Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.2012, Síða 54
Þ
essi drengur er bara
draumur hvers þjálf-
ara,“ segir Tómas Ingi
Tómasson, aðstoðar-
þjálfari U 21 árs lands-
liðsins í knattspyrnu. Enska úr-
valsdeildarfélagið Tottenham
staðfesti á miðvikudag að fé-
lagið hefði gengið frá kaupum
á Gylfa Þór Sigurðssyni frá
Hoff en heim. Tómas Ingi þekkir
vel til Gylfa og þjálfaði hann
meðan Gylfi var enn gjaldgeng-
ur í 21 árs landsliðið. Tómas
segir að enginn vafi leiki á því
að risavaxið verkefni bíði Gylfa.
Hæfileikar hans séu þó til stað-
ar og Gylfi eigi góða möguleika
á að stimpla sig rækilega inn í
lið Tottenham.
Þurfti stærra verkefni
„Það bíður hans mjög verðugt
verkefni að taka við leikstjórn-
andastöðunni af Luka Modric
sem er einn af bestu miðju-
mönnum í heimi,“ segir Tómas
en margt bendir til þess að
Modric verði seldur frá Totten-
ham í sumar. Gylfi vakti athygli
margra stórliða í kjölfar magn-
aðrar frammistöðu hans með
Swansea á seinni hluta nýliðins
tímabils. Gylfi skoraði sjö mörk í
nítján leikjum og var valinn leik-
maður marsmánaðar í ensku
úrvalsdeildinni – fyrstur Ís-
lendinga. „Það var engin önnur
leið fyrir hann en að fara í ein-
hver risaverkefni eftir það sem
hann er búinn að vera að gera í
vetur,“ segir Tómas.
Tilbúinn
Aðspurður hvort Gylfi sé til-
búinn í verkefnið segist Tómas
telja að hann sé það. „Já, ég held
það. Þetta byggist þó að stóru
leyti á trausti þjálfarans,“ segir
Tómas en Andre Villas-Boas er
nýtekinn við liðinu og svo virð-
ist sem stjórinn hafi ekki haft
neina milligöngu um kaupin á
Gylfa. „Fótboltaleg geta hans
held ég að sé til staðar fyrir þetta
verk efni og hann mun spila með
mjög góða leikmenn í kringum
sig. Ég hef allavega fulla trú á að
hann eigi eftir að standa sig frá-
bærlega,“ segir Tómas og bætir
við að gott hugarfar hans muni
ekki skemma fyrir honum.
„Mér finnst hann hafa burði
og hugarfar til að ná virkilega
langt.“
Flýgur ekki beint í liðið
Tottenham-liðið endaði í fjórða
sæti ensku úrvalsdeildarinnar
síðastliðinn vetur og var lengi
framan af í baráttunni um enska
meistaratitilinn. Liðið er mjög
vel mannað og því ekki sjálf-
gefið að Gylfi muni ganga rak-
leiðis inn í byrjunarliðið. „Ég
held að það sé enginn að labba
inn í liðið hjá Tottenham í dag.
Menn þurfa að hafa mikið fyrir
því. Jermain Defoe var á bekkn-
um lengst af í vetur og það segir
töluvert mikið um samkeppnina
sem er um stöður í liðinu. Svo
er Villas-Boas núna kominn og
hann fær einhvern stærsta tékka
sem Tottenham hefur snarað
fram til kaupa á leikmönnum.
Ef hann kaupir einhverja tvo til
þrjá leikmenn í viðbót þá er við-
búið að staðan hjá Gylfa muni
þyngjast,“ segir Tómas.
Hefði hentað Liverpool vel
Lengi vel var talið að Gylfi Þór
færi til Liverpool, ekki síst eftir
að Brendan Rodgers var ráðinn
stjóri á þeim bæ. Gylfi lék und-
ir stjórn Rodgers hjá Read ing
á sínum tíma og Rodgers var
einmitt maðurinn sem fékk
Gylfa að láni til Swansea í janúar
síðastliðnum. Þeir þekkjast því
vel en orðrómur hefur verið á
54 Sport 6.–8. júlí 2012 Helgarblað
Ekki beint í liðið
n Gylfi er „draumur hvers þjálfara“ n Mikil samkeppni hjá Tottenham
Ferill Gylfa í atvinnumennsku
Lið Leikir Mörk Stoðsendingar
2008–2009
Reading 3 0 0
Shrewsbury (á láni frá Reading) 6 1 1
Crewe (á láni frá Reading) 15 3 1
2009–2010
Reading 44 21 9
2010–2011
Reading 4 2 1
Hoffenheim 32 10 3
2011–2012
Hoffenheim 7 0 1
Swansea (á láni frá Hoffenheim) 19 7 3
Barátta um stöður
Leikmannahópur Tottenham er stór og öflugur og eins og sjá má á
meðfylgjandi lista er Tottenham-liðið ekki á flæðiskeri statt hvað öfluga
miðjumenn varðar. Tómas Ingi hittir því líklega naglann á höfuðið þegar
hann segir að Gylfi þurfi að hafa mikið fyrir því að komast í liðið hjá
Tottenham. Athugið að á listanum eru einnig hreinræktaðir vængmenn á
borð við Aaron Lennon og Gareth Bale.
Einar Þór Sigurðsson
blaðamaður skrifar einar@dv.is
kreiki um að Liverpool hafi ekki
viljað borga Gylfa nógu há laun.
„Ég þekki ekki samningsstöð-
una sem hann var í. Fótbolta-
lega séð held ég að Liverpool
hefði hentað honum mjög vel.
Bæði af því að Brendan Rodgers
er þjálfari sem þekkir Gylfa
mjög vel og trúir og treystir á
hann. Svo finnst mér Liverpool
ekki vera með leikmenn eins
og Gylfa,“ segir Tómas og bæt-
ir við að hann telji að Gylfi hefði
þar af leiðandi hentað Liverpool
vel og aðstæðurnar hjá Liver-
pool hentað Gylfa vel. „Það var
af tveimur mjög góðum kostum
að taka, finnst mér.“ n
„Fótboltalega
séð held ég að
Liverpool hefði hentað
honum mjög vel
Ærið verkefni Gylfi Þór hefur alla
burði til að slá í gegn hjá Tottenham,
að mati Tómasar Inga. Hann þurfi þó
að hafa mikið fyrir því.
Þekkir Gylfa Tómas Ingi þekkir
vel til Gylfa enda var Gylfi lærisveinn
hans hjá U21 árs landsliði Íslands.
Nýr stjóri Andre Villas-Boas er nýr stjóri Tottenham. Það er vonandi að
hann gefi Gylfa tækifæri til að láta ljós sitt skína hjá félaginu.
Tom Huddlestone
Rafael van der Vaart
Danny RoseSandro
Aaron Lennon
Luka Modric
Jake Livermore
Steven Pienaar
Scott Parker
Jermaine JenasDavid Bentley
Gareth Bale
Stattu þig,
eða farðu
Brendan Rodgers, nýráðinn
knattspyrnustjóri Liverpool,
hefur sent þau skilaboð til
leikmanna sinna að þeir
sem ekki séu tilbúnir að
berjast um sæti í Meistara-
deild Evrópu að ári geti allt
eins yfirgefið félagið. Rodgers
átti nýlega spjall við helstu
stjörnu liðsins, Luis Suarez,
en uppi hefur verið kvittur
um að hann hygðist yfir-
gefa Anfield í sumar. Suarez
fullvissaði Rodgers hins vegar
um að hann hefði engan
áhuga á að yfirgefa Liverpool.
Rodgers hrósaði Suarez
fyrir viðhorf hans og segir að
allir toppleikmenn vilji spila
hjá toppliðum. Hann ætli að
gera sitt til að koma Liverpool
í fremstu röð að nýju, en það
verði erfitt verkefni og aðeins
fyrir þá leikmenn sem eru til-
búnir. „Ef leikmenn eru ekki
tilbúnir í það, þá munu þeir
fara, það er ekkert flóknara.“
Hart barist
um van Persie
Ljóst að er fjölmörg stórlið
í Evrópu eru í viðbragðs-
stöðu í kjölfar yfirlýsingar
Robins van Persie, framherja
Arsenal, um að hann hyggist
ekki framlengja samning
sinn við Lundúnaliðið. Erki-
fjendurnir í Manchester, City
og United, eru sagðir fylgjast
grannt með gangi mála og
allt eins búist við því að fé-
lögin geri tilboð í leikmann-
inn. Sir Alex Ferguson, stjóri
United, hefur lengi verið að-
dáandi Hollendingsins sem
varð markakóngur ensku úr-
valsdeildarinnar í vetur. Van
Persie hefur einnig verið
orðaður við City að undan-
förnu og ljóst að félagið
getur boðið honum miklu
hærri laun.
Sjálfselskur
Balotelli
Ítalinn Paolo Di Canio, sem
gerði garðinn frægan með
West Ham, segir að landi
sinn, Mario Balotelli, sé
allt of sjálfselskur. Balotelli
stóð sig ágætlega með Ítöl-
um á EM og skoraði þrjú
mörk í keppninni. Di Canio,
sem jafnan er með munn-
inn fyrir neðan nefið, segir
að Balotelli þurfi hins vegar
að líta í eigin barm og læra
að spila fyrir liðið. „Balotelli
er sjálfselskur. Hann gerði
nokkra ágæta hluti á móti
Þjóðverjum en hann er samt
leikmaður sem spilar ekki
fyrir liðið heldur fyrir sjálf-
an sig. Hann er egóisti sem
heldur að heimurinn snúist
um hann. Leikmenn eins
og Balotelli eiga frekar skilið
löðrung en klapp á bakið.“