Dagblaðið Vísir - DV - 03.08.2012, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 03.08.2012, Blaðsíða 8
Íslendingum til hagsbóta n Ísland nýtur góðs af samningi Rússa við WTO R ússnesk stjórnvöld hafa fullgilt samning um aðild Rússlands að Alþjóðaviðskiptastofnun­ inni (WTO). Lýkur þar með 18 ára samningaviðræðum Rússa við aðildarríki stofnunarinnar, en Stef­ án Haukur Jóhannesson, sendiherra og aðalsamningamaður Íslands í aðildarviðræðunum við Evrópu­ sambandið stýrði viðræðunum síð­ ustu átta árin. Aðild Rússlands tekur formlega gildi þann 22. ágúst næst­ komandi og verður þá Rússland 156. aðildarríki stofnunarinnar. Útlit er fyrir að Íslendingar njóti góðs af samningnum, en hann hef­ ur jákvæð áhrif á vöruviðskipti Ís­ lands og Rússlands. Fram kemur á vef utanríkisráðuneytisins að tollar á ýmsar sjávarafurðir muni lækka um 70 prósent. Þetta á til dæmis við um makríl, karfa, síld og síldarflök, en Rússland er einn mikilvægasti mark­ aður Íslands fyrir makríl. Ef allt geng­ ur að óskum munu greiðari viðskipti við Rússland koma íslenskum sjávar­ útvegi til góða og skila auknum tekj­ um í ríkissjóð. Í skýrslu sem viðskiptasvið utan­ ríkisráðuneytisins skilaði af sér í janúar segir að samningnum sé ætl­ að að torvelda misnotkun á heil­ brigðisreglum, en þeim er stundum beitt sem duldum viðskiptahindr­ unum. Þau ákvæði samningsins sem þetta snerta eru hagstæð ríkjum eins og Íslandi sem flytja út matvæli. Fram kemur í skýrslu við­ skiptasviðs að aðild Rússlands að Alþjóðaviðskiptastofnunni komi til með að auðvelda fríverslunarvið­ ræður EFTA­ríkjanna við tollabanda­ lag Rússlands, Hvíta­Rússlands og Kasakstan. Í þeim viðræðum gæti gefist tækifæri til að semja um al­ gjöra niðurfellingu tolla á helstu út­ flutningsafurðum Íslands. johannp@dv.is 8 Fréttir 3.–7. ágúst 2012 Helgarblað Stefán Haukur Stefán Haukur stýrði viðræðum Rússa við aðildarríki Alþjóðavið- skiptastofnunarinnar. FLEIRI ASTMALYF VEGNA VIRKJUNAR n Aukning í sölu á astmalyfjum þegar brennisteinsvetnismengun er mikil T öluverða brennisteins­ vetnismengun í andrúms­ lofti á höfuðborgarsvæð­ inu má fyrst og fremst rekja til Hellis heiðar virkjunar. Niðurstöður rannsóknar sem Hanne Krage Carlsen, doktorsnemi í lýð­ heilsu vísindum, gerði á íbúum höf­ uðborgarsvæðisins gefa til kynna að skammtímaáhrif brennisteins­ vetnismengunar hafi slæm áhrif á öndunarsjúkdóma. Ekki er vitað um langtímaáhrif þessarar mengunar á heilsu fólks.   Fleiri kaupa astmalyf „Niðurstöðurnar gefa til kynna að eftir því sem brennisteinsvetnis­ mengun er meiri þeim mun meiri aukning er á sölu astma lyfja. Það bendir til þess að fólk með öndunar­ sjúkdóma fái enn verri einkenni en ella þegar þessi mengun er mik­ il,“ segir Hanne. Aukningin á sölu astmalyfja er þá um fimm til tíu pró­ sent þegar slík mengun mælist mest á höfuðborgarsvæðinu. Veður­ far hefur mikil áhrif á hversu mikil brennisteinsvetnismengun mælist, en yfirleitt mælist hún  mest þegar kaldir austanvindar blása.   Brennisteinsvetnismengun færist í aukana Brennisteinsvetnismengun hef­ ur færst töluvert í aukana á höf­ uðborgarsvæðinu eftir að Hellis­ heiðarvirkjun  var gangsett árið 2006. Í Kópavogi, Hafnarfirði og Hveragerði hefur verið komið fyr­ ir mælum sem eiga að mæla styrk mengunarinnar. Slík mengun hef­ ur sjaldan farið yfir heilsuverndar­ mörk á síðastliðnum árum en árið 2010 herti umhverfisráðherra regl­ ur um leyfilega losun á brenni­ steinsvetnismengun  sem taka gildi 1. júlí árið 2014. Orkuveita Reykjavíkur sækir um undanþágu Hólmfríður Sigurðardóttir, um­ hverfisstjóri Orkuveitu Reykjavík­ ur, segir Orkuveitu Reykjavíkur ekki geta dregið nægilega úr brenni­ steinsvetnismengun fyrir þann tíma til að standast kröfur umhverfisráð­ herra. Því hefur Orkuveita Reykja­ víkur óskað eftir undanþágu til ársins 2019 eða 2020. Umsagn­ ir hagmunaaðila munu liggja fyr­ ir í september. Hólmfríður segir að Háskóli Íslands vinni að tilrauna­ verkefni til að minnka mengun­ ina á ódýran og umhverfisvænan máta. Í greinargerð sem lögð var fyrir Hafnarfjarðar­ og Kópavogs­ bæ í júní síðastliðnum kemur fram að ef ekki finnist lausn á þessum vanda hljóti umhverfisyfirvöld að skoða frekari uppbyggingu orku­ mannvirkja á Hellisheiði. Gæti haft fjölþættari áhrif „Ég athugaði áhrif brennu­ steinsmengunar á eina tegund sjúkdóma – öndunarfærasjúk­ dóma. Því er hugsanlegt að meng­ unin gæti haft áhrif á fleiri tegund­ ir sjúkdóma,“ segir Hanne Krage Carlsen sem mældi áhrif brenni­ steinsvetnismengunar á höfuð­ borgarsvæðinu yfir tveggja og hálfs árs tímabil, frá febrúar 2006 til des­ ember 2008. „Áhrif þessarar meng­ unar hafa lítið verið rannsökuð  í heiminum þar sem þeirra gætir að­ eins í þeim löndum þar sem virk eldfjöll eru.  Í evrópskum reglu­ gerðum er til dæmis ekki minnst á brennisteinsvetnismengun sem vandamál í umhverfinu,“ segir Hanne. Meiri áhrif en áður var talið Þorsteinn Jóhannsson, sérfræðing­ ur hjá Umhverfisstofnun, segir ekki vitað með vissu hvar eigi að setja heilsuverndarmörk vegna meng­ unarinnar því að hún hafi lítið verið rannsökuð. „Það er óvissa um marga þætti heilsufarsáhrifa brennisteinsvetnismengunar en niðurstöður rannsóknar Hanne Krage Carlsen gefa til kynna að brennisteinsvetnismengun hafi meiri áhrif á heilsu fólks en áður var talið og að ekki þurfi jafn mikið af brennisteinsvetnismengun til að hún hafi skaðleg áhrif,“ segir Þor­ steinn. Elín Ingimundardóttir blaðamaður skrifar elin@dv.is Brennisteinsvetnismengun frá Hellisheiðarvirkjun Slík mengun hefur lítið verið rannsökuð og gæti því haft áhrif á fleira en öndunarfærasjúkdóma. Órói í mið- borginni Töluverð ölvun og órói var í fólki í höfuðborginni á miðvikudag og þurfti lögreglan að hafa afskipti af þó nokkrum. Skömmu fyr­ ir klukkan ellefu um morguninn var par handtekið fyrir utan bar í austurborginni, voru þau bæði í annalegu ástandi og ekki hæf á götum úti vegna ástands þeirra. Rétt eftir klukkan eitt var einstakl­ ingur handtekinn í miðborginni eftir að hann hafði veist að fólki og hótað því. Var hann í annalegu ástandi og óviðræðuhæfur sökum ölvunar. Hann gisti, líkt og parið, fangageymslur á meðan af honum rann. Þá var einstaklingur stöðv­ aður vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna. Var hann látinn laus eftir að blóðsýni hafði verið tekið úr honum. Folaldi stolið í Kvosinni Elísa Ósk Skæringsdóttir kveðst handviss um að folaldi sem hvarf af jörð í Kvosinni í Hvalfirði hafi ver­ ið stolið. Folaldið var einungis dags gam­ alt þegar það hvarf, en það var að­ faranótt 31. júlí. „Merin er óvenju­ lega manngæf,“ segir Elísa um móðurina. Afgirta jörðin sem folaldið var á er lítil og segir Elísa að jörðin hafi verið kembd fram og aftur í leit að því. Engar líkur séu á því að það hafi farið, dagsgamalt og mjög valt, langt frá móður sinni. „Við erum líka með hænur sem trylltust hérna klukkan fimm um morguninn,“ segir hún um nóttina sem folaldið hvarf. Að auki nær jörðin alveg niður að þjóðvegi svo að auðvelt hefði verið fyrir hrossa­ þjófa að taka það upp í bíl og aka á brott. Folaldið er brúnskjóttur hestur og eru vegleg fundarlaun í boði fyr­ ir að skila því heilu og höldnu. Elísa segist ætla að leita til lögreglunn­ ar. Þess er sárt saknað og sorgin er mikil. „Þetta er líka mjög sárt fyrir merina, hún kallar og kallar á fol­ aldið.“ Ábendingum má koma áleiðis í gegnum Facebook en einnig má hafa samband við lögregluna. Rannsakaði áhrifin á öndunarsjúk- dóma Hanne Krage Carlsen komst að því að þegar brennisteinsvetnismengun er mikil eykst sala á astmalyfjum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.