Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 03.08.2012, Qupperneq 70

Dagblaðið Vísir - DV - 03.08.2012, Qupperneq 70
Þ eir búa yfir sérstökum eiginleikum,“ segir Erik Soler, knattspyrnu­ stjóri New York Red Bulls um íslenska knattspyrnumenn, í sam­ tali við The New York Times. Í grein, sem birtist á vefnum síðdegis á þriðjudag er fjall­ að um ótrúlega útrás íslenskra knattspyrnumanna. Bent er á að þrátt fyrir á Íslandi búi að­ eins um 320 þúsund manns leiki á bilinu 75 til 100 íslensk­ ir atvinnumenn í knattspyrnu í mörgum af sterkustu deildum Evrópu. Gylfi Þór Sigurðsson, sem ný verið gekk í raðir Totten­ ham, hefur slegið í gegn á und­ ir búningstímabil inu. Hann hefur skorað tvö mörk og lagt upp þrjú í fyrstu fjórum leikj­ um sínum fyrir liðið. Næsta stórstjarna Tottenham? Í greininni er ítarlega fjall­ að um Hafnfirðinginn Gylfa Þór og þá athygli sem hann hefur vakið. Ýjað er að því að Gylfi Þór gæti þegar fram í sækir orðið næsta stórstjarna liðsins. „Hann er ekki líklegur til að varpa skugga á goðsagn­ ir eins og Glenn Hoddle og Paul Gascoigne. Allavega ekki strax.“ Blaðamaður New York Times hitti Gylfa Þór á Man­ hattan í New York á mánu­ dag þar sem nokkrir leikmenn Tottenham (sem var í æfinga­ ferð í Bandaríkjunum) voru að láta mynda sig í tengslum við útkomu tölvuleiksins Fifa 13. Hann er spurður hvað geri íslenska knattspyrnumenn svo góða. „Ég er ekki viss en ég held að ástæðan sé sú að við búum yfir góðu hugar­ fari, leggjum hart að okkur og tölum góða ensku.“ Hann bendir á að fyrir nokkrum árum hafi verið reistar margar knattspyrnuhallir sem hafi gert Íslendingum kleift að stunda íþróttina allt árið. Áður hafi knattspyrnumenn bara getað spilað við góðar aðstæð­ ur í fjóra til fimm mánuði á ári. Telur að Ísland geti komist á HM Sigur Chelsea í Meistara­ deildinni í vor varð til þess að Tottenham varð af Evrópusæti sínu. Gylfi segir í viðtalinu að það sé hans markmið að spila í Meistaradeildinni og á HM með Íslandi. Erfitt sé að gera upp á milli þeirra keppna. Hann segist hafa trú á því að undir stjórn Lars Lagerbeck geti Ísland komist í lokakeppni HM. „Ég held að Ísland geti það. Það er góður möguleiki,“ segir hann en Ísland er í riðli með Noregi, Slóveníu, Sviss, Kýpur og Albaníu. Leggja harðar að sér Haft er eftir Soler, sem hef­ ur fylgst náið með íslensk­ um knattspyrnumönnum allt frá árinu 1990, að á ís­ landi sé hægt að næla í góða knattspyrnumenn fyrir nánast engan pening. „Ísland er enn góð uppspretta góðra leik­ manna,“ segir Soler. Þá er haft eftir knattspyrnuþjálfaranum Teiti Þórðarsyni að íslensk­ ir íþróttamenn hafi öðruvísi viðhorf en leikmenn frá öðr­ um löndum. Þeir séu tilbúnir að leggja harðar að sér en aðr­ ir til að ná langt. „Það er draumur allra ís­ lenskra knattspyrnumanna að gerast atvinnumenn og Fíflaði fyrirliðann Gylfi skoraði stórglæsilegt mark gegn New York Red Bulls í vikunni. Hann fór illa með vörn liðsins í aðdraganda marksins. Baldur Guðmundsson blaðamaður skrifar baldur@dv.is n Slær í gegn með Tottenham Íslendingar í enska boltanum Efsta deild Brynjar Björn Gunnarsson Reading Gylfi Þór Sigurðsson Tottenham Næst efsta deild Björn Bergmann Sigurðsson Wolves Eggert Gunnþór Jónsson Wolves Aron Einar Gunnarsson Cardiff City Heiðar Helguson Cardiff City Gunnar Þorsteinsson Ipswich Án félags Grétar Rafn Steinsson Hermann Hreiðarsson Lagerbäck yngir upp n Tíu leikmenn úr U-21 árs liði síðasta árs T íu leikmenn úr U­21 árs liði Íslands frá því í fyrra eru í nýjasta landsliðs­ hópi Lars Lagerbäck. Liðið mætir Færeyjum í vin­ áttulandsleik þann 15. ágúst næstkomandi. Um er að ræða fyrsta leik liðsins undir stjórn Svíans á heimavelli. Allir fram­ herjarnir í liðinu og flestir miðjumennirnir eru úr um­ ræddu U­21 árs liði. Athygli vekur að Lagerbäck velur hvorki Grétar Rafn Steinsson né Eið Smára Guðjohnsen í landsliðshópinn. Þeir eru báðir án félags þegar þetta er skrifað. Einn nýliði er í hópnum en það er Ingvar Jónsson, mark­ vörður Stjörnunnar. Allir þrír markmenn hópsins leika á Ís­ landi en aðrir leika utan Ís­ lands. Meðalaldur liðsins er 25,8 ár. Markmenn Gunnleifur Gunnleifsson FH, 37 ára Hannes Þór Halldórsson KR, 28 ára Ingvar Jónsson Stjörnunni, 23 ára Varnarmenn Ragnar Sigurðsson FC København, 26 ára Sölvi Geir Ottesen FC København, 28 ára Ari Freyr Skúlason Sundsvall IF, 25 ára Indriði Sigurðsson Viking FK, 30 ára Kári Árnason Rotherham, 29 ára Birkir Már Sævarsson SK Brann, 27 ára Bjarni Ólafur Eiríksson Stabæk IF, 30 ára Miðjumenn Aron Einar Gunnarsson Cardiff, 23 ára Helgi Valur Daníelsson AIK, 31 árs Emil Hallfreðsson Hellas Verona, 28 ára Jóhann Berg Guðmundsson AZ, 22 ára Rúrik Gíslason OB, 24 ára Eggert Gunnþór Jónsson Wolves, 23 ára Arnór Smárason Esbjerg BK, 23 ára Sóknarmenn Birkir Bjarnason Pescara Calcio, 24 ára Kolbeinn Sigþórsson AFC Ajax, 22 ára Alfreð Finnbogason Helsingborg IF, 22 ára Gylfi Þór Sigurðsson Tottenham, 22 ára Björn Bergmann Sigurðarson Wolves, 21 árs „Ég held að ástæðan sé sú að við búum yfir góðu hugarfari, leggj- um hart að okkur og tölum góða ensku. Gylfi í Guðatölu? 54 Sport 3.–7. ágúst 2012 Helgarblað Enginn Eiður Lars valdi hvorki Grétar Rafn né Eið Smára í hópinn. Handboltaæði rennur á Breta Þó að breska karlaliðið hafi ekki riðið feitum hesti frá viðureignum sínum í London hefur handbolta­ íþróttin vakið mikla athygli á Ólympíuleikunum. Bresk­ ir blaðamenn hafa lagt sér­ staka rækt við að skrifa um íþróttina sem er þeim sannarlega að skapi. Hand­ knattleiksfélög hafa sprottið upp eins og gorkúlur í að­ draganda leikanna. Á vef­ síðunni englandhandball. com er meðal annars hægt að skoða kort yfir handbolta­ félög í Bretlandi; sem orðin eru fjölmörg talsins. For­ sætisráðherrann David Cameron er á meðal þeirra sem fylgst hafa spenntir með handknattleik á Ólympíuleik­ unum en meðfylgjandi mynd var tekin á leik Frakka og Spánverja í kvennaboltanum. Þar skemmti hann sér kon­ unglega. Risaafsláttur í boði „strák- anna okkar“? ÓB hefur gefið út þá yfirlýs­ ingu að bensínverðið muni haldast í hendur við gengi íslenska landsliðsins í hand­ knattleik á Ólympíuleikun­ um í London. Ísland vann Argentínu í fyrsta leik með sex marka mun en daginn eftir veitti ÓB sex króna af­ slátt af lítranum. Afsláttur­ inn varð tíu krónur eft­ ir glæstan sigur á Túnis á þriðjudag. Næsti leikur Ís­ lands er við Frakkland en ekki er öruggt að afsláttur­ inn verði svimandi hár. Í síð­ asta leiknum í riðlakeppn­ inni mætir Ísland veiku liði Bretlands sem hefur tap­ að öllum leikjum í riðlin­ um með miklum mun. Ef mið er tekið af frammistöðu Breta hingað til á mótinu er ekki ósennilegt að afsláttur­ inn gæti numið meira en 20 krónum í kjölfar viðureignar liðanna. KR í úrslit Það verða KR og Stjarn­ an sem mætast í úrslit­ um Borgunarbikarsins. Þetta varð ljóst eftir 1–0 sigur KR­inga á Grinda­ vík á fimmtudagskvöld. Stjarnan lagði Þrótt úr 1. deild í hinum undan­ úrslitaleiknum, 3–0, á miðvikudagskvöld. Gary Martin, sem er nýkominn til KR frá Skagamönn­ um, skoraði sigurmark­ ið á lokamínútum fyrri hálfleiks. Hann mun því mæta sínum gamla félaga Mark Doninger sem gekk í raðir Stjörnunnar frá ÍA á dögunum. Úrslitaleik­ urinn fer fram á Laugar­ dalsvelli þann 18. ágúst.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.