Dagblaðið Vísir - DV - 03.08.2012, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 03.08.2012, Blaðsíða 28
28 Umræða 3.–7. ágúst 2012 Helgarblað Vinsæl ummæli við fréttir DV.is í vikunni „Maðurinn veit ekkert hvað hann er að segja. Það eru engar hrygningargöngur á fiski í Eiðavatni. Það eru kannski tveir menn sem vita hvar bleikjan í Eiðavatni hrygnir og hún hrygnir ekki á þessum tíma. Honum væri nær að sýna Eiðastað einhvern sóma í stað þess að láta allar húseignir drabbast niður honum til háborinnar skammar.“ Örn Ragnarsson um frétt af því að Sigurjón Sighvatsson væri viss um að veiðiþjófn- aður væri stundaður í Eiðavatni. „Ömurleiki Alþingis mun klárlega ekki minnka þegar þessir kjánar fara að birtast þar.“ Halldór Sverrisson um frétt af klofningi og illdeilum innan Heimdallar, félags ungra sjálf- stæðismanna í Reykjavík. „Þegar snillingur tjáir sig um snillinga er útkoman snilld!“ Heimir Bergmann um frétt af ummælum forseta Íslands í Time um að handbolti sé hluti af innsta kjarna þjóðarinnar. „Forsetinn okkar er alltaf til sóma, hvar sem hann fer. Ís- lenska landsliðið í handbolta er þvílíkur kraftaverkahópur að við megum vera virkilega stolt af þessum strákum. Lítil þjóð en samt stórasta þjóð í heimi. Hr. Ólafur er mikill aðdáandi liðsins, og vill votta þeim virðingu sína. Flott mál.“ Sveinn Valgeirsson um frétt af ummælum forseta Íslands í Time um að handbolti sé hluti af innsta kjarna þjóðarinnar. „Ef allt fer að óskum Nubos mun þar rísa fimm stjörnu lúxus- hótel, hestabúgarður og átján holu golfvöllur. Þegar fyrsta holan í opna Nu- bomótinu verður leikin, skal ég éta hatt minn og staf.“ Gísli Ásgeirsson um frétt af efasemdum verkalýðsforingjans Aðalsteins Baldurssonar um heilindi Huang Nubos. „Eitt er víst Gísli, að það kemur þú aldrei til með að þurfa að gera, farðu vel með hattinn og stafinn.“ Baldur Bjarnason sem skrifar ummæli við yfirlýsingu Gísla við Nubo-fréttina. „Og Tryggvi Her- bertsson segir að þingfarakaup sé svo lágt að það sé varla hægt að lifa á því. Hann ætti að prufa að hafa 200 þúsund í heildarlaun.“ Axel Bragi Andrésson um úttekt DV á launakjörum þing- manna samkvæmt álagningar- skrá ríkisskattstjóra. 17 6 26 6 Sigurbjörn Bárðarson: Er stefnan að opna fleiri Iceland-búðir? Ef þá, eru komnar hugmyndir um staðsetningar á þeim?  Jóhannes Jónsson: Það er alfarið undir neytendum komið hvort við opnum fleiri búðir, en mér hafa verið boðnar staðsetningar. Anna Sverrisdóttir: Ég óska þér til hamingju með nýju búðina. Stefnir þú að því að þarna verði lægsta vöruverðið?  Jóhannes Jónsson: Já, já. Baldur Guðmundsson: Hvernig verður Iceland-versl- unin frábrugðin hinum búðunum hérna á Íslandi? Hafið þið sérstöðu?  Jóhannes Jónsson: Við flytjum með okkur sérstöðu Iceland-versl- ananna í Bretlandi og þær vörur sem þær verslanir eru þekktar fyrir. Við erum með 300 tegundir, sem ekki eru seldar annars staðar. Sigurrós Einarsdóttir: Hljóta þá íslenskar vörur minni sess í þessari verslun og ef svo er ... hyggst þú breyta því eða halda í þá sérstöðu sem verslanirnar hafa í Bretlandi?  Jóhannes Jónsson: Nei alls ekki, þetta er bara viðbót. Sjötíu prósent af vöruvalinu eru íslenskar vörur, sem fólk þekkir. Fundarstjóri: Spurning barst á netfangið ritstjorn@dv.is: Hvernig tilfinning er það að vera nú kominn í harða samkeppni við Bónus sem kalla mætti „barnið þitt“. Er þetta ekki skrýtin aðstaða til að vera í?  Jóhannes Jónsson: Nei, maður er ekki í neinni tilfinningakreppu með það, það eru orsakir og afleiðingar fyrir því og lífið heldur bara áfram. Ísak Hinriksson: Hvað skuldar þú mikið?  Jóhannes Jónsson: Ég skulda ekki neitt. Jogvan Nordvik: Sæll Jóhannes. Áttu von á því að ná langt með þessar verslanir í ljósi gjaldþrots ykkar hjá Baugi?  Jóhannes Jónsson: Ég vona að þeim verði vel tekið og neytendur sjái sér hag í að versla við mig. Reynir Traustason: Ertu ekki í vonlítilli samkeppni nema fá inni hjá Aðföngum sem þú sjálfur komst á legg?  Jóhannes Jónsson: Nei alls ekki – ég geri bara betur. Það er til viðskiptalíf fyrir utan Aðföng. Jóhann Benediktsson: Af hverju ákvaðstu að hafa Iceland-búðina í eins afskekktu hverfi og Engihjallinn er?  Jóhannes Jónsson: Ég tel þetta góða staðsetningu fyrir fyrstu búð- ina, mörg bílastæði í þéttbýlasta íbúðakjarna á höfuðborgarsvæðinu. Þórdís Gunnarsdóttir: Sæll kæri Jóhannes, ég var svolítið svekkt að sjá að Neutral-pakk- inn hjá ykkur kostar yfir 900 kr. á meðan ég get fengið hann á 800 kall í Nóatúni, ætlaðir þú ekki að vera lægri en sú okurbúð?  Jóhannes Jónsson: Jú, og ég er það – þetta mál þarf ég bara að kanna. Símon Reynisson: Hefur þú hugsað þér að reyna fyrir þér á öðrum sviðum viðskiptalífsins en rekstri matvælaverslana?  Jóhannes Jónsson: Það verður þá ekki fyrr en eftir áttrætt. Ásgeir Jónsson: Hvernig heilsan? Ertu búinn að ná þér að fullu? Fólk talar oft um að svona hlutir breyti viðhorfi fólks til lífsins. Er það tilfellið hjá þér?  Jóhannes Jónsson: Hún er alveg stórfín, þakka þér, endurfæddur og til í allt. Maður lærir á öllu. Sveinn Hansson: Sæll Jóhannes. Hvað þurfti að afskrifa marga milljarða í fyrirtækjum sem þú áttir í og fóru á hausinn?  Jóhannes Jónsson: Það er bara ekki komið í ljós. Binni Rögnvalds: Sæll Jóhannes. Gætir þú hugsað þér að vera með sérstöðu á hollri matvöru ? Þ.e. vera með lægra verð á ávöxtum, grænmeti, kjúklingi og fiski en samkeppnisaðilarnir ?  Jóhannes Jónsson: Stefnan er að vera ódýrastur á öllum sviðum. Fundarstjóri Spurning barst á ritstjorn@dv.is: Haraldur V. Ágústsson spyr: Ert þú eigandi eða hluthafi að Sport Direct, Splass og 365 miðlum? Heyrst hefur að Jón Ásgeir komi að daglegum rekstri Iceland, hvað er til í því? Hann hefur sést í versluninni að störfum.  Jóhannes Jónsson: Nei, ég er ekki hluthafi í þessum fyrirtækjum. Jón kemur ekki að rekstri Iceland. Reynir Traustason: Hver voru stærstu mistökin í rekstri Baugs?  Jóhannes Jónsson: Kaup á hlutafé í FL Group í desember 2007. Sveinn Hansson: Voru hlutabréfin í FL Group ekki keypt til að ná völdum í Íslandsbanka?  Jóhannes Jónsson: Þetta átti bara að vera góð fjárfesting, sem síðar reyndist ekki vera. Jóhann Benediktsson: Mynd- ir þú vilja hugsa að gera það sem aðrar búðir vilja ekki. Hafa 50 prósenta afslátt af grænmeti og ávöxtum á laugardögum?  Jóhannes Jónsson: Aðalatriðið er að verðið sé lágt, en ekki sérstök afsláttarprósenta. Agnar Júlíusson: Nú er engin verslun á Ásbrú (gamla varnar- svæðið) síðan Samkaup lét sig hverfa þaðan. Ertu til í að skoða að opna þar útibú? Sem gæti þá þjónustað Garð, Sandgerði og Reykjanesbæ líka :)  Jóhannes Jónsson: Ég er til í að skoða allt. Sveinn Hansson: Ert þú stuðningsmaður Guðlaugs Þórs Þórðarsonar?  Jóhannes Jónsson: Ég er stuðn- ingsmaður allra einstaklinga – hans ekkert frekar en annarra. Kristján Þorláksson: Í ljósi skýrslu Samkeppnisstofnunar, hafa íslenskir birgjar almennt tekið vel á móti þér ?  Jóhannes Jónsson: Ég kvarta ekki yfir þeim. Ágúst Jónatansson: Hver er viðskiptabanki Iceland-búð- anna hér á landi ?  Jóhannes Jónsson: MP banki Ísak Hinriksson: Myndirðu segja að þú sért einn af svokölluðum útrásarvíkingum sem settu Ísland á hausinn?  Jóhannes Jónsson: Nei, en ég held að málið sé flóknara en að einhverjir tilteknir einstaklingar hafi sett landið á hausinn. Ingi Ingason: Sæll Jóhannes. Kanntu að spila á bassa?  Jóhannes Jónsson: Nei, það kann ég ekki. Ásta Sigrún Magnúsdóttir: Nú hefur Krónan verið að flytja inn Iceland-vörur, hefur það áhrif á ykkur?  Jóhannes Jónsson: Nei, alls engin. Jónas Ásgrímsson: Finnst þér eðlilegt að einstaklingar sem hafa velt milljarða gjaldþroti fyrirtækja á neytendur geti stofnað nýtt fyrirtæki?  Jóhannes Jónsson: Ef þessu er beint til mín, þá hef ég ekki velt neinum milljörðum á neytendur. Bjarki Grönfeldt: Telurðu þig geta haft áhrif á lýðheilsu með því að stýra verslunarrekstri þínum rétt?  Jóhannes Jónsson: Ég vil veg lýð- heilsu sem mestan og vona að ég geti lagt eitthvað til hennar. Verslun verður hins vegar að hafa á boðstól- um þær vörur sem neytandinn kýs. Kristófer Knutsen: Nú hefur þú oftast verið betur þekktur sem Jóhannes í Bónus. Heldur þú að það nafn eigi einhvern tímann eftir að hverfa og þú verðir betur þekktur sem Jóhannes Iceland? :)  Jóhannes Jónsson: Ég veit það ekki, það kemur bara í ljós. Jón Sullenberger: Nú selduð þið feðgar, ásamt eiginkonu Jóns Ásgeirs, hlutabréf ykkar í Baugi til Baugs, nokkrum vikum fyrir hrunið 2008, þ.e. þið létuð Baug kaupa af ykkur eigin hlutabréf í félaginu, þótt augljóst væri að Baugur væri á þessum tíma ógjaldfær. Samtals fenguð þið um 12 þúsund milljón krónur i vasann nokkrum vikum fyrir hrunið með því að selja verðlaus hlutabréf í Baugi til Baugs. Hvar eru þessir peningar í dag?  Jóhannes Jónsson: Þessi viðskipti voru gerð að kröfu Kaupþings og fólu í sér fjárhagslega endur- skipulagningu Baugs. Þessir peningar fóru allir til Kaupþings, en ekki í okkar vasa, eins og þú heldur ranglega fram. Tómas Elí: Ef þú segist ætla að bjóða betur en Bónus og hinar matvöruverslanirnar, var þá ekki pláss fyrir lækkun þegar þú áttir Bónus ? Af hverju geturðu boðið betur nú?  Jóhannes Jónsson: Ég hef ekki komið nálægt rekstri Bónus í tæp tvö ár – nýir eigendur hafa kannski hækkað álagninguna frá því ég fór þaðan. Reynir Traustason: Sérðu mismunun í þeim afskriftum sem hafa átt sér stað og uppgjörinu á Högum.  Jóhannes Jónsson: Já, mönnum er mjög mismunað. Hagar voru teknir af mér, en svo halda aðrir sínum fyr- irtækjum, þrátt fyrir háar afskriftir. Fundarstjóri Hvernig skýrir þú þessa mismunun sem þú talar um?  Jóhannes Jónsson: Það er ekki sama hver er. Kristófer Knutsen: Telur þú að Bónus muni reyna að efla samkeppni við þig og það verði verðstríð á milli ykkar eins og eftirminnilegt var á milli Bónus og Krónunnar í kringum 2005?  Jóhannes Jónsson: Kristófer – það verður bara að koma í ljós. Gunnar Kr. Sigurjónsson: Er ávaxtasafi, sem kostar um 650 kr. lítrinn (í 2.8 ltr. umbúðum) ekki á geggjuðu verði? Og af hverju ertu ekki með verð á ltr. og kg vel læsilegt á verðmerkingum, svo auðvelt sé að bera saman verð?  Jóhannes Jónsson: Þetta er óblandaður ávaxtasafi, en ekki vatnsblandaður. Verðmerkingar eiga að vera í lagi hjá okkur. Freyr Guðlaugsson: Mun staðsetning Iceland á markaði vera sú sama á Íslandi og hún er í Bretlandi, þ.e. áhersla á frosnar matvörur?  Jóhannes Jónsson: Iceland hér er ekki með sömu vörusamsetningu og í Bretlandi. Við leggjum áherslu á að gera íslenskum neytendum til hæfis. Hafsteinn Árnason: Sagt er að þið (Baugur/Hagar) hafið haft samráð við íslenska birgja um „þægileg“ verð gegn því að þeir, birgjarnir, vernduðu ykkur gegn smærri smásölum með verðlagningu. Hvað er til í þessu?  Jóhannes Jónsson: Þetta er rangt. Daníel Þór Hjaltason: Verða ekki tilboð á íslandi í ICELAND eins og í Englandi keyptu kannski 3 en fáðu 4 og fleira? á frosinni vöru?  Jóhannes Jónsson: Ég er með slík tilboð í versluninni. Ef þú kaupir tvær Iceland-vörur, þá færðu pizzu með í kaupbæti. Jóhann Benediktsson: Nú segir þú að þú ætlir að vera ódýrastur. En nú er mottó Bónus að þeir séu eins ódýrir og hægt sé að vera. Hvernig er hægt að vera ódýrari en ódýrastir?  Jóhannes Jónsson: Með því að vera ódýrari. Ingo Lekve: Hvaða lið styður þú í fótbolta íslensku og enska ?  Jóhannes Jónsson: Ég geri ekki upp á milli þeirra – ég vil eiga viðskipti við alla. Vésteinn Gauti Hauksson: Góðan dag. Er hægt að kaupa allt til heimilishalds í Iceland? Eða þarf ég að fara í margar verslanir til að fá allar nauðsynjar?  Jóhannes Jónsson: Nei þú átt að geta fengið allt hjá mér – en auðvitað eru kröfur misjafnar. Kristján Þorláksson: Voru birgjar að taka óvenju vel á móti þér? Ég hef séð verð á vörum í Iceland sem maður hefur ekki séð síðan fyrir hrun. Nefni þar t.d Merrild kaffi.  Jóhannes Jónsson: Ég á í mjög góðu sambandi við birgja. Fundarstjóri: Spurning barst á pósti. Anna Mikaelsdóttir spyr: Sæll og til hamingju. Ég hef fullan hug á að nota netverslunina á vefnum. Hvað verður netfangið og hvenær opnar hún, svona sirka?  Jóhannes Jónsson: Icelandnet. is – þú ferð þangað og pantar hvenær sem er sólarhringsins og ég sendi vörurnar eftir kl 16 á daginn – þú velur tíma. Ef pantað er fyrir kl 15, þá er afgreitt samdægurs. Þeir sem búa úti á landi fá vöruna daginn eftir. Þetta er verslunarmáti framtíðarinnar. Róslín Valdemarsdóttir: Hvernig líður þér yfir því hve margir líta þig hornauga á svo litlu landi?  Jóhannes Jónsson: Ég hef ekki orðið var við að margir líti mig hornauga. Fundarstjóri: Spurning barst á pósti: Sigfús Ómar Höskuldsson spyr: „Til hamingju með nýju búðina, spyr beint út: Hefur þú átt fjármuni í erlendu skattaskjóli síðan fyrir og eftir hruni ?“  Jóhannes Jónsson: Takk fyrir það. Nei ég á ekki slíka fjármuni og hef aldrei átt, hvorki fyrir né eftir hrun. Einar Sigurgeirsson: Nú eru margar vörur formerktar með 1–2–3 pundum, getur þú boðið frosna pizzu á 200 kall ?  Jóhannes Jónsson: Nei, það get ég ekki þar sem aðflutningsgjöld og flutningur leggst ofan á breska verðið. Fannar M. Sigurðsson: Jóhannes í Iceland, af hverju segir þú að það hafi verið tekið harðar á þér en öðrum? Og værir þú til í að nefna dæmi?  Jóhannes Jónsson: Vegna þess að þannig er það. Sjáðu bara nýleg dæmi um fjárhagslega endur- skipulagningu Kvosar (Odda) en hjá okkur var allt gjaldfellt um leið, þrátt fyrir að við ættum stöndug og góð fyrirtæki. Ég get líka nefnt Jón Helga í Byko/Kaupási, sem fékk kyrrstöðusamning við Arion banka á sama tíma og Arion banki kom mér út úr Högum. Svala Jónsdóttir: Finnst þér koma til greina að setja lög hérlendis, sem myndu banna þeim sem hafa farið með fyrirtæki í gjaldþrot að stofna nýtt fyrirtæki í ákveðinn tíma á eftir? Hvers vegna eða hvers vegna ekki?  Jóhannes Jónsson: Nei, ég held að slík lög tíðkist hvergi í heiminum og veit ekki af hverju við ættum að taka það ein upp. Kristján Geirsson: Munt þú beita þér fyrir auknum innflutningi á erlendum landbúnaðarvörum sem gætu verið ódýrari en þær íslensku?  Jóhannes Jónsson: Já, ég mun halda áfram á þeirri braut, sem ég markaði fyrir rúmum tuttugu árum. Fundarstjóri: Jóhannes hefur nú svarað spurningum lesenda í einn og hálfan tíma. Við þökkum honum kærlega fyrir og lesendum fyrir samfylgdina og spurningarnar. Beinni línu er lokið í bili. En Jóhannes á lokaorðið:  Jóhannes Jónsson: Jæja, þá er ég að fara að standa upp – ég vil þakka öllum fyrir ánægjulegt spjall og vonast til að sjá ykkur öll í Iceland- versluninni. Kaupmaðurinn Jóhannes Jónsson í Iceland sat fyrir svörum á Beinni línu DV á miðvikudag. Tekið harðar á mér en öðrum 4 Nafn: Jóhannes Jónsson Aldur: 72 ára Menntun: Prentari Starf: Kaupmaður 6 6
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.