Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.2012, Page 10

Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.2012, Page 10
Björn 10 Fréttir 28.–30. september 2012 Helgarblað T vær mismunandi hug­ myndir voru uppi um launahækkun Björns Zoëga, framkvæmdastjóra Landspítalans. Þetta kem­ ur fram í tölvupóstsamskiptum Landspítalans við velferðarráðu­ neytið vegna launahækkunarinnar. Tölvupóstarnir voru sendir í kjölfar fundar Björns með Guðbjarti Hann­ essyni velferðarráðherra þar sem sá fyrrnefndi greindi ráðherranum frá því að hann gæti fengið betur laun­ aða vinnu annars staðar. Launa­ hækkunin sem samþykkt var á end­ anum hljóðaði upp á 530 þúsund krónur á mánuði og átti að taka gildi í byrjun mánaðarins. Funduðu um málið í ágúst Í svari velferðarráðuneytisins við fyrirspurn DV kemur fram að Björn og Guðbjartur hafi fundað 11. ágúst þar sem starfskjörin og mögu­ legar breytingar á þeim voru rædd. Í kjölfar skiptust framkvæmdastjóri mannauðssviðs Landspítalans og ráðuneytisstjóri í velferðarráðu­ neytinu á tölvupóstum þar sem launahækkunin var rædd. Í tölvu­ póstunum kemur fram að hækkun­ in hafi tekið gildi 1. september síð­ astliðinn en hún var dregin til baka nokkrum vikum síðar. Ríkisútvarpið greindi fyrst frá launahækkuninni á vef sínum 6. september, tæpum tveimur vikum eftir að útfærsla launahækkunar­ innar var samþykkt. Í kjölfarið gaus upp mikil óánægja meðal starfsfólks spítalans og fleiri aðila með launa­ hækkunina en blóðugur niður­ skurður var á rekstri spítalans allt frá hruni. Þrátt fyrir að 19. september hafi Björn og Guðbjartur sammælst um að launahækkunin gengi til baka er enn óánægja innan veggja spítalans. Í dag, föstudag, er boðað til mótmæla. Hækkaði tvisvar sama daginn Samkvæmt tölvupósti sem fram­ kvæmdastjóri mannauðssviðs Landspítalans sendi ráðuneytis­ stjóra velferðarráðuneytisins 24. ágúst síðastliðinn kemur fram að bæta átti við fasta yfirvinnu um 32,26 tíma á mánuði auk þess sem auka átti gæsluvakt um 48 tíma, þar sem tímakaupið er rúmar 4.000 krónur, og aðra gæsluvakt um 32 tíma, þar sem tímakaupið er rúm­ ar 1.400 krónur. Miðað við þessar hækkanir hefðu laun forstjórans verið orðin 2.500 þúsund krónur á mánuði, 480.386 krónum meira en hann hafði fyrir hækkunina. Þetta breyttist í öðrum tölvupósti sem sendur var síðar sama dag til velferðarráðuneytisins. Þá var búið að fjölga föstum yfirvinnutímum upp í 42,45, eða um 10,19 tíma frá því sem lagt var til fyrr um daginn. Miðað við þessa hækkun, sem samþykkt var af ráðuneytisstjóra velferðaráðuneyt­ isins í samræmi við ákvörðun Guð­ bjarts, áttu mánaðarlaunin að vera slétt 2.550 þúsund krónur á mánuði. Það jafngilti hækkun upp á 530.386 krónur. Árslaun Björns áttu því að vera samtals 30.600 þúsund krónur eftir hækkunina. n Aðalsteinn Kjartansson blaðamaður skrifar adalsteinn@dv.is 11. ágúst Guðbjartur og Björn funda um starfskjör þess síðarnefnda og breytingar á þeim. 24. ágúst Fyrsta tillaga um launahækkanir sendar í tölvupósti frá mannauðsstjóra Landspítalans til ráðuneytisstjóra í velferðarráðu- neytinu. Önnur tillaga að launahækkun send frá mannauðsstjóra Landspítalans til ráðuneytisstjóra í velferðarráðu- neytinu. Ráðuneytisstjóri í velferðarráðuneytinu samþykkir formlega launahækkun Björns í tölvupósti til mannauðsstjóra Landspítalans. 6. september Ríkisútvarpið greinir frá launahækkun Björns í fréttum sínum. 7. september Guðbjartur sendir frá sér yfirlýsingu þar sem hann segir launahækkunina tengjast störfum Björns sem læknis á spítalanum en ekki forstjóra. Formaður Lækna- félags Íslands gagnrýnir launa- hækkunina í fréttum Stöðvar 2. 19. september Ráðuneytisstjóri í velferðarráðu- neytinu staðfestir að fallið hafi verið frá launahækkun- inni í tölvupósti til Landspítalans. Svona var atburðarásin Tölvupóstarnir DV hefur tölvupósta milli mannauðsstjóra Landspítalans og velferð- arráðuneytisins undir höndum. Tölvupóstarnir voru afhentir í kjölfar upplýsingabeiðni til ráðuneytisins. n Tölvupóstsamskipti vegna launahækkunar Björns Zoëga Bauðst annað starf Björn fór á fund með Guðbjarti þar sem hann greindi honum frá því að honum byðist betur launað starf annars staðar. Í kjölfarið voru launin hækkuð um rúma hálfa milljón á mánuði. Mynd Eyþór Árnason hækkaði tvisvar á sama degi Drátturinn aðfinnslu- verður Forseti Alþingis sendi ríkisendur­ skoðanda bréf á fimmtudag þar sem hann fer fram á að embættið skili fullbúinni skýrslu um bók­ haldskerfi ríkisins eigi síðar en í lok októbermánaðar. Kastljós­ ið hefur fjallað um málið síðast­ liðna viku þar sem dregnar voru fram upplýsingar úr skýrslunni sem hefur legið óhreyfð inni á borði ríkisendurskoðanda síðan árið 2009 en beðið var um hana árið 2004. „Ég tel að dráttur á gerð skýrsl­ unnar sé mjög aðfinnsluverður. Slíkt má aldrei endurtaka sig. Lagaheimild til þess að óska skýr­ slna Ríkisendurskoðunar er einn mikilvægasti þátturinn í eftirlits­ hlutverki Alþingis. Með bréfi þessu fer ég fram á það við Ríkis­ endurskoðun að hún ljúki skýr­ slugerðinni hið allra fyrsta og eigi síðar en fyrir lok októbermánað­ ar. Skýrslan verði þá þegar send Alþingi eins og lög kveða á um,“ segir í bréfi forseta Alþingis til rík­ isendurskoðanda. Íhugi afsögn Höskuldur Þór Þórhallsson, þing­ maður Framsóknarflokksins, fer fram á að Hrólfur Ölvisson, fram­ kvæmdastjóri Framsóknarflokks­ ins, íhugi afsögn. Lét Höskuldur þessi ummæli falla í tilkynningu sem hann sendi frá sér en hann segir Hrólf hafa komið fram í fjöl­ miðlum og sakað sig um lygar: „Þrátt fyrir augljósar rangfærsl­ ur og tilraunir til að breyta eftir á raunverulegri atburðarás ákvað framkvæmdastjóri flokksins, Hrólfur Ölvisson, að koma fram í fjölmiðlum og saka mig um lygar,“ skrifar Höskuldur sem harmar þá stöðu sem upp er komin innan Framsóknarflokksins.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.