Dagblaðið Vísir - DV - 03.08.2012, Blaðsíða 71
komast að hjá erlendu liði.
Draumurinn heldur þeim við
efnið.“
Hörð samkeppni
Í greininni er einnig fjallað
um árangur U21-árs lands-
liðsins í knattspyrnu sem
tókst að komast í lokakeppni
Evrópumótsins í fyrsta skipti
í fyrra. Gylfi var partur af því
liði. Annar leikmaður sem tók
þátt í því ævintýri er Guðlaug-
ur Victor Pálsson, sem einmitt
er á mála hjá Erik Soler í New
York Red Bulls. Þess má geta
að Gylfi Þór kom að báðum
mörkunum sem Tottenham
skoraði í sigri á Red Bulls í æf-
ingaleik á þriðjudagskvöldið.
Hann lagði upp fyrra mark-
ið og skoraði svo sjálfur sig-
urmarkið, sem var af dýrari
gerðinni.
Þó Gylfi hafi farið vel af
stað á undirbúningstímabil-
inu með Tottenham er óhætt
að segja að hann eigi verð-
ugt verkefni fyrir höndum
að komast í byrjunarliðið. Á
meðal miðjumanna í leik-
mannahópi Tottenham eru
Rafael van der Vaart, Scott
Parker, Aaron Lennon, Gar-
eth Bale, Jermaine Jenas og
Luka Modric en óvíst er um
afdrif þess síðastnefnda,
sem fallið hefur í ónáð hjá
knattspyrnustjóranum
Andre Villas-Boas. n
Sætur sigur gegn Svíum
n Strákarnir okkar með fullt hús stiga í A-riðli
B
aulið eins og þið vilj-
ið, Við eigum boltann,“
sagði þulur Sjónvarps-
ins, Einar Örn Jóns-
son, við stuðningsmenn Svía
þegar Alexander Petersson
fiskaði ruðning á leikmann
Svía sem var á leið í hraða-
upphlaup þegar ein og hálf
mínúta var eftir af leik Svía og
Íslendinga á Ólympíuleikun-
um á fimmtudag.
Þetta var fremur mikilvægt
atvik því Íslendingar voru að-
eins tveimur mörkum yfir en
náðu að sigra Svía með eins
marks mun 33–32. Svíarn-
ir byrjuðu leikinn betur en Ís-
lendingar sigldu fram úr þegar
fyrri fyrri hálfleikur var hálfn-
aður. Í upphafi seinni hálf-
leiks virtust Íslendingar vera
að stinga Svíana af þegar þeir
komust í sjö marka forystu en
Svíarnir neituðu að gefast upp.
Það var fremur ótrúlegt
að horfa upp á jafn reynt lið
og landslið Íslendinga gera
sig seka um hrikaleg mistök
þegar þeir voru of margir inni
á vellinum þegar skammt var
til leiksloka. Við það misstu
Íslendingar bæði mann út af
í tvær mínútur og Svíar fengu
boltann. Hreiðar Levý Guð-
mundsson gerði sér þá lítið
fyrir og varði fast skot Svía
og skoraði Guðjón Valur Sig-
urðsson í næstu sókn. Ís-
lendingar komu þannig í veg
fyrir að Svíar næðu að nýta
sér þessi klaufalegu mistök
Íslendinga en Svíarnir misstu
boltann í næstu sókn þegar
skref voru dæmd á sænskan
leikmann en það var fimmt-
ándi tapaði bolti Svía gegn
fimm töpuðum Íslendinga.
Engu að síður glæsileg-
ur sigur liðsins gegn sterku
liði Svía og spilaði vörn Ís-
lendinga þar stóran þátt
ásamt frábærum sóknar-
leik. Atkvæðamestir í liði Ís-
lendinga í leiknum voru
Aron Pálmarsson með níu
mörk úr þrettán skotum og
Guðjón Valur Sigurðsson
með sjö mörk úr ellefu skot-
um. Ísland er með fullt hús
stiga eftir þrjá leiki í A-riðli
á Ólympíuleikunum ásamt
Frökkum. Næsti leikur Ís-
lendinga er gegn Frökkum
á laugardag klukkan hálf sjö
og á liðið síðan leik eftir gegn
Bretum sem eru í neðsta sæti
A-riðils með ekkert stig.
birgir@dv.is
Stuðnings-
menn ánægðir
Ummæli á spjallsíðum
stuðningmanna Tottenham:
„Hver þarf Modric þegar
við höfum Sigurðsson.“
„Loksins einhver sem
getur tekið góðar horn-
og aukaspyrnur.“
„Loksins leikmaður sem
getur skorað mörk.“
„Ég myndi ekki vilja vera
Brendan Rodgers í dag.“
„Guð minn góður. Þvílík
kaup.“
Gylfi í Guðatölu?
Sport 55Helgarblað 3.–7. ágúst 2012
Tveggja
ára vinna
að engu
„Þetta er mikill missir bæði
fyrir danskan handbolta og
dönsku úrvalsdeildina,“ seg-
ir einn besti handknattleiks-
maður í heimi, danski
landsliðsmaðurinn Mikk-
el Hansen, í samtali við Vísi.
AG Kaupmannahöfn, félag-
ið sem Hansen hefur leikið
með undanfarin tvö ár, lýsti
sig gjaldþrota í vikunni. Fé-
lagið verður leyst upp og
leikmennirnir, þar á meðal
Snorri Steinn Guðjónsson og
Arnór Atlason, þurfa að að
finna sér ný félög til að leika
með. AG var orðið stórveldi í
handbolta og komst í fjögurra
liða úrslit meistaradeildar-
innar í vetur. „Það er mjög
erfitt að sjá tveggja ára vinnu
verða að engu á augabragði,“
segir Mikkel Hansen.
Heiðar niður
um deild
Dalvíkingurinn Heiðar
Helgu son er farinn frá enska
úrvalsdeildarliðinu QPR.
Heiðar, sem sló í gegn með
liðinu á síðustu leiktíð, sam-
þykkti á fimmtudag að ganga
í raðir Cardiff City sem leikur
í Championship-deildinni.
QPR hefur keypt fjölda leik-
manna á markaðnum í sum-
ar og því ákvað Heiðar að
róa á önnur mið.
Heiðar mun hitta fyrir
Aron Einar Gunnarsson sem
leikur með Cardiff. Liðið
komst í umspil um laust
sæti í úrvalsdeildinni í vor
en mátti bíta í það súra epli
að bíða lægri hlut gegn West
Ham United.
Náðu sér
ekki á strik
Íslensku sundmennirn-
ir á Ólympíuleikunum í
London hafa ekki náð sér
á strik. Eygló Ósk Gústafs-
dóttir hafnaði í 20. sæti í 200
metra baksundi á fimmtu-
dagsmorgun en hún var
ekki langt frá því að komast
í undanúrslit. Hún var þó
tæpri sekúndu frá Íslands-
meti sínu og því nokkuð frá
sínu besta. Þá keppti Árni
Már Árnason í 50 metra
skriðsundi á fimmtudag en
hann synti á nákvæmlega
sama tíma og á Ólympíuleik-
unum fyrir fjórum árum.
Hann hafnaði í 31. sæti af
58 keppendum og náði
ekki fram sínu besta frekar
en aðrir íslenskir sund-
menn sem hafa stungið sér
í Ólympíulaugina að þessu
sinni.
Hrikalega góður Aron Pálmarsson dró vagninn í sóknarleik Íslands og var
markahæstur með níu mörk. Mynd ReUTeRS