Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.2012, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.2012, Blaðsíða 21
Erlent 21Helgarblað 28.–30. september 2012 Sérhagsmunahópar eru valdamiklir vestanhafs n Milljörðum dala eytt í sérhagsmunagæslu í Washington n Tóbaksfyrirtæki og hergagnaframleiðendur áberandi n Þingmenn keyptir landið sé ekki í stríðsátökun einhvers- staðar. George Bush yngri, sagðist sjálfur vera „stríðsforseti“ og var ekk- ert að leyna því. Bandaríkin hafa háð stríð á mörgum vígvöllum undan- farna áratugi, til dæmis í Írak og Afganistan, sem er orðið lengsta stríð- ið í sögu Bandaríkjanna. Í Mexíkó og S-Ameríku eru bandarísk vopn not- uð í stríði margra ríkisstjórna gegn eit- urlyfjabarónum. Stórfyrirtæki á borð við Boeing, Lockhed-Martin og General Dyna- mics fá fúlgur fjár frá bandarískum stjórnvöldum í formi vopnasamn- inga. Þessi fyrirtæki eru hluti af því sem kallað er Járnþríhyrningurinn (e. The Iron Triangle), en það eru þingið, stjórnsýslan og hagsmunagæsluaðil- arnir. Þegar Dwight Eisenhower (fyrr- um hershöfðingi) lét af embætti for- seta Bandaríkjanna árið 1961 talaði hann sérstaklega um þessa aðila í mjög frægri ræðu og varaði við aukn- um áhrifum hergagnaðinaðarins, eða þess sem hann kallaði „miltary indi- ustrial complex.“ Hægt er að nefna mun fleiri sam- tök sérhagsmunagæslu sem starfa í Washington; samtök olíuframleið- enda, bænda, fjármálafyrirtækja, námufyrirtækja, lyfjaiðnarins, verka- lýðsfélög, sem og samtök tóbaksfram- leiðenda, sem nefnd voru fyrr í grein- inni. Tæknifyrirtækin vilja lægri skatta Einnig ber að geta þess að sam- tök fyrirtækja í tækni- iðnaðinum hafa orðið meira áberandi upp á síðkastið; Facebook, Google, Apple, Amazon, og Microsoft, svo nokk- ur séu nefnd. Það síð- astnefnda eyddi um sjö milljónum dollara, 870 milljónum króna, fyrir þingkosningarnar árið 2010 til að gæta hags- muna sinna. Þessi geiri berst meðal annars fyr- ir lægri sköttum á fyr- irtækin, sem og auknu netöryggi. Þó sérhagsmuna- gæslan hafi fremur haft á sér neikvæð- an stimpil og margir stjórnmálamenn séu tilbúnir að berjast gegn þessu fyr- irbæri, eru til forsetar sem töldu þetta vera gott fyrir stjórnmálakerfi lands- ins. Einn þeirra var John F. Kennedy, sem auðnaðist skammur tími til þess að vinna með þessum aðilum sem for- seti, en hann var skotinn til bana eftir tvö ár í embætti árið 1963. Kennedy taldi að þessir aðilar væru nauðsyn- legur hluti hins lýðræðislega ferlis. Það er því ljóst að það eru skipt- ar skoðanir á þessu, en eitt er víst að hér er um mikla peningamaskínu að ræða, sem nokkuð borðleggjandi er, að hefur sín áhrif. n Þénaði 20 milljonir dala þegar mest lét Jack Abramoff var „lobbí- isti“ af guðs náð. Aðferð hans var meðal annars að ausa gjöfum yfir þingmenn á bandaríska þinginu. Hann hafði um 100 þingmenn í vasanum. Mynd ReuTeRs Þekktar myndir Myndirnar The Insider og Cas ino Jack taka á lobbíisma í Bandaríkjunum. Skutu gamla konu Æ ttingjar Delmu Towler íhuga nú réttarstöðu sína, en Delma var 83 ára göm- ul amma sem bjó ein í Altavista í Virginíu í Bandaríkjun- um. Hún hringdi á lögregluna til að láta þá vita af innbrotsþjófi á heim- ili sínu. Hún greip til byssu sinn- ar og skaut viðvörunarskotum út í loftið og tók svo á rás yfir í næsta garð þar sem systir hennar bjó. Lög- reglumenn sem heyrðu skothríð- ina sáu hana á hlaupum og reyndu að sögn að fá hana til að leggja nið- ur vopn sín, en hún var hvorki með gleraugun sín né heyrnartækin og því er talið að hún hafi einfaldlega ekki heyrt í þeim. Þegar hún hlýddi ekki skutu þeir á hana. Towler lést af skotsárunum en dóttir hennar, Linda Langford, kveðst eiga harma að hefna og ætlar að gera allt sem hún getur til að lögsækja lögreglu- mennina og lögregluembættið í Altavista. n n Lögreglan í Virginíu liggur undir ámæli
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.