Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.2012, Síða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.2012, Síða 14
Hættuleg trampólín Þ að hafa orðið alvarleg slys hér á landi; beinbrot og tann­ áverkar sem er mjög kostn­ aðarsamt að gera við,“ seg­ ir Herdís Storgaard, forstöðumaður Forvarnahússins, um trampólínslys hér á landi. Þó svo að börn fái góða hreyfingu og útrás við að leika sér á trampólínum eru þau langt því frá með öllu hættulaus. Heilbrigðissér­ fræðingar í Bandaríkjunum vilja til dæmis ganga svo langt að börnum verði bannað að nota trampólín. „Það er vissulega staðreynd að trampólín geta verið mjög hættuleg. Það eru til dæmi um mjög alvarlega höfuðáverka, innvortis áverka og síð­ an hefur fólk lamast á þessu,“ seg­ ir Herdís. Árið 2009 urðu 100 þús­ und trampólínslys í Bandaríkjunum. „Læknar þurfa að hvetja til þess að fólk dragi úr eða hætti að nota trampólín. Þetta er ekki leikfang,“ segir Dr. Michele LaBotz, bæklun­ arlæknir í samtali við NBC. LaBotz hefur talað gegn trampólínnotkun og segir að þau séu stórhættuleg. Þá veiti öryggisnet í kringum trampólín­ in falskt öryggi. Undir það tekur Herdís. „Slysin hér á landi verða al­ mennt ekki út af skorti á öryggisnet­ um. Þau verða þegar það eru fleiri en einn að hoppa í einu og börnin lenda saman.“ Engar tölur eru til um fjölda slysa hér á landi sem rakin eru trampólína en Herdís segir þó að þau verði reglu­ lega. Þrjú af hverjum fjórum trampó­ línslysum sem verða í Bandaríkjun­ um verða þegar það er fleiri en ein manneskja að hoppa í einu. Yngri og léttari börnin eru þar í stórum áhættuhópi. Í samtali við NBC vís­ aði LaBotz í rannsókn sem benti til þess að í einu af hverjum tvö hund­ ruð trampólínslysum verði þolendur fyrir varanlegum taugaskaða. Herdís segir að það væri ekki rétta skrefið að börnum verði bann­ að að nota trampólín „Mér finnst það vera komið úr forvörnum yfir í forræðishyggju.“ n 14 Fréttir 28.–30. september 2012 Helgarblað Skemmtilegt Þó að trampólínin séu þrælskemmtileg leiktæki fyrir börnin geta alvarleg slys orðið. n Börnum verði bannað að fara á trampólín n Slæm slys hér á landi Vilja Píkusafn Íbúahreyfingin í Mosfellsbæ vill opna píkusafn í bæjarfélaginu. Var það samþykkt á aðalfundi hreyfingarinnar síðastliðið þriðjudagskvöld. Íbúahreyf­ ingin vill gera þetta vegna þess að hún efast um að villidýrasafn, sem bæjarstjórn Mosfellsbæj­ ar hefur hug á að opna í Mos­ fellsbæ, sé tímanna tákn. Telur hreyfingin píkusafn vera í takt við jafnréttisvakningu í þjóðfé­ laginu á meðan villidýrasafnið hampi gömlum karllægum gild­ um. Finnst íbúahreyfingunni mun meiri framsækni vera í píku safni og segir áhuga á pík­ um hafa verið mikinn og stöð­ ugan í gegnum aldirnar. „Þó að segja megi að ákveðnum há­ punkti hafi verið náð hvað það varðar á síðustu árum.“ Nú þegar er til staðar reða­ safn í landinu og hefur það safn gengið vel en munirnir á safn­ inu spanna alla spendýrafánu Íslands, segir í ályktun íbúa­ hreyfingarinnar. „Þá hefur ekk­ ert dýr verið drepið í þeim til­ gangi að fá muni á safnið. Er það mun sjálfbærri nálgun en að deyða fágæt dýr beinlínis í þeim tilgangi að setja þau á safn í fjarlægu landi.“ Borgin vill kaupa BSÍ Reykjavíkurborg hyggst kaupa Umferðarmiðstöðina og lóðina sem fylgir henni fyrir 445 milljón­ ir króna. Seljendur eru Mynni ehf. og Landsbanki Íslands. Samkvæmt fréttatilkynningu frá Reykjavíkur­ borg er aðalástæðan fyrir kauptil­ boðinu sú að Reykjavíkurborg hyggst nýta Umferðarmiðstöð­ ina sem miðstöð almennings­ samgangna í Reykjavík. „Að auki verður óvissu varðandi skipulagið á þessu svæði eytt með kaupun­ um þar sem Reykjavíkurborg mun hafa fullt vald yfir svæðinu.“ É g treysti Samfylkingunni al­ veg til að velja minn eftirmann á næsta landsfundi,“ segir Jó­ hanna Sigurðardóttir, forsætis­ ráðherra og formaður Samfylk­ ingarinnar, aðspurð um hvern hún telji líklegan eftirmann sinn. Jóhanna tilkynnti flokksfélögum Samfylkingar­ innar í dag að hún sæktist ekki eft­ ir endurkjöri að kjörtímabilinu loknu. „Það sem skiptir máli er að sá sem tekur við keflinu, hvort sem það verð­ ur karl eða kona, haldi áfram að leiða flokkinn á þeirri braut sem við höfum markað saman í minni ríkisstjórn og í stjórnarflokkunum.“ Jóhanna vill ekki lýsa yfir stuðningi við neinn aðila sem eftirmann sinn. Talaði við fjölskylduna Hún segist hafa velt ákvörðuninni fyrir sér í nokkurn tíma. „Ég hef nú verið að velta þessu fyrir mér að undanförnu og komst að niðurstöðu eftir samtöl við fjölskyldu mína og félaga. Þá komst ég að þeirri niðurstöðu að þetta væru þau tímamót sem ég vildi nýta til þess að hætta í stjórnmálum að loknu þessu kjörtímabili.“ Jóhanna segir að margir hafi hvatt hana til að halda áfram. „Mér þótti að vísu vænt um að ég fékk hvatn­ ingu frá mörgum af mínum félögum til þess að halda áfram. Ég held að þetta hafi verið rétt ákvörðun að segja þetta gott eftir 35 ár í stjórnmálum.“ Arftakinn fylgi stefnunni Nýlega sagði Jóhanna að Samfylkingin ætli sér ekki að mynda ríkisstjórn með flokki sem setji tafarlausa stöðvun að­ ildarumsóknar að Evrópusambandinu sem skilyrði. Þá hefur hún ítrekað lýst yfir vilja á að Samfylking og VG starfi saman eftir kosningar. Í nýlegu við­ tali við DV sagði hún að of langt væri á milli stefnumála Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks til að stjórnarmynd­ um flokkanna geti talist raunhæfur möguleiki. Hvort hún eigi von á að nýr formaður færi flokkinn nær Sjálfstæð­ isflokki til að opna á slíkan möguleika segir Jóhanna; „Ég hef ekki hugmynd um það en hver sem tekur við kefl­ inu ber auðvitað að fara eftir stefnu og markmiðum Samfylkingarinnar. Hver hefur sinn stíl í forystu og við skulum sjá bara sjá til hvað kemur út úr þessu.“ Stjórnmál til æviloka Jóhanna sagði árið 2009 þegar hún hafði verið kjörin formaður Samfylk­ ingarinnar með um 97 prósentum at­ kvæða á landsfundi flokksins að hún væri ekki væri bráðabirgðaformaður. Fræg eru ummæli hennar um þátt­ töku ömmu sinnar, Jóhönnu Egils­ dóttur í stjórnmálum til hundrað ára aldurs. „Auðvitað var náttúrulega glens í þessu,“ segir Jóhanna aðspurð hvort hún sé með þessu ekki að fara gegn fyrri orðum sínum. „Það er al­ veg ljóst að þótt ég hætti í pólitík eft­ ir þennan 35 ára feril, að loknu þessu kjörtímabili, þá mun ég alveg örugg­ lega vera viðloðandi pólitík eins lengi og ég lifi. Þetta eru ákveðin kaflaskipti í mínu lífi.“ Það er ljóst að Samfylkingin geng­ ur til kosninga sem ríkisstjórnarflokk­ ur sem þarf að verja störf sín og stefnu. Þú sem formaður berð höfuð ábyrgð á stefnu og gjörðum flokksins á kjör­ tímabilinu. Ert þú með ákvörðun þinni að gangast við gagnrýni á þín störf? „Ég er mjög stolt af þeim árangri sem við höfum náð á kjörtímabilinu. Hefði það verið mín niðurstaða að gefa kost á mér áfram og flokkurinn hefði treyst mér til þess verks, hefði ég með ánægju farið í að tryggja flokknum aft­ ur að vera burðarflokkur í íslenskum stjórnmálum. Sá sem tekur við keflinu og þarf að verja árangur ríkisstjórnar­ innar hefur engu að kvíða.“ n n Formannsslagur á næsta landsfundi Samfylkingarinnar Fékk hvatningu til að halda áFram Fyrsti kvenþingmaður Alþýðuflokksins „Hvarflaði ekki að mér að ég yrði kjördæma- kjörin,“ sagði Jóhanna við Dagblaðið árið 1978 nokkrum dögum eftir að hún náði kjöri. Atli Þór Fanndal blaðamaður skrifar atli@dv.is Síðasta kjörtímabilið Jóhanna Sigurðar- dóttir sækist ekki eftir endurkjöri að loknu kjörtímabil- inu. Hún settist á þing árið 1978 fyrir Alþýðuflokkinn. „Sá sem tekur við keflinu og þarf að verja árangur ríkisstjórnarinn- ar hefur engu að kvíða

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.