Dagblaðið Vísir - DV - 03.08.2012, Blaðsíða 46

Dagblaðið Vísir - DV - 03.08.2012, Blaðsíða 46
Frægir á Ferð og Flugi Hvað ætlar þú að gera um versl- unarmannahelgina? Það gæti orðið eitthvert flakk á manni. Var að spá í að kíkja til Eyja og gista þar í eina nótt og svo fer ég kannski upp í sumarbústað sem við fjölskyldan eigum. Það er ákveðinn hópur sem ætlar að hittast í Eyjum; strákarnir á stöðinni (Stöð 2) – Auddi og þeir. Þeir ætla að vera alla helgina. Ég fer með Herjólfi og svo er ég alltaf með fasta gistingu í Eyjum. Hver er skemmtilegasta verslunar- mannahelgin sem þú hefur upplifað? Ég veit ekki alveg hvað ég á að segja. Verslunarmannahelgin 2001 var samt alveg frábær – bongóblíða í Herjólfsdalnum. Árið 2007 var líka gott þjóðhátíðarár – rjómablíða og mikið stuð. Þegar veðrið er gott er léttara yfir öllu og allir í góðum gír. Þú hlýtur að hafa lent í ýmsu á þjóðhátíð, getur þú deilt einhverri skemmtilegri sögu með lesendum? Þegar ég fór til Eyja til að taka upp efni sem var sýnt á sjónvarpsstöðinni Sirkus og líka á Stöð 2. Þá var maður mikið baksviðs með poppurunum og fór mikið inn í tjöldin; það var mikil og góð upplifun. Svo luma ég á sögum sem ekki er hægt að ræða í fjölmiðl­ um. Auk þess hef ég stundum siglt í kringum eyjuna með félögum mínum – það er alltaf svakaleg upplifun. 14 3.–7. ágúst 2012 Verslunarmannahelgin Gott á grillið n Það er hægt að útbúa fleira en pylsur og kótilettur í útilegunni Fyrir grænmetisætur: Sæt kartafla með feta- osti í pítubrauði Skerðu sæta kartöflu í sneiðar, penslaðu með olíu og grillaðu. Meðan kartaflan er enn heit, blandaðu þá í plastskál eða poka saman við spínat, kirsuberjatómata og fetaost. Settu í pítubrauð og berðu fram. Fyrir þá kúltiveruðu: Kebab með lamba- kjöti, tómötum og mintu Það er bæði einfalt og gott að elda kebab á teini. Taka má með jógúrtsósu og hveitikökur til að útbúa rúllur. Blandið saman lambagúllasi, smá sítrónusafa, kóríanderkryddi og svolítið af kanil. Setja má kjötið í marineringunni í poka í kæliboxið. Þræðið upp á tein, lamb, tómata og mintulauf. Setjið á hveitiköku með salati og jógúrtsósu. Jógúrtsósan er einföld í gerð. Hrein jógúrt er hrærð saman við hvítlauk úr hvítlaukspressu. (2 geirar á eina dós). 2 matskeiðar af sítrónusafa út í og örlítið af salti. Fyrir hamborgaraunnendur Hinn fullkomni hamborgari Láttu kjötmeistarann útbúa fyrir þig hamborgarana. Fituinnihaldið má vera allt að 20% svo þeir verði safaríkir og góðir. Hinn fullkomni hamborgari þarf lítið annað en klípu af salti og pipar, bragðgóðan ost og súrsaðar gúrkur, eða jalapeno og örlítið af majónesi. Ef kjötið er gott, verður borgarinn góður. Þykk hamborgarabrauð má fá hjá bakara, þau fást einnig í versluninni Víði og á fleiri sölustöðum. Forréttur fyrir sælkera Flatbökur með geitaosti og perum Pakkaðu í kælibox, hvítum og mjúkum geitaosti, spelt-hveitik-kökum, perum, gouda-osti, rucolasalati og bláberjum. Settu ostsneiðar á hveitiköku og settu aðra yfir. Grillaðu á báðum hliðum þar til osturinn er bráðnaður. Dreifðu klettasalati yfir, klípum af geitaosti, bláberjum og berum og berðu fram. Bragðast vel með góðu hvítvíni. Neistaflug í 20 ár n Fjölskylduhátíð í Litlu-Moskvu Neistaflug í Neskaupstað er haldin í 20 sinn í ár. Neskaupstað­ ur er nyrsti og fjölmennasti byggðakjarninn í Fjarðabyggð. Hátíðin er því einskonar af­ mælishátíð. Gert er ráð fyrir að í kringum 2.000 manns mæti til hátíðarinnar. Henni er ætlað að höfða sem mest til fjölskyldufólks og þeirra sem vilja skemmta sér í faðmi fjölskyldunnar yfir verslun­ armannahelgina. Áhersla Neistaflugs á fjöl­ skylduna birtist í afar öflugri dag­ skrá fyrir börn. Sýnd eru atriði úr Góa og baunagrasinu, Mikki refur og Lilli klifurmús verða á staðn­ um ásamt Leikhópnum Lottu, sem einnig ætlar að sýna brot úr ævintýrum sem þau hafa sýnt og enda svo á að sýna leikritið um Stígvélaða köttinn. Fyrir þá sem vilja tjútta eft­ ir barnasýningarnar verður Siggi Hlö DJ í Egilsbúð, Sálin hans Jóns míns verður með ball á laugardagskvöldinu en hljóm­ sveitin Buff slær í ball á sunnu­ dagskveldinu. Boðið er upp á tvö tjaldsvæði fyrir gesti hátíðarinnar. Sérstakt fjölskyldutjaldsvæði hefur verið sett upp við snjóflóðavarnargarða bæjarins en einnig má tjalda á eldra tjaldsvæði bæjarins. Það kostar þúsund krónur fyrir hvert tjald á tjaldsvæðum bæjarins. Að­ gangur er ókeypis á Neistaflug en fyrir þá sem vilja fara á böllin er hægt að kaupa armband sem gildir inn á böll Dúndurfrétta, Sigga Hlö, Sálarinnar, Buffs, Frið­ rik Dórs, Andra Bergmann, Sig­ urðar Þorbergs, Hlyns Ben og co. með Bítlalög og Erlu Dóru. Fjölskylduhátíð í Litlu-Moskvu: n Ásgeir Kolbeins í Eyjum og Villi Bjarna leikur sér Þóra Arnórsdóttir, fyrrum forseta­ frambjóðandi Hvað ætlar þú að gera um verslunar­ mannahelgina? Við erum ekki búin að ákveða það. Ég reikna með að við verðum bara í bænum – að dytta að húsinu og svona. Við förum vestur um þar næstu helgi þannig að ég hugsa að við höfum það bara rólegt. Skemmtilegasta verslunarmanna­ helgi sem þú hefur upplifað? Ég hef aldrei verið mikil verslunar­ mannahelgarmanneskja – hef yfirleitt verið að vinna. En ef þú ákveður að fara út úr bænum – hver er draumastaðurinn? Það er nú munur á draumastaðnum og því sem er raunhæft. Það yrði aldrei neitt nema kannski eitthvað stutt út fyr­ ir bæinn. Við erum með tveggja og hálfs mánaðar gamalt barn – þannig að við erum ekkert að fara í einhverja langa úti­ legu. Linda P, alheimsfegurðardrottning Hvað ætlar þú að gera um verslunar­ mannahelgina? Ég ætla nú bara að taka því rólega og vera í bænum. Ég fer reyndar út að borða með vinkonum mínum á föstudags­ kvöldið og svo á einhverja tónleika. Sem unglingur hafði maður gaman að þessu en í dag er maður ekki beint þessi versl­ unarmannahelgartýpa. Skemmtilegasta verslunarmanna­ helgi sem þú hefur upplifað? Þeir hafa nú verið nokkrar – skemmti­ Ásgeir Kolbeinsson: Þóra Arnórsdóttir: Linda Pétursdóttir: Hvað ætlar þú að gera um versl- unarmannahelgina? Við erum ekki búin að ákveða það. Ég reikna með að við verðum bara í bænum – að dytta að hús­ inu og svona. Við förum vestur um þarnæstu helgi þannig að ég hugsa að við höfum það bara rólegt. Hver er skemmtilegasta verslunar- mannahelgin sem þú hefur upplifað? Ég hef aldrei verið mikil verslun­ armannahelgarmanneskja – hef yfir­ leitt verið að vinna. En ef þú ákveður að fara út úr bænum – hver er draumastaðurinn? Það er nú munur á draumastaðn­ um og því sem er raunhæft. Það yrði aldrei neitt nema kannski eitthvað stutt út fyrir bæinn. Við erum með tveggja og hálfs mánaðar gamalt barn – þannig að við erum ekkert að fara í einhverja langa útilegu. Hvað ætlar þú að gera um verslunarmannahelgina? Ég ætla nú bara að taka því rólega og vera í bænum. Ég fer reyndar út að borða með vinkonum mínum á föstudagskvöldið og svo á einhverja tónleika. Sem unglingur hafði maður gaman af þessu en í dag er maður ekki beint þessi verslunarmannahelgartýpa. Hver er skemmtilegasta verslunarmannahelgin sem þú hefur upplifað? Þær hafa nú verið nokkrar – skemmtilegar. Sú skemmtilegasta var sennilega í Atlavík árið 1985 – ég man reyndar ekki nákvæmt ártal. Stuðmenn voru að spila og maður var með vinum sínum frá Vopnafirði; maður var ung­ ur og lífið lék við mann. Lumar þú ekki á einhverri skemmtilegri verslunarmannahelgarsögu sem þú vilt deila með lesendum? Nei – ég held að það sé best að vera ekk­ ert að því. Hvað ætlar þú að gera um verslunarmanna- helgina? Ég ætla bara að leika mér í Helgafellssveit við Breiðafjörð – í Hólminum. Við verðum alla helgina – fjölskyldan. Hver er skemmtilegasta verslunarmanna- helgin sem þú hefur upplifað? Það var óveðurshelgin 1970. Ég og félagar mínir fórum á Hótel Holt og fengum okkur steik á laugardagskvöldinu. Það var brjálað veður úti um allt land en svona drulluveður í Reykjavík og aðalböllin voru þar. Vilhjálmur Bjarnason: Verður á flakki Rólegt með fjölskyldunni Út að borða og á tónleika Fer í Hólminn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.