Dagblaðið Vísir - DV - 03.08.2012, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 03.08.2012, Blaðsíða 25
Ó lympíuleikanna í München árið 1972 er fyrst og fremst minnst fyrir tvo hluti: Banda­ ríkjamaðurinn Mark Spitz vann sjö gullverðlaun í sundi og þetta voru leikarnir sem breytt­ ust í martröð. Palestínskir hryðju­ verkamenn, í samtökum sem köll­ uðu sig Svarta september, réðust inn í ólympíuþorpið og tóku liðsmenn Ísraels í gíslingu. Það sem á eftir fylgdi breytti heiminum; bæði við­ brögðum manna gegn hryðjuverk­ um og einnig má segja að heimurinn hafi glatað ákveðnu sakleysi. Heim­ ildakvikmyndin One Day in Sept­ ember segir frá þessum voðaverk­ um, sem vöktu gríðarlega athygli um allan heim, en kvikmyndin fékk Óskars verðlaun á sínum tíma. Átök Ísraels og PLO í algeymingi Árið 1972 varu átök Ísraels og Frelsis­ samtaka Palestínu (PLO) í algleym­ ingi, en Yasser Arafat hafði tekið við sem leiðtogi þeirra nokkrum árum áður. Í reynd voru PLO einskonar regnhlífarsamtök, sem meðal annars innihéldu hópinn Svarta september. Öll samtökin börðust gegn Ísrael. Ástandið í Vestur­Þýskalandi (Austur­Þýskaland var kommúnista­ ríki) var einnig mjög eldfimt og höfðu hryðjuverkasamtökin Rauðu her­ deildirnar (einnig þekkt sem Baader­ Meinhof­samtökin) látið verulega til sín taka með sprengjuárásum og morðum. Leiðtogar þeirra, Andreas Baader og Ulrike Meinhof, voru hinsvegar bæði í fangelsi þegar Svarti september lét til skarar skríða. Öryggisgæsla í lágmarki Á leikunum í München lögðu yfir­ völd áherslu á „opið og afslappað“ andrúmsloft. Meðal annars var það gert til þess að vera í andstöðu við leikana árið 1936, sem haldnir voru í Berlín undir stjórn nasista og Adolfs Hitlers. Þeir leikar einkenndust af mikilli hernaðarhyggju. Í München var því öryggisgæsla í lágmarki og til dæmis lítið gert í að athuga skilríki. Þegar hin vandlega skipulagða árás Svarta september hófst þann 5. september voru leikarnir um það bil hálfnaðir. Átta liðsmenn samtak­ anna laumuðust inn í Ólympíuþorp­ ið með alvæpni og réðust á búðir Ísraelsmanna. Í árásinni kom til mik­ illa átaka og voru tveir Ísraelsmenn myrtir með köldu blóði. Eftirlifandi Ísraelsmenn, alls níu, voru tekn­ ir í gíslingu. Í heimildamyndinni er gefið í skyn að Svarti september hafi notið aðstoðar Austur­þýskra yfir­ valda við framkvæmd aðgerðarinnar. Sleppa föngum – frí leið til Egyptalands Ekki stóð á kröfum liðsmanna Svarta september. Sleppa skyldi úr fangelsi 234 palestínskum einstaklingum, sem sátu í ísraelskum fangelsum, ákærðir fyrir hryðjuverk. Þeir skyldu fá að fara til Egyptalands. Einnig skyldu Andreas Baader og Ulrika Meinhof, leiðtogar Baader­Meinhof­ samtakanna látin laus. Hinir afslöppuðu Ólympíuleikar höfðu breyst í martröð, allar beinar útsendingar snerust ekki lengur um íþróttir, heldur hryðjuverk og gísla­ töku. Taugaspennan magnaðist. Viðbrögð umheimsins einkennd­ ust af fordæmingu og vandlætingu. Þáverandi konungur Jórdaníu, Hussein sagði það vera „grimmdar­ legan glæp gegn mannkyni, fram­ kvæmdan af sjúkum einstaklingum.“ Þá fordæmdi Golda Meir, þáverandi forsætisráðherra Ísraels árásina. Viðkvæmt mál fyrir yfirvöld Gíslamálið var gríðarlega viðkvæmt fyrir yfirvöld, sem settu upp sér­ stakan aðgerðarhóp. Ekki síst vegna þeirrar staðreyndar að gíslarnir voru allir gyðingar. Hér var því enn ein tengingin við nasisma Hitlers komin. Einnig kom í ljós að ákvæði í þýsku stjórnarskránni meinuðu þýska sam­ bandsríkinu að skipta sér af málinu. Yfirvöld í Bæjaralandi báru því alla ábyrgð. Bandaríski blaðamaðurinn John K. Cooley fullyrti í greinum sínum um málið að hryðjuverkamönnun­ um hafi staðið til boða að fá háar fjárhæðir fyrir gíslana, en því hefðu þeir neitað. Einnig buðust fulltrúar stjórnvalda til að skipta á sjálfum sér og gíslum. Því var einnig neitað. Landamæralöggur í íþrótta- búningum Leikarnir héldu áfram, en það mynd­ aðist mjög sérkennilegt andrúms­ loft í München. Samningaviðræð­ ur báru engan árangur. Örvænting fór að einkenna viðbrögð yfirvalda. Næsta skref þýskra stjórnvalda var að senda vopnaða landamæraverði, íklædda íþróttabúningum, til að leysa vandamálið. Þessir lögreglu­ menn voru algerlega óþjálfaðir í að kljást við hryðjuverkamenn. Og það sem verra var, öll aðgerðin var send út beint af öllum fjölmiðlum sem voru á svæðinu. Því gátu liðsmenn Svarta september fylgst með öllu í beinni útsendingu. Klaufaskapurinn var hrópandi. Taugaspennan magnaðist og nú færðist rás atburðanna út á Fursten­ feldbruck, NATO­flugvöll í nágrenni München. Þar beið Boeing 727­far­ þegaþota, sem átti að flytja hryðju­ verkamennina og gíslana til Egypta­ lands, samkvæmt framsettum kröf um. Í þotunni voru hinsvegar lögreglu menn klæddir sem áhafnar­ meðlimir og á þökum í kring var búið að koma fyrir leyniskyttum, sem voru alls ekki þjálfaðar sem slíkar. Það var því búið að setja upp gildru, en afar ófullkomna. Leyniskyttur án talstöðva Gíslum og hryðjuverkamönnum var flogið í þyrlum á flugvöllinn. En þá hafði hópurinn í þotunni ákveðið að hætta við sína aðgerð, en þeir áttu að yfirbuga hryðjuverkamennina um borð í þotunni og leyniskytturnar áttu síðan að „afgreiða“ hryðjuverka­ mennina, sem voru eftir í þyrlunum. Það var ekki fyrr en á þessu stigi að yfirvöld uppgötvuðu að hryðjuverka­ mennirnir voru mun fleiri en haldið var í fyrstu. Það voru því allt of fáar leyniskyttur til taks og þær voru ekki með talstöðvar. Issa, leiðtogi hryðjuverkahóps­ ins fór inn í þotuna og komst að því að hún var tóm, þeir sem þar áttu að vera, höfðu hreinlega kosið að hætta við og yfirgáfu vélina, án samráðs við stjórnendur aðgerðanna. Hann átt­ aði sig snarlega á gildrunni og sneri til baka til félaga sinna. Allt fer fjandans til Nú braust út villtur skotbardagi, handsprengjur sprungu og menn féllu. Hryðuverkamennirnir myrtu alla gísla sína, með handsprengj­ um og vélbyssum. Allir hryðjuverka­ mennirnir, nema einn, féllu. Þýskur lögreglumaður féll í flugturninum. Þyrlurnar, þar sem gíslarnir sátu bundnir, brunnu til kaldra kola. Gísl­ arnir voru ýmist skotnir í þyrlunum eða köfnuðu. Frásagnir fjölmiðla strax eftir at­ burðinn voru þess efnis að allir gísl­ arnir hefðu lifað af, en það breytt­ ist síðan til hins verra. Fréttamaður ABC, Jim McKay, sagði síðan í frægri beinni útsendingu aðfaranótt 5. sept­ ember: „Þegar ég var ungur sagði faðir minn að okkar glæstustu von­ ir eða okkar mesti ótti yrðu sjaldnast að veruleika. Okkar mesti ótti hef­ ur hinsvegar orðið að veruleika hér í nótt. Okkar var sagt að það hefðu verið ellefu gíslar, tveir voru myrtir í þorpinu í gær, níu núna á flugvellin­ um. Þeir eru allir látnir.“ Í aðgerðum sínum gerðu lög­ regluyfirvöld Bæjaralands, nánast öll hugsanleg mistök og er þessi að­ gerð nánast skólabókardæmi um það hvernig á ekki að framkvæma aðgerðir sem þessar. Í kjölfar atburðanna var keppni frestað á Ólympíuleikunum, í fyrsta sinn í sögu þeirra og haldin var miningararthöfn. Þann 6. september fóru síðan allir Ísraelsmenn heim. Þá yfirgaf Mark Spitz (af gyðingaættum) leikana af ótta við hefndaraðgerð­ ir. Egyptar og fleiri þjóðir yfirgáfu einnig leikana. Sérsveitin og GSG-9 stofnuð Blóðbaðið í München varð til þess að and­hryðjuverkasveitin GSG­9, var stofnuð í Þýskalandi. Fleiri þjóðir tóku einnig til sinna ráða í sambandi við hryðjuverk og aðgerðir gegn þeim. Viðhorf og viðbrögð manna gagnvart hryðjuverkum breyttust til frambúðar eftir þessa atburði. Alls féllu fimm af átta árasar­ mönnum, meðal annars leiðtoginn, Issa. Líkin voru flutt til Líbíu og þang­ að fóru einnig þeir þrír sem lifðu af. Þeir voru látnir lausir eftir flugrán á þýskri Lufthansa­vél í lok október 1972. Margt er á huldu í sambandi við það mál og voru raddir uppi um að að þýsk yfirvöld hefðu hreinlega gefið eftir í því máli og viljað losna við það. Í Líbíu var þremenningunum fagnað sem þjóðhetjum. Tveir þeirra voru síðar myrtir í aðgerðinni „Reiði guðanna“, sem leyniþjónusta Ísraels framkvæmdi og sagt er frá í kvik­ myndinni München eftir Steven Spiel berg. Abu Daoud, hinn þriðji, lést í Sýrlandi árið 2010, vegna nýrna­ bilunar. En hryðjuverkamönnun­ um tókst áætlunarverk sitt; að vekja heimsathygli á málstað Palestínu, sem er enn fréttaefni. Kostnaðurinn var þó gríðarlegur. n n Hryðjuverkasamtökin Svarti september myrtu 11 Ísraelsmenn á Ólympíuleikunum 1972 Martröðin í Münche Gíslataka Öryggis-gæsla á leikunum árið 1972 var í lágmarki og lítið gert í að athuga skilríki gesta. „Viðbrögð um- heimsins ein- kenndust af fordæmingu og vandlætingu. Í íþróttagöllum Hryðjuverkamennirnir voru meðal annars klæddir í íþróttagalla og vopnaðir hríðskotabyssum eins og meðfylgj- andi mynd ber með sér. Ekkjur vildu minningarathöfn Í aðdraganda Ólympíuleikanna í London fóru ekkjur tveggja München-fórnarlamba, fram á að þessa harmleiks yrði minnst við setningu leikanna í London, með einnar mín- útu þögn. Þær Ankie Spitzer og Ilana Romano fóru þess á leit við stjórnendur ÓL 2012: „Eiginmenn okkar komu ekki á Ólympíuleikana í München sem einhverjir ferðamenn. Þeir komu með glæstar vonir í farteskinu, en þeir fóru heim í líkkistum,“ sagði Ankie Spitzer, eiginkona skylmingaþjálfarans Andrei Spitzer, við fréttamenn í London fyrir skömmu. Beiðni kvennanna var hinsvegar hafnað og við því brást Ankie með því að segja: „Hefði verið brugðist við með þessum hætti, ef þetta hefði snúist um ameríska Draumaliðið í körfubolta?“ Dóttir Ankie og Andrei, sem fæddist skömmu fyrir München-leikana, barðist einnig fyrir þessu. Vildu minningarathöfn Ekkjur tveggja fórnarlamba München-morðanna, fóru fram á að minningarathöfn yrði haldin á ÓL í London, en höfðu ekki árangur sem erfiði. Gunnar Hólmsteinn Ársælsson blaðamaður skrifar ritstjorn@dv.is Erlent 25Helgarblað 3.–7. ágúst 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.