Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.2012, Side 31

Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.2012, Side 31
SamfylkingarandiHandverk ís- lenskra kvenna Kom vel saman Guðni Ágústsson um eitt af því sem ógnar Íslandi hvað mest. – MorgunblaðiðÁrni Johnsen vill binda framleiðslu lopapeysunnar við Ísland. – DVHallur Helgason sem kenndi Tom Cruise íslensku fyrir 20 árum. – DV Spurningin „Ég er ekki viss hvort ég fari á einhverja útihátíð.“ Ríkarður Hólm Bjarnarson 18 ára vinnur hjá skattinum „Nei, ég held ekki.“ Ægir Máni Magnússon 16 ára vinnur hjá skattinum „Ég var á Extreme Chill seinustu helgi og það var rosalega gaman.“ Sólrún María Arnardóttir 18 ára ísgerðarmaður „Nei, ég fer ekki á neina útihátíð en ég hefði viljað fara á Extreme Chill.“ Haukur Tandri Hilmarsson 20 ára afgreiðslumaður „Ég mun vera að vinna á Bestu útihátíðinni.“ Knútur Ingólfsson 19 ára vinnur á Hamborgarabúllunni Ætlar þú á úti- hátíð í sumar? 1 Eltu Tom Cruise á bílum í Reykjavík Ljósmyndarar reyndu að ná myndum af stórleikaranum. 2 „Við erum bara gjörsamlega dofin“ Hjördís Svan Aðalheiðardóttir sem staðið hefur í harðri forræðisdeilu við danskan barnsföður sinn. 3 ,,Það er kúkur í lauginni“ Sólveigu Antonsdóttur brá þegar hún sá kúk fljóta um í heita pottinum í Árbæjarlauginni. 4 Flóttaplan Katie Holmes Katie Holmes var búin að þaulskipuleggja skilnað sinn við Tom Cruise. 5 „Fréttamaðurinn og fræði-maðurinn flissuðu og skríktu“ Leiðarahöfundur Morgunblaðsins um umfjöllun Sjónvarpsins um forseta- kosningarnar. 6 6 ára drengur hélt afa sínum á lífi í tæpan sólarhring Lentu í slysi við utanvegaakstur í Kanada í síðasta mánuði. 7 Katie lofað frægð og frama fyrir að giftast Cruise Sögusagnir um dularfullt samkomulag Tom Cruise og Katie Holmes. Mest lesið á DV.is Jákvætt hugarfar Þ að gerðist nýverið að einstak­ lega leiðinlegur og óendan­ lega neikvæður maður kom til okkar í heita pottinn. Að vísu erum við vön því að fá annað veif­ ið til okkar fólk sem er svo leiðinlegt að það geislar af inngrónum leiðind­ um. En þetta fólk er svo skemmtilega leiðinlegt og svo laust við alla tilgerð að maður gleðst bæði þegar það birt­ ist og hverfur. Maðurinn, sá sem kom óvænt í pottinn um daginn, var aftur á móti svo ógnvekjandi leiðinlegur að potturinn breyttist í fúlan pytt. Vatnið varð að súrri og seigfljótandi eðju og lyktin varð óbærileg. Já, þið eruð að væntanlega velta því fyrir ykkur hvernig leiðindin birt­ ust. Og svarið er: Þau birtust í skelfi­ legri neikvæðni, bölsýni, rætni og illu umtali. Ég verð hér að játa það fyrir ykkur að ég hef stundum verið gagnrýninn í skrifum mínum, hef jafnvel jaðrað við að vera leiðinlegur. En allajafna eru það stjórnmálamenn og aðrir misyndismenn sem verða fyrir þeirri gagnrýnu hugsun sem ég reyni að koma á blað. Þá er ég að lýsa minni skoðun og reyni ekki að halda því fram að hún sé hin eina marktæka. En delíkventinn í heita pottinum, hélt því fram að hans drepleiðinlegu skoðanir væru hinar einu réttu. Hann úthúðaði lessum og hjólreiðafólki, hann talaði illa um allt fólk; ekki einvörðungu um framsóknarmenn, kvótakónga og aðra þjófa. Nei, hann talaði meira að segja illa um börn og gamalmenni. Hann talaði illa um Ólaf Ragnar og hann sagði að allir Íslendingar væru skít­ hælar, lygarar, afætur og rumpulýður. Potturinn var lengi að jafna sig eft­ ir hamfarirnar. En þegar mesti sorinn var horfinn og leiðinlegi maðurinn var á bak og burt, lofaði ég mér því að héðan í frá ætlaði ég að skoða lífið einungis með jákvæðu hugarfari og ávallt með glaðværð að leiðarljósi. Héðan í frá ætla ég að hafa gaman af öllu leiðinlegu fólki. Og ég er sann­ færður um að það muni hafa þau áhrif að leiðinlega fólkið verði skemmti­ legra fyrir vikið. Við sitjum saman í súpunni. Þetta er allt einn stór heitur pottur. Ég er til, vegna þess að við erum til. Kannski eru verstu leiðindaseggir hið ágætasta fólk þegar öllu er á botn­ inn hvolft. Kannski er leiðinlegi ná­ unginn í heita pottinum skemmti­ legur … þegar hann sefur. Kannski dreymir hann fallega drauma og kannski á hann eftir að verða einn af okkar jákvæðustu mönnum þegar fram líða stundir. Allt er þetta líf einsog tvíeggja sverð; það sem einum þykir gott þykir hinum slæmt. Ef við þér blasir vonin hlý þá veit þinn hugur feginn að fyllsta ábyrgð felst í því að feta rétta veginn. Á bretti með hundinn Þessi unga stúlka sló tvær flugur í einu höggi og fór á hjólabretti út með hundinn. Mynd Eyþór ÁrnasonMyndin Skáldið skrifar Kristján Hreinsson Umræða 31Helgarblað 6.–8. júlí Þ að verður gengið til þingkosn­ inga næsta vor án þess að nokkur maður viti hver yrði stjórnskipu­ leg staða Alþingis, eða stjórn­ skipuleg staða forsetans þegar þessu ferli lýkur,“ sagði forseti Íslands við RÚV um daginn og bætti við: „ … það er verið að setja stjórnarskrá og breyta henni, ekki í þágu einhverrar ríkis­ stjórnar, eða einstakra ráðherra eða flokka. Það er verið að setja stjórnarskrá og breyta henni í þágu þjóðarinnar … Það er ekkert vit í því að fara að breyta stjórnarskránni sjálfri, grunnramman­ um að öllum átökum í landinu, í bull­ andi átökum og ágreiningi.“ Við þessi ummæli forsetans er ým­ islegt að athuga, þar eð Alþingi hefur heitið þjóðinni að hún fái að greiða at­ kvæði um nýja stjórnarskrá eigi síðar en 20. október til að leiða málið til lykta. Í föstum farvegi Stjórnarskrármálið er í föstum farvegi. Þjóðfundurinn 2010 – lýðræðislega valið slembiúrtak allrar þjóðarinnar – lagði línurnar í framhaldi af búsáhalda­ byltingunni. Starf stjórnlaganefndar og frumvarp stjórnlagaráðs til nýrrar stjórnarskrár spratt af þjóðfundinum, enda bar stjórnlagaráði skv. lögum að taka mið af niðurstöðum þjóðfundar­ ins. Það var gert. Þjóðin mun fá að segja álit sitt á frumvarpi stjórnlagaráðs eigi síðar en 20. október skv. ákvörðun, sem Al­ þingi hefur tekið og ekki verður breytt úr þessu, þótt máttlítil atlaga væri gerð á Alþingi gegn rétti þjóðarinnar til að fjalla milliliðalaust um málið. Þjóðin hefur málið í hendi sér skv. ákvörðun Alþingis, og niðurstaða hennar mun liggja fyrir löngu fyrir þinglok, nema ríkisstjórnin leggi upp laupana og þing verði rofið fyrir 20. október, en það virðist ólíklegt eins og sakir standa. Verði frumvarpinu hafnað í þjóðar­ atkvæðagreiðslunni, kemur upp ný staða, sem Alþingi þarf ásamt þjóð­ inni að takast á við. Verði frumvarp­ ið hins vegar samþykkt, þá mun Al­ þingi einnig hljóta að samþykkja frumvarpið fyrir þinglok 2013, því varla gengur Alþingi gegn þjóðinni í máli, sem þingið hefur falið þjóðinni að fjalla um. Fari svo, hlýtur nýtt Al­ þingi, hvernig sem það verður saman sett, að staðfesta vilja þjóðarinnar að loknum alþingiskosningum og ljúka málinu með því að samþykkja frum­ varpið. Ekkert vit? Stjórnarskrár kveða á um réttindi og skyldur og hljóta því nær ævinlega að mæta andstöðu. Sumum er sýnna um að þiggja réttindi en rækja skyld­ ur. Einn helzti sérfræðingur heims­ ins í nýjum evrópskum stjórnarskrám, norski heimspekingurinn Jon Elster, prófessor í New York, hefur rakið, að þess eru nær engin dæmi, að nýj­ ar stjórnarskrár taki gildi eða gaml­ ar stjórnarskrár taki umtalsverðum breytingum, þegar allt er með kyrrum kjörum. Þvert á móti er stjórnarskrám nær aldrei breytt að ráði nema í kjölfar ólgu og óróa. Elster tilgreinir aðeins tvær undantekningar frá reglunni, Sví­ þjóð 1974 og Kanada 1982. Stjórnarskrá Bandaríkjanna var víða samþykkt með naumum meiri­ hluta 1787–88. Svo mjótt var á mun­ um, að hefðu 20 manns í þrettán fylkjum Bandaríkjanna greitt atkvæði gegn frumvarpinu, sem stjórnlagaþing Banda ríkjanna samþykkti í Fíladelf­ íu 1787, frekar en að greiða atkvæði með því, hefði frumvarpið ekki náð fram að ganga. Í Pennsylvaníu studdu t.d. 46 fulltrúar frumvarpið gegn 23 mótatkvæðum. Massachusetts sam­ þykkti frumvarpið með 187 atkvæðum gegn 168 og Suður­Karólína með 149 atkvæðum gegn 73. New Hampshire samþykkti frumvarpið með 57 atkvæð­ um gegn 47, Virginía með 89 atkvæð­ um gegn 79 og New York með 30 at­ kvæðum gegn 27. Norður­Karólína hafnaði frumvarp inu með 184 atkvæðum gegn 83. Rhode Island samþykkti frumvarp­ ið með 43 atkvæðum gegn 32, þótt frumvarpinu hefði verið hafnað með 2.708 atkvæðum gegn 237 í almennri atkvæðagreiðslu í fylkinu. Delaware, Georgía og New Jersey voru einu fylk­ in, sem samþykktu frumvarpið án mótatkvæða. Bandaríkjaþing breytti ekki staf­ krók í frumvarpi stjórnlagaþingsins, heldur lét þingið fólkið og fulltrúa þess í fylkjunum þrettán um að ljúka mál­ inu eins og lagt var upp með. Þingið hafði falið stjórnlagaþinginu frum­ varpsgerðina og stóð við þá ákvörðun. Þingmenn skildu, að það var annarra en þeirra sjálfra að setja þinginu regl­ ur og valdheimildir. Auðvitað heyrð­ ust þær raddir, að ekkert vit væri í að „fara að breyta stjórnarskránni sjálfri … í bullandi átökum og ágreiningi“, en það sjónarmið varð undir. Þjóðin fékk að ráða. Þá fékk þjóðin að ráða Kjallari Þorvaldur Gylfason

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.