Dagblaðið Vísir - DV - 03.08.2012, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 03.08.2012, Blaðsíða 18
18 Fréttir 3.–7. ágúst 2012 Helgarblað L iðsmenn félaga sem íslensk lögregluyfirvöld hafa sett á athugunarlista yfir samtök sem stunda skipulagða glæpa- starfsemi eru ekki með há laun miðað við álagningarskrá ríkisskatt- stjóra. DV kannaði laun nokkurra einstaklinga sem opinberlega hafa verið kenndir við eða kenna sig sjálf- ir við samtök sem sögð eru tengjast skipulagðri glæpastarfsemi. Meðal annars kannaði DV tekjur liðsmanna Hells Angels, Outlaws, liðsmanna stuðningsklúbba þessara félaga auk þekktra ofbeldismanna. Í ljós kom að aðeins einn einstaklingur af sautján sem flett var upp er með launatekj- ur sem nema meira en 400 þúsund krónum á mánuði. Liðsmaður í S.O.D. tekjuhæstur Jón Ólafsson, sem er liðsmað- ur í S.O.D., stuðningsklúbbi Hells Angels, er launahæstur á listanum með 418 þúsund krónur á mánuði. Næstur á listanum er rúmlega tvítug- ur karlmaður sem ákærður hefur verið fyrir fjársvik eftir að hafa svikið um það bil 20 milljónir út úr Íbúða- lánasjóði ásamt fjórum öðrum karl- mönnum. Hann var með 277 þús- und krónur í mánaðarlaun á síðasta ári samkvæmt álagningarskrá. Þriðji á listanum er einnig tengd- ur samtökunum S.O.D. Það er Óttar Gunnarsson, fyrrverandi meðlimur samtakanna, sem nýverið var dæmd- ur fyrir aðild að sérstaklega hættu- legri líkamsárás í Hafnarfirði. Hann var með um það bil 240 þúsund krónur í mánaðarlaun á síðasta ári. Nær ekki 200 þúsundum Ríkharð Júlíus Ríkharðsson, formað- ur Outlaws á Íslandi, var með um 190 þúsund krónur í mánaðartekjur samkvæmt álagningarskránni á síð- asta ári. Hann er þrátt fyrir það einn af tekjuhærri einstaklingunum á lista DV, í níunda sætinu. Outlaws eru samtök sem stofnuð voru hér á landi í kjölfar þess að mótorhjólaklúbb- urinn Fáfnir fékk inngöngu í Hells Angels. Lögreglan lýsti yfir áhyggj- um, í skýrslu um glæpahópa, um að til átaka kæmi á milli þessara tveggja hópa. Sú hefur enn ekki verið raun- in og hefur Ríkharð verið dæmdur í fangelsi fyrir að ráðast á mann sem tengist hans eigin félagi. Annþór Kristján Karlsson og Börkur Birgisson, sem hafa ver- ið dæmdir fyrir mörg ofbeldisbrot, eru í fjórða og fimmta sæti á listan- um. Annþór hafði aðeins meiri tekj- ur á mánuði samkvæmt álagningar- skránni en Börkur. Hann var með 230 þúsund krónur á mánuði en Börkur með 202 þúsund krónur. Pabbi stjórnar Hilmar Þór Leifsson er fyrrverandi meðlimur Hells Angels, eða Fáfnis eins og samtökin hétu þá. Á þeim tíma sem Hilmar var meðlimur var Fáfnir í formlegu inngönguferli fyr- ir Vítisengla. Hilmar er sagður hafa hætt í samtökunum vegna áreitisins sem þeim fylgir. Hann var samkvæmt ríkisskattstjóra með lág laun, aðeins 19.010 krónur á mánuði. Skúli Þór, sonur Hilmars, var sam- kvæmt álagningarskrá skattstjóra föðurbetrungur með rétt rúmlega tvöföld laun föður síns. Laun Skúla voru samkvæmt ríkisskattstjóra 41.663 krónur á mánuði. Árið 2010 var Skúli dæmdur í fang- elsi fyrir að kýla mann „… margsinnis með krepptum hnefa í andlitið með þeim afleiðingum að hann hlaut opið beinbrot á nefi, bólgu og mar um- hverfis hægra auga og mar við vinstra auga.“ Segir í dómnum að Skúli hafi talið að fórnarlambið væri í tygjum við kærustu sína. Einnig kom fram að Skúli hefði hótað fórnarlambi sínu og sagt að faðir hans væri háttsettur í „stærstu glæpasamtökum heims“ og að lítið mál væri að láta menn á hans vegum vinna barnshafandi konu fórnarlambsins mein. Miklu munar í Torpedo Crew Andrea Kristín Unnarsdóttir, Andr- ea „slæma stelpa“, hlaut í júní síð- astliðnum fjögurra og hálfs árs fang- elsisdóm fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás og kynferðisbrot. Andrea er formaður Torpedo Crew, stuðn- ingssamtaka Vítisengla, en hún fékk þyngsta dóminn í málinu. Andrea var samkvæmt álagningarskrá ríkis- skattstjóra með 65.924 krónur í laun á mánuði í fyrra. Jón Ólafsson, launa- hæsti einstaklingurinn á listanum, er kærasti Andreu. Samkvæmt þessu er kynbundinn launamunur nokkur innan Torpedo Crew en Elías Valdimar Jónsson, sem einnig hefur opinberlega ver- ið bendl aður við samtökin var með 189.800 krónur í mánaðarlaun, næstum þreföld laun Andreu. Elías hlaut fjögurra ára dóm fyrir þátt sinn í sömu líkamsárás og Andrea hlaut dóm fyrir. Fimm fræknu Hans Aðalsteinn Helgason var tekju- hæstur af fimmmenningunum sem ákærðir eru fyrir að svíkja milljóna- tugi út úr Íbúðalánasjóði. Laun Hans voru 276.656 krónur á mánuði í fyrra samkvæmt skattstjóra. Það er rúm- lega 120 þúsund krónum hærra en laun Jens Tryggva Jenssonar, sem kemur næstur á lista fimmmenning- anna. Vilhjálmur Símon Hjartarson kemur þar á eftir með 132.133 krón- ur. Næstur er Jón Ólafur Róbertsson með 93.270 krónur en lægstu laun- in var Helgi Ragnar Guðmunds- son með, 89.256 krónur á mánuði. Fjársvikamál fimmmenninganna er talið hafa verið síðasta prófraun Fáfnis til að fá inngöngu í samtökin Vítisengla. Málarekstri er ekki lokið en málið er rekið fyrir Héraðsdómi Reykjaness. Reiknað út frá útsvari Tölurnar byggja á útreikningum út frá útsvarsstofni einstaklinganna miðað við upplýsingar sem fram koma í álagningarskrá ríkisskatt- stjóra. Fjármagnstekjur og verktaka- tekjur koma ekki fram í þessum upp- lýsingum og eru því tölurnar sem hér koma fram ekki endilega tæmandi. Við gerð listans var farið yfir þau nöfn sem komið hafa fram opinberlega og tengjast einhverjum af þeim hópum sem lögreglan fjallaði um í skýrslu sem gerð var um skipulagða glæpa- starfsemi á Íslandi. Að öðru leyti var engin sérstök regla á því hverjir fóru á listann og hverjir ekki. Ekki er hægt að fullyrða að allir þeir sem eru á list- anum hafi gerst brotlegir við lög þó að þeir tengist umræddum hópum. n Mánaðarlaun opinberra meðlima í íslenskum undirheimasamtökum ekki há LágLaunamenn í undirhei um Launahæstur Jón Ólafsson, launahæsti einstaklingurinn á listanum, er kærasti Andreu „slæmu stelpu“. Forsetinn láglaunaður Ríkharð Júlíus, forseti Outlaws, fær ekki há laun. Hann var með 190 þúsund krónur á mánuði á síðasta ári samkvæmt ríkis- skattstjóra. „Samkvæmt þessu er kynbundinn launamunur nokkur innan Torpedo Crew Laun í undirheimum Þúsundir króna á mánuði Jón Ólafsson tengist S.O.D. 418 Hans Aðalsteinn Helgason tengist Hells Angels 277 Óttar Gunnarsson fyrrverandi meðlimur í S.O.D. 240 Annþór Kristján Karlsson dæmdur ofbeldismaður 230 Börkur Birgisson dæmdur ofbeldismaður 201 Ríkharð Júlíus Ríkharðsson forseti Outlaws 190 Elías Valdimar Jónsson tengist Torpedo Crew 190 Davíð Freyr Rúnarsson tengist Outlaws 161 Jens Tryggvi Jensson tengist Hells Angels 150 Vilhjálmur Símon Hjartarson tengist Hells Angels 132 Davíð Smári Helenarson tengist Semper Fi 98 Jón Ólafur Róbertsson tengist Hells Angels 93 Jón Hilmar Hallgrímsson forseti Semper Fi 90 Helgi Ragnar Guðmundsson tengist Hells Angels 89 Andrea „slæma stelpa“ Kristín Unnarsdóttir tengist Torpedo Crew 66 Skúli Þór Hilmarsson dæmdur ofbeldismaður 42 Hilmar Þór Leifsson fyrrverandi meðlimur Hells Angels 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.