Dagblaðið Vísir - DV - 03.08.2012, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 03.08.2012, Blaðsíða 6
Býr sig undir áfrýjun n Málið um NDAA gæti farið fyrir hæstarétt B irgitta Jónsdóttir þingkona sendi frá sér fréttatilkynningu á fimmtudag þar sem hún greinir frá því að hún og þeir sex aðrir einstaklingar sem stefndu bandarísk- um stjórnvöldum á dögunum vegna viðbótar við lagabálk NDAA (National Defence Authorization Act) séu að undirbúa sig fyrir áfrýjun banda- rískra stjórnvalda. Þýðir það að mál- ið gæti endað fyrir hæstarétti sem hafi ítrekað orðið uppvís að því að taka stöðu gegn almenningi þegar komi að grundvallarréttindum borgara. Telur hópurinn að lagaviðbótin gefi bandaríkjaher heimild til að hand- taka almenna borgara hvar sem er í heiminum og hneppa þá í varðhald án dóms og laga vegna gruns um að- ild að hryðjuverkum. Enn fremur tel- ur hann að stimpill hryðjuverkaógnar hafi verið settur á málaflokka sem hafi ekki neitt með hryðjuverk að gera og vitnar í ummæli Joe Biden varafor- seta Bandaríkjanna þar sem hann skilgreinir WikiLeaks sem nethryðju- verkasamtök. Hópurinn sem vann málið í undir- rétti í maí síðast liðnum telur heims- fræga einstaklinga á borð við Noam Chomsky, Daniel Ellsberg og rithöf- undinn Naomi Wolf. Segir hann að með lagaviðbótinni séu friðsamir mótmælendur, blaðamenn, rithöf- undar og háskólamenn í hættu á að vera hnepptir í gæsluvarðhald án að- gangs að lögfræðingum eða að fá mál sitt tekið fyrir dómi. 6 Fréttir 3.–7. ágúst 2012 Helgarblað U ndanfarið hefur okkur gefist gott tækifæri til þess að hugsa um þann grundvöll sem við viljum byggja á sem þjóðfé- lag vegna umræðunnar um stjórnarskrána,“ sagði Agnes Sigurðar- dóttir biskup í predikun sinni við inn- setningu Ólafs Ragnars Grímssonar forseta, í Dómkirkjunni á miðvikudag. Biskup sagði gefandi að fylgjast með vinnu stjórnlagaráðs og þakkaði nú- tímatækni fyrir að hægt hafi verið að fylgjast náið með framvindu draga að nýrri stjórnarskrá. „Það var einnig gott að fylgjast með því mikla framtaki þegar hundruð voru kölluð saman til þjóðfundar. Þar velti fólk fyrir sér grunninum og þar skoruðu hátt hug- tök eins og heiðarleiki, jafnrétti, lýð- ræði, réttlæti, sjálfstæði.“ Já við stjórnlagaráði Agnes notaði drjúgan tíma í predik- un sinni í Dómkirkjunni undir um- ræðu um nýja stjórnarskrá og mik- ilvægi þess að almenningur velti fyrir sér samfélagssáttmálanum sem stjórnarskráin er. „Við getum sennilega öll verið sammála um að í stjórnarskránni sé getið megin- stoða í skipun samfélagsins, svo sem skilgreiningu ríkisvalds og mann- réttinda, þar á meðal trúfrelsis,“ sagði Agnes um leið og hún minnti á afstöðu Þjóðkirkjunnar þegar við- kemur stjórnarskrárbreytingum. „Hin evangelísk-lúterska þjóðkirkja er einn mikilvægasti grunnþáttur samfélagsins, opin, lýðræðisleg al- mannahreyfing sem heldur uppi þjónustu og mannræktarstarfi um landið allt, opinber og lögbund- in stofnun sem myndar ramma um trúarhefð meirihluta þjóðarinnar, einstaklinga, fjölskyldna og heim- ila, og heldur utan um mikilvæga arfleifð og minningu og menningu samfélagsins,“ sagði Agnes og vitnaði til ályktunar Kirkjuráðs frá því í júní. Norski samanburðurinn Stjórnlagaráð tók raunar ekki afstöðu til þess hvort hér á landi skuli vera þjóðkirkja eður ei. Í drögum ráðsins segir að í lögum megi kveða á um kirkjuskipan ríkisins og að breytingar á henni skuli fara til atkvæðagreiðslu almennings. Stjórnlagaráð hefur því hvorki afnumið þjóðkirkjuna né fest hana í stjórnarskrá, sé miðað við drög ráðsins. Staða kirkjunnar er ein þeirra spurninga sem lögð verða fyr- ir almenning áður en drög ráðsins verða lögð fram sem frumvarp. „Ég er á því að 62. greinin eigi að vera þarna áfram,“ segir Agnes í sam- tali við DV og vitnar þar til þeirra ákvæða sem stjórnarskrárbinda stöðu evangelísk lútersku kirkjunnar sem þjóðkirkju. Í predikun Agnesar kom fram að hún telji að hér á landi eigi að vera ríkiskirkja. Hins vegar vitnaði hún nokkuð til norsku þjóðkirkjunn- ar í ræðu sinni sem farsælt mótel að aðkomu ríkisins að kirkju. „Kirkjuráð tók einnig undir orð norsku stjórnar- skrárinnar þar sem segir: „Allir þegn- ar ríkisins skulu njóta frelsis til trúar- iðkunar,“ en í Noregi er þjóðkirkja eins og hér. Þar er, eins og í núver- andi stjórnarskrá okkar, kveðið á um stuðning ríkisins og að „öll trú- og lífs- skoðunarfélög skuli njóta stuðnings með ámóta hætti“.“ Samanburðurinn vekur athygli, enda stutt síðan kristin trú var aflögð sem trúarbrögð norsks ríkis og þjóð- ar. Breytingin felur í sér að húmanísk samtök og ólík trúarbrögð eru nú jafnrétthá gagnvart norska ríkinu. Breytingin var gerð í samstarfi við leiðtoga norsku þjóðkirkjunnar sem þá sögðust fagna skrefinu. Ólafur áhyggjufullur Að Agnes velji innsetningu forseta til að mæra og predika um vinnu stjórn- lagaráðs, ánægjulegan þjóðfund og jákvæðar afleiðingar þeirrar umræðu sem af starfi ráðsins hefur sprottið skoðast í samhengi við ummæli Ólafs Ragnars um núverandi stjórnarskrá. Ólafur lýsti til að mynda strax árið 2010 áhyggjum af að stjórnarskránni yrði kollvarpað með vinnu stjórnlaga- þings, sem seinna varð stjórnlagaráð eftir að Hæstiréttur ógilti kosningu fulltrúanna. „Stjórnlagaþingið kom til umræðu þar sem bæði forsetinn og SUS lýstu yfir áhyggjum sínum af því að kollvarpa ætti stjórnarskránni og var almennt mikill samhljóm- ur milli forsetans og SUS í málefn- um stjórnarskrárinnar,“ sagði á síðu ungra sjálfstæðismanna á Facebook en hópurinn fundaði með forsetan- um á Bessastöðum. Þá lét forsetinn nýlega hafa eftir sér að lítið vit væri í að breyta stjórnarskránni í „bullandi ágreiningi og sundrungu“. Sameinumst Ólafur nýtti tækifærið við innsetn- ingu sína til varnar núverandi stjórn- arskrá. Hann sagði fimm kosningar frá hruni sýna kosti stjórnarskrár- innar en minntist ekki á kosningar til stjórnlagaráðs. „Hún [stjórnarskrá- in, innsk. blm.] er rammi sem hélt þrátt fyrir stéttaátök og kalda stríðið og veitti á nýliðnum árum svigrúm til að mæta kröfum mótmælenda og gera upp mál með atkvæðagreiðsl- um þjóðarinnar,“ sagði Ólafur í ræðu sinni. Hann hvatti kjörna fulltrúa til að „sameinast um verkefni sem mót- að geta farsæla framtíð Íslendinga.“ Þá sagði forsetinn alla sem kjörnir væru til ábyrgðar verða að taka hönd- um saman og láta uppbyggingu leysa átök af hólmi. Ólafur Ragnar Gríms- son, forseti Íslands, er verndari þjóð- kirkjunnar. Biskup mærir stjórnlagaráð n Verndarinn og biskup á öndverðum meiði um stjórnarskrána „Allir þegnar ríkisins skulu njóta frelsis til trúariðkunar. Atli Þór Fanndal blaðamaður skrifar atli@dv.is Minnisvarði um fortíðina Ólafur Ragnar Grímsson forseti kom til innsetningar á Packard-bifreið forsetaembættisins. Bíllinn er fyrsti forsetabíllinn en nokkur ár eru síðan hann var gerður upp. Fullyrða má að bíllinn sé glæsilegur minnisvarði um fortíðina. Sátt við stjórnlagaráð Agnes M. Sigurðardóttir biskup talaði vel og lengi um vinnubrögð stjórnlagaráðs og umræðuna sem ráðinu hefur fylgt. Tilmæli frá Umferðarstofu: Hafðu þessi atriði í huga Nú er verslunarmannahelgin fram undan og má búast við mikilli um- ferð um vegi landsins. Umferðar- stofa sendi á fimmtudag frá sér tilkynningu um nokkur atriði sem allir ökumenn ættu að hafa í huga áður en haldið er af stað. Notaðu belti Þótt öryggisbeltin hafi fyrir löngu sannað ágæti sitt og flestir ökumenn noti þau, er sá litli hópur ökumanna sem ekki notar öryggisbelti hlut- fallslega einn hópa vegfarenda sem eru í hvað mestri lífshættu. U.þ.b. 20 prósent þeirra sem látast í umferð- arslysum eru taldir hafa látist vegna þess að þeir voru ekki í öryggisbeltum. Einn laus einstaklingur í bíl stofnar ekki bara eigin lífi í hættu heldur og annarra sem í bílnum eru. Við árekstur eða bílveltu kastast viðkomandi til í bílnum og höggþunginn getur orðið margföld þyngd hans. Auk þess að nota öryggisbelti eru ökumenn og far- þegar hvattir til að ganga tryggilega frá farangri þannig að ekki sé hætta á að hann kastist til. Eiga endurkröfurétt 20 prósent allra banaslysa í umferð- inni eru vegna þess að ökumaður er undir áhrifum áfengis og eru þá ekki meðtaldir aðrir vímugjafar. Oft eru áhrifin ekki mikil en afleiðingarnar hinsvegar mjög alvarlegar. Í flestum tilfellum eiga tryggingafé- lög endurkröfurétt á ökumann sem valdur er að slysi vegna ölvunar og ef ölvaður ökumaður verður valdur að dauða einhvers er litið á það sem manndráp af gáleysi og kveðnir hafa verið upp fangelsisdómar í slíkum tilfellum. Það er mikilvægt að aðstandendur ökumanns sem hyggst aka undir áhrifum vímuefna reyni að koma í veg fyrir það. Ef það tekst ekki með góðu skal hringja í 112 og koma með því í veg fyrir að viðkomandi verði valdur að alvarlegu slysi. Ekki hraðar en 80 Það er mikilvægt að ökumenn haldi jöfnum hraða og þeir sem þurfa að fara hægar þurfa að haga akstri þannig að hægt sé að fara fram úr þeim á sem öruggastan hátt. Þeir sem aka um með eftirvagna mega ekki fara hraðar en 80 km á klukkustund. Margir verða á ferðinni í umferðinni með tjaldvagna, fellihýsi eða hjólhýsi. Ef eftirvagninn er breiðari en bíllinn sem raunin er í flestum tilfellum þá er skylt og nauðsynlegt að bifreiðarnar séu búnar auka speglum til að þeir sjái aftur fyrir vagninn sem dreginn er. Áfrýjun Í hópnum eru auk Birgittu, Noam Chomsky og Naomi Wolf. Hópurinn býr sig undir áfrýjun.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.