Dagblaðið Vísir - DV - 03.08.2012, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 03.08.2012, Blaðsíða 30
Leit í eigin barm eftir skiLnað 30 Viðtal 3.–7. ágúst 2012 Helgarblað É g hrekk dálítið við þegar ég er kölluð frú en það segja sum­ ir frú biskup af því þetta var herra, setja þetta þannig í kven­ kyn,“ segir Agnes M. Sigurðar­ dóttir, nýr biskup Íslands, hlæjandi þegar blaðamaður spyr hvernig eigi að ávarpa hana. „Svo er ég líka séra,“ bætir hún við. „Ég held að það muni festast, þetta frú, mér finnst margir nota það. En auðvitað er þetta eitt af því sem maður verður að hugsa um því ég er fyrsta konan í þessu embætti og ég geri mér grein fyrir því að ég móta það sem á eftir kemur og þær sem á eftir koma. Þannig að ég verð að vanda mig svolítið.“ Eins og þorp úti á landi Blaðamaður hittir Agnesi á skrif­ stofu hennar á Biskupsstofu. Gluggi snýr út að Laugaveginum sem iðar af lífi. Hún segist ennþá vera að venj­ ast hávaðanum, dynjandi tónlistinni frá verslununum í kring og kliðnum frá mannlífinu. Þetta angrar hana þó ekki mikið, hún er bara vanari kyrrðinni í sveitinni en er sannfærð um að hún venjist borginni fljótt. „Jú, það er öðruvísi lífstaktur hérna heldur en þar. En samt, ég get labbað í vinnuna og ég bý það stutt frá að mér finnst að sumu leyti eins og ég sé í þorpi úti á landi. Maður sér sama fólkið á sama tíma dagsins og svo framvegis, þannig að þetta er pínulítið þannig ennþá,“ segir Agn­ es brosandi um leið og hún kem­ ur sér fyrir við skrifborðið sitt. Það eru aðeins þrjár vikur frá því að hún var vígð til biskups svo blaðamanni finnst við hæfi að hefja viðtalið á því að spyrja hvernig nýja starfið leggist í hana. „Þetta leggst bara vel í mig, þetta er verðugt verkefni og skemmtilegt.“ Hún segir starfið vera öðruvísi en preststarfið sem hún gegndi áður. „Aðalbreytingin fyrir mig persónu­ lega er að hafa samstarfsfólk hérna innanhúss, koma í vinnuna og hitta fólk sem vinnur hérna með mér og hefur sín verkefni og hlutverk og ég get leitað til. Það er mikil breyting fyr­ ir mig því þegar maður er prestur úti á landi er maður oft á tíðum einn á skrifstofunni og hittir ekki fólk nema það sem kemur til manns í einhverj­ um erindagjörðum. Svo hugsar mað­ ur í víðara samhengi. Ef maður er sóknarprestur þá hugsar maður fyrst og fremst um það svæði sem mað­ ur þjónar og það fólk sem þar býr en eins og þegar ég var prófastur á Vest­ fjörðum þá hugsaði ég líka í því sam­ hengi að ég væri fyrir alla Vestfirði að þjóna að einhverju leyti. Síðan er nú komið landið og svo samskipti við er­ lendar kirkjur. Maður þarf aðeins að setja sig í annan gír.“ Finnur ekki fyrir kulda Þrátt fyrir að vera komin í æðsta embætti íslensku þjóðkirkjunnar finnst Agnesi hún ekki hafa fjarlægst fólkið. „Það sagði nú einn við mig í Bolungarvík: Það er kalt á toppnum. En ég er nú ekki farin að finna það að ég sé á toppnum eða fyrir kuldanum, enda er ég ekki búin að vera hérna nema í tæpar þrjár vikur formlega, síðan ég tók við, þó að ég sé búin að vera lengur að undirbúa mig. En við vitum ekki hvað verður.“ Hún segir nauðsynlegt að hugsa það ekki sem svo að hún sé á toppn­ um, heldur að hún sé að vinna með öðru fólki að ákveðnum verkefn­ um og bendir jafnframt á að bisk­ upsembættið samanstandi af þrem­ ur einstaklingum; biskupi Íslands og tveimur vígslubiskupum. Og fyr­ ir utan starfsfólkið á Biskupsstofu sé hún í samstarfi við fólk í kirkjum um land allt. „Þannig að maður er aldrei einn og maður má ekki hugsa þannig finnst mér. Það getur heldur engin manneskja gert allt, vitað allt, þekkt allt og skilið allt og mér finnst held­ ur engin ástæða til þess að hugsa þannig.“ Vill hlusta og skilja Kirkjan hefur beðið mikinn hnekki síðustu árin og óhætt er að segja að margir hafi bókstaflega misst trúna á hana. Mikil óánægja hefur verið með hvernig yfirstjórn kirkjunnar tók á ásökunum um kynferðisbrot á hend­ ur forvera Agnesar, Ólafi Skúlasyni, og úrsagnir úr Þjóðkirkjunni hafa verið fjölmargar. Agnes segir það verðugt verkefni að takast á við að reyna að endurheimta traust á kirkj­ una. Hún er þó ekki með lista með lausnum fyrir framan sig. „Fólk hefur hugsað sem svo: Vil ég tilheyra þessari kirkju sem er að tak­ ast á við svona mikil vandamál? Það er ekkert einhlítt svar við því hvern­ ig maður fer að því að vinna traust en mér hefur gefist það best yfirleitt í málum að tala við fólk. Mér finnst skipta miklu máli að hlusta og skilja af hverju fólkið sagði sig úr kirkjunni af því að það er ekkert hægt að vinna án þess að hafa grunn að standa á. Skilningur er eitt atriði í því að hafa traustan grunn að standa á. Líka það að bera umhyggju fyrir fólki og það vil ég gera.“ Hún segir kirkjuna hafa gott er­ indi fram að færa sem geti gefið fólki mikið í lífinu. Kirkjan myndi góða lífsskoðun sem Agnes vill gjarnan að fleiri finni en hún og aðrir þeir sem tilheyra kirkjunni. Að hennar mati þarf kirkjan að leiða hugann að því hvað sé hægt að gera til að fólk treysti kirkjunni betur og heyri betur þann boðskap sem hún hefur fram að færa. Kirkjan verður að horfa inn á við „Ef við ætlum að breyta einhverju verðum við að byrja á okkur sjálf­ um. Við getum ekki ætlast til að aðrir breyti sér fyrir okkur heldur verðum við sjálf að breyta okkur. Þetta er ein­ falt atriði í sjálfu sér og þannig hugsa ég gagnvart kirkjunni líka. Kirkjan verður að horfa inn á við á sjálfa sig, hvað má betur fara og hvað hef­ ur verið gott, því það er mjög margt gott sem við höfum verið að gera í kirkjunni og starfið hefur aukist mjög mikið og framboðið af ýmsu.“ Agnes bendir á að kirkjan reyni í seinni tíð að ganga í takt við tíðar­ andann og taki tillit til aldurshópa og málefna. Það séu ekki bara mess­ ur á sunnudögum heldur sé boðið upp á mikið starf á virkum dögum líka; barnastarf, kvennastarf, öldr­ unarstarf, sorgarhópa, 12 spora starf, fræðslumál og ýmislegt fleira. Kirkjan minnir á sig með tákn­ rænum hætti á meðan Agnes ræð­ ir kirkjustarfið. Klukkurnar í Hall­ grímskirkjuturni taka að hringja og ómurinn af þeim berst inn á Bisk­ upsstofu. Ómurinn er hljómþýður og gæti ekki verið meira viðeigandi í þessu umhverfi. Breytingarnar hafa haft áhrif Agnes telur að það hafi verið kominn tími á breytingar innan kirkjunnar og nú hafi yfirstjórn hennar í raun öll verið endurnýjuð á skömmum tíma. Fyrir utan hana sjálfa í embætti bisk­ ups Íslands tók nýr vígslubiskup við í Skálholti fyrir nokkrum mánuðum og nýr biskup verður vígður á Hól­ um í Hjaltadal innan skamms. „Ég veit það hefur haft áhrif og ég veit um nokkra sem hafa gengið í Þjóðkirkj­ una vegna þess að þeir vonast eft­ ir því að finna þar það sem þeir eru að leita að. Þannig að þetta kemur svona hægt og rólega. Ég er ekki manneskja byltinga, ég er manneskja breytinga og ég held að breytingar séu farsælastar þegar þær eru vel undirbúnar og að fólk viti ná­ kvæmlega hvert það vill fara og hvert það ætlar að stefna. Nú er ég í því ferli að móta það.“ Henni finnst þó sem allt það góða sem gert hefur verið í kirkjunni ekki hafa komist nógu vel til skila. Það verði því hlutverk þeirra sem nýir eru að leggja sig fram við að breyta því. Mál ekki þögguð niður aftur Þrátt fyrir að Agnes vilji beina sjón­ um að því góða sem kirkjan hefur gert vill hún þó ekki þagga niður það slæma. Hún vill til að mynda ekki að umræða um kynferðisbrot innan kirkjunnar sé þögguð niður. „Það hefur verið gerð rannsóknar­ skýrsla, það hafa verið borgaðar bæt­ ur og það hefur verið búið til ferli. 1998 var fagráðið sett á og það hafa verið búnar til siðareglur fyrir starfs­ fólk kirkjunnar. Nú þurfa allir sem verða starfsmenn kirkjunnar að skila inn leyfi fyrir því að það megi kalla eftir sakavottorði og ýmislegt annað hefur verið gert til að koma í veg fyrir að svona gerist aftur. Og eins til þess að ef það gerist aftur, af því við vitum að mannlegir brestir eru til, þá séu til ferlar til að takast á við þetta. Svona mál eru ekki þögguð niður lengur og svona mál fara í ákveðinn farveg. Það verður ekki sagt aftur: Ég trúi þér ekki. Það verður ekki sagt aftur.“ Umræðan hefur líka breyst svo mikið í þjóðfélaginu. Nú er bara ekki leyfilegt að gera það sem var gert áður. Það er bara svoleiðis.“ Kirkjan brást ekki viljandi Að mati Agnesar brást kirkjan að ein­ hverju leyti þegar ásakanir um kyn­ ferðisbrot á hendur Ólafi Skúlasyni komu upp. Hún telur þó að það hafi ekki verið viljandi gert. „Ég held að í þjóðfélaginu, eins og fyrir 15, 16 árum og þaðan af lengra aftur, hafi menn ekkert kunnað að takast á við svona mál. Þeir bara vissu ekkert hvað þeir áttu að gera. Ein leið til að takast á við málin er að gera ekki neitt í þeim og það var í boði kannski fyrir einhverjum árum eða áratugum en það er ekki í boði lengur. Við til dæmis finnum það með kynslóðirnar, að kynslóðin fyr­ ir ofan mig, hún tókst á við erfið mál með því að gera ekkert og segja ekk­ ert til þess að lifa af. Við reynum alltaf að finna leiðir til að lifa af. En hins vegar af því við lifum í nútímanum þá erum við búin að læra það, mín kyn­ slóð, að þetta er ekkert í boði lengur. Við kennum börnunum okkar, sem eru næsta kynslóð, að við þurfum að takast á við málin og vinna í þeim ef þau koma upp. Ég held að kirkj­ an hafi verið eins og kynslóðirnar og þjóðfélagið, hún hafi ekki verið tilbú­ in, ekki kunnað að takast á við þetta. Og svo náttúrulega í þessu máli, það var ekkert á blaði um það hvernig átti að takast á við svona, en nú er það til á blaði. Við hugsum ekki þannig í nútím­ anum að við eigum að stinga málun­ um undir stól eða ofan í skúffu, það er bara ekki þannig. Það er gott að stinga plöggum ofan í skúffu ef mað­ ur þarf að vinna með þau en maður verður að taka þau upp aftur, svo ég tali nú bara líkingamál,“ segir hún og brosir. „Starf mitt hérna snýst auðvitað um það að lögum og reglum sé fylgt og það sé tekið á málum sem upp koma og það sé farið rétt að við allt en fyrst og fremst snýst þetta nátt­ úrulega um fólk, allt okkar líf og starf. Vegna þess að velferð fólks skiptir mestu máli, það er númer eitt, tvö og þrjú.“ Átti góða æsku á Ísafirði Agnes er fædd og uppalin á Ísafirði og þar leið henni vel. Hún átti góða æsku, umgekkst gott fólk og hafði allt til alls, að eigin sögn. Hún kláraði Menntaskólann á Ísafirði áður en hún hélt til Reykjavíkur í Háskóla Ís­ lands þar sem hún lærði til prests. „Ég sé það reyndar eftir á, sem ég sá ekki þá, að við vorum frekar inni­ lokuð og maður áttaði sig ekki á því vegna þess að við höfðum allt til alls og héldum að það væri sjálfsagt að komast ekkert allan veturinn. Ég hélt að það væri alls staðar þannig að sól­ in sæist ekki frá nóvember til janú­ ar en auðvitað var það ekki þannig,“ segir hún kankvís. „Börn halda alltaf að það sé allt eins og hjá þeim. En auðvitað lærði maður það eftir því sem maður eltist að sólin færi ekki bak við fjöllin í nóvember heldur sæ­ ist hún einhvers staðar. Það fannst manni bara skrýtið en svo upplifði ég þetta þegar ég var komin í há­ skólann og það fannst mér eiginlega bara óþolandi, að sólin væri að skína í nóvember og desember og janúar. En svo auðvitað venst maður því líka og finnst jafnvel orðið óþægilegt að hún geti ekki alltaf skinið. En svona er lífið.“ Þriðja konan sem var vígð Faðir Agnesar var prestur á Ísa­ Frú Agnes M. Sigurðardóttir var nýlega vígð sem biskup yfir Íslandi og er fyrsta konan til að gegna embættinu. Það er óhætt að segja að hún sé brautryðjandi á sínu sviði, en þegar hún hóf nám í guðfræði- deildinni á sínum tíma hafði engin konan á Íslandi verið vígð til prests. Agnes varð sú þriðja í röðinni. Áður en hún settist í stól biskups starfaði hún sem sóknarprestur í Bolungarvík í 18 ár þar sem hún kynntist grimmd fjallanna sem hún ólst upp við að væru góð. Sólrún Lilja Ragnarsdóttir settist niður með Agnesi á biskups- stofu og ræddi meðal annars um nýja starfið, breytingarnar sem hún vill sjá innan kirkjunnar, skilnaðinn, hjónabönd samkynhneigðra og náttúrhamfarir á Vestfjörðum. Sólrún Lilja Ragnarsdóttir solrun@dv.is Viðtal „Það verður ekki sagt aftur: Ég trúi þér ekki. Lærði af skilnaðinum Agnes á að baki eitt hjónaband sem endaði með skilnaði og segir að sú lífsreynsla hafi krafist þess af henni að hún liti betur í eigin barm.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.