Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.2012, Page 21
Erlent 21Helgarblað 28.–30. september 2012
Sérhagsmunahópar eru
valdamiklir vestanhafs
n Milljörðum dala eytt í sérhagsmunagæslu í Washington n Tóbaksfyrirtæki og hergagnaframleiðendur áberandi n Þingmenn keyptir
landið sé ekki í stríðsátökun einhvers-
staðar. George Bush yngri, sagðist
sjálfur vera „stríðsforseti“ og var ekk-
ert að leyna því. Bandaríkin hafa háð
stríð á mörgum vígvöllum undan-
farna áratugi, til dæmis í Írak og
Afganistan, sem er orðið lengsta stríð-
ið í sögu Bandaríkjanna. Í Mexíkó og
S-Ameríku eru bandarísk vopn not-
uð í stríði margra ríkisstjórna gegn eit-
urlyfjabarónum.
Stórfyrirtæki á borð við Boeing,
Lockhed-Martin og General Dyna-
mics fá fúlgur fjár frá bandarískum
stjórnvöldum í formi vopnasamn-
inga. Þessi fyrirtæki eru hluti af því
sem kallað er Járnþríhyrningurinn (e.
The Iron Triangle), en það eru þingið,
stjórnsýslan og hagsmunagæsluaðil-
arnir. Þegar Dwight Eisenhower (fyrr-
um hershöfðingi) lét af embætti for-
seta Bandaríkjanna árið 1961 talaði
hann sérstaklega um þessa aðila í
mjög frægri ræðu og varaði við aukn-
um áhrifum hergagnaðinaðarins, eða
þess sem hann kallaði „miltary indi-
ustrial complex.“
Hægt er að nefna mun fleiri sam-
tök sérhagsmunagæslu sem starfa í
Washington; samtök olíuframleið-
enda, bænda, fjármálafyrirtækja,
námufyrirtækja, lyfjaiðnarins, verka-
lýðsfélög, sem og samtök tóbaksfram-
leiðenda, sem nefnd voru fyrr í grein-
inni.
Tæknifyrirtækin vilja
lægri skatta
Einnig ber að geta þess að sam-
tök fyrirtækja í tækni-
iðnaðinum hafa orðið
meira áberandi upp á
síðkastið; Facebook,
Google, Apple, Amazon,
og Microsoft, svo nokk-
ur séu nefnd. Það síð-
astnefnda eyddi um sjö
milljónum dollara, 870
milljónum króna, fyrir
þingkosningarnar árið
2010 til að gæta hags-
muna sinna. Þessi geiri
berst meðal annars fyr-
ir lægri sköttum á fyr-
irtækin, sem og auknu
netöryggi.
Þó sérhagsmuna-
gæslan hafi fremur haft á sér neikvæð-
an stimpil og margir stjórnmálamenn
séu tilbúnir að berjast gegn þessu fyr-
irbæri, eru til forsetar sem töldu þetta
vera gott fyrir stjórnmálakerfi lands-
ins. Einn þeirra var John F. Kennedy,
sem auðnaðist skammur tími til þess
að vinna með þessum aðilum sem for-
seti, en hann var skotinn til bana eftir
tvö ár í embætti árið 1963. Kennedy
taldi að þessir aðilar væru nauðsyn-
legur hluti hins lýðræðislega ferlis.
Það er því ljóst að það eru skipt-
ar skoðanir á þessu, en eitt er víst að
hér er um mikla peningamaskínu að
ræða, sem nokkuð borðleggjandi er,
að hefur sín áhrif. n
Þénaði 20 milljonir
dala þegar mest lét
Jack Abramoff var „lobbí-
isti“ af guðs náð. Aðferð
hans var meðal annars að
ausa gjöfum yfir þingmenn
á bandaríska þinginu. Hann
hafði um 100 þingmenn í
vasanum. Mynd ReuTeRs
Þekktar myndir Myndirnar The Insider og Cas
ino Jack
taka á lobbíisma í Bandaríkjunum.
Skutu gamla konu
Æ
ttingjar Delmu Towler
íhuga nú réttarstöðu sína,
en Delma var 83 ára göm-
ul amma sem bjó ein í
Altavista í Virginíu í Bandaríkjun-
um. Hún hringdi á lögregluna til að
láta þá vita af innbrotsþjófi á heim-
ili sínu. Hún greip til byssu sinn-
ar og skaut viðvörunarskotum út
í loftið og tók svo á rás yfir í næsta
garð þar sem systir hennar bjó. Lög-
reglumenn sem heyrðu skothríð-
ina sáu hana á hlaupum og reyndu
að sögn að fá hana til að leggja nið-
ur vopn sín, en hún var hvorki með
gleraugun sín né heyrnartækin og
því er talið að hún hafi einfaldlega
ekki heyrt í þeim. Þegar hún hlýddi
ekki skutu þeir á hana. Towler lést
af skotsárunum en dóttir hennar,
Linda Langford, kveðst eiga harma
að hefna og ætlar að gera allt sem
hún getur til að lögsækja lögreglu-
mennina og lögregluembættið í
Altavista. n
n Lögreglan í Virginíu liggur undir ámæli