Dagblaðið Vísir - DV - 03.08.2012, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 03.08.2012, Blaðsíða 26
Sandkorn Ó lafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, var settur í embætti í gær í fimmta sinn. Þar með er endanlega staðfestur sigur hans eftir harða kosningabaráttu þar sem hann beitti sér af mikilli hörku. Á þessum tímamótum er nauðsynlegt að andstæðingar forsetans leggi niður vopn og fylki sér að baki réttkjörnum þjóðhöfðingja. Lýðræðisleg niðurstaða blasir við. Ólafur Ragnar er þegar orðinn eitt af stórmennum íslenskrar lýðveldis- sögu þótt ekki væri nema fyrir íslands- met í setu á stóli forseta. Hann á að baki einkar litríkan en umdeildan feril í stjórnmálum og síðar á forsetastóli. Og það eru einmitt verk hans sem forseti sem koma honum á spjöld sögunn- ar. Ólafur hefur fyrstur forseta virkjað beint lýðræði í þágu þjóðarinnar með því að vísa málum til þjóðaratkvæða- greiðslu. Sá gjörningur hans hefur ver- ið umdeildur allt frá því hann boðaði að fjölmiðlalög Davíðs Oddssonar yrðu borin undir þjóðina. Sjálfstæðismenn brugðust ókvæða við og höfðu margir uppi efasemdir um að forsetanum væri heimilt að grípa til svo róttækrar lýð- ræðislegrar aðgerðar. Fremur en að taka slaginn kaus Davíð Oddsson að draga frumvarpið til baka. Ekkert varð af þjóðaratkvæðagreiðslunni um fjöl- miðlana. Forsetinn sigraði. Þegar forsetinn sendi lögin um Icesave til þjóðaratkvæðagreiðslu snérist Sjálfstæðisflokkurinn á punkt- inum. Nú voru engar efasemdir um að forsetinn hefði þann rétt að vísa málinu til þjóðarinnar. Þvert á móti. Á með- an vinstri flokkarnir, sem þögðu í fjöl- miðlamálinu, ólmuðust út í forsetann, upphófu sjálfstæðismenn forsetann og gerðu að sínum manni. Þetta sást hvað best á kosningakvöldinu þegar ungir sjálfstæðismenn efndu til kosn- ingahátíðar í sjálfri Valhöll vegna Ólafs Ragnars Grímssonar. Það var forsetinn, öðrum fremur, sem kom Icesave-mál- inu úr farvegi samninga og fyrir dóm- stóla þar sem gríðarleg áhætta blasir við. Endanleg niðurstaða þess máls mun ráða því hversu jákvæð eftirmæli Ólafs Ragnars verða. Spurt verður að leikslokum. Við setningarathöfnina á mið- vikudag lagði forsetinn áherslu á að sundrung á meðal Íslendinga yrði að linna. Stjórnmálamenn yrðu að vinna sameiginlega að stærri málum í þágu lands og þjóðar. Þarna kveður við nýj- an tón við upphaf fimmta kjörtímabils Ólafs Ragnars sem lengst af hefur verið stríðsmaður á forsetastóli. Sundrung og deilur hafa verið viðloðandi Bessa- staði. Þetta hefur aðeins verið spurning um það hverjir voru óvinir forsetans hverju sinni og hverjir mynduðu bak- land hans. Sjálfur hefur hann fært víg- línuna eftir þörfum. Fyrir margt löngu tregðaðist formaður Sjálfstæðisflokks- ins við að hrópa húrra fyrir forsetanum, samkvæmt hefðinni. Nú mætti róttæk- ur vinstri þingmaður ekki við þingsetn- inguna í mótmælaskyni við forsetann og viðhorf hans. Það er hárrétt hjá forsetanum að sundrung verður að linna ef þjóðin á að öðlast trú á stjórnmálamenn sína á ný. Og það er gott að forsetinn ætlar að beita sér fyrir friði, sameiningu og rétt- læti. Það er nauðsynlegt að hann haldi áfram að berjast fyrir beinu lýðræði með því að halda áfram að vísa málum til þjóðarinnar. Í vor verður kosið nýtt þing og ný ríkisstjórn tekur við völdum. Þá er gott að vita að forsetinn held- ur áfram að vera sá öryggisventill sem tryggir þjóðinni hið endanlega vald. En stóra málið er að innleiða endurbætta stjórnarskrá þar sem hlutverk forsetans er skilgreint svo enginn vafi leiki á um valdsvið hans og heimildir. Þá skapast nauðsynleg festa um embættið. Fullt af peningum n Iceland-verslun Jóhann- esar Jónssonar og Malcolms Walker við Engihjalla í Kópa- vogi fær fljúgandi start með tilheyrandi hrolli fyrir samkeppnisaðila. Fullyrt er að þetta sé einungis blá- byrjunin hjá Jóhannesi sem ætli að opna fjölda verslana á næstu misserum með lið- sinni Walkers. Víst er að þeir félagar hafa yfir nægu fjár- magni að ráða. Allur mat- vörumarkaðurinn leikur á reiðiskjálfi vegna þessa. Þorgerður völt n Sjálfstæðismenn eru margir farnir að hugsa sér til hreyfings vegna yfirvofandi prófkjöra eft- ir áramót. Í Kraganum er reiknað með að Bjarni Benedikts- son formaður verði kosinn leiðtogi. Aftir á móti rík- ir mikil óvissa um Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, fyrr- verandi varaformann flokks- ins, sem á dögunum sótti um starf framkvæmdastjóra Hörpu. Staða Þorgerðar innan flokksins þykir vera slæm. Allt eins er búist við að hún hætti sjálfviljug fremur en að taka áhættuna af því að verða felld. Gunnar á þing n Á meðal þeirra sem ætla sér stóra hluti innan Sjálf- stæðisflokksins fyrir kom- andi kosningar er varaþing- maðurinn Óli Björn Kárason. Talið er að hann muni sækja fast að einhverjum efstu sæt- anna í harðri samkeppni við Ragnheiði Ríkharðsdóttur. Þá heyrist að ákafir stuðnings- menn héraðshöfðingjans í Kópavogi, Gunnars Birgisson- ar, vilji að þeirra maður taki slaginn. Óljóst er hvort hann hafi sjálfstraust í það eftir út- reiðina fyrir bæjarstjórnar- kosningar. Lúsarlaun n Eiður Guðnason, bloggari og fyrrverandi ráðherra, á það til að vera meinhæðinn. Það vekur athygli hans að Ingvi Hrafn Jónsson, sjónvarps- stjóri ÍNN, er á lúsarlaun- um ef litið er til skattlagn- ingar. Þá er Eiður áhyggju- fullur vegna útvarpsparsins Arnþrúðar Karlsdóttir og Péturs Gunnlaugsson sem stýra Út- varpi sögu. Telur Eiður að þau þurfi hjálp. „Þau hjúin komast ekki einu sinni á blað. Góðhjartaðir ættu að gauka fiskspyrðu að þessu bág- stadda fólki,” bloggar Eiður og telur að parið búi kannski í „einhverju sérstöku skatta- skjóli“. „Lýgur um fárán- legustu hluti“ „…orðinn of gamall til að standa í þessu“ Davíð Þorláksson, formaður SUS, ósáttur við Heimi Hannesson – DV Kjartan Halldórsson sem hefur selt Sægreifann – DV Stríðsmaður vill frið„Lýðræðis- leg niður- staða blasir við L eiðarahöfundur segir í fyrirsögn í Morgunblaðinu síðastliðinn miðvikudag að forsætisráðherra fagni fólksflótta. Orðrétt seg- ir hann: „Það sem ræður mestu um fækkun atvinnulausra er fólksflótti frá landinu í tíð núverandi ríkisstjórn- ar og það sem verst er; flóttinn heldur áfram þó að nær fjögur ár séu frá því að bankarnir féllu.“ Það virðist fara í taugarnar á leiðara höfundi í Hádegismóum að atvinnustig hér á landi sé hið hæsta í Evrópu og atvinnuleysið aðeins um 5 prósent. Það er nálægt því helmingi minna nú en það varð mest eftir hrun og er raunar með því allra minnsta í álfunni. Langtímaatvinnulausum hef- ur auk þess fækkað úr 3.900 einstak- lingum á öðrum fjórðungi ársins 2011 niður í 2.800 einstaklinga réttu ári síð- ar. En staðreyndirnar lætur höfundur- inn sem vind um eyru þjóta, hrapar að ályktunum og segir: „[Sú] fækkun sem þó hefur orðið á atvinnuleysisskrá skýrist ekki af fleiri atvinnutækifærum heldur fólksflótta og því er verið að fela vandann.“ Það hefur sem sagt far- ið framhjá leiðarahöfundi að þúsund- ir, sem enga vinnu höfðu hér á landi fyrir tveimur árum, hafa nú vinnu. Óþægilegar staðreyndir Ekki er vitað hvar leiðarahöfundur Morgunblaðsins lærði að bera svo litla virðingu fyrir staðreyndum sem raun ber vitni en vonandi gerðist það ekki á löngum tíma innan veggja stjórnar- ráðsins. Núverandi ríkisstjórn tók þar við búi þegar allar staðreyndir sýndust vera óraunverulegar eftir að grætt hafði verið á daginn og grillað á kvöldin um langt árabil í boði nýfrjáls- hyggjunnar og Sjálfstæðisflokksins með hörmulegum afleiðingum fyrir þjóðina. Ríkisstjórnin þurfti til dæm- is að horfast í augu við þá bláköldu staðreynd að Seðlabanki Íslands var tæknilega gjaldþrota og reyndist sá baggi þrefalt til fjórfalt þyngri fjár- hagsbyrði fyrir heimilin og fyrirtækin í landinu en Buchheit-samningurinn um Icesave hefði nokkru sinni getað orðið. Bankastjórar um víða veröld hafa verið reknir fyrir minni sakir en þær að valda slíku tjóni á seðlabanka. En því þessi heift og forherðing leiðarahöfundar? Eiga lesendur Morgun blaðsins ekki heimtingu á því að staðreyndir séu reifaðar af ritstjór- um blaðsins frekar en að þeir reyni að smíða og endurhanna veruleikann og staðreyndirnar þar til þær varpa ekki lengur skugga á frægðarljóma fallinna foringja og fara vel á spjöldum sögunn- ar? Ekki verra en á fyrri samdráttarskeiðum Það eru engar nýjar fréttir að ein- hverjir leiti fyrir sér á erlendri grundu þegar harðnar á dalnum hér heima. Fjórfrelsið svonefnda veitir fólki rétt til að fara milli landa í atvinnuleit inn- an Evrópska efnahagssvæðisins. Að sama skapi hefur fjöldi erlendra rík- isborgara komið hingað til lands í at- vinnuleit á undanförnum árum. Ýmist leitar fólk sér að vinnu eða reynir að auka tekjur sínar. Þá má ekki gleyma öllum þeim fjölda sem sækir nám er- lendis um lengri eða skemmri tíma. Í mars síðastliðnum kom út ít- arleg skýrsla Ólafar Garðarsdóttur, prófessors á menntavísindasviði Há- skóla Íslands, sem gerð var fyrir vel- ferðarráðuneytið. Þar var sýnt fram á að ekki hefði brostið á umtalsverð- ur fólksflótti í kjölfar bankahrunsins, eins og margir óttuðust að myndi ger- ast. Skýrslan leiðir skýrt í ljós að þrátt fyrir að fleiri hafi flutt frá landinu en til landsins í kjölfar bankahrunsins er ekki augljóst að staðan sé verri en á fyrri samdráttartímabilum, eins og 1993–1997. Var ekki ritstjóri Morgun- blaðsins forsætisráðherra þá? Þessi samanburður er allrar athygli verð- ur þegar höfð er hliðsjón af umfangi hrunsins sem orsakaði kreppuna sem nú er að mestu lokið. Flest bend- ir til að atvinnuleysi hefði einung- is orðið lítillega hærra ef ekki hefði komið til brottflutnings, eins og á fyrri krepputímum. Auðvelt hefði verið fyr- ir leiðarahöfund Morgunblaðsins að kynna sér skýrslu Ólafar og bera þetta saman við fyrri stjórnartímabil sem glímdu hvorki við bankahrun né nær gjaldþrota seðlabanka. Hvers eiga lesendur að gjalda? Þá má einnig benda á að á fyrsta árs- fjórðungi þessa árs fluttu fleiri til landsins en frá því, í fyrsta sinn frá bankahruninu. Þá fluttu um 130 fleiri frá landinu en til þess, borið saman við 270 á fyrsta fjórðungi 2011 og 430 á sama tíma 2009. Á síðasta ársfjórðungi 2011 fluttu aðeins 15 fleiri íslensk- ir ríkisborgarar úr landi en þeir sem fluttu til landsins. Þeir sem tala um að atvinnuleysið hafi verið flutt úr landi ýkja því stórlega. Ríkisstjórninni er vel kunnugt um að ekki hafa allir náð fjárhags- legu jafnvægi í kjölfar hrunsins. Þess vegna beitir hún fyrst og fremst að- gerðum sem gera eitt af þrennu eða allt í senn; auka velferð eða verja hana, örva hagvöxt og umsvif á vinnumarkaði, sem borið hefur ríku- legan ávöxt, og auka loks jöfnuð í samfélaginu. Dæmi um slíka aðgerð væru auknar barnabætur sem ríkis- stjórnin hugar nú að í tengslum við gerð fjárlaga næsta árs. Staðreyndirnar úr efnahagslífinu og af vinnumarkaðnum fara í taugarn- ar á ritstjórum Morgunblaðsins. En það má ekki bitna á lesendum blaðsins. Þeir eiga það ekki skilið að fá á tilfinninguna við lestur ritstjórnar- greina að þeir búi í allt öðru landi en sá fjöldi sem kýs að lesa ekki blaðið. Staðreyndir út í „móum“ Leiðari Reynir Traustason rt@dv.is Kjallari Jóhann Hauksson upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar Útgáfufélag: DV ehf. Stjórnarformaður: Ólafur M. Magnússon Ritstjórar: Jón Trausti Reynisson (jontrausti@dv.is) og Reynir Traustason (rt@dv.is) Fréttastjóri: Ingi Freyr Vilhjálmsson (ingi@dv.is) Umsjón helgarblaðs: Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir (ingibjorg@dv.is) Umsjón innblaðs: Kristjana Guðbrandsdóttir (kristjana@dv.is) Framkvæmdastjóri: Stefán T. Sigurðsson (sts@dv.is) Sölu- og markaðsstjóri: Heiða B. Heiðarsdóttir (heida@dv.is) Hönnunarstjóri: Jón Ingi Stefánsson (joningi@dv.is) Umbrot: DV Prentun: Landsprent Dreifing: Árvakur DV á netinu: DV.is F R J Á L S T, Ó H Á Ð D A G B L A Ð Heimilisfang Tryggvagötu 11 Hafnarhvoli, 2. hæð 101 Reykjavík FRéTTASkoT 512 70 70 DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. 512 7000 512 7010 512 7080 512 7050 AÐALnúmeR RiTSTJÓRn ÁSkRiFTARSími AuGLýSinGAR 26 3.–7. ágúst 2012 Helgarblað
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.