Dagblaðið Vísir - DV - 03.08.2012, Blaðsíða 71

Dagblaðið Vísir - DV - 03.08.2012, Blaðsíða 71
komast að hjá erlendu liði. Draumurinn heldur þeim við efnið.“ Hörð samkeppni Í greininni er einnig fjallað um árangur U21-árs lands- liðsins í knattspyrnu sem tókst að komast í lokakeppni Evrópumótsins í fyrsta skipti í fyrra. Gylfi var partur af því liði. Annar leikmaður sem tók þátt í því ævintýri er Guðlaug- ur Victor Pálsson, sem einmitt er á mála hjá Erik Soler í New York Red Bulls. Þess má geta að Gylfi Þór kom að báðum mörkunum sem Tottenham skoraði í sigri á Red Bulls í æf- ingaleik á þriðjudagskvöldið. Hann lagði upp fyrra mark- ið og skoraði svo sjálfur sig- urmarkið, sem var af dýrari gerðinni. Þó Gylfi hafi farið vel af stað á undirbúningstímabil- inu með Tottenham er óhætt að segja að hann eigi verð- ugt verkefni fyrir höndum að komast í byrjunarliðið. Á meðal miðjumanna í leik- mannahópi Tottenham eru Rafael van der Vaart, Scott Parker, Aaron Lennon, Gar- eth Bale, Jermaine Jenas og Luka Modric en óvíst er um afdrif þess síðastnefnda, sem fallið hefur í ónáð hjá knattspyrnustjóranum Andre Villas-Boas. n Sætur sigur gegn Svíum n Strákarnir okkar með fullt hús stiga í A-riðli B aulið eins og þið vilj- ið, Við eigum boltann,“ sagði þulur Sjónvarps- ins, Einar Örn Jóns- son, við stuðningsmenn Svía þegar Alexander Petersson fiskaði ruðning á leikmann Svía sem var á leið í hraða- upphlaup þegar ein og hálf mínúta var eftir af leik Svía og Íslendinga á Ólympíuleikun- um á fimmtudag. Þetta var fremur mikilvægt atvik því Íslendingar voru að- eins tveimur mörkum yfir en náðu að sigra Svía með eins marks mun 33–32. Svíarn- ir byrjuðu leikinn betur en Ís- lendingar sigldu fram úr þegar fyrri fyrri hálfleikur var hálfn- aður. Í upphafi seinni hálf- leiks virtust Íslendingar vera að stinga Svíana af þegar þeir komust í sjö marka forystu en Svíarnir neituðu að gefast upp. Það var fremur ótrúlegt að horfa upp á jafn reynt lið og landslið Íslendinga gera sig seka um hrikaleg mistök þegar þeir voru of margir inni á vellinum þegar skammt var til leiksloka. Við það misstu Íslendingar bæði mann út af í tvær mínútur og Svíar fengu boltann. Hreiðar Levý Guð- mundsson gerði sér þá lítið fyrir og varði fast skot Svía og skoraði Guðjón Valur Sig- urðsson í næstu sókn. Ís- lendingar komu þannig í veg fyrir að Svíar næðu að nýta sér þessi klaufalegu mistök Íslendinga en Svíarnir misstu boltann í næstu sókn þegar skref voru dæmd á sænskan leikmann en það var fimmt- ándi tapaði bolti Svía gegn fimm töpuðum Íslendinga. Engu að síður glæsileg- ur sigur liðsins gegn sterku liði Svía og spilaði vörn Ís- lendinga þar stóran þátt ásamt frábærum sóknar- leik. Atkvæðamestir í liði Ís- lendinga í leiknum voru Aron Pálmarsson með níu mörk úr þrettán skotum og Guðjón Valur Sigurðsson með sjö mörk úr ellefu skot- um. Ísland er með fullt hús stiga eftir þrjá leiki í A-riðli á Ólympíuleikunum ásamt Frökkum. Næsti leikur Ís- lendinga er gegn Frökkum á laugardag klukkan hálf sjö og á liðið síðan leik eftir gegn Bretum sem eru í neðsta sæti A-riðils með ekkert stig. birgir@dv.is Stuðnings- menn ánægðir Ummæli á spjallsíðum stuðningmanna Tottenham: „Hver þarf Modric þegar við höfum Sigurðsson.“ „Loksins einhver sem getur tekið góðar horn- og aukaspyrnur.“ „Loksins leikmaður sem getur skorað mörk.“ „Ég myndi ekki vilja vera Brendan Rodgers í dag.“ „Guð minn góður. Þvílík kaup.“ Gylfi í Guðatölu? Sport 55Helgarblað 3.–7. ágúst 2012 Tveggja ára vinna að engu „Þetta er mikill missir bæði fyrir danskan handbolta og dönsku úrvalsdeildina,“ seg- ir einn besti handknattleiks- maður í heimi, danski landsliðsmaðurinn Mikk- el Hansen, í samtali við Vísi. AG Kaupmannahöfn, félag- ið sem Hansen hefur leikið með undanfarin tvö ár, lýsti sig gjaldþrota í vikunni. Fé- lagið verður leyst upp og leikmennirnir, þar á meðal Snorri Steinn Guðjónsson og Arnór Atlason, þurfa að að finna sér ný félög til að leika með. AG var orðið stórveldi í handbolta og komst í fjögurra liða úrslit meistaradeildar- innar í vetur. „Það er mjög erfitt að sjá tveggja ára vinnu verða að engu á augabragði,“ segir Mikkel Hansen. Heiðar niður um deild Dalvíkingurinn Heiðar Helgu son er farinn frá enska úrvalsdeildarliðinu QPR. Heiðar, sem sló í gegn með liðinu á síðustu leiktíð, sam- þykkti á fimmtudag að ganga í raðir Cardiff City sem leikur í Championship-deildinni. QPR hefur keypt fjölda leik- manna á markaðnum í sum- ar og því ákvað Heiðar að róa á önnur mið. Heiðar mun hitta fyrir Aron Einar Gunnarsson sem leikur með Cardiff. Liðið komst í umspil um laust sæti í úrvalsdeildinni í vor en mátti bíta í það súra epli að bíða lægri hlut gegn West Ham United. Náðu sér ekki á strik Íslensku sundmennirn- ir á Ólympíuleikunum í London hafa ekki náð sér á strik. Eygló Ósk Gústafs- dóttir hafnaði í 20. sæti í 200 metra baksundi á fimmtu- dagsmorgun en hún var ekki langt frá því að komast í undanúrslit. Hún var þó tæpri sekúndu frá Íslands- meti sínu og því nokkuð frá sínu besta. Þá keppti Árni Már Árnason í 50 metra skriðsundi á fimmtudag en hann synti á nákvæmlega sama tíma og á Ólympíuleik- unum fyrir fjórum árum. Hann hafnaði í 31. sæti af 58 keppendum og náði ekki fram sínu besta frekar en aðrir íslenskir sund- menn sem hafa stungið sér í Ólympíulaugina að þessu sinni. Hrikalega góður Aron Pálmarsson dró vagninn í sóknarleik Íslands og var markahæstur með níu mörk. Mynd ReUTeRS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.