Dagblaðið Vísir - DV - 03.08.2012, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 03.08.2012, Blaðsíða 34
2 3.–7. ágúst 2012 Verslunarmannahelgin Fjölskylduhátíð í náttúrufegurð n Hagyrðingar kveða og keppa n Sérkennileikar og ævintýraferð fyrir börn Vertu með neyðartónlist n Þetta þarftu að taka með Þ að er lykilatriði að vera með góða tónlist um verslun- armannahelgina. Þó að Ís- lendingar fjölmenni á úti- hátíðir þar sem tónlistaratriði eru allsráðandi er samt mikilvægt að hugsa fram í tímann og undirbúa góðan og þéttan lagalista til að taka með sér í bílinn á leiðinni eða til að spila í tjaldinu eða bústaðnum. Al- mennt er það stemmingin hjá hverj- um og einum sem þarf að ráða för en það eru samt tveir listar sem fólk þarf alltaf að taka með sér, partílagalisti og neyðarlagalisti. Ef þú ert að fara til Vestmanna- eyja til að fagna „Þjóðhátíð“ með eyjaskeggjum er lykilatriði – þó það sé alls ekki besta tónlistin – að taka með sér öll gömlu þjóðhátíðarlög- in. Það er partílisti þeirra sem fara á Þjóðhátíð. Hvort sem það eru Stuð- menn sem syngja um Einsa kalda eða Hreimur í Landi og Sonum sem syngur um hvað lífið sé yndislegt er skylda að taka allan pakkann með sér til Eyja. Klassískt er að taka saman ís- lenska vinsældarlista og finna hress- ustu lögin þar á bænum. Þessa stundina eru Helgi Björnsson og Reiðmenn vindanna með lagið Ég er kominn heim á toppi Vinsældar- lista Rásar 2. Fyrir þá sem fíla ekki ís- lenska kántrítónlist er best að kíkja á Íslenska listann hjá FM957, þar sem Lykke Li trónir á toppnum með I Follow Rivers. Neyðarlagalistinn er öllu ein- faldari og gildir fyrir alla, hvert sem þeir fara. Besta undirbúnings- ráðið fyrir þann lista er að kíkja í heimsendatösku Ríkisútvarpsins. Þar er að finna lög og lagalista sem nota á við hin ýmsu atvik þar sem einhvers- konar hættuástand ríkir á landinu. Í töskunni er til að mynda að finna latin-djass með Roberto Per- era frá Úrúgvæ eða djass-gítarleikar- ann Earl Klugh sem spilaðir eru við hættuástand. Svo þegar allt er fallið í ljúfa löð er ráð að vera með nokkur lög með Mezzoforte, sem RÚV spil- ar þegar óvissan er yfirstaðin. Erfitt er nefnilega að finna íslenskt lag sem boðar jafn látlausa gleði og Garden Party með Mezzoforte. Á lfaborgarséns, fjölskylduhá- tíð á Borgarfirði eystra verður haldin að venju um Verslun- armannahelgina. Hátíð þessi á marga áskrifendur í hópi fjölskyldna sem vilja njóta þess að vera á rólegum stað í ægifögru um- hverfi og njóta viðburða við allra hæfi. Ólíkt öðrum hátíðum er hápunkt- ur Álfaborgarséns um miðjan dag á laugardag þar sem börnum er boðið uppá Ævintýraferð þar sem þau koma til með að hitta álfa og kynjaverur auk þess að kynnast náttúru og umhverfi. Dagskrá Álfaborgarséns hefst reyndar á föstudegi með hag- yrðingamóti í félagsheimilinu Fjarðarborg þar sem landsþekkt- ir hagyrðingar með heimamanninn Andrés Björnsson fremstan í flokki láta gaminn geysa. Meðal þeirra sem taka þátt er Halla Gunnarsdótt- ir aðstoðarmaður innanríkisráð- herra. Keppt á sérkennileikum Eftir ævintýraferð, knattspyrnumót og neshlaup á laugardeginum munu hljómsveitin Nefndin stíga á stokk á tónleikum. Sunnudagurinn er síðan helgað- ur pönnukökubakstri auk þess sem keppt verður á Sérkennileikunum 2012 en þar er keppt í óvenjulegum og jafnvel óþekktum íþróttagreinum. Um kvöldið eru tónleikar í Fjarðar- borg og þá eru það hinir landskunnu Jónas Sigurðsson og Valdimar Guð- mundsson sem skemmta. „Á Álfaborgarséns er heimilisleg stemning þar sem sem gestir geta í bland við heimamenn átt nota- lega stund hvort sem menn kjósa að dvelja alla helgina eða taka þátt í einstaka viðburðum,“ segir Ásgrím- ur Ingi Arngrímsson einn skipu- leggjenda. Álfaborgarséns á Borgarfirði Eystri Dagskráin Föstudagur 20:00 Hagyrðingamót í Fjarðarborg. Stjórnandi: Freyr Eyjólfsson. Hagyrðingar: Andrés Björnsson, Friðrik Steingrímsson, Halla Gunnarsdóttir, Stefán Bogi Sveinsson og Þorsteinn Bergsson. 24:00 Lifandi tónlist í Álfakaffi og Fjarðar- borg að loknu hagyrðingamóti. Laugardagur 13:00 Ævintýraferð barnanna 14:00 Knattspyrna á Borgarfjarðarvelli 16:00 Neshlaup. Hlaupið frá Snotrunesi og inn í Bakkagerði. 23:00 Dansleikur í Fjarðarborg með hljóm- sveitinni Nefndinni Sunnudagur 15:00 Lindarbakkadagurinn. Sveitastjórnin bakar pönnukökur við Lindarbakka handa gestum og gangandi. 16:00 Sérkennileikar á Borgarfjarðarvelli. Keppni í óvenjulegum og jafnvel óþekktum íþróttagreinum. 22:00 Tónleikar í Fjarðarborg með þeim Jónasi Sigurðssyni og Valdimar Guðmundssyni 23:00 Lifandi tónlist í Álfakaffi Hagyrðingur með meiru Halla Gunnarsdóttir aðstoðarmaður innanríkis- ráðherra, keppir á hagyrðingamóti. Syngur á balli Valdimar Guðmunds- son og Jónas Sigurðsson syngja á balli á sunnudaginn. Frumlegar leiðir til að tjalda Uppi í tré Þetta hugvitssamlega tjald er hengt uppi í tré. Ef til vill til þess að forðast bjarndýr eða önnur stærri rándýr. Of mikið? Sumir þola ekki útilegur. Þessi útilegukappi hefur viljað eiga heimili að heiman. Á palli Ef að það má finna trépall sem þennan er hægt að gera leik að því að tjalda á honum. Þá er komið ígildi örlítils sumarbústaðar. Á ströndinni Það þarf ekki að tjalda til einnar nætur. Þeir sem vilja eyða huggulegum dagsparti á strönd geta brugðið upp fallegu tjaldi. Látlaus gleði Garden Party með Mezzoforte er skothelt í útileguna um Verslunar- mannahelgina.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.