­ að fótbolta, körfubolta og hand bolta,“ segir hinn sautján ára Sebastiao Ant­ onio sem stundar nám í skóla í hverf­ inu. Skólinn var opnaður fyrir sex mánuðum og í honum eru nemendur sem nær allir búa í höfuðborginni, Lú­ anda. Antonio ferðast í þrjár klukku­ stundir á degi hverjum til að komast í skólann og aftur heim að skóladegi loknum. „Það er mjög rólegt hérna, mun rólegra en í höfuðborginni. Hér eru engir glæpir,“ segir Antonio en þegar hann er spurður hvort hann teldi að fjölskylda hans myndi einn daginn flytja í hverfið stendur ekki á svörum: „Það er ekki möguleiki, við höfum ekki efni á að kaupa okkur íbúð hérna. Og auk þess er enga vinnu að fá fyrir foreldra mína.“ Jack Franiciso, 32 ára, tekur und­ ir orð Antonios en hann fékk vinnu sem götusópari í hverfinu fyrir fjór­ um mánuðum. „Þú þarft að eiga mik­ ið af peningum til að geta búið hérna. Fólk eins og ég hefur ekki efni á því.“ Kostaði 440 milljarða Fyrstu íbúðirnar í Kilamba fóru í sölu fyrir rúmu ári. Af þeim 2.800 íbúð­ um sem fóru á sölu hafa einungis 220 selst. Í umfjöllum Redvers kemur fram að hún efist um að búið sé í öll­ um íbúðunum sem seldar hafa verið – fáir séu á ferli fyrir utan nokkra kín­ verska verkamenn sem vinna við frá­ gang í hverfinu. Þá séu engar verslan­ ir sem selja nauðsynjavörur opnar. Það var fjárfestingarsjóður í eigu kínverska ríkisins, CITIC, sem byggði hverfið og samkvæmt umfjöllun BBC nam kostnaðurinn 3,5 milljörðum dala, eða 440 milljörðum króna á nú­ verandi gengi. Erfitt að fá lán Á netsíðu fjárfestingarsjóðsins, þar sem íbúðirnar eru auglýstar til sölu, má sjá að þær kosta á bilinu 120 til 200 þúsund dali, eða 15 til 25 milljón­ ir króna. Það er mikill peningur fyrir marga íbúa Angóla, en samkvæmt umfjöllun BBC lifa tveir þriðju hlut­ ar íbúa á undir tveimur dölum á dag, eða 250 krónum. Á myndböndum, þar sem íbúðirnar eru kynntar, má sjá skælbrosandi fjölskyldur tjá sig um hversu frábært sé að búa í hverf­ inu. Þessar fjölskyldur búa þó ekki í hverfinu því um leikara er að ræða. Paulo Cascao, framkvæmda­ stjóri Delta Imobilaria, fasteigna­ sölu sem sér um sölu íbúðanna, segir að verðið á íbúðunum sé ekki of hátt – ekki ef litið er til gæða þeirra. „Það gengur hægt að selja þær vegna þess að fólk á erfitt með að fá lán.“ Borgað með olíu Yfirvöld í Angóla greiddu fyrir fram­ kvæmdina með olíu sem þýðir að í raun er búið að fjármagna fram­ kvæmdina. Ef ekki tekst að selja íbúðirnar munu yfirvöld í Angóla hins vegar sitja uppi með gagnslausa fjárfestingu og mikið tap. Manuel Clemente Jùnior, iðnaðarráðherra Angóla, segist þess fullviss að íbúð­ irnar muni seljast og lýsir fram­ kvæmdinni sem „algjörri snilld.“ Margir hafa gagnrýnt staðsetningu hverfisins og sagt að það sé of langt frá Lúanda. „Það eru alltaf einhverjir sem eru reiðubúnir að gagnrýna en við erum með góða vegi og það tek­ ur einungis um 15 til 20 mínútur að ferðast frá miðborginni.“ n Kínverjar byggðu risastórt hverfi í Angóla í skiptum fyrir olíu Nokkrir bílar Hér má sjá eina af mörgum götum í Kilamba. Nokkrir bílar eru á bílastæðum en afar fáir eru jafnan á ferli. Ráðherra Manuel Clemente segist þess fullviss að íbúðirnar muni seljast. Hann vísar gagnrýnisröddum á bug. Einar Þór Sigurðsson blaðamaður skrifar einar@dv.is „Þú þarft að eiga mikið af peningum til að geta búið hérna Kilamba Áætlað var að allt að 500 þúsund manns gætu búið í hverfinu. Miðað við núverandi ástand er ekki möguleiki að þær áætlanir gangi eftir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.